Morgunblaðið - 24.05.2000, Síða 27

Morgunblaðið - 24.05.2000, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 2000 27 LISTIR SPEEDOí Burtfararprófs- tónleikar í Ymi KRISTÍN Ragn- hildur Sigurðar- dóttir sópran- söngkona og Ólafur Vignir Al- bertsson píanó- leikari halda ein- söngstónleika í Tónlistarhúsinu Ými við Skógar- hlíð, annað kvöld, fimmtudag- skvöld, kl. 20. Tónleikamir eru lokaáfangi burtfar- arprófs Kristínar frá Söngskólanum í Reykjavík. Á efnisskránni eru m.a. tónles og aríur úr verkum eftir Arne, Hándel og Mozart, franskir og þýskir ijóða- söngvar, íslensk' sönglög eftir Pál Is- ólfsson og Jón Pórarinsson og aríur úr óperunum „La Wally“ eftir Cata- lani og „I Vespri Siciliani" eftir Verdi. Kristín Ragnhildur Sigurðardótt- M-2000 Miðvikudagur 24. maí írskir dagar á Akranesi Á írskum dögum er minnst eins þekktasta landnáms Ira hér á landi á Akranesi. Irskir dagar standa til 28. maí. Dagskráin er hluti af sam- starfsverk- efni Menn- ingarborgar- \ innar og sveitarfélaga. www.akranes.is. www.reykjavik2000.is. wap.olis.is. Listahátíð Hótel Borg. Kl. 20 Listamannaþing Yfirskrift málþingsins er List og menning 21. aldar. Að afloknum framsöguerindum munu frummælendur skiptast á skoðunum og sitja fyrir svörum úr sal. Aðgangur er ókeypis. Fundarstjóri er Sveinn Einarsson. www.artfest.is. Sameiginleg dagskrá Tjarnarbíó. Kl. 18. Prinsessan í hörpunni. Leikbrúðuland frumsýnir brúðuleikrit eftir Böðvar Guðmundsson. I sýningunni koma fram leikbrúður, grím- ur og leikarar og byggir verkið á Völsungasögu. ir hóf nám við Söngskólann í Reykja- vík, hjá Ragnheiði Guðmundsdóttur og lauk þaðan 8. stigs prófi vorið 1993, en þá hélt hún utan til fram- haldsnáms og stundaði óperusöngn- ám hjá M.Rinu Malatrasi næstu þrjú árin, og í framhaldi af því var hún þátttakandi í „Operastudio" í Rovigo á Italíu haustið 1997. Kristín sótt söngtíma og námskeið m.a. Eugene Ratti, Virginiu Zeanni, Anthony Hose, Andrei Orlowitz, Martin Is- epp. Hún hefur komið fram á tón- leikum á Italíu og víðsvegar á Is- landi, bæði ein og sem einsöngvari með kórum. Sl. haust hóf Kristín framhaldsnám við söngkennaradeild Söngskólans í Reykjavík hjá Puríði Pálsdóttur, og nýtur þar einnig leið- sagnar Olafs Vignis Albertssonar píanóleikara. Hún lauk nú í vor burt- fararprófi frá skólanum og stefnir að söngkennaraprófi vorið 2001. Olafur Vignir Albertsson er kenn- ari við Söngskólann í Reykjavík. Aurora til Ítalíu SÖNGHÓPURINN Aurora, undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur, heldur tónleika í Hafnarborg í Hafn- arfirði á morgun kl. 20:30. Hópurinn mun í byrjun júní koma fram á alþjóðlegri kaupstefnu, Nightwave, á Rimini á Ítalíu og í för með hópnum verða Stefán S. Stef- ánsson saxófónleikari og Ástríður Haraldsdóttir píanóleikari. Þá hefur Ólöf Ingólfsdóttir dansari unnið með hópnum að leikrænni útfærslu. Aurora-hópurinn samanstendur af konum á aldrinum 15-40 ára, og var hann stofnaður fyiir þremur ár- um vegna samstarfs hópsins við ít- alska listamanninn „Auro“ og hinn kunna arkitekt Paolo Portoghesi. Þá söng hópurinn á stórri listasýn- ingu í Róm og nú heldur þetta sam- starf áfram á Rimini. Á tónleikunum verður flutt dagskráin sem farið verður með til Ítalíu, en hún kallast „Melting under the midnight sun“. --------------------- Sýningu lýkur i8 gallerí, Ingólfsstræti 8 SÝNINGU Gjömingaklúbbsins lýkur á sunnudag. Gjöminga- klúbburinn er skipaður fjórum myndlistarmönnum, þeim Dóru Is- leifsdóttur f. 1970, Eirúnu Sigurðar- dóttur f. 1971, Jóní Jónsdóttur f. 1972 og Sigrúnu Hrólfsdóttur f. 1973. Gjörningaklúbburinn hefur verið starfræktur frá 1996 og haldið margar sýningar heima og erlendis. Kristín Ragn- hildur Sigurð- ardóttir Listamannaþing Listahátíðar Horft til nýrrar aldar LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík efnir til málþings í kvöld á Hótel Borg kl. 20. Yfir- skrift og málefni þingsins er List og menning 21. aldar. Sveinn Ein- arsson fundar- stjóri og formað- ur framkvæmdastjórnar Listahátíðar segir menn alltaf að kvarta undan því að menningar- umræðan í landinu sé ekki nógu lífleg og þingið sé leið Listahátíðar til að stuðla að aukinni umræðu. „Við erum þarna með fulltrúa flestra listgreina og jafnframt full- trúa allra kynslóða, sem er nauð- synlegt, meðal annars þrjá mjög unga listamenn. Umræðuefnið er 21. öldin og gaman verður að sjá hvort þeir eldri og reyndari spá líkt í þróunina og þeir sem eru ungir og munu upplifa öldina." Að sögn Sveins verður jafnframt fjallað um ýmis fyrirbæri í menn- ingu þjóðarinnar og samskipti okkar við menningu annarra landa. „Sumir segja að hér sé mik- il gróska hvað magn varðar en við þurfum að huga að því hvort sama gildir um gæðin. Menn mega ekki fyllast einhverjum gagnrýnislaus- um uppbelgingi." Frummælendur verða Aino Freyja Jarvelá leikari og dansari, Andri Snær Magnason rithöfund- ur, Hjálmar H. Ragnarsson tón- skáld og rektor Listaháskóla Is- lands, Ólöf Nordal myndlistarmaður, Pétur Ármanns- son arkitekt og deildarstjóri bygg- ingarlistadeildar Listasafns Reykjavíkur, Ragnar Bragason kvikmyndaleikstjóri og Tinna Gunnlaugsdóttir leikkona og for- maður Bandalags íslenskra lista- manna. Að afloknum framsöguer- indum munu frummælendur skiptast á skoðunum og sitja fyrir svörum úr salnum. Aðgangur er ókeypis meðan húsrúm leyfir. Börn og leikhús á bókakaffi BÆKUR og leikhús er yfir- skrift bókakaffis sem haldið verður á efri hæð Sólons Islandusar í kvöld, miðviku- dagskvöld, kl. 20. Guðrún Helgadóttir, rithöf- undur, flytur erindi, Gunnar Helgason, leikari, fjallar um börn og leikhús og Pétur Egg- ertz talar um leikhúsmenningu barna. Að dagskránni standa Börn og bækur, IBBY, SÍUNG og Félag íslenskra barnabókahöf- unda. Bíldshöfða 20 • Sími 510 8020 Aösendar greinar á Netinu mbl.is _A.LLT/\f= eiTTHVAG A/ÝTT Sveinn Einarsson Þú átt þérdraum. 1 að kúra áfram í rúminu 2 að fá kampavín í morgunmat... 3 að þurfa ekki að fara í vinnuna... 4 að eyða öllum morgninum í að hugsa um sjálfa þig... 5 að aðrir eldi góðan mat fyrir þig... 6 að þurfa ekki að vaska upp... 7 að leggja þig eftir matinn... 8 að upplifa hveitibrauðsdagana aftur... 9 að vera prinssessa í einn dag... 10 að öllum líði vel... • honn rmtist hjó okkur JCEIANPAJJÍ HÖTÍIS Hótel Esja Hótel Loftleiðir Flughótel Hótel Flúðir Hótel Kirkiubæjarklaustur Hótel Höfn Hótel Hérað Reykjavík Reykjavík Keflavfk Flúðum Kirkjubæjarktaustri nöfn f Homafirði Egilsstöðum Nú eru Drífðu þig f dag og fáðu dágóðan afslátt! Eggjabakka-, svampv latex- og springdýnur og margtfleira með 15-30% afslætti! Skútuvogi 11 • Sími 568 5588

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.