Morgunblaðið - 12.07.2000, Page 2

Morgunblaðið - 12.07.2000, Page 2
2 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Tryggingamiðstöðin hækkar bflatryggingar TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur ákveðið að hækka iðgjöld bíla- trygginga. Aður höfðu Sjóvá-Al- mennar og Vátryggingafélag ís- lands hækkað sínar tryggingar. Lögboðnar ökutækjatryggingar Tryggingamiðstöðvarinnar hækka um 25-30% en iðgjald kaskótrygg- inga hækkar að meðaltali um 5%. í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að forsendur hækkunarinnar séu aukin tjónatíðni, hækkandi bætur vegna launaþróunar í land- inu og stígandi örorkumat, sem eru hinar sömu og hjá hinum tryggingafélögunum. Að sögn Gunnars Felixsonar, forstjóra Tryggingamiðstöðvarinn- ar, hefur tjónatíðni aukist þó svo að aukning hafi verið á sölu öku- tækjatrygginga, en fleiri tjón hafa orðið í hlutfalli við aukningu á sölu trygginga. Samkvæmt fréttatil- kynningunni mun félagið taka upp nýja skiptingu áhættusvæða og, auk höfuðborgarsvæðisins, Suður- nesja og Akureyrar, verða Akra- nes, Selfoss, Hveragerði, Eyrar- bakki, Stokkseyri og Þorlákshöfn nú hluti af áhættusvæði I þar sem iðgjöld eru hæst. Þetta er sam- bærileg breyting við þær sem hin tryggingafélögin ætla að gera. Axel Gíslason, forstjóri Vátrygg- ingafélags íslands, segir að hækk- un á iðgjöldum félagsins komi til vegna fjölgunar tjóna í umferðinni og alvarlegri slysa, en lögboðnar ökutækjatryggingar hækkuðu að meðaltali um 30% á mánudaginn. Aukin tjónatíðni og alvarlegri slys forsendur hækkunar „Slys á fólki virðast alvarlegri en áður,“ sagði Axel í samtali við Morgunblaðið. „Einnig hafa mats- aðferðir örorkubóta breyst, en miska- og örorkumat hefur farið hækkandi." Axel sagði þessa hækkun og þá hækkun sem hefur orðið á launum umfram verðlag leiða til aukins tjónakostnaðar. Að sögn hans hef- ur tjónatíðni aukist verulega síð- ustu ár og hefur kostnaður félags- ins stóraukist vegna þessa. Aðspurður sagði Axel að hækk- un iðgjalda að þessu sinni væri ekki leiðrétting á lækkun, sem varð á sinum tíma, þegar til kom erlend samkeppni. „Erlend sam- keppni verður alltaf til staðar,“ sagði Axel. „Eg veit ekki til ann- ars en að iðgjöld erlendra trygg- ingafélaga hafi verið lægri en hjá íslensku félögunum og á tímum al- gjörlega óraunhæf, en þá á ég við þegar Ibex kom inn á markaðinn árið 1996. Nú hafa þau flest gefist upp en við mættum auðvitað auk- inni samkeppni með því að lækka okkar iðgjöld." Frjáls af- greiðslu- tími áfram VERKEFNISSTJÓRN um veitingamál hefur samþykkt að leggja til við borgarráð að leyfi til ótakmarkaðs afgreiðslutíma veitingastaða um helgar verði framlengt um tíu mánuði. Reynsluákvæði um ótakmark- aðan afgreiðslutíma á veitinga- stöðum var samþykkt á fundi borgarráðs í október. Sam- kvæmt því mega vínveitinga- staðir hafa opið frá föstudags- morgni til sunnudagskvölds á svæði sem afmarkast af Aðal- stræti og Klapparstíg, en Skólavörðustígur og Alþingis- reiturinn og nágrenni hans eru undanskildir. Morgunblaðið/Arni Sæberg Malbikun Reykja- víkurflugvallar hafín MALBIKUN hófst í gær á Reykja- vi'kurflugvelli en sem kunnugt er standa nú yfir endurbætur á flug- vellinum. Hafist var handa við malbikun á svokailaðri austur- vestur braut, vestan megin, við Skerjagarð. Þeim áfanga á að verða lokið um mánaðamótin. Mal- bikað verður að brautamótum sem malbikuð verða í ágúst. Olafur Hilmar Sverrisson, verk- efnissljóri hjá Flugmálastjórn, segir að vinna hafi hafist örlítið síðar en áætlun gerði ráð fyrir. „Við vonum að töfin vinnist upp í verkinu sjálfu þannig að ekki þurfi að breyta tímaáætlunum," segir hann. Hann segir að gangur verks- ins sé auðvitað mjög háður veðri. Þegar flugbrautir eru lagðar skiptir halli þeirra höfuðmáli og mjög strangar reglur eru um ná- kvæmni íþeim framkvæmdum. Mjög mikilvægt er að brautin hreinsi sig vel en ef rangt er að málum staðið geta myndast regn- pollar. Á myndinni sést hvar verið var að hallamæla við upphaf fram- kvæmda í gær. Framkvæmdir við endurbætur á Reykjavfkurflugvelli hófust 15. mars, en ráðgert er að þær kosti 1,5 milljarða króna. Um tíma Ieit út fyrir að flytja þyrfti innan- landsflug til Keflavíkur vegna framkvæmdanna, en hjá því var komist með sérstökum ráðstöfun- um. Hugmyndir um nýtt 2.500 íbúa hverfí í Garðabæ Erindi um Bryggju- hverfi var vel tekið HUGMYNDUM tveggja fyrirtækja um skipulagningu og uppbyggingu nýs 2.500 íbúa hverfis í Garðabæ, svokallaðs Bryggjuhverfis, var vel tekið á fundi bæjarráðs Garðabæjar í gær, að sögn Ingimundar Sigurpáls- sonar bæjarstjóra. Erindi fyrirtækj- anna var vísað til umfjöllunar skipu- lags- og umhverfisnefnda. Björgun og Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hafa gert samning við eigendur skipasmíðastöðvarinnar Norma um kaup á fasteign félagsins, hinu svokallaða Stálvíkurhúsi. Hyggjast félögin rífa húsið og byggja 900 íbúða hverfi á lóðinni og uppfyll- ingum. Yrði þar 2.500 íbúa hverfi. Fyrirtækin hafa leitað samstarfs við bæjaryfirvöld. Ingimundur Sig- urpálsson segir að vinna við málið sé nú hafin. Erindinu hafi verið vel tekið án þess þó að hægt sé að gefa ákveð- in fyrirheit um niðurstöðu. Bæjarráð ákvað að vísa erindinu til umfjöllunar nefnda auk þess sem bæjarstjóra var falið að ræða við bréfritara. Fram- undan er vinna við skipulagningu og umhverfismat vegna uppfyllinganna og ljóst að ekki verður hægt að hefja úthlutun lóða fyrr en í fyrsta lagi eft- irtvöár. Þarf heilan grunnskóla Ingimundur segir að hugmyndh- um Bryggjuhverfið þurfi ekki að hafa áhrif á undirbúning annarra byggingarsvæða. Garðabær er langt kominn með úthlutun lóða í Hraun- holtslandi og hefur verið rætt um að næst verði hafist handa við skipu- lagningu og úthlutun lóða í Arnar- neslandi en Jón Ólafsson í Skífunni keypti það byggingarland á síðasta ári. Viðræðum við eiganda Arnames- lands er þó ekki lokið, að sögn bæjar- stjórans. Hefur Jón viljað fara hrað- ar í framkvæmdir en bæjaryfirvöld hafa treyst sér til vegna uppbygging- ar skóla og annarrar aðstöðu. Ingimundur segir að aðrar for- sendur geti gilt um uppbyggingu Bryggjuhverfisins. Það verði 2.500 manna hverfi og þurfi heilan grunn- skóla fyrir það. Því komi vel til greina að fara hratt í þær fram- kvæmdir. Þá segir hann að Bryggju- hverfið feli í sér þéttingu byggðar. Atak í lækkun skulda fátækra ríkja Framlag Islands um 230 milljónir ISLAND mun verja um þremur milljónum bandaríkjadala, um 230 milljónum íslenskra króna, á næstu þremur árum í að greiða niður skuldir fátækustu ríkja veraldar við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og AI- þjóðabankann. Utanríkisráðherrar Norðurlanda ákváðu á fundi sínum í tilefni af fjármögnunarfundi Al- þjóðabankans í fyrra mánuði að verja sem svarar tæpum átta millj- örðum íslenskra króna í sérstakt við- bótarátak til þess að greiða skuidir ríkjanna niður á næstu árum. Skapti Jónsson í alþjóðadeild ut- anríkisráðuneytisins segir að vilji sé meðal iðnríkja heims til að greiða götu fátækustu ríkjanna og mark- visst hafi verið unnið að því á umliðn- um árum. Norrænu ráðherramir hafi ákveðið að leggja sitt af mörk- um í þeim efnum og gera enn betur með þessu viðbótarátaki. Hann segir að sjaldan eða aldrei hafi verið tekið eins myndarlega á þessum málum og nú. Verkefnið sé enda gríðarmikið. ísland mun greiða ríflega 70 millj- ónir á ári næstu þrjú árin vegna þessa, en þriðjungur upphæðarinnar fer til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins en afgangurinn til að grynnka skuldir ríkjanna hjá Alþjóðabankanum. Norðmenn verja í þessu skyni 37 milljónum bandaríkjadala, Svíar 35 milljónum, Danir 19 milljónum og Finnar 9 milljónum. Áður hafa Svíar varið sem nemur um milljarði sænskra króna í þessu skyni. Sérblöð í dag www.mb s iHovaimlilaíiií) r Á úrVERINU ~-------I--J A MIÐVIKUDOGUM KR og Breiðablik hnífjöfn á toppnum B/2 Haukar mæta belgísku liði í Evrópukeppninni B/1 4simjr ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.