Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 05.04.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ______________________________MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 2000 43 MENNTUN Kennaraháskóli Islands Nútímalegur háskóli á gömlum grunni Morgunblaðið/Ámi Sæberg MEGINHLUTVERK Kennarahá- skóla íslands er að mennta þá ein- staklinga sem leggja munu grunn- inn að menntun þjóðarinnar á nýrri öld, að sögn Elínar Thorar- ensen, náms- og starfsráðgjafa KHÍ. Lögð er áhersla á nútíma- lega kennsluhætti og að tengja saman fræðilegt nám og hagnýta reynslu sem nýtist nemendum á vettvangi kennslu, þjálfunar og uppeldisstarfa. Kennaraháskólinn býður upp á hagnýtt og skemmti- legt starfsréttindanám sem Elín segir að sé traustur undirbúningur fyrir margs konar störf, bæði í op- inberri þjónustu og á almennum vinnumarkaði. Námið er auk þess góður grunnur íyrir framhalds- nám. Kennaraháskóli íslands er næststærsti háskóli landsins með tæplega tvö þúsund nemendur. Skólinn stendur framarlega í fjarkennslu og stundar nú rúm- lega þriðjungur nemenda skólans nám með því sniði. Með aðstoð nýjustu tækni hefur tekist að skapa lifandi og persónulegt námsumhverfi í fjarnáminu. Skól- inn er vísindaleg fræðslu- og rann- sóknarstofnun, sem skiptist í tvær deildir; grunndeild og framhalds- deild. Ný námskrá tekur gildi í grunnskólaskor I grunndeild eru fimm námsleið- ir. Fjórar bjóða upp á þriggja ára nám, sem er 90 einingar og lýkur með B.Ed.-gráðu. Þær nefnast grunnskólaskor, íþróttaskor, leik- skólaskor og þroskaþjálfaskor. Fimmta námsleiðin er framhalds- skólaskor sem býður upp á kennsluréttindanám fyrir þá sem lokið hafa námi á greinasviði. Áherslur í náminu taka mið af gildandi námskrám og reglugerð- um auk þess sem sífellt er leitast við að kynna nýjustu stefnur og strauma í uppeldis- og menntamál- um. Næsta vetur verður boðið upp á fjarnám í grunnskóla-, leikskóla- og framhaldsskólaskor. Markmiðið með námi í leik- skólaskor er að nemendur öðlist þekkingu og hæfni til að sinna uppeldis- og kennslustörfum í leik- skólum og sambærilegum stofnun- um. Við leikskólaskor er auk B.Ed.-námsins boðið upp á tveggja ára, 45 eininga hagnýtt nám fyrir starfsfólk á leikskólum. Að loknu því námi eiga nemendur möguleika á að ljúka B.Ed.-námi í leikskólafræðum á tveimur árum. Nám í grunnskólaskor miðar að því að búa nemendur undir kennslu í grunnskólum. I haust mun ný kennsluskrá taka gildi í grunnskólaskor, þar sem áhersla er lögð á framsæknar nýjungar í kennaranámi. Nýjungarnar felast meðal annars í því að nemendur sérhæfa sig í kennslu yngri eða eldri barna, aukin áhersla verður á dýpkun í faggreinum og boðið er upp á meira val en áður. Þriðjung- ur námsins fer fram á kjörsviðum, en þau eru íslenska, stærðfræði, erlend mál, náttúrufræði, samfé- lagsgi’einar, upplýsingatækni, list- og verkgreinar, heimilisfræði og kennsla yngri bama. Eini háskólinn sem býður nám fyrir íþróttakennara Kennaraháskóli íslands er eini háskólinn á Islandi sem býður upp á háskólanám fyrir íþróttakennara og íþróttafræðinga. Nám í íþrótta- skor fer fram á Laugarvatni. Námið miðar að því að búa nem- endur sem best undir störf við íþróttakennslu í grunn- og fram- haldsskólum, þjálfun af ýmsu tagi og æskulýðsstörf. í þroskaþjálfaskor er boðið upp á nám fyrir þroskaþjálfa, en markmiðið með náminu er að nem- endur öðlist þekkingu og hæfni í starfi með fötluðum. Lögð er áhersla á að nemendur kynnist starfi þroskaþjálfa og aðstæðum fatlaðra í samfélaginu, auk þess sem kynntar eru nýjustu stefnur, straumar og rannsóknir á málefn- um fatlaðra. í framhaldsskólaskor er boðið upp á 15-30 eininga nám til kennsluréttinda. Nemendur verða að hafa lokið fullgildu námi í kennslugrein sinni og er námið einkum ætlað fólki sem er með menntun í list- og verkgreinum. Náminu er dreift á tvö til tvö og hálft ár til að koma til móts við þá sem starfa við kennslu. Næsta vet- ur verður námið með fjarkennslu- sniði. í framhaldsdeild er í boði nám ætlað kennurum, þroskaþjálfum og öðrum uppeldisstéttum sem hafa lokið grunnnámi og vilja efla þekkingu sína og færni. Stefnt að skemmtilegu háskólasvæði Námsbrautir eru fjölmargar og lýkur þeim ýmist með formlegri viðurkenningu (diplóma) eða meistaranámi (M.Ed.). Sem dæmi um námsbrautir má nefna sér- kennslufræði, tölvu- og upplýs- ingatækni, stjórnun, stærðfræði, þroskaþjálfun og kennslu- og nám- skrárfræði. Aðalbygging Kennaraháskóla Islands er við Stakkahlíð og þar fer fram kennsla í grunnskólaskor, framhaldsskólaskor og framhalds- deild. Leikskólaskor er staðsett við Leirulæk, en mun flytjast upp í Stakkahlíð haustið 2001. Þroska- þjálfaskor er staðsett við Skipholt og íþróttaskor er á Laugarvatni. Fljótlega verður hafist handa við að byggja nýtt og glæsilegt hús við hlið núverandi aðalbygg- ingar, sem tekið verður í notkun árið 2002. Það mun m.a. hýsa kennslumiðstöð, gagnasmiðju og bókasafn skólans sem er sérfræði- og rannsóknarsafn á sviði kennslu, uppeldis, umönnunar og þjálfunar og er í fararbroddi á sínu sviði. Stefnt er að því að í framtíðinni muni rísa skemmtilegt háskóla- svæði á Rauðarárholtinu með kennsluhúsnæði, stúdentagörðum og félagsþjónustu stúdenta. Ókeypis lögfræðiaðstoð öll fimmtudagskvöld milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 551 1012 Orator, félag laganema Opinn félagsfundur Nýskipan raforkumála Samtök iðnaðarins standa fyrir opnum fundi um tillögur að nýskipan raforkumála sem opnar fyrir samkeppni á raforkumarkaðinum. Samtökin hafa lengi barist fyrir lægra raforkuverði fyrir iðnað á íslandi og bent á nauðsyn þess að markaðslögmál gildi í viðskiptum með raforku. Það er því fagnaðarefni að nú skuli vera að komast hreyfing á þessi mál. Samtökin leggja áherslu á að aðalatriði breytinganna sé að skapa skilyrði fyrir virka samkeppni sem leiðir til lægra orkuverðs og betri þjónustu. DAGSKRA nænn Ávarp iðnaáar- og viðskiptaráðherra Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra D8;10 ■QfUACL jisuao- Tillögur nefndar um nýskipan raforkumála Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar og formaður nefndar um framtíðarskipulag raforkuflutnings á íslandi Mat á áhrifum nýskipunarinnar á þróun orkumarkaðarins og orkuverð Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur ir frá sjónarhóli iðnaðarins Ólafur Kjartansson, Samtök iðnaðarins Almennar umræður og fyrirspurnir Fundurinn verður haldinn í veislusalnum Versölum, Húsi iðnaðar- ins að Hallveigarstíg 1, fimmtudaginn 6. apríl frá kl. 8:00 til 9:30. Léttur morgunverður verður á boðstólum. SAMTOK IÐNAÐARINS Hallveigarstíg | 101 Reykjavík | Sími 511 5555 | Fax 511 5566 | www.si.is f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.