Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 25

Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 25 Tölvu- þrjótar gerðir iðjulausir? Washington. The Daily Telegraph. FYRRUM ofursti í leyniþjónustu Sovétríkjanna (KGB), sem búsettur er í Bandaríkjunum, hefur lagt inn umsókn um einkarétt á nýju kerfi er gert getur tölvuþrjóta iðjulausa og er talið að uppfinningin muni geta orðið bjargvættur bandarísks tölvuiðnaðar. Frá því honum var smyglað frá Sovétríkjunum sálugu með aðstoð leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) hefur Victor Sheymov starfað fyrir bandarískar öryggismálastofnanir í þeim tilgangi að brjótast inn í tölvu- kerfi KGB sem hann hafði sjálfur hannað. Eftir að hann lenti í útistöðum við yfirmenn sína innan CIA stofnaði Sheymov eigið tölvufyrirtæki og hóf rannsóknir á að bæta reikniriti (algrími) við kerfisforritun tölva sem að hans mati mun stuðla að því að ekki verði hægt að brjóta sér leið inn í tölvur og afrita upplýsingar. Tölvuþrjótar hafa á undanförnum skapað mikil vandræði fyrir banda- rísk fyrirtæki og ríkisstofnanir og á síðustu misserum hefur komist upp um fjölda tilfella innan bandaríska utanríkisráðuneytisins og CIA þar sem óprúttnir tölvuþrjótar hafa af- ritað mikilvæg skjöl úr tölvum er taldar voru öruggar. Fyrrum samstarfsmenn Sheym- ovs hjá Þjóðaröryggismálastofnun Bandaríkjanna (NSA) hafa reynt að brjótast inn í tölvur búnar reikniriti Sheymovs en enn hefur engum tek- ist að komast alla leið. Talið er að Victor Sheymov sé á góðri leið með að verða næstur í langri röð milljónamæringa sem hagnast hafa gífurlega í tölvuiðnað- inum á undanförnum árum. -------------- Átök í Kongó Kisangani í Kongó. AP. HERSVEITIR frá Rúanda og Úg- anda skiptust í gær á skotum og vörpuðu sprengikúlum hvorar á aðra í hafnarborginni Kisangani á bökk- um Kongófljóts. Ekki var Ijóst hvort hernaðarlegt markmið var með vopnaviðskiptunum. Atökin urðu þrátt fyrir friðarsam- komulag sem gert var fyrir milli- göngu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í ágúst sl., og hefur kúlnahríð staðið í borginni í fimm daga. Alþjóða rauði krossinn telur að um eitt hundrað óbreyttir borgarar hafi fallið og aðrir 700 særst. Flestir íbúar borgarinnar, sem eru um 200 þúsund, hafa orðið að leita skjóls íyrir kúlna- og sprengju- regninu í kjöllurum og niðurgröfnum bráðabirgðaskýlum. Hvorki vatn né rafmagn er að hafa og matur er af skornum skammti. Danilo Paiva, yfirmaður eftirlits- sveitar SÞ í borginni, sagði að ekki væri hægt að fjarlægja lík af götum eða úr húsum. Hluti borgarinnar væri í rúst. Læknar kæmust ekki heimanað frá sér. „[Hermennirnir] eru að reyna að hræða íbúana... og vilja hindra ferð- ir eftirlitsmanna SÞ og hjálparstofn- ana,“ sagði annar eftirlitsmaður, Khan Khalid. „Það er ekkert aug- ljóst markmið með bardögunum. Hvorugum aðila hefur orðið nokkuð ágengt.“ Herir Rúanda og Úganda voru upphaflega bandamenn í stríði gegn forseta Kongó, Laurent Kabila, og voru á leið frá Kisangani sl. mánu- dag er átök brutust út milli þeirra um yftrráð í borginni. Eftirlitsmenn SÞ sögðu báða aðila skjóta stans- laust og af handahófi. Opinberir starfsmenn í Þýzkalandi boða til allsherjarverkfalls Frankfurt, Bcrlín. AP, AFP. Nær til 3,1 millj ónar launþega MIKILL meirihluti félaga í stétt- arfélögum opinberra starfsmanna í Þýzkalandi hefur samþykkt í at- kvæðagreiðslu að hefja allsherj- arverkfall næstkomandi þriðju- dag. í stéttarfélögunum er um 3,1 milljón launþega er starfa við samgöngur, skrifstofustörf, kennslu, hjúkrun og annað á veg- um ríkisins, sambandslandanna og bæjar- og sveitarfélaga. Samningaviðræðum verður fram haldið og lausnar leitað í deilunni. Formaður stéttarfélags starfsfólks í opinberri þjónustu, Herbert Mai, sagði að fulltrúar hins opinbera hefðu boðið til samningafundar um hvítasunnu- helgina og myndu stéttarfélögin íhuga hvort slíkar viðræður væru líklegar til að skila árangri. Mai sagði að krafizt væri launa- hækkana til handa félagsmönnum opinberra stéttarfélaga í sam- ræmi við það sem tíðkaðizt í öðr- um geirum á vinnumarkaðnum, og ennfremur aukinna möguleika á hækkun launa í austurhluta Þýzkalands til jafns við það sem gerist í vesturhlutanum. Fjármálaráðherra Saxlands, Georg Mildbrat, fer fyrir samn- inganefnd sambandslandanna. Hann hefir sagt að ekki séu til peningar til þess að verða við kröfum stéttarfélaganna. Aftur á móti hefir innanríkisráðherra Þýzkalands, Otto Sehily, er hefir síðasta orðið í þessum efnum, ver- ið öilu sáttfúsari. Laun opinberra starfsmanna í austurhluta landsins eru nú 86,5% þess sem opinberir starfsmenn í vesturhlutanum hafa, og þar að auki er vinnuvikan lengri fyrir austan. Samkvæmt síðasta tilboði hins opinbera hefðu laun starfs- manna eystra hækkað í sem nem- ur 90% af launum þeirra fyrir vestan árið 2002. Var þessu til- boði hafnað af samninganefnd stéttarfélaganna. /\lbatros GOLFVE RSLUN Opið golfmót verður haldið á Keilisvellinum í Hafnarfirði mánudaginn 12. júní 2000 Keppnisfyrirkomulag: 18 holu höggleikur Veitt verða glæsileg verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sœti með og án forgjafar Hola í höggi Opel Astra fyrir holu í höggi á 10. braut Aukaverðlaun: Nœst holu á öllum par 3 brautum Happdrætti Dregið verður úr skorkortum í mótslok Cteuetand G O L_ F Ræst út frá kl. 08:00 - Skráning í síma 555 3360 - Mótsgjald kr. 2.500,-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.