Morgunblaðið - 11.06.2000, Page 33

Morgunblaðið - 11.06.2000, Page 33
32 SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. JÚNÍ 2000 33 STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ANDINN OG INNBLÁSTURINN s hvítasunnu minnast kristnir menn þess er lærisveinar Jesú Krists fylltust heilögum anda í Jerúsalem fyrir tæplega tvöþúsund ár- um. Upphaf kristinnar kirkju er gjarn- an miðað við þann atburð. Undur hvítasunnudags og næi’vera andans hefur verið kristnum innblástur og hvatning um aldir. Um þessar mundir minnast Islend- ingar tveggja merkisatburða, kristni- töku og landafunda, sem báðir eru á sinn hátt í framhaldi af hvítasunnunni í Jerúsalem forðum. Kristnitakan er ein merkasta ákvörðun Alþingis frá upphafi. Seint verður úr því skorið með óyggjandi hætti hvað gerðist undir feldi Þorgeirs Ljósvetningagoða á Þingvöllum fyrir þúsund árum. Hvort niðurstaða hans varð rakin til einhvers konar krafta- verks eða innblásturs, niðurstöðu samningaþófs, rökhyggju goðans eða alls þessa. Mestu skiptir að friður varð um þann úrskurð Þorgeirs að allir skyldu hafa ein lög og einn sið. Eiríks saga rauða segir frá því að Ólafur kon- ungur Tryggvasonhafi falið Leifi Ei- ríkssyni að boða kristni er hann færi til Grænlands. Leifur lagði í haf og segir sagan að hann hafí lengi velkst í hafi og hitt á ókunn lönd þar sem voru hveiti- akrar sjálfsánir og vínviður. Sumir hafa borið brigður á sannleiksgildi þessarar frásagnar, en aðrir taka hana góða og gilda, og Leifur heppni Eiríks- son hafi ekki verið í landaleit þegar hann fann Vínland, heldur að boða kristna trú. Þannig endurómar kristni- boðsskipunin, sem komst á frá og með hvítasunnudegi forðum, í landafundum Leifs. Kristnir menn trúa á Guð föður, skapara himins og jarðar, guð sem skapaði manninn í sinni mynd. Eitt af því sem gerir manninn mennskan er sköpunargáfan, sá guðlegi eiginleiki að fá innblástur og skapa eitthvað nýtt. Útbreiðslu kristninnar fylgdu nýir tímar í listsköpun. Sigurbjörn Einars- son biskup segir í bókinni Haustdreif- ar: „Með öllum þeim þjóðum, sem tóku kristna trú, hófst nýr tími. Ný menn- ing fór að dafna, menntir, sönglist, myndlist og bókmenning, svo sem varð hér á Islandi og bar reyndar meiri blóma hér en annars staðar.“ Islendingar njóta þeirrar gæfu að eiga sín á meðal marga skapandi ein- staklinga og vel má færa að því rök að skapandi hugsun sé ein dýrmætasta auðlind þjóðarinnar. Listamenn auðga mannlífíð og fegra tilveruna. Athafna- skáldin þurfa ekki síður á innblæstri að halda en þau sem yrkja á blað eða fikra sig um tónstigann. A undanförn- um árum hafa sprottið upp atvinnu- greinar sem byggja á sérhæfðri þekk- ingu og eru drifnar áfram af innblæstri og hugmyndaauðgi. .Sigurvímu örra framfara og afreka fylgir sú hætta að forn gildi og verðmæti glatist. Samtím- is því að sigrar vinnast á sviði vísinda, tækni og lista sækir lágkúran á í ýms- um myndum. Mammonsdýrkun og manndýrkun eru greinar af sama meiði. I þeirri tilbeiðslu er gjarnan beitt nýjustu tólum markaðssetningar til þess að upphefja það sem síðan reynist ekki annað en fánýti og glys. Séra Heimir heitinn Steinsson fjall- aði um nærveru andans í hugvekju er hann reit fyrir Morgunblaðið á hvíta- sunnu 1997. „Ef spurt er, hvað raun- verulega gjörðist á hvítasunnudag, er nærtækast að vitna til almennrar trúarreynslu kristinna manna. Ég er ekki einn um það, að skynja leyndar- dómsfulla návist ósýnilegs vinar, þeg- ar ég fer með bænirnar mínar, bergi á kaleiknum í heilagri messu eða geng út „undir blæ himins blíðan“. Kristnir menn velflestir kannast við þetta hug- boð, þennan andblæ óumræðilegrar nærveru." Morgunblaðið óskar lesendum sín- um gleðiríkrar og slysalausrar hvíta- sunnuhátíðar. Forystugreinar Morgunbladsins 11. júní 1942. „Skyldi það vera tilviljun ein, sem því hef- ir ráðið, að bændur eru sem næst horfnir af Alþingi, eftir að Framsóknarflokkiuinn hefir um 15 ára skeið verið nær einráður í sveitakjör- dæmunum? Nei, þetta er alls engin tilviljun. Framsóknar- flokkurinn hefir altaf verið og er enn flokkur fámennrar valdaklíku í Reykjavík, sem stefnir markvist í einræðis- áttina. Þessir herrar vilja ekki sjálfstæða bændur inn á Alþing. Þeir vita að það yrði aðeins til að veikja þá sjálfa og draga úr möguleikum til þess að ná markinu, sem er algert flokkseinræði." 11. júní 1968. ,Ahir virðast sammála um, að nauðsynlegt sé, að æðsti maður lýðveldis- ins gegni því hlutverki að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar í samskiptum þjóð- anna af háttprýði og virðu- leik; hjá slíkum samskiptum geti engin fullvalda þjóð kom- izt. Þessi störf þjóðhöfðingj- ans séu því hin mikilvægustu, þótt menn geri sér það stund- um til gamans að hafa orð á því að óhjákvæmileg risna og ferðakostnaður, sem þessu er samfara, sé „óþarfi“. Að vísu hefur því verið hreyft, að forsætisráðherra gæti sinnt þessum þætti starfs forseta íslands, en hins vegar halda engir því fram í alvöru, að unnt sé að láta af viðurkenndum kurt- eisisvenjum í samskiptum milli landa og þjóða.“ ll.júní 1980. „Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Þjóðvilj- ans, telur það goðgá, að Da- víð hafi verið valinn, af því að hann sé alþekktur „brandara- smiður" og hafi auk þess ekki tekið eftir því, að Listahátíð hafi verið færð út á götur og torg! Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri Tímans, kemst að þeirri niðurstöðu af alkunnri röksnilld, að Davíð hafi náð kjöri í borgarstjórnarflokkn- um, af því að hann var einn þriggja höfunda vinsæls út- varpsþáttar, MatthOdar! Og Jónas Kristjánsson, ritstjóri Dagblaðsins, vænir Davíð Oddsson um óheiðarleika í stjórnmálum, þar sem hann sitji í borgarstjóm og sé einn- ig forstöðumaður Sjúkrasam- lags Reykjavíkur. Sú aðdrótt- un er alvarleg, því að með henni er verið að gefa til kynna, að Davíð skammti sjálfum sér laun. En það er í samræmi við málflutninginn, að þess er látið ógetið, að Da- víð er ríkisstarfsmaður eins og annað starfsfólk sjúkra- samlagsins." REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 10. júní. Hinn 18. mai sl. birtist hér í Morgunblaðinu viðtal við Leslie Dean aðstoðar- sj ávarútvegsráðherra Nýfundnalands og Labrador. í formálsorð- um að samtalinu segir: „Algeri; hrun varð í þorskveiðum við Nýfundnaland í upphafi 10. áratugarins og veiðibann sett á helztu þorsk- stofna árið 1992. Fyrir árið 1988 var heildarafli fiskiskipa á Nýfundnalandi um 580 þúsund tonn, þar af voru um 75% heildaraflans botnfiskur. A síðasta ári var heildaraflinn um 260 þúsund tonn, þar af var botnfiskur ríflega 60 þúsund tonn. Verðmæti aflans hefur hins vegar aldrei verið eins mikið og á síðasta ári eða um 75 mill- jarðar króna. Krabbi og rækja eru nú mikilvæg- ustu tegundirnar við Nýfundnaland ... Leslie Dean ... segir stærsta þorskstofninn fyrir aust- urströnd Nýfundnalands og Labrador, enn ekki hafa sýnt nein batamerki og vísindamönnum hafi ekki tekizt að skýra hvers vegna stofninn hefur ekki náð sér á strik, þrátt fyrir átta ára veiðibann." Síðan segir Leslie Dean orðrétt: „Nýliðun í stofninum hefur verið afar lítil á undanförnum árum. Á síðasta ári voru veidd aðeins um 9000 tonn úr þessum stofni en fyrir árið 1992 fór afl- inn allt upp í 260 þúsund tonn á ári. Sumir benda á, að selastofnar við Nýfundnaland hafi stækkað mjög ört á undanförnum árum og það gæti með- al annars verið orsök þess, að þorskstofninn nær sér ekki á strik á ný. Rannsóknir sýna, að landselastofninn í Norðvestur-Atlantshafi telur nú vel á sjöttu milljón dýra. Á síðasta ári var leyfilegt að veiða um 275 þúsund seli og var kvótinn nánast fullnýttur. Vegna sveiflna á skinnamarkaðnum verða hins vegar ekki veidd nema um 100 þúsund dýr á þessu ári.“ I framhaldi af þessu er vikið að öðrum þorsk- stofni við Nýfundnaland og um hann segir í samtalinu við Leslie Dean: „Annar og aðskilinn þorskstofn, sem finnst undan suðurströnd Ný- fundnalands hefur hins vegar ekki orðið eins illa úti. Sá stofn er nokkuð minni en engu að síður mjög mikilvægur sjávarútvegi Nýfundnalands. Settar voru verulegar hömlur á veiðar úr þess- um stofni fyrir um þremur árum. Á síðasta ári var leyfileg heildarveiði úr stofninum um 30 þúsund tonn en á þessu ári hefur kvótinn verið skorinn niður um 10 þúsund tonn. í upphafi 9. áratugarins var árleg meðalveiði úr þessum stofni um 45 þúsund tonn. „Stofninn hefur því ekki verið nærri eins mikið veiddur og stærri stofninn. Það olli því talsverðum vonbrigðum, þegar kvótinn var skorinn niður á þessu ári,“ segir Dean. I St. Lawrenee-flóa, á vesturströnd Nýfundnalands, finnst einnig mikilvægur þorskstofn en veiðar úr honum hafa farið upp í allt að 90 þúsund tonn á ári. Undanfarin tvö ár hafa hins vegar verið stundaðar mjög takmark- aðar veiðar úr þessum stofni og er kvótinn á þessu ári aðeins um 7 þúsund tonn. Þá hefur verulega dregið úr veiðum úr úthafsþorskstofn- inum en Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðiráðið, NAFO, stjórnar veiðum úr þessum stofni." Eins og búast má við hefur þessi neikvæða þróun í þorskveiðum við Nýfundnaland haft mikil áhrif á byggðirnar á Nýfundnalandi. Um þá hlið málsins segir aðstoðarsjávarútvegsráð- herra Nýfundnalands og Labrador í samtali við Morgunblaðið hinn 18. maí sl.: „Þessi mikla breyting og hrun í botnfiskveiðum hefur vitan- lega haft mikil áhrif á minni byggðarlög á Ný- fundnalandi, sem byggðu afkomu sína á veiðum og vinnslu á botnfiski. Hins vegar gengur nú vel hjá þeim, sem hafa leyfi til skelfiskveiða og rækjuverksmiðjur eru miðpunktur atvinnulífs margra byggðarlaga. En hvorki vinnsla á krabba né rækju krefst eins mikils vinnuafls og botnfiskvinnsla. Þrátt fyrir að við höfum náð metverðmæti fyrir fiskafla okkar á síðasta ári eiga þær útgerðir, sem áður byggðu á botnfisk- veiðum enn við mikinn vanda að etja. Þar er einkum um að ræða útgerðir minni skipa, auk þess sem ætla má, að allt að 10 þúsund verka- menn hafi misst vinnuna eða orðið fyrir veru- legri tekjuskerðingu. Fyrstu sjö árin eftir að veiðar á botnfiski voru nánast bannaðar styrktu stjórnvöld þá sjómenn, sem byggðu afkomu sína að mestu eða eingöngu á botnfiskveiðum. Þess- ar styrkveitingar hafa hins vegar verið lagðar af. íbúarnir eru því skiljanlega mjög áhyggju- fullir eins og íbúar stærri útgerðarstaða, sem hafa orðið harkalega fyrir barðinu á hruni í út- hafsveiðum. Undanfarinn áratug hefur atvinna verið af skornum skammti og fólk flutt unnvörp- um brott af svæðinu einkum til þéttari byggða og borga. Hins vegar dró nokkuð úr fólksflutn- ingum á síðasta ári. Stjórnvöld hafa lagt ríkari áherzlu á aðrar iðngreinar svo sem ferðamanna- iðnaðinn og reynt þannig að koma í veg fyrir, að fólk flytjist af svæðinu.“ ■■■■■■■■■■ Í Morgunblaðinu Barentshaf da& iaugardag, er fjaii- að um ástand þorsk- stofnsins í Barentshafi í framhaldi af frétt í blað- inu um það efni fyrir nokkrum dögum. Um ástandið í Barentshafi segir: „Þorskstofninn í Barentshafi hefur verið í niðursveiflu undanfar- ið, sem ekki sér fyrir endann á, enda hefur sókn í stofninn verið mikil á undanförnum árum. I ný- útgefinni skýrslu Hafrannsóknastofnunar segir 'að heildarafli úr þorskstofninum í Barentshafi hafi verið á bilinu 187-760 þúsund tonn síðasta áratug en lágmarki náði veiðin árið 1990. Staða stofnsins er slæm, þar sem veiðistuðlar eru háir og hrygningarstofninn aðeins 260 þúsund tonn. Með það að markmiði að stækka hrygningar- stofninn mælti Alþjóða hafrannsóknaráðið með því í fyrra, að kvóti ársins í ár yrði minnkaður í 110 þúsund tonn en þrátt fyrir slæmt ástand stofnsins ákváðu stjórnvöld í Noregi og Rúss- landi að kvótinn skyldi vera 390 þúsund tonn.“ Síðan er rætt við Dankert W. Skagen, fiski- fræðing hjá Hafrannsóknastofnuninni í Björg- vin en hann segir: „Þorskstofninn í Barentshafi hefur gríðarlega mikla efnahagslega þýðingu fyrir Noreg. Síð- asta haust varaði ráðgjafanefnd Alþjóða haf- rannsóknaráðsins sterklega við ofveiði úr stofn- inum og lagði fram forsendur íyrir endurappbyggingu hans, sem byggðist á 110 þúsund tonna kvóta.“ Fiskifræðingurinn bætir við, að forsendurnar fyrir því mati hafi verið að ná hrygningarstofn- inum upp í 500 þúsund tonn árið 2001. Væri því markmiði frestað til ársins 2003 mætti veiðin ekki fara yfir 260 þúsund tonn. Sameiginleg fiskveiðinefnd Norðmanna og Rússa hafi hins vegar tekið ákvörðun um að kvótinn skyldi vera 390 þúsund tonn. Þá segir norski fiskifræðingurinn í samtali við Morgunblaðið: „Fiskveiðinefndin óskaði síðan eftir endurmati á stöðunni nú í vor á grundvelli þess, að beztu upplýsingarnar er oft að fá eftir veturinn vegna rannsókna á stofninum, sem gerðar eru yfir veturinn og rannsókna á hrygn- ingarstofninum, sem framkvæmdar eru á vorin. Auk þessa höfum við nú einnig nýrri aflatölur. Vegna beiðninnar framkvæmdum við endurmat á stöðunni og niðurstöður eru mjög nærri því, sem við áttum von á. Því standa tillögur okkar frá því í haust.“ 'Loks segir Dankert W. Skagen: „Það er hins vegar Ijóst, að frá vísindunum séð er ástandið mjög alvarlegt og við höfum aðeins einu sinni áður séð ástandið svona slæmt, en það var árið 1990. Þessi stofn er okkur mjög mikilvægur, þannig að við erum ekki í aðstöðu til að geta tek- ið áhættuna á hruni stofnsins vegna ofveiði. Ég vil þó ekki spá hruni þrátt fyrir lélegt ástand, enda er það ekki hægt þar sem það kemur mönnum yfirleitt í opna skjöldu. En staðan er engu að síður mjög alvarleg.“ Ekki er þó allt svart í Barentshafi að mati norska fiskifræðingsins. Hann segir að til séu ljósir punktar og nefnir í því sambandi, að góðir árgangar séu í hrygningarstofninum eða á leið inn í hann og nauðsynlegt sé að nýta þá varlega til þess að stuðla að vexti stofnsins. En jafn- framt bendir hann á, að árgangarnir frá 1998 og 1999 séuveikir. ■■■■■■■■■I Við íslendingar Revnslan þekkjum þessa sögu í J stórum dráttum, þótt ástandið hér hafi aldrei orðið jafn alvarlegt og það bersýnilega er við Nýfundnaland, þar sem nánast engar vísbendingar eru um að þorsk- stofninn sé yfirleitt að ná sér á strik. Fyrr á þessum áratug var hins vegar talin raunveruleg hætta á því, að þorskstofninn hér mundi hrynja og þarf ekki að hafa mörg orð um afleiðingar þess. En einmitt í ljósi fenginnar reynslu er erfitt að skilja, hvers vegna ýmsir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi - þó ekki allir - telja nú rök fyrir því að slaka á fyrii kröfum í þessu sambandi og vilja ganga lengra í veiðum en ráðgjöf Hafró gefur tilefni til. Viljum við lenda aftur í þeirri stöðu, sem nú ríkir í Barentshafi og við Við Seljalandsfoss. Nýfundnaland og við þekkjum að verulegu leyti sjálfir? Eigum við að fórna þeim árangri, sem við höfum náð vegna skammtímahagsmuna? Það er hugsanlegt að einhverjir séu viðkvæm- ir fyrir þeirri stöðu, sem upp er komin eftir skýrslu Hafrannsóknarstofnunar vegna þess, að þeir telji, að hún kippi stoðunum undan mál- flutningi þeirra í deilum um fiskveiðistjórnar- kerfið á undanförnum árum. Það hefur verið eins helzta röksemd sumra talsmanna kvóta- kerfisins að það væri öflugt fiskverndarkerfi og ein helzta ástæðan fyrir því, að okkur hefði tek- izt að byggja fiskistofnana upp á nýjan leik. Ef fallizt verði á sjónarmið fiskifræðinga okkar nú jafngildi það viðurkenningu á því, að sú röks- emd fyrir kvótakerfinu sé einskis virði. Þessi rödd hefur þegar heyrzt og þess vegna er þessi viðkvæmni kannski skiljanlegri en ella. Það hefur hins vegar margt verið sagt í deil- unum um kvótakerfið á liðnum árum og þjónar engum tilgangi að halda mönnum við það. Morg- unblaðið hefur fyrir sitt leyti aldrei tekið þá röksemd fyrir kvótakerfinu alvarlega, að það væri trygging gegn sveiflum í fiskistofnunum á íslandsmiðum. Kvótakerfið hefur sannað gildi sitt sem kerfi til þess að stjórna veiðunum við þær aðstæður að þær séu takmarkaðar og ágreiningur Morgunblaðsins við talsmenn þess byggist á þeirri skoðun blaðsins, að þeir sem nýta þessa auðlind, sem og aðrar auðlindir í eigu þjóðarinnar, eigi að greiða fyrir réttinn til þess að nýta þær. Fullyrðingar um að kvótakerfið væri einhvers konar trygging gegn niðursveiflu í fiskistofninum hafi fremur verið áróðursaðferð í þessum hörðu deilum en staðhæfing, sem bæri að taka alvarlega. Og menn eiga ekki að eyða tíma í aukaatriði, þegar alvarleg mál eru á ferð. Auðvitað er alveg Ijóst, að 50 þúsund tonna niðurskurður á þorskveiðum á næsta fiskveiði- ári er umtalsvert áfall fyrir sjávarútvegsfyrir- tækin. Talið er að útflutningstekjur þjóðarinnar lækki um 7 milljarða vegna niðurskurðar á þorski og um 10 milljarða ef litið er á ráðgjöf Hafró í heild. En hverjum hefur ekki verið ljóst, að það mundi koma bakslag í rekstur sjávarútvegsfyr- h’tækjanna fyrr eða síðar? Hefur einhver látið Morgunblaðið/RAX sér detta í hug, að aldrei aftur yrði niðursveifla í fiskveiðum við Island? Það væri mikill barna- skapur ef menn héldu það. Sjávarútvegsfyrirtækin hafa á hinn bóginn sýnt mikla aðlögunarhæfni á þessum áratug. Á sama tíma og niðurskurður í þorskveiðum var sem mestur voru þessi fyrirtæki að eflast og styrkjast vegna hagræðingar í rekstri, vegna bættrar stjórnunar og vegna þess, að þau leit- uðu á ný mið til þess að bæta sér upp aflaskerð- ingu á Islandsmiðum. Útsjónarsemi forystumanna þessara fyrir- tækja hefur skilað ótrúlega miklum árangri í bættum rekstri þeirra á undanfömum áram. Það er engin ástæða til að ætla annað en þeir mundu ráða við niðursveiflu nú og eru reyndar betur undir það búnir að þessu sinni en fyrr á þessum áratug. Þeir sem nú hvetja til þess að ráðgjöf Hafró verði ekki fylgt, að veitl verði sama magn af þorski á næsta ári, að veitt verði meira af þorski á næsta fiskveiðiári eða að farin verði einhver millileið á milli tillagna Hafró og aflamagns á þessu fiskveiðiári, hafa engin efnisleg rök til að standa á. Þeir eru í lausu lofti með tillögur sínai’. Þeir geta ekki fært nokkur raunveruleg rök fyr- ir þeim. I raun eru þeir að leggja til að pólitískur geðþótti verði látinn ráða ferðinni. Erum við ís- lendingar aftur komnir á byrjunarreit í þessu máli? Höfum við ekkert lært af fenginni reynslu? Höfum við ekkert lært af reynslu íbúa Nýfundnalands? Höfum við ekkert lært af þvi, sem er að gerast í Barentshafi? Það er ekki hyggilegt að víkja frá niður- stöðum vísindamanna okkar. Það gafst okkur illa fyrr á tíð að hundsa ráðleggingar þeirra. Það hefur gefizt okkm- vel á þessum áratug að fara eftir ráðgjöf þeirra, þótt bakslag komi nú. Við höfum alltaf vitað að fiskifræði eru ekki ná- kvæm vísindi. Það er ekkert nýtt. Menn hafa alltaf gengið að því með opnum augum. Vafalaust er hægt að bæta vinnubrögð Haf- rannsóknastofnunar. Það á að nota þá reynslu, sem við höfum aflað okkur til þess en ekki að grípa til þess ráðs vegna skammtímahagsmuna að víkja frá þeirri stefnu, sem mörkuð hefur ver- ið og við höfum góða reynslu af. Leslie Dean... segir stærsta þorskstofn- inn fyrir austurs- trönd Nýfundnal- ands og Labrador enn ekki hafa sýnt nein batamerki og vísindamönnum hafi ekki tekizt að skýra hvers vegna stofninn hefur ekki náð sér á strik, þrátt fyrir átta ára veiðibann. HELGISPJALLIER LOKIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.