Morgunblaðið - 10.06.2000, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 10. JIJNÍ 2000 5 7
BREF TIL BLAÐSINS
Opið bréf
til nokkurra
foreldra
fatlaðra barna
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Jim Smart
Arndís Þorvaldsdóttir, eigandi Hárlist.is, á hárgreiðslustofu sinni.
Hægt að panta
hársnyrtingu á Netinu
Frá Páli Péturssyni:
MIÐVIKUDAGINN 7. júní birtist í
Mbl. opið bréf frá ykkur til utanrík-
isráðherra, Halldórs Asgrímssonar.
Ég hefði talið drengilegra að skrifa
mér beint þar sem það var ég sem
var hafður fyrir sökum.
Ég átti ekkert frumkvæði að því
að undirbúa sambýli fyrir fatlaða í
Hrísey. Sú hugmynd kom frá heima-
mönnum. Forstöðumaður Svæðis-
skrifstofu Reykjaness fór til Hrís-
eyjar og kannaði aðstæður og skilaði
drögum að minnisblaði til „Lands-
samtakanna Þroskahjálpar" og til
mín persónulega. Ég hafði ekki
fengið tækifæri til að fjalla um málið
í ráðuneytinu hvað þá að taka af-
stöðu til hugmyndarinnar þegar
„Landssamtökin Þroskahjálp" sner-
ust mjög öndverð gegn hugmyndinni
og þarmeð er hún afskrifuð af minni
hálfu.
Svo háttar til því miður að 29 fatl-
aðir einstaklingar eldri en 22 ára
með miklar þjónustuþarfir bíða eftir
búsetuúrræðum. Ég vil endilega
leysa vanda þeirra sem skjótast, en
sannarlega verður það að vera í fullri
sátt við þá og aðstandendur þeirra.
Ég mun ekki fara að standa fyrir
neinum „hreppaflutningum" eða
setja á fót „einangrunarstöð" eins og
„Landssamtökin Þroskahjálp" hafa
haldið fram. Þá eru rúmlega 100 ein-
staklingar til viðbótar sem bíða eftir
búsetu á sambýlum og sumir þeirra
eru einnig í forgangshópi og 75 sem
geetu búið sjálfstætt með liðveislu.
í Sólheimum í Grímsnesi og í
Skaftholti hefur verið rekin um langt
árabil þjónusta fyrir fatlaða af höf-
uðborgarsvæðinu og gefið góða raun
og væri mikill skaði ef hún yrði
flokkuð undir „hreppaflutninga“.
Einnig er nýlega hafinn rekstur í
Hornafirði á sambýli fyrir fatlaða af
höfuðborgarsvæðinu.
Dýrar byggingar
í bréfi ykkar vitnið þið til þess að
ég hafi kvartað yfir kostnaði við
nýbyggingu sambýla. Nýlega var
boðin út bygging sambýlis fyrir 6
einstaklinga í Hafnarfirði. Eitt til-
boð barst uppá 88 milljónir. Þetta
taldi ég óviðunandi ráðstöfun á al-
mannafé. Tilboðinu var hafnað og
verkið verður boðið út að nýju.
I vetur var tekið í notkun nýbyggt
sambýli fyrir 6 á Akranesi, það kost-
aði 66 milljónir.
Urræði í undirbúningi
Ákvörðun hefur verið tekin um
byggingar nokkurra sambýla. Þau
eru við Jöklasel, Sólheima 21 b,
Hólmasund og Barðastaði í Reykja-
vík, Blikaás og Smárahvamm í Hafn-
arfirði. Þá hefur verið keypt hús
undir sambýli í Garðabæ og byggt í
Grindavík í samstarfi við sveitarfé-
lagið.
í Reykjavík mun ný dagvistun
hefja starfsemi á næstu dögum og
leysa að mestu vanda dagvistunar-
þjónustu í borginni.
Arið 1995 voru íbúar á sambýlum
335. í dag eru þeir 414. Árið 1995
voru í sjálfstæðri búsetu með lið-
veislu 226 en eru í dag 307.
Málefni fatlaðra hafa haft algjör-
an forgang í ráðuneyti mínu á und-
anförnum árum og kostnaður við
málaflokkinn hefur vaxið um 85%
síðan 1995.
Þetta er ekki sett fram með eftir-
tölum, þetta er nauðsynleg þjónusta
sem samfélaginu ber að veita.
Nokkur orð í viðtali Morgunblaðs-
ins við mig virðast hafa farið illa fyr-
ir brjóstið á ykkur. Ég er ekki að
halda því fram að Morgunblaðið hafi
rangt eftir mér, en þó kemur ekki
allt það fram í viðtalinu sem ég vildi
sagt hafa og er sjálfsagt að biðjast
velvirðingar á því. Framkvæmda-
stjóri „Landssamtakanna Þroska-
hjálpar“ sagði að fjölskyldubönd
slitnpðu ef fatlaðir færu til Hríseyj-
ar. Ég vildi síst af öllu verða til að
slíta fjölskyldubönd og í því ljósi ber
að skilja orð mín um að „það væri
ágætt“ að þau væru sem traustust.
Mér þykir sannarlega ekki ágætt að
þurfandi séu á biðlistum og óska eft-
ir samstarfi við bæði „Landssamtök-
in Þroskahjálp" svo og aðra aðstand-
endur fatlaðra um úrbætur svo fljótt
sem aðstæður frekast leyfa.
Með kveðju,
HÁRSNYRTISTOFAN Hárlist.is við
Skólavörðustíg var opnuð 3. júní sl.
Á heimasíðu hárgreiðslustof-
unnar er hægt að panta tíma, kynna
sér vörur og þjónustu, finna fróð-
leik um hár og fá upplýsingar um
listamenn og verk þeirra sem prýða
Lýst eftir
vitnum
LÖGREGLAN í Reykjavík auglýs-
ir eftir vitnum að árekstri sem varð
mánudaginn 5. júní sl. um kl.11:12
á gatnamótum Bústaðavegar og af-
reinar frá Kringlumýrarbraut við
eystri enda Bústaðabrúar, Umferð-
arljós eru á gatnamótunum og
gi'einir ökumenn á um stöðu um-
ferðarljósanna er áreksturinn varð.
I umrætt sinn var blágrænni
Toyota Corolla KH-039 ekið austur
Bústaðaveg og dökkblárri Chrysl-
er Stratus BA-764 ekið afrein af
Kringlumýarbraut í norður að
Bústaðavegi. Engin vitni gáfu sig
fram á staðnum en ef einhver hefur
orðið vitni að árekstrinum er hann
beðinn að hafa samband við lög-
regluna í Reykjavík.
Umferðaróhapp á gatnamót-
um Garðastrætis og Oldugötu
Lögreglan í Reykjavík auglýsir
eftir vitnum að umferðaróhappi
sem var föstudaginn 9. júní 2000 á
gatnamótum Garðastrætis og
Oldugötu. Þarna var um að ræða
bifreiðarnar LT-673 sem er hvítur
MMC Lancer og SG-751 sem er
ljósgrár VW Golf.
Ökumenn greinir á um tildrög
árekstursins. Þeir sem hafa orðið
vitni að árekstrinum eru vinsam-
lega beðnir um að hafa samband
við lögregluna í Reykjavík.
stofuna hverju sinni.
Hárgreiðslustofan er opin virka
frá kl. 10-18 og laugardaga 10-15.
Eigandi stofunnar er Amdís Þor-
valdsdóttir.
Vefslóð stofunnar er www.har-
list.is
Sumarbúðir
Rauða krossins
Fjölþjóðlegur
hópur að Holti
MÖRG landsfélög Rauða krossins og
Rauða hálfinánans hafa sýnt sumar-
búðunum Holt 2000 sem haldnar
verða í Holti, Önundarfirði 5.-12. júlí
áhuga. Nú hafa eflefu lönd staðfest
þátttöku en þau eru: Frá Evrópu:
Danmörk, Finnland, Þýskaland,
Júgóslavía, Austurríki, Albanía og
Úsbekistan. Frá Asíu: Japan. Frá
Afríku: Gambía, Mósambík og Lesótó.
Það verður margt skemmtilegt um
að vera þessa viku. Tjaldbúðir verða
myndaðar og stórt samkomutjald
verður á staðnum auk góðrar aðstöðu
í Holti. Farið verður m.a. í skoðunar-
ferðir um Vestfirði og hönd lögð á
plóginn við uppbyggingu á Flateyri.
Unnin verður þemavinna í tengslum
við átakið „Gegn ofbeldi" og umhverf-
ið. Þátttakendur munu kynna Rauða
krossinn með söng og leiklist á ísa-
firði.
Enn eru um þrjátíu laus pláss á
sumarbúðimar fyrir sjálfboðaliða
Rauða krossins hér heima. Hefðin
fyrir því að ungmenni á íslandi vinni á
sumrin er mjög sterk og margir eiga
erfítt með að taka sér frí frá vinnu.
Öllum deildum Rauða kross Islands,
51 talsins, hefur verið boðið að senda
þátttakendur á sumarbúðimar. Að-
standendur búðanna vonast eftir því
að ungt fólk láti þetta tækifæri til að
upplifa ólíka menningarheima ekki
frá sér fara.
Mótmæla
fyrirhuguðum
skólagjöldum
á MB A-nám
STJÓRNARFUNDUR Sambands
ungra framsóknarmanna samþykkti
eftirfarandi 8. júní sl.: „Stjórnar-
fundur Sambands ungra framsókn-
armanna haldinn í Reykjavík 8. júní
2000, lýsir sig mótfallinn þeirri
ákvörðun Háskóla Islands að leggja
á skólagjöld á fyrirhugað MBA-nám.
Bannað er samkvæmt lögum að inn-
heimta skólagjöld fyrir grann- og
framhaldsnám við Háskóla íslands.
Háskólinn hefur heimild til að inn-
heimta skólagjöld af endurmenntun
og hafa því háskólayfírvöld farið þá
fjallabaksleið að skilgreina MBA-
nám sem endurmenntun. Það er ein-
kennileg skilgreining þar sem um
mastersnám er að ræða.
Það getur ekki talist eðlilegt að
Háskóli íslands geti tekið ákvörðun
um að leggja á skólagjöld án um-
sagnar frá Alþingi. Því vilja ungir
framsóknarmenn að Alþingi leggi
fram aukafjármagn til þessa náms
og tryggi þannig áframhaldandi
jafnrétti til náms.“
Ný námskrá
Hólaskóla
samþykkt <
NÝ námskrá Hólaskóla var sam-
þykkt á fundi Búfræðslunefndar 29.
maí sl. Nýja námskráin miðar að
frekari eflingu námsins á þeim
þremur námsbrautum sem í boði
eru: Ferðamálabraut, fiskeldis-
braut og hrossaræktarbraut.
Ferðamálabraut Hólaskóla er
nýjung á sviði menntunar fyrir
ferðaþjónustu þar sem boðið er upp
á sérhæft nám fyrir ferðaþjónustu í
dreifbýli með áherslu á þróun og
uppbyggingu afþreyingai' sem
byggjast á náttúru, sögu og menn-
ingu hvers svæðis. Námið er á há-
skólastigi og metið til eininga við
rekstrardeild Háskólans á Akur-
eyri. Jafnframt fá nemendur ferða-
málabrautar landvarðai’réttindi að
námi loknu.
Á fiskeldisbraut Hólaskóla er
boðið upp á eins árs nám í fiskeldis-
fræðum og útskrifast nemendur að
því loknu sem fiskeldisfræðingar.
Námið undirbýr nemendur undir
almenna vinnu í fiskeldisstöðvum
og að koma á fót og reka smærri
stöcivar.
Á hrossaræktarbraut er nú boðið
upp á þriggja ára nám eða fimm
annir. Nemendur geta lokið námi
eftir fyrsta árið með prófheitið'
hestafræðingur og leiðbeinandi. Að
loknu öðru ári útskrifast nemendur
sem tamningamenn og geta gengið
í raðir Félags tamningamanna skv.
sérstökum samningi félagsins við
Hólaskóla. Þriðja árið er fimm
mánaða nám og metið til eininga við
Landbúnaðarháskólann á Hvann-
eyri og útskrifast nemendur að því
loknu sem þjálfarar og reiðkennar-
ar.
Þessi nýja námskrá kemur í
kjölfar nýrra laga um búnaðarskól-
ana þrjá (Hóla, Hvanneyri og
Reyki) en þau gefa skólanum aukið
svigrúm til þess að þróa og þroska
nám sem fæst viðurkennt og metið
inn í aðrar skólastofnanir. Hólaskóli
er ekki stór skóli en hann býður
upp á nám sem felur í sér ákveðna
sérstöðu sem studd er með vaxandi
rannsóknarstarfi á öllum brautum.
Frekari uppbygging akademískrar
starfsemi við Hólaskóla byggir á
nánu samstarfi við háskólastofnanir
hérlendis sem erlendis. Þetta sam-
starf eykur gildi þess náms sem
boðið er upp á og gefur nemendum
skólans færi á fjölbreyttum valkost-
um að námi loknu.
Markmið Hólaskóla er að efla
starfsemi sína á sviði byggðamála í;
víðum skilningi, með þeim hætti að
tengja í ríkara mæli núverandi nám
og rannsóknir þessum mikilvæga
málaflokki og stefna að því að þjálfa
og mennta fólk til að verða frum-
kvöðlar í nýsköpun og uppbyggingu
atvinnu-og menningarstarfsemi á
landsbyggðinni.
Umsóknarfrestur rennur út 21.
júní. Þeir sem vilja kynna sér starf-
semi Hólaskóla er bent á heimasíðu
skólans: www.holar.is eða leita sér
upplýsinga á skrifstofu skólans.
Kynning á
starfsemi
Byrgisins
KYNNING á starfsemi Byrgisins í
Rockville verður laugardaginn 10.
júní og hefst dagskrá kl. 14 með tón-
listardagskrá og lofgjörð.
Guðmundur Jónsson talar síðan
um upphaf og nútíð í Byrginu kl.
14.30 og að því loknu talar Ólafur
Ólafsson læknir um árangui' og til-
gang Byrgisins. Því næst flytur
Hjálmar Árnason, þingmaður og vel-
unnari Byrgisins, nokkur orð. Kl.
15.15 verða fyrirtæki heiðruð og við-
urkenningar veittar og að því loknu j
verður ný stjóm Byrgisins kynnt.
Kl. 15.45 keppa íþróttafélag þing-
manna og Byrgismenn í fótbolta og
að því loknu verður grillveisla að
hætti matsveinanna í Rockville.
Dagskrárlok em um kl. 17.
Allir era velkomnir og þess má
geta að boðið er upp á leiktæki fyrir
yngstu gestina.
PÁLL PÉTURSSON,
félagsmálaráðherra.
Gæðastjórnun á
rafmagnsöryggi virkar
MORGUNBLAÐINU hefur bor-
ist eftirfarandi frá Guðmundi
Valssyni, deildarstjóra raforku-
sviðs, fyrir hönd fagráðs raforku-
sviðs Samorku:
„I kjölfar viðhorfskönnunar
þingmannanna Ögmundar Jónas-
sonar og Gísla S. Einarssonar og
opinberrar umfjöllunar vill Sam-
orka, samtök raforku-, hita- og
vatnsveitna koma eftirfarandi á
framfæri:
Samorka styður núverandi
skipulag rafmagnsöryggismála.
Stjórnendur rafveita eru vissir um
að rafmagnsöryggismál rafveitna
séu í betra lagi en áður. Rafveitur
hafa komið sér upp innri öryggis-
stjórnunarkerfum sem tryggja ör-
yggi raforkuvirkja og auka öryggi
starfsmanna veitanna. Reynslan
af innri öryggisstjórnun rafveita
og innra eftirliti vatnsveita er góð.
Því leggur Samorka áherslu á að
annað opinbert eftirlit með veitu-
fyrirtækjum verði framkvæmt á
sama hátt. Ábyrgðarskipting er
skýi-ari og innbyggður hvati til að
auka fagleg og skipuleg vinnu-
brögð öllum til hagsbótar. Aðal-
atriðin era leyst fyrst og kerfisleg
uppbygging tryggir að öryggi
batnar og vafamál séu leyst. Kerf-
isbreytingin tekur tíma og starfs-
menn þurfa að laga sig að breyt-
ingunum. Því hafa verið haldin
fjölmörg námskeið um öryggismál
rafveita í kjölfar kerfisbreytingar-
innar og samstarf við Löggilding-
arstofu er hvetjandi og uppbyggi-
legt. í fyrra rafmagnseftirlitskerfi
voru vinnubrögð rafmagnseftirlits
ómarkviss.
Það er áskoran við að taka upp
kerfisbundna gæðastjórnun á raf-
magnsöryggi að fá ráðamenn og
stjórnendur fyrirtækja til að
treysta gæðastjórnuninní til að
vinna sitt verk. Þetta hefur Sam-
orku og samtökum rafverktaka
gengið ágætlega með á heimavíg-
stöðvum. í hálfnuðu verki er
óheppilegt að þyi-lað sé upp í
fjölmiðlum niðurstöðum úr óvand-
aðri viðhorfskönnun. Við slíkt
dugai’ ekkert nema viðurkenndar
aðferðir, annað kostar óþarfa deil-
Eftirlit með öryggi neysluveita
er ekki lengur á hendi rafveita.
Því hefur Samorka forðast að
blanda sér í þau mál. í upphafi
vora nokkrir forsvarsmenn raf-
veita á móti kerfisbreytingu. Nú
hafa úrtöluraddir í þeirra röðum
hljóðnað og eftirlitsmenn rafveita
horfið til annarra starfa jafnt inn-
an rafveita sem utan. Rafverktak-
ar og eigendur neysluveita bera
ábyrgð á öryggi líkt og við önnur
lagnakerfi. Ovissu um öryggi
neysluveitu geta rafverktakar,
sérfræðingar eða skoðunarstofur
eytt.
Markviss vinnubrögð Löggild-
ingarstofu í almennri fræðslu- og
upplýsingastarfssemi og átaks-
verkefnum gegn þekktum áhættu-
völdum eru til fyrirmyndar. Allt
tal um aukið eftirlit er óverð-
skulduð gagnrýni á vinnu fag-
manna.
Samorka hvetur til að haldið
verði áfram á sömu braut og
barnasjúkdómar kerfisins verði
lagfærðir án frekari kerfisbreyt-
inga í rafmagnsöryggismálum.“