Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 6
6 LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Amaldur
Gunnar Bjarnason gengur frá hurð í stafverkið í skála Eiríks rauða í
Haukadal.
Sofið í Eiríksskála
í fyrsta skipti
SMÍÐI tilgátubæjar á Eiríksstöð-
uni í Haukadal, fæðingarstað Leifs
heppna, er að Ijúka. Bærinn verð-
ur vígður með formlegum hætti á
Leifshátiðinni í ágúst. Einn smið-
urinn var ákveðinn í þvi að sofa í
skálanum í nótt.
Guðmundur Óli Kristinsson frá
Dröngum og Gunnar Bjarnason
voru ásamt þremur aðstoðarmönn-
um að ljúka smíðavinnu þegar
blaðamenn litu við á Eiríksstöðum
í fyrradag. Bjuggust þeir við að
ljúka smíðinni í dag. laugardag,
og var Guðmundur Óli staðráðinn
í því að sofa í skálanum síðastliðna
nótt, fyrstur manna.
Bygging skálans byggist á rann-
sóknum fornleifafræðinga á rúst-
um bæjar Eiríks rauða á Eiríks-
stöðum. Bærinn er hlaðinn og
annaðist Guðjón Kristinsson frá
Dröngum það verk. Inni er líkt
eftir fornu stafverki og gamalt
verklag notað. Viðurinn er höggv-
inn og skafinn, eins og gert var,
og notuð til þess áhöld sem Gunn-
ar Bjarnason hefur smíðað. Þrjú
rúmstæði verða í skálanum og á
að vera hægt að segja gestum
hvar Leifur heppni fæddist.
Einnig er verið að ganga frá
umhverfinu og á því verki að Ijúka
í mánuðinum.
I tilefni af því að 1000 ár eru nú
liðin frá því Leifur fann Vínland
stendur Dalabyggð fyrir Leifshá-
tið á Eiríksstöðum dagana 11. til
13. ágúst í sumar. Þá verður skáli
Eiríks rauða vígður.
Um 70% nýting
í Islandsflugi Go
Morgunblaðið.London
SALA á flugferðum á vegum breska
lággjaldaflugfélagsins Go til og frá ís-
landi hefur gengið vel og er nýting á
flugvélum nú þegar um 70% yfir sum-
armánuðina, að því er Barbara Cass-
ini, forstjóri félagsins, tjáði Morgun-
blaðinu. Aætlunarflug Go til íslands
hófst í lok maí og flogið verður íjórum
sinnum í viku íram til 27. september.
„Mun skemmri tíma hefúr tekið að
selja sæti til Islands en á aðra áfanga-
staði okkar þar sem í Bretlandi er mik-
ill áhugi fyrir landinu, sér í lagi á meðal
ungs fólks,“ segir Cassini. „Eftir-
spumin kom okkur skemmtOega á
óvart en er því miður ástæða fyrir því
að á skömmum tíma seldust upp allra
ódýrustu sætin í júní, júlí og ágúst. ís-
lendingar hafa þó tekið ferðum okkar
vel, þeir voru til dæmis í liðinni viku
um 30 prósent farþega á þessari flug-
leið.“
Helmingur sæta á lægsta gjaldi
Cassini segir Go bjóða um helming
flugsæta á lægsta fargjaldi tíl áfanga-
staða sinna og þai' sé ísland engin
undantekning. „Skjót viðbrögð hvetja
okkui' til að halda áætlunarflugi áfram
tíl íslands allt árið um kring en
ákvörðun um hvort af því verður mun
liggja fyrir á næstu vikurn."
Frá því að Go hóf starfsemi fyrir
tveimur árum hefur flugfélagið flutt
um 2,5 milljónir farþega. Starfsmenn
voru í upphafi tveir, en eru nú 650 tals-
ins.
Bækistöðvar flugfélagsins eru á
Stansted flugvelli rétt utan við London
og þaðan er flogið til 18 áfangastaða.
ISO 9001 er alþjóðlegur staðall
um gæðakerfi sem tryggir þér
fyrsta flokks vöru. Kynntu þér
sérstöðu okkar á www.bmvalla.is
Söludeild í Fornalundi
Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050
www.bmvalla.is
Wwk ■£
- í ll
• H f
ji 1 e
GÆDAKERfl'
VOTTAÐ a NfUÁOA
IST ISO 9001
' ~
A
Ahugi á að tengja smávirkjanir landsneti RARIK
Fyrsta heimaraf-
stöðin tengd
HEIMARAFSTÖÐIN á Þorvalds-
eyri undir Eyjafjöllum hefur verið
tengd við landskerfi RARIK í til-
raunaskyni. Ólafur Eggertsson
bóndi vonast til að tilraunin leiði til
þess að fjöldi smávirkjana tengist
netinu.
A áttunda tug áhugamanna tók
þátt í ráðstefnu sem Fræðslunet
Suðurlands hélt á Kirkjubæjar-
klaustri í gær og fyrradag um upp-
byggingu og rekstur smávii'kjana.
Að sögn Ólafs Eggertssonar, for-
manns Landssamtaka raforku-
bænda, voru þátttakendur af öllu
landinu, jafnt bændur sem þegar
hafa virkjað og menn sem hafa
áhuga á því. í tengslum við nám-
stefnuna var haldinn aðalfundur
Landssamtakanna og túrbínusmiðir
og -innflytjendur kynntu vörur sín-
ar.
Viðræður við stjórnvöld
Ólafur segir að margir bændur
eigi möguleika á að virkja og telur
að vakning sé að verða á þessu
sviði. Raforkubændur hafa verið í
viðræðum við opinbera aðila og Raf-
magnsveitur ríkisins um að fá heim-
ild til að tengja þessar smávirkjanir
inn á landskerfi RARIK enda segir
Ólafur það það hefði mikla þýðingu
fyrir eigendur virkjananna. Léggur
hann þó áherslu á mikilvægi þess að
menn undirbúi framkvæmdina vel,
láti meta hagkvæmni og afli sér all-
ra nauðsynlegra leyfa.
Löng hefð er fyrir raforkufram-
leiðslu á Þorvaldseyri, eða frá 1928
að fyrst var virkjað. Virkjunin stóð
ónotuð um tíma en Ólafur lét gera
hana upp í fyrra og segir að afl
hennar verði 18 ldlówött þegar
stöðin verði komin í full afköst.
Hann hefur sjálfur not fyrir 10 kW
og vill selja RARIK það rafmagn
sem eftir er.
Fékkst leyfi til að tengja stöðina
inn á landskerfi RARIK í tilrauna-
skyni og var það gert í fyrradag.
Þurfti að kaupa ákveðinn búnað til
að gera tenginguna örugga og er
verið að reyna hann. Virkjunin
verður til sýnis þá viku sem tilraun-
in stendur.
Vonast Ólafur til að tilraunin
heppnist vel og leiði til þess að fjöldi
lítílla virkjana fái leyfi til að fram-
leiða inn á netið.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Þátttakendur í námsstefnu um heimarafstöðvar skoða stíflu virkjunarinnar á Seglbdðum í Landbroti.
Afföll húsbréfa
mælast nú 8,7%
AFFÖLL á húsbréfum mælast nú
8,7% en ávöxtunarkrafa á 40 ára
bréfum 5,42% og á 25 ára bréfum
mælist hún 5;70%. Viðskipti á Verð-
bréfaþingi Islands með húsbréf
hafa nokkuð dregist saman undan-
farnar tvær vikur en fóru vaxandi
að nýju í þessari viku. Fasteignasal-
ar sjá aftur á móti litla breytingu á
fasteignamarkaðnum. Guðrún
Arnadóttir, formaður félags fast-
eignasala, segist þó telja að verð á
fasteignum sé komið í hámark.
Yfirverð var á húsbréfum síðasta
haust en breyting varð á því nú í
vetur og um miðjan maí var staðan
orðin sú að afföll á húsbréfum fóru
upp undir 20%, einkum á 40 ára
bréfunum. Ásbjörn Þorleifsson,
sérfræðingur á fjárstýringarsviði
fbúðalánasjóðs, segir þróunina hins
vegar hafa verið í rétta átt eftir að
Lánasýsla ríkisins og íbúðalána-
sjóður, í samstarfi við sín fagráðun-
eyti, gripu til aðgerða til að auka
jafnvægi og gagnsæi á markaðnum.
Akvað Lánasýslan þá að setja
Heildarviðskipti með
húsbréf á viku hjá VÞÍ
2. maí til 9. júní
, „„„ Markaðsverð
1 þús. kr.
1.200—------1-----------
1.000-
800
600 ------------------
400
200
VIKA 18. 19. 20. 21. 22. 23.
upp nýja viðskiptavakt og íbúða-
lánasjóður setti upp viðskiptavakt
með breyttu formi, auk þess sem
íbúðalánasjóður ákvað að ráðstafa
því sem hefur verið fyrirfram greitt
af fasteignaverðbréfum á árinu 1999
og fyrstu fjórum mánuðum ársins
2000 til endurkaupa á húsbréfum.
Engin merki um samdrátt á fa-
steignamarkaði
Sagði Ásbjörn að menn gerðu sér
vonir um að afföllin eigi eftir að
lækka enn frekar í kjölfar þessara
aðgerða og að fólk fari að kaupa
minna húsnæði og þá um leið að
taka lægri lán. Með því móti myndi
draga smátt og smátt úr misvæginu
milli frambpðs og eftirspurnar.
Guðrún Árnadóttir, formaður fé-
lags fasteignasala, sagðist hins veg-
ar ekki sjá nein merki þess að sam-
dráttur væri að verða á
fasteignamarkaði. Sagði hún ráð-
stafanir til að styrkja húsbréfakerf-
ið að einhverju leyti líklegar til að
draga úr óvissu á
húsbréfamarkaðnum en spurningin
væri hins vegar sú hver áhrif það
hefði ef verðbólga færi að aukast
verulega.