Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 21 VIÐSKIPTI Skýrsla J.P. Morgan um breytingar á bankamarkaði Umsvif netbanka munu margfaldast HINN mikii vöxtur í bankaþjónustu á Netinu mun þvinga bankastofnan- ir í Evrópu til þess að ná niður rekstrarkostnaði sínum svo þær geti haldið áfram að skila viðunandi hagnaði, segir í skýrslu J.P. Morgan. Sérfræðingar hjá Fjárfestinga- banka Bandaríkjanna segja að net- bankar í Evrópu verði orðnir þrisvar sinnum fleiri en þeir eru nú eftir um þrjú ár og að velta þeirra verði orðin 31.500 milljarðar íslenskra króna en það væri um 15% af heildarmarkað- inum. Spá mestri útbreiðslu í Svíþjóð Þá segir í skýrslu J.P. að netbank- arnir muni í auknum mæli reyna að ná til sín stöndugustu viðskiptavin- um bankanna og veita hefðbundnum bankastofnunum mikla samkeppni sem að öllu óbreyttu gæti minnkað hagnað þeirra um 500 milljarða ís- lenskra króna á ári. Því er spáð að Evrópubúum sem stunda bankavið- skipti á netinu muni fjölga úr 20 milljónum í ár i 55 milljónir árið 2003. Talið er að útbreiðslan verði mest í Svíþjóð og þar muni um helmingur allra viðskiptavina bankanna eiga viðskipti við banka á Netinu en 36% í Sviss og um fjórðungur íbúa Þýska- lands. Þetta táknar að um þriðjung- Reuters Þeim aðilum fjölgar hratt sem eiga bankaviðskipti í gegnum Netið. ur nýrra sparifjáreigenda mun stofna reikninga hjá netbönkunum og verðmæti þeirra viðskipta verður um 11.300 milljarðar íslenskra króna. Talið er víst að netbankar muni reyna að ná til sín efnaðri við- skiptavinum bankanna enda mun meira upp úr þeim að hafa. Því telja sérfræðingar vera vissa hættu á því að hefðbundnir bankar muni að verulegu leyti sitja uppi með hefð- bundin hlaupareikningsviðskipti sem gefa tiltölulega lítið í aðra hönd en kostar alllmikið að halda úti. Fólk sem ætlar sér að taka fasteignaveð- lán eða stofna eftirlaunasjóð mun kjósa hefðbundnar leiðir, segir í skýrslunni, en engu að síður mun það bera saman verðið við það sem gerist hjá netbönkunum. Ekki létt verk að ná niður kostnaði Vöxtur í fjármálaþjónustu kann að vega upp á móti minnkandi hagn- aði bankanna en krafan um að draga verulega úr kostnaði til þess að við- halda hagnaði verður gífurlega sterk. Það verður þó væntanlega ekki létt verk fyrir bankana í Evrópu að ná niður rekstarkostnaði ef marka má þróunina undanfarin ár: aðeins um helmingi stærstu bankanna í Evrópu hefúr tekist að lækka rekstarkostnað sem hlutfall af tekjum á undanförnum þremur árum og hjá þeim bönkum þar sem það hefur tekist á annað borð er yfir- leitt um óverulega hlutfallsbreyt- ingu að ræða. Þrátt fyrir þessar hrakspár segja sérfræðingar J.P. Morgan að hefðbundnum bönkum sem nái að laga sig hratt og vel að breyttum markaðsaðstæðum og tækninýjungum muni farnast mun betur en hinum sem láta öll netvið- skipti sem vind um eyru þjóta. Morgunblaöiö/Golli Beygjurnar frá Stáltaki eru engin smásmíði. Hver beygja vegur 23 tonn. Risabeygjur frá Stáltaki STÁLTAK afhenti risabeygjur í Reykjavík á miðvikudag en þær á að flytja og setja upp næst hverflum í Vatnsfellsvirkjun við Tungnaá ofan Sigölduvirkjunar en stefnt er að því að taka virkjunina í notkun haustið 2001. Að sögn Valgeirs Hallvarðs- sonar, framkvæmdastjóra Stáltaks, vegur hver beygja um 23 tonn og er þvermál beygjanna um fimmmetrar að ofan en fjórir metrar að neðan en kónísk lögun beygjanna er til þess gerð að auka hraða og þrýsting á vatninu sem rennur í gegn um þær. Stáltak var stofnað um síðustu ára- mót með sameiningu Stálsmiðjunnar í Reykjavík og Slippstöðvarinnar á Akureyri og þjónustu- og verktöku- deildar Kælismiðjunnar Frosts. Fyrirtækið byggir á gömlum grunni því Stálsmiðjan var stofnuð árið 1932 og Slippstöðin á Akureyri snemma á sjötta áratugnum. Stáltak er stærsta málmiðnaðarfyrirtæki landsins og hjá fyrirtækinu starfa um 250 manns og það hefur komið að smíði allra virkjana við Þjórsá og raunar að öll- um stærri málmiðnaðarverkefnum hér á landi. Þá hefur Stáltak smíðað á fimmta tug skipa en stærsti hluti starfseminnar felst í þjónustu og við- haldi skipa. Aðspurður segir Valgeir að verkefnastaða sé viðunandi en mætti þó vera betri. Hátt gengi ís- lensku krónunnar komi illa niður á fyrirtækjum í greininni þar sem menn eigi í harðri samkeppni við er- lend málmiðnaðarfyrirtæki. Valgeir segir að smíði röra og beygja í Vatnsfellsvirkjun hafi hafist í febr- úar og að stefnt sé að þvi að afhenda síðustu hlutana í júlí í sumar. Hærri laun í tæknifyrirtækjunum Meðallaun 1,3 milljónir á mánuði Viðskiptablað Morgunblaðsins Fólk Nýr forstöðu maðurhjá Eimskip • Sigríður Hrólfs- dóttir, rekstrar- hagfræðingur, for- stöðumaður fjárreiðudeildar Eimskips, hef.ur veriö ráðin fram- kvæmdastjóri fjármálasviös Eimskips ogmun taka við hinu nýja starfi þann 13. júní nk. Þórður Magn- ússon, sem starfaö hefur sem fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs frá árinu 1980 fertil starfa á eigin vettvangi. Sigríður Hrólfsdóttir lauk við- skiptafræðiprófi frá Háskóla íslands árið 1990 og MBA-prófi frá Haas School of Business, University of California í Berkeley árið 1994. Sig- ríður starfaöi að loknu námi hjá ís- landsbanka m.a. við fjárstýringu og miölun, en hóf störf sem for- stööumaöur fjárreiðudeildar Eim- skips árið 1998. Eiginmaöur hennar er Gunnar Sverrisson, viðskiptafræö- ingur og eiga þau tvö börn. Fjármála- svið Eimskips ber ábyrgð á fjármála- stjórnun félagsins og annast bókhald, áætlanagerð og upp- lýsingamiólun, tryggingamál ogfjár- reiðurfélagsins ásamt starfsþróun- armálum og skrifstofuþjónustu. Fjármálasvið skiptist í fjórar deildir; fjárhagsdeild, starfsþróunardeild, fjárreiðudeild ogtrygginga- ogtjóna- deild. Sú breyting verðurgerð á starfssviöi fjármálasviðs að upp- lýsingavinnsla félagsins, sem sinnir hugbúnaðarþróun, þjónustu og rekstur tölvukerfa félagsins flyst á þróunarsvið félagsins. Um 70 manns starfa á fjármálasviöi félags- ins. Nýr formaður Gæðastjórnun- arfélagsins • Guðrún Ragn- arsdóttir, for- stöðumaöur gæöasviös !s- landsbanka - FBA, var kjörin for- maöurGæöa- stjórnunarfélags íslands á aðal- fundi félagsins þann 17. maí sl. Guörún tekur við formennskunni af Haraldi Hjaltasyni framkvæmda- stjóra VSÓ Deloitte & Touche - Ráð- gjöf, sem gegnt hefur formennsku I GSFÍ sl. 2 ár. Guðrún hefursinnt ýmsum trúnaðar- og þróunarstörfum á vegum félagsins á þeim tíma og jafnframt setið í stjórn félagsins frá árinu 1997. Á aöalfundinum var kjör- in ný stjórn og I henni eiga sæti: Bjarni Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Sjónvarpsins, Guójón Reynir Jóhannesson, umhverfis-oggæða- stjóri MS, Halla Tómasdóttir, fram- kvæmdastjóri endurmenntunar HR, Kristján Einarsson, verkefnastjóri Flugleiðum, Ari Arnalds, verkfræðing- ur, Elín Agnarsdóttir, sölustjóri Hans Petersens, Guömundur Þorbjörns- son, forstöðumaður millilandadeild- ar Eimskipafélagsins og Örn V. Skúlason, framkvæmdastjóri mark- aössviós íslandspósts. í varastjórn sitja HaraldurÁ. Hjaltason og Mál- fríður Finnbogadóttir, Safnahúsinu. Úr stjórn gengu: Andrea Rafnar, ís- landsbanka, Bragi Þór Marinósson, Eimskipafélaginu, Guðrún Högna- dóttir, VSÓ Deloitte & Touche - Ráð- gjöf og Kristinn Halldórsson, Flug- leiðum. Síðasta starfsár Gæöastjórnunarfé- lagsins hefur að mörgu leyti verið viö- burðaríkt og talsveröar breytingar orðið á starfinu, að því erfram kemur Ifréttatilkynningu. í ársbyrjun var ákveðiö að skrifstofa félagsins yrði rekin í samvinnu við Stjórnunarfélag íslands. Ákveöiö var að nýta þáver- andi aðstöðu Stjórnunarfélagsins í Húsi verslunarinnar og er hún nú orð- in sameiginleg skrifstofa félaganna beggja, en með því er þjónusta fé- lagsins við félaga sem aðra aukin, aö þvterfram kemurítilkynningu. FRAMKYÆMDASTJÓRAR tölvu- og netfyrirtækja fá að meðaltali um 40% hærri laun en kollegar þeirra sem stýra hefðbundnum fram- leiðslufyrirtækjum. Þetta kom fram í könnun sem breska ráðagjafarfyr- irtækið Hay McBer gerði nýlega. Sérfræðingar Hay McBer spá því að launamunurinn eigi enn eftir að aukast þar sem stjórnendur tækni- fyrirtækjanna muni krefjast hærri launa til þess að vega upp á móti fallandi gengi eigin hlutabréfa í fyr- irtækjunum sjálfum. Meðallaun framkvæmdastjóra netfyrirtækja eru rétt tæpar sextán milljónir króna á ári en það gera ríflega 1,3 milljónir króna á mánuði en fram- ÞAÐ eru fleiri en íslendingar sem hafa fjárfest í enskum knattsyrnufé- lögum. Norski milljarðamæringur- inn og sjávarútvegsprinsinn Kjell Inge Rékke og félagi hans Bjorn Rune Gjelsten fjárfestu fyrir sem svarar 4,2 milljörðum íslenskra króna í Wimbledon en eftir fall liðs- ins úr úrvalsdeildinni er hætta á að megnið af þessu fé geti tapast, að því er kemur fram í Dagens Næringsliv. Tekjur félaganna í fyrstu deild eru miklum mun minni en í úrvalsdeild- inni og 17 af þeim 22 liðum sem leika í fyrstu deildinni eru rekin með tapi og er tapið að meðaltali um 126 milij- ónir íslenskra króna á ári. Allar rannsóknir sýna að bilið í fjárhags- legri afkomu félaga í fyrstu deildinni og úrvalsdeildinni er stöðugt að auk- ast. Wimbledon mun þó áfram njóta góðs af samningum vegna sjónvarps- útsendinga á næsta ári en eftir það kvæmdastjórar hefðbundinna framleiðslufyrirtækja hafa að með- altali um 950.000 krónur á mánuði. Á fréttavef BBC kemur fram að markaðsstjórar tæknifyrirtækj- anna hafa að meðaltali um 676.000 á mánuði en markaðsstjórar í öðr- um fyrirtækjum hafa um 580.000 krónur. Þá má og nefna að fríðindi og aukagreiðslur til starfsmanna tæknifyrirtækjanna er miklum mun algengari en í hefðbundnum fyrir- tækjum. Könnunin leiddi og í ljós að stjórnendur tæknifyrirtækjanna hafa nokkuð önnur viðhorf til starfa sinna en almennt gerist og láti frekar vinnuna og verkefni stjórna vali sínu en síður kaup og kjör. hríðfalla þær tekjur þannig að mikið liggur við að Rokke og Gjelsten tak- ist að koma liði sínu strax upp í úr- valsdeildina á næstu vertíð. Kostn- aður félagsins lækkar hins vegar lítið þar sem samningar við flesta leikmenn voru gerðir þegar liðið lék í úrvalsdeildinni. Gjelsten er nú að skoða leiðir til þess að draga úr kostnaði félagsins og bendir allt til þess að hann muni selja leikmenn. „Wimbledon hefur stóran hóp leik- manna eða um 35 til 36 og það er tíu leikmönnum of margt,“ segir Gjel- sten. „Fallið þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart, það tók að halla undan fæti hjá Wimbledon fyrir tveimur eða þremur árum. Það voru mistök af okkar hálfu að kaupa ekki öll hlutabréf í félaginu, Sam Hammam hefur haft neitunarvald á rekstrar- fundum og það hefur gert okkur mjög erfitt fyrir.“ Carlsberg gerir Coca-Cola tilboð FRAMKVÆMDASTJÓRI danska ölframleiðandans Carlsberg stað- festir í frétt í Jyllandsposten á Netinu á fimmtudag að Carlsberg muni selja 51% hlut sinn í Coca- Cola Nordic Beverages. Carlsberg hefur gert Coca-Cola tilboð þess efnis. I tilboðinu felst einnig að Carls- berg muni áfram sjá um dreifingu fyrirCCNB í Danmörku og Finn- landi. Við samrunann við Carls- berg leggur norska félagið Orkla fram öll hlutabréf sín og dótturfé- lagsins Pripps-Ringnes í Pepsi á Norðurlöndunum og Austur-Evr- ópu. Bryggerigruppen hefur þó einkaleyfi á sölu Pepsi í Danmörku áfram. Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, umboðsaðila Coca-Cola á Islandi, segir í samtali við Morgun- blaðið að þessi áform muni engin áhrif hafa hér á landi. CCNB á Víf- ilfell að fullu og að mati Þorsteins er líklegt að Coca-Cola muni eign- ast CCNB að fullu með kaupum á hlut Carlsberg, en Coca-Cola á fyr- ir 49% hlut. CCNB er eitt af níu stórum fyrirtækjum í heiminum sem Coca-Cola á að hluta eða fullu. Fyrirtækin sjá um framleiðslu, sölu og dreifingu á vörum Coca- Cola á mismunandi heimssvæðum. Aðspurður segir Þorsteinn að starfsemi Vífilfells hafi lítið breyst eftir að CCNB eignaðist fyrirtækið að fullu. „Við höfum verið nokkuð sjálfstæð í því sem við gerum, áherslur í rekstri hafa verið þær sömu og við höfum náð markmið- um okkar,“ segir Þorsteinn. Að- spurður segir hann rekstur CCNB vissulega ekki hafa skilað því sem stjórnendur þess fyrirtækis væntu en hvað sem nú gerist muni það lít- il áhrif hafa á Vífilfell. Wimbledon neyðist til að selja leikmenn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.