Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 10.06.2000, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 31 Rannsóknir á nýju parkinsonslyfí Minni hætta á ósjálfráðum hreyfíngum NIÐURSTÖÐUR fimm ára rann- sóknar á parkinsonsveiki, sem voru birtar í The New England Journal of Medicine 18. maí, benda til þess að lyfið Requip dragi verulega úr hættunni á að fram komi síauknar ósjálfráðar hreyfingar, sem hafa verið aukaverkanir stórra skammta af parkinsonslyfjum er innihalda efnið levódópa. Rannsóknin leiddi í ljós að Re- quip ber góðan árangur sem upp- hafsmeðferð, eitt sér, eða síðar þeg- ar bætt er við tiltölulega litlum skömmtum af parkinsonslyfjum sem innihalda levódópa. 268 sjúklingar með parkinsons- veiki á byrjunarstigi tóku þátt í rannsókninni í Evrópu, Israel og Kanada og var þeim skipt í tvo hópa af handahófí. Annar þeirra tók inn Requip en hinn levódópa og ef lyfin höfðu ekki tilætluð áhrif fengu sjúklingar í báðum hópunum litla skammta af levódópa til viðbótar. Rannsóknin stóð í fimm ár og á þeim tíma hafði Requip svipuð áhrif og levódópa á einkenni parkinsons- veiki. Sjúkdómnum var haldið í skefjum í þriðjungi þeirra sem fengu lyfið allan þennan tíma án þess að fá levódópa. Þeir sem fengu levódópa auk Requip þurftu miklu minni skammta til að halda sjúk- dómnum í skefjum (427 mg á dag miðað við 753 mg á dag). Meðal- dagsskammturinn af Requip meðal þeiira sem luku tilrauninni var 16,5 mg. Aðeins 5% þeirra sem tóku ein- göngu inn Requip fengu ósjálfráðar hreyfingar en 36% þeirra sem fengu aðeins levódópa. Þessi munur er mjög verulegur - líkurnar á ósjálfráðum hreyfingum voru fimm- tán sinnum minni meðal þeirra sem fengu aðeins Requip en meðal þeirra sem fengu levódópa. Um 20% allra sjúklinganna sem fengu Requip, með eða án levódópa, fengu ósjálfráðar hreyfingar en 46% sjúklinganna í levódópahópn- um. Þessi munur er einnig veruleg- ur - líkumar á þessum aukaverkun- Presslink Maxine og Curtis Turner búa í Ohio-ríki í Bandaríkjunum. Hann er með parkinsonssjúkdóminn og hafa þau hjón þurft að greiða 50 þúsund dali á ári, eða 3,8 milljónir króna, fyrir heilbrigðisþjónustu vegna sjúkdómsins. um voru næstum fjórum sinnum minni meðal þeirra sem fengu Requip en í samanburðarhópnum. Sjúklingarnir þoldu Requip vfir- leitt vel. Aukaverkanir lyfsins voru svipaðar þeim sem oft fylgja öðrum parkinsonslyfjum, svo sem ógleði, svefndrungi og svefnleysi. Ofskynj- anir reyndust þó algengari meðal þeirra sem fengu Requip en í lev- ódópahópnum. Parkinsonsveiki er talin stafa af skorti á boðefninu dópamín á ákveðnum stað í heila og Requip hefur dópamínlík áhrif í heilanum. Einn af hverjum fimm þúsundum íslendinga greinist með sjúkdóminn árlega og hann einkennist af stíf- leika í vöðvum, skjálfta og minni hreyfigetu. • Tenglar The New England Journal of Medicine:www.nejm.org/content/ index.asp Um Parkinsonsveikkwww.net- doktor.is/Sjukdomar/Efni/Park- insons.htm Líkamsrækt gegn krabba Presslink Gott er að fá sér kríu og endurnýja kraftana en hrotur geta vissulega truflað blundinn. s Utvarpstíðni- meðferð við hrotum New York. Reuters Health. NÝSTÁRLEG aðgerð kann að lofa góðu og mun jafnvel geta komið í staðinn fyrir hefðbundna meðferð á aldagömlu vandamáli, það er að segja hrotum. Felst aðgerðin í því, að nema burtu vef með útvarpstíðnibylgjum. Þetta hefur þegar reynst áhrifarík leið til að mcðhöndla aðra kvilla af völdum ofvaxtar í vefjum, t.d. góðkynja stækkun í blöðruhálskirtli. Sem hrotumeð- ferð felur þetta í sér að hluti gómsins er Qarlægður, og veldur það dálítilli örvefjarmyndun sem aftur gerir góminn stífari og styttri og dregur þannig úr til- hneigingu hans til að titra, en slíkur titringur er algeng orsök hrotna. Dr. David R. Hillman og sam- starfsfólk hans, við Sir Charles Gairdner-sjúkrahúsið í Perth í Ástralíu, fullyrðir að þessi að- ferð hafí færri aukaverkanir en venjulcgar aðgerðir. Þar að auki reyni hún lítið á sjúklingana og er gerð með staðdeyfingu og segjast sjúklingar einungis verða fyrir minniháttar óþægindum að henni lokinni. Sagði Hillmann að flestir sjúklingar væru vinnufærir sama dag og aðgerðin væri gerð. Smá- vægileg aukaverkun, sem vart hefur orðið í fimm prósent til- fella, er lítið munnangur sem getur stafað af því að bylgjuork- an hefur ekki farið nógu djúpt og náð að komast upp á yfir- borðið. En sárin gróa á nokkrum dögum. Hillman tók fram, að þessi að- ferð gagnist ekki öllum hrotu- sjúklingum, þar eð vandinn er ekki í öllum tilfellum fólginn í því að gómurinn titrar, lieldur því, að öndunarvegur aftarlega í kokinu fellur saman. í slíkum til- fellum dugar hefðbundin skurð- aðgerð betur, að sögn Hillmans. Indianapolis. Reuters Health. ÞÓTT reglubundin líkamsrækt sé oftast talin helsta vopnið gegn hjartasjúkdómum benda nýjar rannsóknir til þess að hún kunni að vera mikilvægur þáttur í bar- áttunni við krabbamein, að því er vísindamenn í Dallas greina frá. Niðurstöður tveggja umfangs- mikilla rannsókna, er gerðar voru við Coopers-stofnunina í Banda- ríkjunum, benda til þess að styrk- leiki æðakerfisins í körlum, burt- séð frá líkamsþyngd, ráði úrslitum um það hvort þeir deyja úr krabbameini. Þótt jafnan sé talið, að líkams- massi hafi áhrif á hættuna á að maður látist af völdum krabba, benda þessar niðurstöður til þess að hreysti kunni að vera mikilvæg- ari, að því er vísindamennirnir segja. Dr. Larry W. Gibbons og dr. Carolyn E. Barlow greindu frá niðurstöðum sínum á árlegri ráð- stefnu íþróttalækna í Indianapolis í Bandaríkjunum nýverið. í annarri rannsókninni fylgdust dr. Barlow og samstarfsfólk henn- ar með rúmlega 22.700 mönnum á aldrinum 20-85 ára í tíu ár. Menn sem töldust „óhraustir“, sam- kvæmt stigvélarprófi, voru 80% líklegri til að deyja úr krabbameini en menn sem voru hraustir. Þeir sem voru óhraustir og feitir voru í mestri hættu. Aftur á móti kom í ljós, að þeir sem voru í góðri æf- ingu en of feitir voru ekki í meiri hættu á að deyja úr krabba. í hinni rannsókninni, sem dr. Gibbons stjórnaði, var sjónum sér- staklega beint að lungnakrabba. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á tengslunum milli þess sjúkdóms Presslink Leikkonan úr Ally McBeal, Calista Flockhart, hleypur sér til heilsubótar. og hreysti, en í Ijós kom, að þeir þátttakendur í rannsókninni, sem töldust óhraustastir, voru 2,5 sinn- um líklegri en þeir, sem töldust hraustastir, til að deyja úr krabba. Þeir sem töldust í meðallagi hraustir voru 1,5 sinnum líklegri til að deyja úr krabba. Slábu í gegn og erfibib verbur leikur einn • Útsölustabir um allt land VETRARSOL HAMRABORG 1-3- S 564 1864
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.