Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGAKDAGUR 10. JÚNÍ 2000 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Skenuntilegt að fylgjast með gróðrinum á vorin Garðyrkjufélag Islands er félag áhuffafólks um garðrækt og er starfsemi þess fjölbreytt og blómleg. Hrönn Indriðadóttir ræddi við formann félagsins og fékk hjón með mikinn áhuga á garðrækt að segja frá nokkrum vorplöntum. Morgunblaðið/Ásdís Hjónin Hulda G. Filippusdóttir og Ámi Kjartansson. HJÓNIN Hulda G. Filippusdóttir og Arni Kjartansson búa í Hlað- bæ 18, en garðurinn þeirra hefur nokkrum sinnum verið valinn til skoðunar af Garðyrkjufélagi fs- lands. „Þegar ég byrjaði að rækta garðinn í kringum árið 1976 skráði ég okkur hjónin í Garð- yrkjufélag íslands," segir Árni. „Þar fær maður að vita allt sem snýr að garðrækt." Garður þeirra hjóna er um 900 fermetrar og þar er að finna mik- inn fjölda plantna. Auk þess eiga Hulda og Arni fjöldann allan af ljósmyndum af um 600 tegundum sem er að finna í garðinum. „Ég hef mikla ánægju af því að sýna fólki garðinn. Við hjónin söfnum aðallega fjölæringum en minna af runnum því það er svo lítið til af blómstrandi runnum. Ymist er plöntunum sáð, þær keyptar eða fengnar gegnum skipti við kunn- ingjana í Dalíuklúbbnum, en hann er með skiptifund einu sinni á ári,“ segir Árni. Gott að grisja oft í garðinum hjá Árna og Huldu má einnig finna matjurtir eins og jarðarber, gulrætur og brokkólí, en að sögn Árna er mjög gott að rækta matjurtirnar í íslenskri veðráttu og hann spáir því að jarðarberin verði fullþroskuð í júní- júlí. „Það þarf að grisja oft í garðin- um og gott er að skipta plöntun- um út á þriggja ára fresti. Ann- ars er moldin lykilatriðið þegar ræktun er annars vegar. Plöntur koma og fara, það deyja venjulega um 10 til 20 plöntur á ári í garðinum, annars er ég alltaf að prófa eitthvað nýtt. Veðráttan undanfarið hefur verið mjög slæm fyrir plöntum- ar, ég man ekki eftir verri tíð. Vegna veðurfarsins er gróðurinn hálfum mánuði á eftir í ár,“ segir Árni. Blaðamaður bað Árna að velja tvær vorplöntur í garðinum til að segja sérstaklega frá og fyrir val- Hér má sjá hluta af garðinum að Hlaðbæ 18. inu urðu kúlulykill og urðalyng- rós. „Kúlulykill er til í mismun- andi litafbrigðum, rósrauður eða rauðfjólublár og stöku sinnum hvítur. Blómstönglarnir verða 10 til 30 sentimetra háir og blómgun er venjulega í apríl til maí sunn- anlands og getur hann því farið Urðalyngrós Kúlulykill illa í kuldaköstum á vorin.“ Jöklasóleyin er uppáhalds- planta Árna, hún er lágvaxin há- fjallajurt sem erfitt er að rækta í görðum. „Ég vil þó nefna aðra tegund sem blómgast seinna og er mjög áhugaverð. en það er urðalyngrós. Hún þarf súran jarðveg en að öðru leyti þarf lítið að hafa fyrir henni. Tegundin er 15- 40 cm há, blómin dökkbleik og blómgun í júlí að jafnaði." Að sögn þeirra hjóna fer ekki allur tími þeirra í að hugsa um garðinn, þau eiga fleiri áhugamál eins og sund, skíði og ferðalög. „Bestu ráðin sem ég á handa fólki þegar kemur að garðrækt er að hafa fyrst og fremst áhuga og gaman af þessu, því þá kemur allt annað af sjálfu sér. Það er ekkert eins skemmtilegt og að fylgjast með gróðrinum á vorin. Fylgjast með því hvað lifir og hvað kemur vel upp,“ segir Árni. Kristinn H. Þorsteinsson Heimsókn í Garð- yrkjufélag íslands Safn undir berum himni VAXANDI áhugi er á garðrækt meðal íslendinga, að mati Kristins H. Þorvaldssonar formanns Garð- yrkjufélags íslands. „Áhuginn endurspeglast í starfsemi félags- ins, sem er afar fjölbreytt. Félagið rekur meðal annars fræbanka, bókasafn, skipuleggur fræðslu- ferðir, er með fræðslufundi og ár- Iega garðaskoðun einn dag í júlí og hefur aðsókn verið mjög góð undanfarin ár. Á fimmtudögum gefst siðan áhugasömum tækifæri til að hringja í stjómarmenn fé- lagsins og leita svara við spum- ingum sem tengjast gróðri og garðrækt.“ Mikil ræktun hefur átt sér stað um land allt undanfarið, að mati Kristins, og aukið skjól er að myndast í byggðakjömum lands- ins sem gefur áhugamönnum betri tækifæri til að rækta fleiri teg- undir. Kvöld- göngur í júlí í samstarfi við Grasagarð Reykjavíkur mun Garðyrkjufélag- ið bjóða félagsmönnum í kvöld- göngur í júlí og í samstarfi við Skógræktarfélag íslands verður einnig boðið til morgunstundar. „Gengið verður um nærliggjandi bæjarfélög og tré skoðuð. Við byijuðum á þessu í fyrra og fóram þá um miðbæ Reykjavíkur. Þetta gafst mjög vel og mikill íjöldi kom í göngumar." Garðyrlyufélagið var stofnað árið 1885 og er lykill að alþjóð- legri fræðslu í garðrækt, en fé- lagið vinnur að eflingu garðyrkju í Iandinu, að sögn Kristins. Bóka- safnið er að finna á skrifstofu fé- lagsins, Frakkastíg 9, þar sem op- ið er tvo daga í viku og aðstaða er til að lesa. * & Ert þu a leiðinni i frí? Ef þu kaupir gjaldeyri hjá íslandsbanka fyrir 30.000 krónur eða meira, eignastu mjúkt og litríkt baðhandklæði! Isiandsbanki er hluti af Islandsbanka-FBA ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.