Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 8

Morgunblaðið - 15.04.2000, Page 8
8 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþjóðadagur meinatækna Lykill að greiningu kynsjúkdóma Alþjóðadagur meina- tækna er í dag. Yf- irskrift dagsins er; Meinatækni - lykill að greiningu kynsjúkdóma. Kristín Jónsdóttir meina- tæknir starfar á sýkladeild Landspítala við greiningu kynsjúkdóma, einkum klamydíu. Hún var spurð hvers vegna þetta efni hefði orðið fyrir valinu núna? „Markmiðið með þess- um degi er að taka eitt- hvert heilbrigðisvandamál fyrir hverju sinni í sam- starfi við WHO, alþjóða- heilbrigðisstofnunina. Kynsjúkdómar eru gríðar- lega stórt heilbrigðis- vandamál sem þjáir hundruð milljóna manna um allan heim og stór hluti þess- ara sýkinga er læknanlegur. IJað sem við erum helst að benda á núna á alþjóðadegi meinatækna er að þessirsjúkdómar eru flestir læknanlegir og hægt er að verjast þeim. Við viljum einnig benda á mikilvægi greininga - þar komum við meinatæknar inn í málið.“ - Eru kynsjúkdómar vaxandi vandamál á íslandi? „Ekki kannski hraðvaxandi en vaxandi þó. Vinna þarf gegn for- dómum gagnvart kynsjúkdómum og vanþekking á þeim er mjög al- geng.“ - Hvaða kynsjúkdómar eru aI- gengastir hér? „Klamydía er langalgengasti kynsjúkdómurinn hér. Sá sjúk- dómur smitast við samfarh’ ein- göngu og smit verður við beina snertingu slímhúða. Bæði klam- ydía og aðrir sýklar sem valda kynsjúkdómum lifa einungis við líkamshita og deyja utan líkam- ans. Kynfæravörtur eru einnig mjög algengar. Þær smitast á sama hátt og klamydía og sumar gerðir þessara vörtuveira eru tengdar aukinni hættu á frumu- breytingu og jafnvel krabbameini í leghálsi kvenna. Það er því mikil- vægt að þær finnist sem fyrst. Hægt er að beita ýmsum ráðum til að útrýma þeim. Klamydíu er hægt að meðhöndla á mjög áhrifa- ríkan hátt með sýklalyfjum." -Hvað með sárasótt og lek- anda? „Sárasótt finnst mjög sjaldan á íslandi og ef hún finnst er oftast um að ræða erlent smit. Sömu sögu er að segja um lekanda sem virðist nánast horfinn hér á ís- landi. Einungis fimm lekandasmit fundust í fyrra og sex árið þar áð- ur. Þessir sjúkdómar eru læknan- legir með sýklalyfjum.“ -Meinatæknar greina einnig eyðnismit - er ekki svo? „Jú, við gerum það. Eyðnismit er greint annars vegar með mót- efnaleit og svo er eyðniveiran greind í blóði með kjarnsýru- mögnunaraðferðum eins og klam- ydía, en þær aðferðir leita að erfðaefni sýklanna, magna það upp og gera það greinanlegt." - Mikið var talað um að meina- tæknar væru í áhættuhópi hvað eyðni snertir vegna starfs síns - veistu til að meinatæknir hafí smitast afeyðni hér við starf sitt? „Nei, það kannast ég ekki við. Áhættan er þó vissulega til staðar, en með aukinni þekkingu á smit- leiðum og réttum vinnubrögðum má koma í veg fyrir slys.“ ► Kristín Jónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. ágúst 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti 1989, BSc-prófi í meinatækni frá Tækniskóla íslands 1993 og stundar hún nú MS-nám við Iæknadeild Háskóla íslands. Kristin hefur starfað á sýkla- fræðideild Landspftalans frá námslokum og gerir enn. Maður Kristínar er Þórarinn Guð- mundsson bifreiðasmiður. - Hvað hafa margir alþjóðadag- armeinatækna veríð haldnir? „Alþjóðadagur meinatækna er nú haldinn í þriðja sinn, yfirskrift hinna daganna tveggja var; Lykill að lækningu berkla og Lykill að öryggi við blóðgjafir." - Hafa svona alþjóðadagar mikla þýðingu að þínu mati? „Öll umræða um heilbrigðis- vandamál er af hinu góða og svona dagar auka á þekkingu fólks. Fræðsla um kynsjúkdóma þarf að vera stöðug því alltaf kemur nýtt fólk til sögunnar." -Er nægilega mikið gert í fræðslumálum um kynsjúkdóma um þessar mundir? „Auka má fræðslu um kynsjúk- dóma til muna og sérstaklega efla forvarnir, t.d. þarf stöðugt að minna á mikilvægi þess að nota smokk við samfarir, greining sjúkdómsins er einnig mjög mikil- væg því kynsjúkdómar geta oft verið einkennalausir lengi. Einnig mætti auka skimun (leit hjá ein- kennalausu fólki) til þess að ná að greina fleiri til að koma í veg fyrir smit.“ - Ef smit greinist, er þá smit- leiðin rakin? „Sjúklingi sem greinist með kynsjúkdóm er skylt að gefa upp nöfn rekkjunauta og þá er reynt að hafa uppi á þeim og greina þá. En allar slíkar upplýsingar eru trúnaðarmál." -Eru störf meina- tækna ímikilli þróun? „Já, meinatæknar þurfa sífellt að vera að tileinka sér nýjar aðferðir, þar ber kannski hæst tilkoma erfðatækninnar, að- ferðir sem byggjast á greiningu DNA.“ - Er farið að gera allar slíkai' rannsóknir hérá landi? „Fjöldi slíkra rannsókna er allt- af að aukast hér og án efa mun hlutur þessara rannsókna aukast enn í framtíðinni. Hlutverk meinatækna í þessum rannsókn- um og mörgum öðrum fer stöðugt vaxandi." Kynsjúkdóm- ar eru gríðar- lega stórt heilbrigðis- vandamál

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.