Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ VIKU IM LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 33 Listrænir draumar Draumstafir Kristjáns Frímanns Næringarfrædi Barist til þrautar - Leiðrétting ALMENNT er list skilgreind frá fagurfræðilegu sjónarmiði í eitthvað sem höfðar sterkt til sjónar og til- finninga, burt séð frá innihaldi. Kubburinn blái í Hannover er list, mjólkin hans Kjarvals og grjót- hleðslur Richards Long. Fagur- fræði forms og lita. "Éger gull og gersemi, gimsteinn elskuríkur. Eg er djásn og dýrmæti, drottni sjálfum líkur." (Sðlvi Helgason) Draumurinn er listrænn í sjálfum sér, hann raðar upp formum og lit- um í ákveðnar heildir sem falla að listastefnum vökunn- ar. Stefna súrrealism- ans (hjáraunsæisstefn- an) sem varð til í byrjun tuttugustu ald- ar er hvað líkust draumaheiminum enda mótaðist hún út frá skynrænum upplif- unum og draumum þeirra Andre Breton, Paul Eluard, Salvador Dali, Man Ray og fleiri liðtækra listamanna og hugsuða sem mót- uðu stefnuna. Súrreal- isminn fangar í mynd þann skrýtna „veru- leika“ sem verður til í draumi þar sem form- in togast til og raða sér á áður ókunnan hátt, litirnir verða meðvit- aðii’ líkt og þeir lifi eig- in lífi og tíminn gerist afstæður. í myndum sínum nær Dali fram sláandi áhrifum feg- urðar og furðu svo menn dragast ósjálfrátt að verkum hans, án þess endilega að skilja hvað í þeim felst eða hvað það er sem dregur mann að verkinu, líkt og myndinni „Fyrirboði borgara- styrjaldar“. En þegar í drauminn kemur snýst dæmið við, þar verða furðurnar og skringilegheitin sjálf- sögð og svo eðlileg að menn verða í mesta lagi hissa þegar látnir menn mæta ljóslifandi í afmæli til manns eða þegar útlimir manns breytast og tánum fjölgar allt í einu úr tíu í sextán. Það er sama hvernig draum- urinn teygir mann og togar tilver- una til, ekkert er einkennilegt, frík- að eða út í Hróa, allt er ósköp eðlilegt í augum þess sem „horfir“ á bagras. Sumir eiga til að rugla þessum tegundum saman og það er ekkert á lambagrasi að græða í þessu tilliti. Lambagrasið er bleik- ara og vex á þéttum þúfum sem lyfta sér yfir annan gróður. Flestir sem koma að mat þekkja kryddið timían. Blóðberg er ekkert annað en villt timían. Það er bragðmest á miðju sumri.“ Ingvar tinir þar næst til ýmsar tegundir sem mörgum dytti ekki drauminn. En þegar svo vaknað er af værum blundi hrista menn haus- inn yfir vitleysunni sem þá dreymdi og gleyma draumnum fljótt því þetta var jú alveg óskiljanlegt bull! Draumur „Huldu“ Eg var uppábúin í finum fötum vegna einhvers sem ég vissi ekki hvað var. Er síðan í dyrunum að taka á móti gestum sem eru allir eingöngu úr móðurætt. Tek sér- staklega eftir því að einn gesturinn heldur á stórum pakka og var ég hissa á því. Fyrsti maðurinn sem ég tek á móti kyssir mig á kinnina og er ég mjög hissa á því hver hann var, hann hét Leó (er látinn, var maður ömmu minnar). Ég fylgi nú tveim mönnum inn í stofu og sé þá hver hinn maðurinn var, hann var frændi minn og hét Gísli (er látinn). I draumnum er ég undrandi að sjá þá því þeir eru báðir látnir. Ég er að velta því fyrir mér hvað allir ætt- ingjarnir séu að gera hjá mér, þegar ég heyri Gísla eða Leó segja (veit ekki hvorn): „Við missum aldrei af afmæli Huldu.“ Ég verð undrandi því ég átti ekki afmæli og er nýlega orðin þrítug. Þá fór ég að hugsa um að ég væri ekki búin að baka neitt og fannst það ekki líkt mér að vera ekki búin að baka fyrir afmælið mitt. Bað systur mínar að hugsa um til hugar að leggja sér til munns. Til dæmis túnfífil. Ljósustu ný- sprottnu blöðin segir kokkurinn hins vegar frábær í salöt og sósur og jafnvel enn betri í slíkt séu blöðin af haugarfa, að ekki sé minnst á hundasúrur. „Það þarf bara að skola þetta vel áður en það er borðað. Þá eru fræin af valmúa mjög góð í sósur og blöð, stöngull og rót af hvönn má nota í eitt og annað.“ gestina á meðan ég skryppi út í búð að kaupa vöflumix, djöflatertu og rjóma. Þar endaði draumurinn. Ráðning Ein af mörgum órannsökuðum leiðum draumsins er sú er liggur gegnum myrk tjöld tímans úr þessu lífi í ríki dauðans þar sem framliðnir dvelja að sögn sérfróðra. Vegurinn til framhaldslífsins virðist draumin- um opin leið og vel fær ef marka má alla þá drauma sem birst hafa um heimsóknir yfir móðuna miklu. Draumur þinn er á þessum nótum en virðist um leið tímamótadraumur (30 ár) þar sem þú ert að kveðja fyrri tíð og stíga inn í nýtt skeið. Af draumnum að ráða virðast Leó og Gísli fylgisveinar þínir í lífinu og munu þeir hafa birst áður í draum- um þínum við önn- ur tímamót („Við missum aldrei af afmæli Huldu“). Pakkinn og veislan vísar til framtíðar og það að þú ert hissa á öllu til- standinu og ekki búin að baka, bendir til að þú sért óörugg á þess- um tímamótum og ekki klár á í hvom fótinn skuli stíga fram á við. Það eru svo nöfn þeirra fé- laga Leó og Gísla sem skipta sköpum um drauminn en Leó merkir að þú skulir auka sjálfstæði þitt og Gísli er nafn sátta. Vöflumixið, djöflatert- an og rjóminn gefa svo nöfnunum aukið gildi og merkingu. •Þeir Iesendur sem vilja fá drauma sína birta og ráðna sendi þá með fullu nafni, fæð- ingardegi og ári ásamt heimil- isfangi og dulnefni til birtingar til: Draumstafir Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík eða á heimasíðu Draumalandsins http://www.dreamland.is Ingvar segir að margir hafi kassa í görðum sínum þar sem þeir rækti viðkvæmar kryddplönt- ur, en þá er plast strekkt yfir til að hlífa við náttúruöflunum. Mynt- an, sem hefur fundist villt á Isl- andi, er t.d. gjarnan ræktuð við þessar aðstæður. Sama má segja um majoram, sem minnir á blóð- berg að því leyti að það er ti- míankeimur af henni. Blöðunum af majoram þarf að ná áður en jurtin blómstrar, segir kokkurinn. Einnig má nefna oreganó. Ingvar heldur áfram og nefnir graslaukinn sem vex og vex og er í mörgum görðum. „Hann getur vaxið um heilan sentimetra á tveimur dögum við góðar aðstæð- ur. Það sama má segja um stein- selju. Loks nefnir Ingvar tegundir sem varla verða ræktaðar nema í pottum innandyra. Þeirra helstar eru tvær vel þekktar kryddgerðir, salvía og rósmarín, hægvaxta og viðkvæmar fyrir veðri og vindum. „Það má segja um þessi fræði, að þau eru auðveld ef maður kann þau og það er gjarnan þannig að menn kunna oft lítið þegar þeir byrja. En þetta er heillandi heim- ur að komast inn í og vel þess virði. Mataráhugi íslendinga hefur aukist gífurlega síðustu árin og kryddfræðin hafa blómstrað með,“ segir Ingvar Sigurðsson á lokum. VIÐ vinnslu greinarinnar „Barist til þrautar“ eftir þau Ólaf Gunnar Sæmundsson næringarfræðing, Ágústu Johnson framkvæmda- stjóra og Matthías Halldórsson að- stoðarlandlækni, sem var birt í Morgunblaðinu laugardaginn 3. júní, víxluðust textar sem fylgdu hinum svokölluðu viðmiðunardög- um. Viðmiðunardagarnir eru því birtir hér aftur með réttum skýr- ingartexta. Einnig leiðréttist hér með síð- asta málsgrein textans, en þar átti að standa. „ það er von okkar að með átaki Landlæknisembættisins, til að vekja athygli á offituvandan- um, hafi fyrsta skrefið verið stigið í þá átt að heilbrigðisstarfsfólk og stjórnvöld taki höndum saman og samræmi baráttuaðferðir sínar.“ Hlutaðeigendur eru beðnir vel- virðingar á þessum mistökum. Viðmiðunardagur nr. 1 Máltíð Fæðutegund Magn Morgunverður Cheerios, hreint 3 dl = 1 diskur Undanrenna 2,5 dl = 1 glas Banani 150 g = 1 stór Hádegisverður Skyr, hreint 200 g = 1 diskur Sykur, strá- 12 g = 1 msk. Undanrenna 2,5 dl = 1 glas Heilhveitibrauð 30 g = 1 sneið Klípa 71/2 g = 1/2 msk. Miðdegisverður Flatkaka 45 g = V2 kaka Klípa 8 g - V2. msk. Hangiálegg, magurt 20 g = 3 sneiðar Epli 200 g = 1 stórt Kvöldverður Ýsa, soðin 150 g Kartöflur, soðnar 180 g = 3 eggstórar Grænmeti, ýmislegt 100 g + Klípa 15 g = 1 msk. Kvöldhressing Vínber 200 g = 45 stk. Hér má berja augum dag sem telst mjög heppilegur til megrunar. En fjöldi hitaein- inga nemur á bilinu 1400-1500. Sem dæmi má nefna að algeng orkuþörf kvenna er á bilinu 1600-2400 hitaeiningar á dag og karla 2300-3100. Þegar haft er í huga að hálft kíló af fituvef jafngildir um 4000 hitaeiningum ætti einstaklingur með brennslugetu upp á 2000 hitaeiningar að léttast um 'A kíló af fitu á viku með þvl að fylgja eftir degi sem þessum. Athugið: Kjarni næringarfræðinnar er fjölbreytni og hófsemi og hér er aðeins um að ræða sýnishorn á því hvernig góður „megrunardagur" gæti litið út. Viðmiðunardagur nr. 2 Máltfð Fæðutegund Magn Morgunverður: Epli 200 g = 1 stórt Hádegisverður: Heilhveitibrauð 60 g = 2 sneiðar Smjör 15 g = 1 msk. Ostur 26% 30 g = 4 ostskera- sneiðar Nýmjólk 2,5 dl = 1 glas Miðdegisverður: Nóakropp 100 g = V2 stór poki Kók 5 dl = 1 stór dós Kvöldverður: Bjúga 200 g = 1 stk. Kartöflur, soðnar 180 g = 3 eggstórar Smjör 15 g = 1 msk. Nýmjólk 2,5 dl = 1 glas Kvöldhressing: Rjómaís 4 dl = 2 skálar Þessi dagur lætur reyndar ekki mjög mikið ylir sér en þrátt fyrir það þykir hann af- skaplega slæmur ef miðað er við manneldismarkmið. Sem dæmi má nefna að hita- einingafjöldinn er um 2700 en til hliðsjónar má geta þess að meðalþörf kvenna er um 2000 og karla um 2700. Jafnframt má geta þess að hlutfall fitu nemur um 50% en samkvæmt manneldismarkmiðum ætti hlutfall fitu að nema á bilinu 25-35%. Kannast þú við einhver eftirfarandi einkenna ? » Svitakóf m Nætursvita ■ Einbeitingarskort ■ Leiða ■ Þróttleysi ■ Þurrk í leggöngum Ef þú kannast við einn eða fleiri ofangreindra kvilla þá getur Menopace öfluga vítamín- og steinefnablandan e.tv. hjálpað þér Faest í 30 og 90 daga skömmtum á besta aldri ? Mirtkl vliimlf «* 4» *««*•*'--- VtTI O VITABIOTICS - þar sem náttúran og visindin vinna saman Fæst aðeins í lyfjaverslunum Mynd/Kristján Kristjánsson Fangi listagyðjunnar. Morgunblaðið/Ásdís Ingvar nælir sér í graslauk úti í garðinum heima.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.