Morgunblaðið - 24.05.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 24.05.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 118. TBL. 88. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Stjórn Sri Lanka biðlar til íbúanna Coiombo, Nýju Delí. AFP. CHANDRIKA Kumaratunga, for- seti Sri Lanka, sagði í sjónvarps- ávarpi í gær að mikil ógn stafaði að landinu vegna baráttunnar við skæruliða tamfla og fór þess á leit að almenningur léti fé af hendi rakna svo her landsins gæti barist af full- um mætti gegn klofningsöflum. Stjórnarherinn hefur að undan- förnu þurft að verjast mikilli sókn skæruliða á norðurhluta eyjunnar nærri borginni Jaffna og hefur kostnaður vegna stríðsreksturs hersins aukist mjög. Kumaratunga mæltist til þess í ávarpi sínu að al- menningur sparaði fé og léti and- virði tveggja daga launa renna til hersins svo tryggt yrði að Jaffna félli ekki í hendur skæruliða. „Þjóð- aröryggi Sri Lanka er í húfl og við verðum að berjast saman svo sigur náist,“ sagði forsetinn í gær. Talið er líklegt að ef svo fer fram sem horfír þá muni skæruliðar ná borginni á sitt vald á næstu tveimur vikum. Ríkisstjórn Indlands lýsti því yfir í gær, að indverski herinn væri reiðubúinn að flytja hermenn stjórn- arhers Sri Lanka á brott frá norður- hluta eyjunnar ef boð um það bær- ust frá Kumaratunga. Þjóðarörygg- isráðgjafi indversku stjórnarinnar, Brajesh Mishra, sagði í gær, að full- ur skilningur ríkti á ástandinu við Jaffna hjá Behari Vajpayee forsæt- isráðheiTa Indlands og yfirmönnum hersins og að eftir sérstakan fund í gær sé ljóst að indverski flotinn muni grípa til björgunaraðgerða ef stjórnvöld í Colombo fari fram á það. Sérleg sáttanefnd ríkisstjómar Noregs er væntanleg til Nýju Delhí í dag en í gær fundaði hún með ráða- mönnum í Colombo um ástand mála á eyjunni. Samkvæmt heimildum AFP hafa Norðmenn sagst reiðu- búnir að skipuleggja formlegar frið- arviðræður milli stjórnarinnar og skæruliða. Likur á að yfír tveggja áratuga hernámi ísraela í suðurhluta Líbanons sé lokið Israelsher yfirg’efur lykilherstöðvar í skyndi Beirút, Sameinuðu þjóðunum, Jerúsalem. AFP, Reuters, AP. ALLT vii-tist benda til þess í gær- kvöldi að hemám ísraela á öryggis- svæðinu í suðurhluta Líbanons, til meira en tveggja áratuga, væri á enda er ísraelskar hersveitir eyði- lögðu lykilherstöðvar sínar nærri landamæram Sýrlands áður en þær yfirgáfu svæðið. Liðsmenn Suður-líb- anska hersins (SLA), sem era hlið- hollir Israel, höfðu í allan gærdag hörfað frá hinu 15 km breiða öryggis- svæði sem skilur rfldn að og réðust skæraliðasveitir Hizbollah og amal- shíta inn á svæðið í kjölfarið og fylgdu þúsundum líbanskra borgara sem fögnuðu ákaft endalokum hersetu Israela. I gærkvöldi var talið að brott- flutningi Israelshers gæti verið lokið í dagrenningu. Hefur hin hraða at- burðarás gærdagsins valdið áhyggj- um um framtíð svæðisins og hættuna á að hernaðarlegt tómarúm myndist. Mikil spenna ríkti við landamæri Israels og Líbanons í gær er skæra- liðar streymdu inn á öryggissvæðið og almenningur réðst á fangelsis- byggingar undir stjóm SLA og frels- aði fanga sem hafa verið í haldi SLA. Víða kom tfl bardaga milli andstæðra sveita. Á sömu stundu og skæraliðar Hizbollah héldu inn á svæðið, streymdu Israelar og Líbanar hlið- hollir Israelum út úr öryggissvæðinu enda kunna liðsmenn SLA að eiga yf- ir höfði sér dauðadóm ef þeir nást. Og seinni part dags var ljóst að skæra- liðasveitir Hizbollah höfðu náð fjöl- mörgum skriðdrekum og öðram þungavopnum SLA, sem ísraelski flugherinn hafði ekki náð að eyða er hersveitir höríúðu. Þrátt fyrir niðurlæginguna sem ísraelsher varð fyrir í gær sagði Ephraim Sneh, aðstoðarvamarmála- ráðherra ísraels, sem staddur var í norðurhluta landsins í gær, að að- gerðir Hizbollah myndu aðeins takast til skemmri tíma og að ef ísraelskir þegnar yrðu fyrir árásum yrðu við- brögðin mun harðari en áður og fyrir- varalaus, sagði ráðherrann. Öryggisráð SÞ samþykkti í gær yf- irlýsingu um að tillögum Kofi Ann- ans, framkvæmdastjóra SÞ, um eftir- lit með brotthvarfi ísraela og aðstoð við Líbanonsstjóm við yfirtöku svæð- isins, verði strax hrint í framkvæmd. Sérlegur sendifulltrúi SÞ, er væntan- legur til Beirút í dag og mun hann leitast við að fá skuldbindingar allra aðila um að halda íriðinn. Um 4.500 friðargæsluliðar SÞ era nú á öryggis- svæðinu og segja talsmenn liðsins að öryggisskuldbindinga sé beðið áður en það aðstoði Líbanon við að koma stjórn á svæðið. Stjórn Líbanons lýsti í gær yfir andstöðu sinni við fyrirætl- anir SÞ á svæðinu og getur það sett framtíð friðargæsluliðsins í uppnám. AP Libönsk böm að leik ofan á skriðdreka sem liðsmenn suður-líbanska liersins skildu eftir á hröðu undanhaldi sínu frá öryggissvæðinu í suðurhluta Líbanons í gær. Reuters Merkur fornleifa- fundur í Egyptalandi Qryggis- og varnarmál ESB Þátttaka NATO- ríkja utan ESB sögð vera tryggð Siðmenn- ing eldri en talið var? Chicago. AP. FORNLEIFAFRÆÐINGAR á vegum Chicago-háskóla hafa fundið 6.000 ára gamlar rústir við hæð í norðausturhluta Sýr- lands og benda þær til þess að siðmenning sé eldri en talið hef- ur verið. Hæðin nefnist Tell Hamouk- ar og fundust þar leifar borgar- múrs. Fram til þessa hafa ein- göngu fundist svo gamlar borgarrústir frá tímum súmera er bjuggu í Mesópótamíu, milli ánna Efrat og Tígris þar sem nú er írak. Að sögn McGuire Gibs- on við Austurlandastofnun Chicago-háskóla getur uppgötv- unin valdið því að endurskoða þurfi fyrri hugmyndir um upp- rana siðmenningar og borga. Hún eigi sér ef til vill rætur í annarri og eldri menningu en þeirri sem kennd er við súmera. EGYPSKIR fornleifafræðingar sögðu frá því í gær að þeir hafi fundið gröf Gad Khensu Eyufs, eins valdamesta leiðtoga faraóanna á árunum 598-570 f. Kr. og að fund- urinn sé einn sá merkasti í seinni tíð. Leitað hefur verið að gröfínni linnulítið alla þessa öld og segja fornleifafræðingar að fundurinn muni varpa ljdsi á gátuna um það hvernig Eyuf, sem var hdraðssljóri, hafi öðlast öll sín völd í óþökk kon- unga Egyptalands, en talið er að Eyuf hafi látið þegna sína koma fram við sig sem jafningja kon- ungs. Auk grafar Eyufs fundust 102 grísk-rómverskar múmíur sem, sumar hveijar, voru klæddar gullslegnum grímum. Á myndinni sést hvar einn fornleifafræðing- anna hreinsar ryk í salarkynnum þar sem ein múmían fannst. AÐILDARRÍKI Evrópusambands- ins (ESB) vora í gær sögð hafa kom- ist að samkomulagi um hvemig haga beri þátttöku þeirra ríkja, sem standa utan sambandsins en eru aðil- ar að Atlantshafsbandalaginu (NATO), í nánara öryggis- og varn- armálasamstarfi á vegum ESB. Norska blaðið Aftenposten greinir frá þessu í frétt sinni í gær og segir að NATO-ríkin, sem standa utan ESB, sem auk íslands eru Noregur, Tyrkland, Pólland, Tékkland og Ungverjaland, muni árlega fá að sitja a.m.k. fjóra ráðherrafundi ESB á sviði öryggis- og varnarmála og að undir vissum kringumstæðum muni ríkin geta tekið þátt í fundum þar sem ákvarðanir á hemaðarsviði ESB verði teknar. Að sögn blaðsins verður þetta fyrirkomulag stofnanabundið og munu fulltrúar ESB-ríkja hafa ákveðið að hefja viðræður og skoð- anaskipti við NATO ríkin sex, sem utan sambandsins standa. Opinber ákvörðun verði síðan tekin á leiðtoga- íúndi ESB í Portúgal í næsta mánuði. MORGUNBLAÐIÐ 24. MAÍ 2000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.