Morgunblaðið - 10.06.2000, Síða 17

Morgunblaðið - 10.06.2000, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 1 7 Morgunblaðið/Rúnar Þór Kennaradeild og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri Ný kynslóð á nýrri öld FYRSTA alþjóðlega ráðstefnan um leikskólamál á íslandi verður haldin á Akureyri næstkomandi þriðjudag og miðvikudag 13. og 14. júni, en að henni standa Kennara- deild Háskólans á Akureyri og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Ný kynslóð á nýrri öld og skap- andi nám. Ráðstefnan fjallar um hvað hægt er að læra af leikskólauppeldi í bænum Reggio á Ítalíu, en þar hef- ur afríska máltækið „það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ verið framkvæmt í raun. Fyrirlesarar verða frá Italíu, Islandi, Svíþjóð og Danmörku. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Carlina Rinaldi, fyirverandi upp- eldislegur leiðtogi Reggio-leikskól- anna. Fjallar erindi hennar um hvernig heimspeki og stjórnmál líðandi stundar hafa áhrif á leik- skólauppeldi. Jafnframt kynnir hún í máli og myndum hvernig unnið er með ákveðið þema í lífi barna í leikskólum Reggio. Reggio- leikskólarnir hafa undanfarna ára- tugi verið að þróa aðferðafræði (uppeldislega skráningu) til þess að skoða og kynnast því hvernig börn hugsa og tileinka sér þekk- ingu. Anna Barsotti frá Reggio- stofnuninni í Stokkhólmi mun flytja erindi þar sem hún kynnir hvernig leikskólar í Reggio nálgast sérkennslu og stuðning við börn frá hugmyndafræði heildtækar skólastefnu. Leikskólinn Iðavöllur á Akureyri mun kynna verkefni sem elstu börn leikskólans unnu að síðastliðinn vetur um kirkjur á Ak- ureyri. Til að fylgjast með vinnu barnanna nýtti starfsfólk sér upp- eldislega skráningu. Ráðstefnan er öllum opin og fer fram á ensku. Styrktu Rauða krossinn ALLT Á EINUM STAÐ ÞESSIR tápmiklu drengir, Magnús A.G. og James Earl Ero C. Tamidl- es, héldu á dögunum flóamarkað til styrktar Rauða krossinum. Ágóði flóamarkaðarins var heilar 6.443 kr. og munar um minna. Samband íslenskra lúðrasveita Átta sveitir á landsmóti ÁTTA lúðrasveitir víðsvegar að af landinu taka þátt í 17. lands- móti Sambands íslenskra lúðrasveita sem fram fer á Ak- ureyri á morgun, laugardaginn 10. júní. Mótið fer fram í Iþróttahöll- inni á Akureyri og verða haldn- ir tónleikar þar kl. 14 á morgun, en aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Skrúðganga verður farin frá Lóni við Hrísalund og að íþróttahöllinni og hefst hún kl. 13. Lúðrasveitirnar sem þátt taka í mótinu eru Lúðrasveit Reykjavíkur, Lúðrasveit verkalýðsins, Lúðrasveitin Svanur, Lúðrasveit Akraness, Lúðrasveit Selfoss, Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Lúðrasveit Húsavíkur auk Lúðrasveitar Akureyrar, sem er mótshald- ari. Skemmtikvöld verður haldið í kvöld, föstudagskvöld á Odd- vitanum og hefst það kl. 21, en þar munu meðlimir Lúðrasveit- ar Akureyrar verða áberandi í tónlistarflutningi. Penninn Bókval kaupir EST PENNINN Bókval hefur fest kaup á EST ehf. að Glerárgötu 30 á Akur- eyri. Um er að ræða verslunarrekst- ur EST með tölvur, tölvuvörur, skrifstofutæki, rekstrarvörur og aðrar skyldar vörur. Þá hefur Penn- inn Bókval ráðið til sín tvo starfs- menn EST sem munu annast sölu á rekstrarvörum og skrifstofutækjum og hafa yfírumsjón með viðgerðar- þjónustu. Verslunarrekstur EST verður strax sameinaður rekstri verslunar Pennans Bókval á Akureyri með það að markmiði að styrkja þátt fyrir- tækisins á fyrirtækjamarkaði á Norðurlandi. Nýlega opnaði Penn- inn Bókval húsgagna- og skrifstofu- búnaðardeild í húsnæði fyrirtækis- ins í Hafnarstræti. Markmið Penn- ans er að bjóða uppá svipaða þjón- ustu á Akureyri og gert er á höfuð- borgarsvæðinu. EST mun áfram sinna netþjónustu sinni með sama hætti og verið hefur. 0 stk. kr. 799 1 Blákorns- skammtur fylgir Mold í útikerin 12 lítrar Upplýsingasími: 5800 500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.