Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 1 7 Morgunblaðið/Rúnar Þór Kennaradeild og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri Ný kynslóð á nýrri öld FYRSTA alþjóðlega ráðstefnan um leikskólamál á íslandi verður haldin á Akureyri næstkomandi þriðjudag og miðvikudag 13. og 14. júni, en að henni standa Kennara- deild Háskólans á Akureyri og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Ný kynslóð á nýrri öld og skap- andi nám. Ráðstefnan fjallar um hvað hægt er að læra af leikskólauppeldi í bænum Reggio á Ítalíu, en þar hef- ur afríska máltækið „það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ verið framkvæmt í raun. Fyrirlesarar verða frá Italíu, Islandi, Svíþjóð og Danmörku. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Carlina Rinaldi, fyirverandi upp- eldislegur leiðtogi Reggio-leikskól- anna. Fjallar erindi hennar um hvernig heimspeki og stjórnmál líðandi stundar hafa áhrif á leik- skólauppeldi. Jafnframt kynnir hún í máli og myndum hvernig unnið er með ákveðið þema í lífi barna í leikskólum Reggio. Reggio- leikskólarnir hafa undanfarna ára- tugi verið að þróa aðferðafræði (uppeldislega skráningu) til þess að skoða og kynnast því hvernig börn hugsa og tileinka sér þekk- ingu. Anna Barsotti frá Reggio- stofnuninni í Stokkhólmi mun flytja erindi þar sem hún kynnir hvernig leikskólar í Reggio nálgast sérkennslu og stuðning við börn frá hugmyndafræði heildtækar skólastefnu. Leikskólinn Iðavöllur á Akureyri mun kynna verkefni sem elstu börn leikskólans unnu að síðastliðinn vetur um kirkjur á Ak- ureyri. Til að fylgjast með vinnu barnanna nýtti starfsfólk sér upp- eldislega skráningu. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á ensku. Styrktu Rauða krossinn ALLT Á EINUM STAÐ ÞESSIR tápmiklu drengir, Magnús A.G. og James Earl Ero C. Tamidl- es, héldu á dögunum flóamarkað til styrktar Rauða krossinum. Ágóði flóamarkaðarins var heilar 6.443 kr. og munar um minna. Samband íslenskra lúðrasveita Átta sveitir á landsmóti ÁTTA lúðrasveitir víðsvegar að af landinu taka þátt í 17. lands- móti Sambands íslenskra lúðrasveita sem fram fer á Ak- ureyri á morgun, laugardaginn 10. júní. Mótið fer fram í Iþróttahöll- inni á Akureyri og verða haldn- ir tónleikar þar kl. 14 á morgun, en aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Skrúðganga verður farin frá Lóni við Hrísalund og að íþróttahöllinni og hefst hún kl. 13. Lúðrasveitirnar sem þátt taka í mótinu eru Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveit verkalýðsins, Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Akraness, Lúðrasveit Selfoss, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Lúðrasveit Húsavíkur auk Lúðrasveitar Akureyrar, sem er mótshald- ari. Skemmtikvöld verður haldið í kvöld, föstudagskvöld á Odd- vitanum og hefst það kl. 21, en þar munu meðlimir Lúðrasveit- ar Akureyrar verða áberandi í tónlistarflutningi. Penninn Bókval kaupir EST PENNINN Bókval hefur fest kaup á EST ehf. að Glerárgötu 30 á Akur- eyri. Um er að ræða verslunarrekst- ur EST með tölvur, tölvuvörur, skrifstofutæki, rekstrarvörur og aðrar skyldar vörur. Þá hefur Penn- inn Bókval ráðið til sín tvo starfs- menn EST sem munu annast sölu á rekstrarvörum og skrifstofutækjum og hafa yfírumsjón með viðgerðar- þjónustu. Verslunarrekstur EST verður strax sameinaður rekstri verslunar Pennans Bókval á Akureyri með það að markmiði að styrkja þátt fyrir- tækisins á fyrirtækjamarkaði á Norðurlandi. Nýlega opnaði Penn- inn Bókval húsgagna- og skrifstofu- búnaðardeild í húsnæði fyrirtækis- ins í Hafnarstræti. Markmið Penn- ans er að bjóða uppá svipaða þjón- ustu á Akureyri og gert er á höfuð- borgarsvæðinu. EST mun áfram sinna netþjónustu sinni með sama hætti og verið hefur. 0 stk. kr. 799 1 Blákorns- skammtur fylgir Mold í útikerin 12 lítrar Upplýsingasími: 5800 500
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.