Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 8

Morgunblaðið - 15.04.2000, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 15. APRÍL 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Alþjóðadagur meinatækna Lykill að greiningu kynsjúkdóma Alþjóðadagur meina- tækna er í dag. Yf- irskrift dagsins er; Meinatækni - lykill að greiningu kynsjúkdóma. Kristín Jónsdóttir meina- tæknir starfar á sýkladeild Landspítala við greiningu kynsjúkdóma, einkum klamydíu. Hún var spurð hvers vegna þetta efni hefði orðið fyrir valinu núna? „Markmiðið með þess- um degi er að taka eitt- hvert heilbrigðisvandamál fyrir hverju sinni í sam- starfi við WHO, alþjóða- heilbrigðisstofnunina. Kynsjúkdómar eru gríðar- lega stórt heilbrigðis- vandamál sem þjáir hundruð milljóna manna um allan heim og stór hluti þess- ara sýkinga er læknanlegur. IJað sem við erum helst að benda á núna á alþjóðadegi meinatækna er að þessirsjúkdómar eru flestir læknanlegir og hægt er að verjast þeim. Við viljum einnig benda á mikilvægi greininga - þar komum við meinatæknar inn í málið.“ - Eru kynsjúkdómar vaxandi vandamál á íslandi? „Ekki kannski hraðvaxandi en vaxandi þó. Vinna þarf gegn for- dómum gagnvart kynsjúkdómum og vanþekking á þeim er mjög al- geng.“ - Hvaða kynsjúkdómar eru aI- gengastir hér? „Klamydía er langalgengasti kynsjúkdómurinn hér. Sá sjúk- dómur smitast við samfarh’ ein- göngu og smit verður við beina snertingu slímhúða. Bæði klam- ydía og aðrir sýklar sem valda kynsjúkdómum lifa einungis við líkamshita og deyja utan líkam- ans. Kynfæravörtur eru einnig mjög algengar. Þær smitast á sama hátt og klamydía og sumar gerðir þessara vörtuveira eru tengdar aukinni hættu á frumu- breytingu og jafnvel krabbameini í leghálsi kvenna. Það er því mikil- vægt að þær finnist sem fyrst. Hægt er að beita ýmsum ráðum til að útrýma þeim. Klamydíu er hægt að meðhöndla á mjög áhrifa- ríkan hátt með sýklalyfjum." -Hvað með sárasótt og lek- anda? „Sárasótt finnst mjög sjaldan á íslandi og ef hún finnst er oftast um að ræða erlent smit. Sömu sögu er að segja um lekanda sem virðist nánast horfinn hér á ís- landi. Einungis fimm lekandasmit fundust í fyrra og sex árið þar áð- ur. Þessir sjúkdómar eru læknan- legir með sýklalyfjum.“ -Meinatæknar greina einnig eyðnismit - er ekki svo? „Jú, við gerum það. Eyðnismit er greint annars vegar með mót- efnaleit og svo er eyðniveiran greind í blóði með kjarnsýru- mögnunaraðferðum eins og klam- ydía, en þær aðferðir leita að erfðaefni sýklanna, magna það upp og gera það greinanlegt." - Mikið var talað um að meina- tæknar væru í áhættuhópi hvað eyðni snertir vegna starfs síns - veistu til að meinatæknir hafí smitast afeyðni hér við starf sitt? „Nei, það kannast ég ekki við. Áhættan er þó vissulega til staðar, en með aukinni þekkingu á smit- leiðum og réttum vinnubrögðum má koma í veg fyrir slys.“ ► Kristín Jónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 2. ágúst 1970. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti 1989, BSc-prófi í meinatækni frá Tækniskóla íslands 1993 og stundar hún nú MS-nám við Iæknadeild Háskóla íslands. Kristin hefur starfað á sýkla- fræðideild Landspftalans frá námslokum og gerir enn. Maður Kristínar er Þórarinn Guð- mundsson bifreiðasmiður. - Hvað hafa margir alþjóðadag- armeinatækna veríð haldnir? „Alþjóðadagur meinatækna er nú haldinn í þriðja sinn, yfirskrift hinna daganna tveggja var; Lykill að lækningu berkla og Lykill að öryggi við blóðgjafir." - Hafa svona alþjóðadagar mikla þýðingu að þínu mati? „Öll umræða um heilbrigðis- vandamál er af hinu góða og svona dagar auka á þekkingu fólks. Fræðsla um kynsjúkdóma þarf að vera stöðug því alltaf kemur nýtt fólk til sögunnar." -Er nægilega mikið gert í fræðslumálum um kynsjúkdóma um þessar mundir? „Auka má fræðslu um kynsjúk- dóma til muna og sérstaklega efla forvarnir, t.d. þarf stöðugt að minna á mikilvægi þess að nota smokk við samfarir, greining sjúkdómsins er einnig mjög mikil- væg því kynsjúkdómar geta oft verið einkennalausir lengi. Einnig mætti auka skimun (leit hjá ein- kennalausu fólki) til þess að ná að greina fleiri til að koma í veg fyrir smit.“ - Ef smit greinist, er þá smit- leiðin rakin? „Sjúklingi sem greinist með kynsjúkdóm er skylt að gefa upp nöfn rekkjunauta og þá er reynt að hafa uppi á þeim og greina þá. En allar slíkar upplýsingar eru trúnaðarmál." -Eru störf meina- tækna ímikilli þróun? „Já, meinatæknar þurfa sífellt að vera að tileinka sér nýjar aðferðir, þar ber kannski hæst tilkoma erfðatækninnar, að- ferðir sem byggjast á greiningu DNA.“ - Er farið að gera allar slíkai' rannsóknir hérá landi? „Fjöldi slíkra rannsókna er allt- af að aukast hér og án efa mun hlutur þessara rannsókna aukast enn í framtíðinni. Hlutverk meinatækna í þessum rannsókn- um og mörgum öðrum fer stöðugt vaxandi." Kynsjúkdóm- ar eru gríðar- lega stórt heilbrigðis- vandamál
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.