Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 10.06.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM þeirra stefnu. Mér finnst eins og sum- ir haldi að það sé hægt að bjóða fólki á landsbyggðinni uppá allt, minni fjöl- breytni. Sem dæmi má nefna að þeg- ar verið er að selja fatnað koma ein- hverjir trukkar fullir af aflóga dóti og svo er þetta sett upp í félagsheimili og settur upp einhver markaður til að losna við þetta á uppsprengdu verði, eitthvað sem selst ekki í bænum.“ Bjöig: „Grunnhugmyndin er kannski að þjappa íbúum hér betur saman og gera okkur meðvitaðri um sérstöðu okkar. Að rífa sig svolítið UPP og sameinast um ágæti þess að vera Austfirðingur." Blaðamanni þótti það frekar „óvenjulegt" að þær tvær manneskj- ur sem eru í fararbroddi þessa ágæta hóps sem stuðlar m.a. að því að þjappa Austfirðingum betur saman eru bæði „aðkomumenn" og koma frá höfuðborginni, hún kennari en hann myndlistarmaður. Unglingarnir æðislegir Hvað dró ykkur hingað austur? Björg: „Hærra kaup og húsnæðis- fríðindi. Það var nú eiginlega ekkert annað. Mér hefur líkað mjög vel. Upp til hópa kann ég vel við Austfirðinga. Mér finnst unglingamir hérna æðis- legir og það er mjög gaman að kenna þeim.“ Steingrímur: „Ég ætlaði aldrei að vera úti á landi en örlögin drógu mig hingað. Og allt í einu er ég hér. Ég hef unnið við mína myndlist samhliða auglýsingagerð og kennslu. Ég bara setti upp mína aðstöðu hér ásamt Austfirðingum og við höfum verið að þjóna alhliða auglýsingagerð. S.s. auglýsingaumbroti, skiltagerð, stimplagerð og almennum auglýsing- um og grafískri hönnun og seinna munum við taka að okkur verkefni fyrir Netið. Einnig er ég að hanna sýningu fyrir minjasafnið. Ég er sko algjörlega opinn íyrir því að fólk sem er í svipaðri vinnu hér á Austurlandi starfi meira saman í framtíðinni, svo samnýta megi vinnukrafta og at- vinnutæki." En eitthvað að lokum ? Björg og Steingrímur: „Blaðið er fyrst og fremst hugsað til að Austfirð- ingar fari að koma útúr skápnum." MYNPBÖNP Peningakast Endurnýjun (Regeneration) STRÍÐSMYNl) ★★★% Leiksljóri: Gillies Mackinnon. Handrit: Allan Scott. Aðalhlutverk: Jonathan Pryce, James Wilby, Johnny Lee Miller, Stuart Bince, John Neville, Dougray Scott. (92 mfn) England. Myndform, 1997. Bönnuð innan 12 ára. 1917 er breska skáldið Sigfried Sassoon á vesturvígstöðvunum í Frakklandi. Hann er löngu búinn að missa alla trú á stríðinu og þeirri vitfirringu sem það hefur í for með sér. Kaldhæðni örlag- anna er að hann er sjálfur settur á sjúkrahús fyrir geðveika þegar bréf sem hann skrifar berst í hendur yfirvalda. Eftii- að „Saving Private Ryan“ kom út hefur hverri einustu stríðsmynd sem til er verið borið saman við hana. Þessari mynd verður án efa líkt við Ryan en þær gætu varla verið ólíkari. í fýrsta lagi gerist hún í fyrri heimsstyrjöldinni og í öðru lagi var Ryan raunsæ á blóðs- úthellingar stríðsins á meðan þessi dregur fram tilfinningaþrunga sinn með ljóðrænni framsetningu og litlu sem engu blóði. Ljóð eru stór þáttur í myndinni og hefur kvikmyndagerð- armönnunum tekist stórkostlega að koma þeim fyrir á áhrifamikinn hátt. Öll hlutvertón eru vel mönnuð og tæknilega er myndin prýðilega unnin. Það sem eiginlega er verst er að myndin var gerð árið 1997 og að gim- steinn eins og þessi komi ekki fyrr fyrir sjónir áhorfenda er til skammar. Ottó Geir Borg LAUGARDAGUR 10. JÚNÍ 2000 61 EríHarí óskast. Má hafa með sér kjöt- Eigum til úrval af vöndubum kanadískum t FIESTA gasgrillum. Matrei&slumenn heimilisins I og sumarbústa&arins eru velkomnir í heimsókn < á næstu ESSO-stö&. Olíufélagiö hf www.esso.ls Verðum í göngugötimni í Mjódd út júní Léttir og færanlegir nuddpottar fyrir kalt vatn Pottamir frá Soíitub hafa farið sigurfor um Bandaríkin og Kanada undanfarin ár fyrir sína frábæru hönnun á léttum og einföldum nuddpottum. Heitir pottar hafa reynst mörgum bakveikum vel en fyrst og fremst hafa þeir jákvæð áhrif á heilsuna a.Lmennt. Softub pottana er hægt að nota jafnt innandyra sem utan og í hvernig veðráttu sem er, t.d. við sumarbústaðinn, í garðinum eða inni í stofu. Á þeim stöðum, þar sem ekki er aðgangitr að heitufraíni, sér hitunarbúnaður pottsins um að hi' Auðvelt er að flytja pottana á milli stí hentað mörgum að vera með pottinn - á heimilinu yfir veturinn. æ vegna getur það rhúsið á sumrin en Hin fullkomna og einfalda hönnun Softub pottanna tryggír mjög hagstætt verð og gerir pottana auðveldaf ngtkun. Vatn er látið renna úr garðslöngu í potfinn óg rafmagnssnúrunm stungið l samband við 220 volta straum. svo einfalt er það. C '33BLJ Softub pottamir vega einungis um það bil 30 kg tómir svo ein- staklega auðvelt er að færa þá úr stað. Brúnir pottsins eru samt það sterkar að þærbera auðveldlega uppi tullvaxinn mann. Softub pottunum er hægt að rúIlaTgegnum öíl stöðluð hurðaop t.d. utan úr garði og inn í stofu. Sýning um helgina laugardag og sunnudag frá kl. 10-18 JÓN BERQ$SON EHF. Sími: 867 3284 - 588 8881 Fax: 588 8944
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.