Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Norrænar sumarbúðir á Punktinum á Akureyri Boðið upp á kennslu í þjóðlegum vinnubrögðum Morgunblaðið/Kristján Philippe Ricart frá Akranesi kennir Helene Henriksen frá Noregi spjaldvefnað. Akureyrarmara- þon um helgina Hægt að keppa á línuskautum UNDANFARNA daga hefur hóp- ur áhugafólks um handverk og þjóðlegan heimilisiðnað á Norður- löndunum, um 60 manns á öllum aldri, tekið þátt í norrænum sum- arbúðum á Akureyri. Hópurinn hefur haft aðstöðu í Punktinum í Listagilinu og unnið þar að hand- verki. Sumarbúðir sem þessar hafa verið haldnar árlega frá ár- inu 1984, fyrst í Svíþjóð en frá þeim tíma til skiptis á Norður- löndunum. Áður hafa sumarbúðir verið starfræktar hérlendis á Hvanneyri og Akranesi. Heiður Vigfúsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags íslands, sagði að markmiðið með sumar- búðunum væri að gefa hand- verksfólki og fólki sem hefur áhuga á heimilisiðnaði tækifæri á að kynnast og bera saman bækur sínar á árlegu námskeiði. „Við bjóðum hér upp á kennslu í þjóð- legum íslenskum vinnubrögðum og þarna sameinast fólk frá Norð- urlöndunum í vinnu og nokkir þátttakendanna hafa verið með alveg frá upphafi.“ Punkturinn og Akureyrarbær styrkja þetta verkefni ásamt fleiri aðilum og sagði Heiður að aðstað- an í Punktinum væri mjög góð í alla staði. Starfsfólk frá Punktin- um hefur liðsinnt fólki á nám- skeiðinu, svo og handverksfólk úr nágrenni Akureyrar og víðar af landinu. „Við bjóðum upp á sjö mismunandi námskeið og það átt- unda fyrir börn.“ Þema nám- skeiðsins er íslenski hesturinn og er mikið unnið með hrosshár að sögn Heiðar, auk þess sem þátt- takendur hafa farið á hestbak. „Þátttakendur læra að spinna og gera bönd og reipi úr hrosshári. Þæft er úr ullarkembum og hross- hár notað til skrauts og útsaums. Unnið er í hófa og bein og smá- dýr tálguð úr birki. Þá eru gerð spjaldofín bönd og loks er verið að gera hér Iangspil en hrosshár var einmitt notað í bogann sem spilað var með á langspilið." Opið hús fyrir almenning í dag Sumarbúðirnar standa í fimm daga og hófst starfið sl. laugar- dag. Á sunnudagskvöld var farið með þátttakendur á Safnasafnið á Svalbarðsströnd og í Laufás. Á mánudeginum fór hópurinn í Mývatnssveit og handverksfólk við Goðafoss og Mývatn var heim- sótt. Námskeiðinu lýkur í dag, mið- vikudag, og af því tilefni verður opið hús í Punktinum milli kl. 16 og 18 og getur almenningur kom- ið og skoðað handverkið sem þátttakendur hafa unnið þessa daga. Sumarbúðunum lýkur svo formlega með veislu í kvöld, þar sem þátttakendur skemmta sér og öðrum með ýmsum uppákomum. AKUREYRARMARAÞON verður haldið í níunda sinn næstkomandi laugardag, 15. júlí, og ræsir Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri hlaupara á Akureyrarvelli kl. 12 á hádegi. Eins og áður er boðið upp hálfmaraþon, 10 km hlaup og 3 km skemmtiskokk. Nýjungin í ár er að hægt er að keppa í 3 og 10 km línuskautahlaupi og von- ast forsvarsmenn Akureyrarmara- þons að það trekki enn meira að en áður. Að sögn Gígju Gunnarsdóttur, AÐEINS ein umsókn barst um stöðu skólamálafulltrúa við utan- verðan Eyjafjörð og var henni hafn- að, eins og áður hefur komið fram. Bjöm Bjömsson, sem sótti um stöð- una, segir að umsókn sinni hafi verið ranglega hafnað. Hann telur sig hafa uppfyllt kröfur auglýsingar um starfið, en í viðtali við skólamála- nefnd hafi honum verið sýnd starfs- lýsing, sem gerði aðrar kröfur en auglýsingin hafði gert. „Þegar auglýsingin birtist taldi ég mig uppfylla allt sem þar var tekið fram. Hins vegar þegar ég var kall- aður á fund vegna umsóknarinnar, þá var starfslýsingin allt öðmvísi en auglýsingin. Eg uppfylli ekki kröfur sem sér um undirbúning hlaupsins fyrir UFA ásamt Öldu Bjarnardótt- ur, er skrásetning nú í fullum gangi en frestur rennur út á föstudaginn. Forskráningu lýkur hins vegar á fimmtudag og þeir sem skrá sig í henni geta mætt sér að kostnaðar- lausu í pastaveislu á föstudagskvöld kl. 19 í Iþróttahöllinni á Akureyri. Skráning fer fram í versluninni Sportveri á Akureyri, á vefsíðunni www.hlaup.is og á skrifstofu Reykja- víkurmaraþons. starfslýsingarinnar, ég viðurkenni það alveg,“ sagði Björn. Hann segir að hann hafi gmnnskólaréttindi en hafi ekki haft leyfisbréf upp á það. „Eg er búinn að sækja um það í menntamálaráðuneytinu, en nefndin taldi sig ekki hafa ástæðu til að bíða,“ sagði Björn. Hann segir að hann hafi ekki talið nauðsynlegt að sækja um þetta leyfisbréf þar eð hann hafi kennt í framhaldsskóla í niu ár. Björn segist hissa á því að aðeins ein umsókn hafi borist um starfið. „Ég get tekið undir það með Pétri Bolla Jóhannessyni að þetta sé spennandi starf, þess vegna sótti ég um það,“ sagði Bjöm. Umsækjandi um stöðu skólafulltrúa Segir umsókn sinni ranglega hafnað Telur sig uppfylla kröfur Morgunblaðið/Kristján Vel hefur viðrað til heyskapar að undanförnu og í Kræklingahlíðinni var verið að binda í litla bagga þegar ljósmyndari átti leið þar hjá. Stefnir í ágætis heyfeng HEYSKAPUR er nú í fullum gangi hjá bændum á Eyjafjarðarsvæðinu sem og annars staðar á landinu. Að söng Ævars Hjartarsonar ráðunauts er þokkalegt hljóð í bændum og allt virðist stefna i ágætis heyfeng. Kal- sár hafa mörg hver gróið frá árinu áður en miklir þurrkar í júní hafa að einhverju leyti hamlað sprettu. „Hér um slóðir er bara gott hljóð í bændum. Tíðarfar hefur verið gott undanfarið og uppskera og verkun hafa verið með ágætum. Þannig að það stefnir í góðan heyfeng," sagði Ævarr. Hann sagði kalsár frá því í fyrra mörg hver vera gróin að ein- hverju leyti, en þó mætti gera ráð fyrir einhverju uppskerutapi þar sem kalsárin voru hvað mest. „Einnig má nefna að júnímánuður var óvenju sól- ríkur og þurr og kann það hafa tafið fyrir sprettu," sagði Ævarr. Gönguferðir hjá Ferðafélaginu FERÐAFÉLAG Akureyrar stendur fyrir ferð um Suðurfirði Austfjarða dagana 14.-18. júlí. Gengnar verða dagsferðir út frá Stöðvarfirði, m.a. á Gráfell og yfir í Fáskrúðsfjörð og Breiðdal. Laugardaginn 15. júlí verður síðan farið fram að Laugareyri í Hörgár- dal. Gangan er mjög auðveld og brottför er kl. 9 um morguninn. Skrifstofa Ferðafélagsins er opin alla daga kl. 16-19. Evrópumeistaramót dýrauppstoppara í Frakklandi Haraldur náði ágætis árangri með laxinn HARALDUR Ólafsson uppstopp- ari á Akureyri tók á dögunum þátt í Evrópumeistaramóti dýraupp- stoppara í Frakklandi og náði þar ágætis árangri í flokki uppstopp- aðra fiska. Haraldur mætti til mótsins með lax sem var um 20 pund er hann var veiddur í Laxá í Aðaldal en fiskinn fékk hann hjá klakstöðinni á Laxamýri. Haraldur hafnaði í 4.-5. sæti í sínum flokki en hann sagði í samtali við Morg- unblaðið að klaufaskapur og reynsluleysi hefði komið í veg fyrir enn betri árangur. Hann hefur þó lært af reynslunni og hyggst gera enn betur á Norðurlandamótinu að ári og á Evrópumeistaramótinu eftir tvö ár. Að sögn Haraldar er hann fyrsti íslendingurinn til að taka þátt í Evrópumeistaramótinu. 80 klukkustunda vinna Keppendur gátu fengið mest 100 stig fyrir verk sín en Haraldur náði 78 stigum og fékk fyrir vikið gulan borða. Fyrir að ná 80-90 stigum fengu keppendur rauðan borða og fyrir 90-100 stig bláan borða. „Ég hefði átt að geta náð rauðum borða en geri bara betur næst“, sagði Haraldur sem hafði unnið við verk sitt í að minnsta kosti 80 klukkustundir. A mótinu voru um 300 uppstopp- uð dýr, allt frá ljónum til smæstu fugla. Mótið var haldið í tengslum við stóra veiðisýningu í Chambord í Frakklandi og sagði Haraldur að um 100 þúsund manns hefðu kom- ið á sýninguna þá daga sem hún stóð yfir. Morgunblaðið/Kristján Haraldur Ólafsson við laxinn sem hann fór með á Evrópumeistaramótið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 157. tölublað (12.07.2000)
https://timarit.is/issue/133065

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

157. tölublað (12.07.2000)

Aðgerðir: