Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 29

Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 29 LISTIR Ferðin heim í tilhlökkunarsafnið SIGURLAUGUR El- íasson skáld og mynd- listarmaður sendi frá sér í vor Ijóðabókina Græna skyggnishúfan. Þetta er sjöunda ljóða- bók Sigurlaugs og ber hún undirtitilinn Ferðaljóð. Ljóðin bregða upp myndum héðan og þaðan af landsbyggðinni, bæði að vetrar- og sumar- lagi. Ekið er um Oxna- dal, áð í Ljósavatns- skarði og hugað að veiðiskap í Ljósavatni. Förinni er heitið um kunnar sem ókunnar slóðir og ótal smámyndir af ytra og innra landslagi skjóta upp kollin- um. Sumarbústaðir með brakandi stólum koma við sögu og þá staldr- ar skáldið við og virðir glettið fyrir sér mannlífið, svo sem eins og tíu janúarmínútur í Hallormsstaðar- skógi. Að ferðalögunum loknum fylgja héruðin skáldinu heim: „Þegar ég hef gengið frá bók þá finnst mér ég ekki hafa mikið meira um hana að segja,“ segir Sigurlaug- ur Elíasson hæversklega. „Ef mað- ur ætti eitthvað ósagt myndi maður sennilega fresta útgáfunni en ég hugsa að þessi bók beri einhvern keim af því að það var byrjað á henni að haustlagi, sumarfri nýlega afstaðið og mig vantaði eitthvert verk til að fást við. Þá mundi ég eft- ir því að ég átti einhvers staðar uppkast að tveimur ljóðum sem ég hafði verið með í sarpi. Eg hafði Sigurlaugur Elíasson Sýning framlengd Tónlistarhúsið Ymir Málverkasýning Ragnars Jónssonar „Fjöregg þjóðarinn- ar“ hefur verið framlengd til 18. júní. Opið 11-16 um helgar. ekki fengist við skrift- ir í marga mánuði en ég vissi af þessum tveimur Ijóðum og sló þau inn og það varð til þess að ég hélt áfram. Það er kannski gaman að minnast á það svona í framhjáhlaupi að þessi bók er sú fyrsta sem ég yrki beint á tölvu og ég ort.i nokkuð reglulega, sat við tölvuna nánast daglega og orti. Fram að þeim tíma hafði ég meira notað tölvuna sem frágangstæki en siðan hef ég gert þetta og líkað nokkuð vel. Svo gömlu Ijóðin tvö hafa orðið nokkurs konar kveikja að bókinni? „Já, þau voru svo sem ekki ljör- gömul, en þegar verkinu fór að vinda fram og ég fór að athuga málið sá ég hvert stefndi í Ijóðun- um. Það var eitthvert flangur á manni alls staðar og einhvers konar ferðakeimur í öllu þannig að ég leyfði því að fara þá leið, þótt það hafi ekki verið neitt áform í upp- hafi. Undirtitill bókarinnar kom eiginlega ekki fyrr en við útgáfu, þegar það lá fyrir um hvað bókin hverfðist og flokkast vafalaust und- ir hreinskilni. En ferðalögin vísa fram og aftur í tímann. Væntanlega er þarna um fleiri ferðir en eina að ræða? „Já ég fór að leita aftur til nýlið- ins sumars, eða liðinna sumra og vetra eftir atvikum. Þetta var í sjálfu sér þægileg og notaleg vinna! Eg byrjaði á verkinu í ágústlok og sat mikið við haustmánuðina sept- ember, október, nóvember og ég hygg að ég hafi lokið því f janúar. Ég hef haft þetta svona stundum áður að klára eina ljóðabók f einni skorpu og óneitanlega verður heildarmyndin sterkari fyrir vikið. Ég býst við að þessi bók sé nokkuð lík bók sem ég gaf út árið 1990 og heitir Jaspis. Hún var líka ort í einni lotu og er reyndar ekki óskyld þessari að efni heldur. Eitthvað hefur breyst reikna ég með og ég vona það. Þetta er þó ekki ljóðasafn en gæti kannski kallast á við skáld- sögu. Svo kemur gult pils þarna víða við sögu. Getur þú frætt mig eitt- hvað betur um þá myndlíkingu? „Þetta eins og annað í bókinni styðst við svipmyndir sem maður átti í hugskotinu og kannski eru ótrúlegustu hlutirnir næst sann- leikanum þegar allt kemur til alls. Er það ekki bara nokkurn veginn eins og veruleikinn er? Ef maður gefur sér næði. En ef maður svona eftir á skoðar meginviðfangsefni ljóðanna, má segja að það sé leitin að næði og kyrrð eða einhveiju slíku. Ég geri minna af því nú að sveigja til málið, það er meira blátt áfram held ég. Ég býst við að mað- ur hafi, að minnsta kosti í byijun, lagt of mikið upp úr kúnstum, en slíkt sli'past af manni með ti'manum. Maður fer að meta það meira sem er hreimia." Afþreying Einrænusafnið opiðallaþokudaga. Jafiivel nágrannaþúfur látasem þærvitiekki hvor af annarri. Gaddavírsgirðingin leynir ekki þreytusvipnum ekkiláiéghenni en lækurinn sérlega kurteis. Þakkatilsögnina gamli minn enégætlaneðantúns á dálítið erindi innádal. Hræddurumað félagsskapurminn yrði eyðibýlinu rýríþessariþoku. Verk eflir Kristi'nu Pálmadóttur á Mokka. Lj ósmyndaætingar á Mokka KRISTIN Pálmadóttir opnar sýn- ingu á Mokka mánudaginn 12. júní. Sýninguna nefnir listamaðurinn Landið við fætur þér. Kristín útskrifaðist frá grafík- deild Myndlista- og handíðaskóla íslands 1994. Þetta er hennar fjórða einkasýning en hún hefur tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Sýningin stendur til 10. júlí. Islandsferð leikhópsins Loka LEIKHÓPURINN Loki kemur hingað til lands með sýninguna Rejsen hjem og verður leikritið sýnt á nokkrum stöðum á landinu. Fyrsta sýningin er á Kaffi Krók, Sauðárkróki, mánudaginn 13. júní kl. 20.30, í Deiglunni, Akureyri, 14. júní kl. 20, á Kaffi menning, Dalvík, 15. júní kl. 20, í Eyjafjarðarsveit, íslandsbærinn, 16. júní kl. 20.30 og tvær sýningar í Norræna húsinu, 18. júní kl. 17 og 19. júní kl. 20. Orka sótt í náttúrukraftinn Leikhópurinn Loki er 11 manna sænsk./dansk./íslenskur leikhópur starfandi í Kaupmannahöfn. Leikmyndin er málverk mynd- listakonunnar JOSSU, en auk þess mynda tónlist, hreyfingar, söngur og grímur umgjörðina um verkið sem sækir orku og hugmyndir í náttúrukraftinn sem í okkur öllum býr. Túlkendur, auk Jossu (Jónhildar Valgeirsdóttur), eru: Kerstin Backlin, Valgerður Briem, Svava Aradóttir, Diljá Sigursveinsdóttir, Jón Friðriksson, Christian Coff, Sigurður Ragnar Gíslason, Daniel Sedona, Steinar Lúðvíksson og Kristinn Valdimarsson. Leikarar og tónlistarmenn túlka andstæðurnar sem í kringum okk- ur eru og sem skapa þann heim sem við lifum í. Ljúfur samhljómur Zúlúmanna TONLIST Hótel ísland LISTAHÁTÍÐ Ladysmith Black Mambazo frá Suð- ur-Afríku. Þriðjudag kl. 21. ÞOLINMÆÐIN þrautir vinnur allar er málsháttur sem manni finnst hljóta að höfða sérstaklega til íbúa Suður-Afríku. Barátta þjóðar- innar fyrir réttlátu þjóðskipulagi var iöng og ströng og er jafnvel ekki enn lokið. Tónlistin gegndi þýðing- armiklu hlutverki í baráttu blökku- manna fyrir jafnrétti og sá meitlaði boðskapur sem hægt var að fela henni að koma á framfæri. Joseph Shabalala, forsprakki karlakórsins Ladysmith Black Mambazo, er trú- lega einn áhrifamesti tónlistarmað- ur svartra Suður-Afríkubúa á seinni hluta aldarinnar. Söngtextar hans þóttu annarra afbragð, þrungnir sterkum tilfinningum um föðurland- ið og frelsið. Söngstíll Ladysmith Black Mambazo á rætur að rekja til áranna fyrir og um seinna stríð, þegar Zulumenn fóru að flykkjast úr sveitunum til borganna í leit að atvinnu og tækifærum í sífellt tæknivæddara þjóðfélagi. Karlmenn hópuðust til þéttbýlissvæðanna, þar sem þeir bjuggu saman í hópum og höfðu fátt annað til skemmtunar en eigin félagsskap. Og hvað var þá skemmtilegra en að syngja einmitt um drauma og þrár. Þessi nýja hefð var fyrst kölluð Mbube, og seinna ýmist Iscathamiya eða Cothoza Mfana eftir útvarpsþætti á Radio Zulu sem lék eingöngu tónlist af þessu tagi. Það var einmitt í gegnum útvarpið sem Joseph Shabalala sló í gegn með kór sinn Ladysmith Black Mambazo. Það var árið 1964, svo lengi hafa þeir verið að. Það var Paul Simon sem kom Ladysmith Black Mambazo á alheimskortið um miðjan níunda áratuginn þegar kór- inn var gestagrúppa á plötunni Graceland og söng nokkur lög sem nutu gríðarlegra vinsælda. En þó var það ekki í fyrsta sinn sem þessi tónlist hljómaði á Vesturlöndum. Nokkrir voru þegar farnir að leggja við hlustir, þar á meðal Peter Gabr- iel sem notaði upptöku af jarðar- farasöng Zúlúmanna í lagi sínu um leiðtoga blökkumanna og samherja Nelsons Mandela, Steve Biko. I Iscathamiya-stílnum er tónlistin byggð á einfaldasta fyrirbæri hljóm- fræðinnar, þríhljóminum, og bjartri einsöngslaglínu. Kórinn syngur hljóma í hefðbundnum kadensum grunnhljóms, undirforhljóms og for- hljóms, en til mótvægis við bjarta einsöngsröddina er bassinn í hljómnum tvöfaldaður. Annað ein- kenni er búningarnir, í Iscathamiya er allur hópurinn eins klæddur. Þá er dansinn ekki sísta einkenni þessa stíls. í upphafi voru sporin og hreyf- ingarnar lítil og fínleg, en í seinni tíð eru dansarnir farnir að verða æ drýgri partur af „sjóinu". Það var langþráð gleði að fá að heyra í Ladysmith Black Mambazo á Listahátíð og á tónleikum þeirra á Hótel íslandi var hvert sæti skipað löngu fyrir upphaf tónleikanna. Strax í fyrsta lagi var manni ljóst að þetta voru raunverulega þeir. Dí- sætur og silkimjúkur Mambazo- hljómurinn var þarna lifandi kom- inn, ekta og sannur. Þrátt fyrir fjörutíu ár í bransanum er engin elli- merki að sjá á Joseph Shabalala og drengjunum hans, sem eitthvað virðast hafa verið yngdir upp upp á síðkastið. Annað lagið, Hey Beauti- ful Girl, var frábærlega sungið, en það dró úr gleðinni hvað lopinn var teygður í lokin og hvað sama hljóm- akadensan var endurtekin oft til- brigðalaust. Þriðja lagið var glað- vær söngur um samskipti kynslóð- anna, þar sem Shabalala fór á kostum í týpískum sólóstrófum sem hefjast hátt uppi sem ákall, en hníga svo múklega og dvínandi sem fjöður til til jarðar. Away from you, lag um þrá í aðskilnaði, var undir sterkum vestrænum áhrifum með rokkabillí- bassa og nokkuð samfelldri laglínu; - mjög fallega sungið. Söngvar um nýfengið frelsi blökkumanna og þær þjáningar sem þeir liðu áður en því var náð voru nokkrir á tónleikunum. Vera má að einhverjum íslendingn- um hafi þótt það sérkennilegt að heyra sungið um gildi lýðræðisins af svo mikilli lotningu og tilfinningu sem Ladysmith Black Mambazo gerðu, hvað þá um væntumþykju þeirra fyrir þinginu. Þetta er um- hugsunarefni fyrir þá sem hafa gleymt hvað þau fyrirbæri eru í raun og veru og hvað þau þýða fyrir litla þjóð. Öllum þessum lögum fylgdu dansar, litlar sporarútínur, þar sem allur hópurinn var sem einn maður. Yngstu strákarnir fengu þó að láta ljós sitt skína meir en hinir, og voru þeir stórskemmtilegir og frábærlega fimir. Aðaldansnúmerið var sjötta lagið, þar sem sýnd voru spor og dansar sem tilheyra ákveðn- um stöðum og hópum í þjóðfélaginu, allt frá Township Jive til Zúlú- stríðsdansa. Þar voru gestir úr saln- um teknir í danstíma uppi á sviði. I Miss the Place where I Grew Up var tilfinningaþrunginn ættjarðarsöng- ur. Fjölbreytt hljómanotkun þessa lags jók enn á tilfinningalega dýpt þess og áhrifamátt. Eins og í nokkr- um fyrri laganna var niðurlagið teygt um of á langinn í margendur- tekinni lokakadensu. Þetta var al- veg óþarfi. Það voru bara tíu lög á efnisskránni, og hefði ekki verið nokkur vandi fyrir svo frábæra mús- íkanta að fjölga lögum, frekar en að treina þau bestu svona úr hófi fram. Að þessu lagi loknu var komið að því sem allir í salnum þekktu greinilega, Homeless, sem hljómaði á fyrr- nefndri plötu þeirra og Pauls Sim- ons. Fögnuðurinn í salnum var gíf- urlegur eftir frábæran flutning lagsins. Lokalagið, This Lady is Beautiful, var fallega sungið og danssporin virkilega flott og vel út- færð. Það var mikil dýnamík í söng Ladysmith Black Mambazo. Einföld hljómanotkum var krydduð með fjölbreyttum núönsum í styrk og raddblæ og ýmiss konar skraut- hljóðum var bætt við sönginn. Það var mikil upplifun að sjá og heyra þennan fræga hóp sem er búinn að standa vaktina í fjörutíu ár. Gífurleg fagnaðarlæti voru í salnum í tón- leikalok, og eftir mikið uppklapp fengu áheyrendur loks eitt aukalag, Amazing Grace. Bergþóra Jónsdóttir Fyrirlestur og mynd; bönd í LÍ MARGRÉT Elísabet Ólafsdótt- ir listheimspekingur fjallar um sýningarnar Islensk og erlend veílist og Islensk og erlend myndbönd í fyrirlestrinum Listin á tímum tækninnar, sem haldinn verður í dag, laugardag, kl. 15 í Listasafni Islands. Hún reynir að gera grein fyrir áhrif- um stafrænnar tækni á sjónlist- ir og fjallað um sjónræna skynj- un á tímum gagnvirkrar myndgerðar. Veflistin og verk Steinu Vasulku Myndhvörf verða m.a. tekin sem dæmi. Sýningamar eru hluti af sýn- ingunni Nýr heimur - stafræn- ar sýnir sem nú stendur yfir á Listasafni íslands. I tengslum við sýninguna eru myndbands- sýningar kl. 12 og kl. 15, í sal 2, þeim hluta sýningarinnar sem nefnist íslensk og erlend mynd- bönd. í dag, laugardag, verða verk Magnúsar Pálssonar sýnd kl. 11, 12.20, 15, 15.20 og kl. 17: Talk preceding Eye Talk, Eye talk, Eye talk II og Kúplings- diskur. Þá verður sýnt verk John Baldessari: I Am Making Art, 1971. John Baldessari fæddist í Bandaríkjunum 1931. Lauk B.A. og M.A. prófi frá San Diego State Gollege, hlaut Gug- genheim styrk frá National En- dowment for the Arts.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.