Morgunblaðið - 12.07.2000, Page 19

Morgunblaðið - 12.07.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 19 Frumbyggnar leggna undir sig ferðamannastað á Fídjí Speight vill verða forsætisráðherra Suva. AFP. GEORGE Speight, sem stjómaði valdaráni í nafni frumbyggja á Fídjí, kvaðst í gasr vilja verða forsætisráð- herra eyjanna eftir að hann lætur gísla sína í þinghúsinu í Suva lausa. Lögleysisástand er á eyjunum og frumbyggjar lögðu í gær undir sig einn af þekktustu ferðamannastöðum eyjanna. „Það væri mikill heiður að fá að þjóna landi mínu,“ sagði Speight og bætti við að frumbyggjahöfðingjar hefðu skorað á hann að taka við for- sætisráðherraembættinu. Samkvæmt samkomulagi, sem Speight undirritaði á sunnudag, verð- ur forsætisráðherra eyjanna, sem er af indversku bergi brotinn, og 26 þingmönnum sleppt úr gíslingu á morgun, tæpum tveim mánuðum eft- ir að stuðningsmenn Speights réðust inn í þinghúsið. Samkvæmt samkomulaginu á ráð æðstu höfðingja frumbyggjanna að koma saman á morgun, áður en gísl- amir verða látnir lausir, til að velja nýjan forseta eyjanna. Forsetinn á síðan að skipa nýjan forsætisráð- herra og Speight kvaðst búast við því að hann fengi embættið. „Ég tel að svo fari vegna þess að það er vilji yfir- gnæfandi meirihluta fólksins í land- inu.“ Speight bætti við að fjölmiðlamenn myndu ekki fá að vera viðstaddir þeg- ar gíslunum yrði sleppt. Samkvæmt samkomulaginu verða Speight og liðsmenn hans friðhelgir eftir að gísl- amir verða látnir lausir en talsmaður hersins hefur sagt að næsti forseti geti fellt samkomulagið úr gildi. Ræningjar gera óskunda Talsmaður hersins sagði í gær að frumbyggjar hefðu lagt undir sig ferðamannastaðinn Turtle Island Lodge á eyjunni Nanuya Levu, þar sem myndin „Bláa lónið“ var kvik- mynduð. Bandarískur auðkýfingur, Richard Evenson, keypti eyjuna, sem er 200 hektarar, árið 1972 og býr þar enn. Hann reisti þar fjórtán tveggja herbergja gistihús og næturgisting fyrir tvo kostar andvirði tæpra 80.000 króna, auk 10% skatts. Talsmaður hersins sagði að landeigendur hefðu lagt staðinn undir sig og málið tengd- ist deilum um landréttindi en ekki gíslatölmnni í þinghúsinu. Lögleysisástand hefur verið á éyj- unum og ræningjahópar hafa víða gert óskunda, meðal annars í höfuð- borginni. Verkfræðingar af frumbyggjaætt- um sem starfa hjá símafyrirtæki eyj- anna lögðu niður vinnu í gær til að krefjast þess að indverskir starfs- menn fyrirtækisins yrðu reknir. Stuðningsmenn Speights náðu einnig pósthúsi í bænum Labasa á sitt vald og fregnir hermdu að þeir hefðu tekið starfsmann símstöðvar bæjarins í gíslingu. Nokkur þorp eru enn á valdi stuðningsmanna Speights og eina raforkuveri landsins hefur verið lok- að. Stuðningsmenn Speights kveiktu á mánudag í húsi frímúrara í Levuka, sem var áður höfuðborg landsins, og lögðu undir sig niðursuðuverksmiðju sem reist var með aðstoð Evrópu- sambandsins. Samtök bandarískra lögmanna skora á stjórnvöld Aftökum verði frestað New York. AFP. SAMTÖK bandarískra lögmanna, ABA, hafa hvatt til þess að aftökum manna, sem alríkisdómstólar hafa dæmt til dauða, verði frestað þar til hægt verði að ganga úr skugga um hvort mál þeirra hafi fengið réttláta meðferð. Martha Barnett, verðandi formað- ur ABA, hefur einnig skorað á lög- menn í Bandaríkjunum að styðja þá stefnu samtakanna að beita sér fyrir því að öllum aftökum verði frestað til að hægt verði að taka af öll tvímæli um hvort fangarnir hafi fengið rétt- láta dómsmeðferð, m.a. haft hæfa verjendur. Úm 3.670 fangar bíða nú aftöku í Bandaríkjunum og alríkisdómstólar dæmdu 21 þeirra, m.a. Timothy McVeigh, sem var dæmdur til dauða fyrir sprengjutilræðið í Oklahoma- borg 1995. Tilkynnt var á föstudag að Bill Clinton forseti hygðist fresta fyrstu aftökunni á vegum alríkisdómstóla frá 1963. Taka átti mexíkóska fang- ann Juan Raul Garza af lífi 5. ágúst fyrir þrjú morð en honum hefur nú verið heimilað að leggja fram nýja beiðni um að dómurinn verði mildað- ur. Lögmannasamtökin segja að dauðarefsingin sé að mörgu leyti vafasöm og benda á að algengara er að blökkumenn og fólk frá Róm- önsku-Ameríku fái dauðadóma en hvítir menn, eins og fram kom í ný- legri rannsókn Columbia-háskóla. Rannsóknin leiddi enn fremur í ljós að tveimur af hverjum þremur dauðadómanna var hnekkt og að í 37% tilvikanna gerðust verjendurnir sekir um vanhæfni. Það sem af er árinu hafa 53 fangar verið teknir af lífi í Bandaríkjunum og sautján aftökur til viðbótar eru ráðgerðar á árinu. Að sögn Amnesty International voru 84 dauðadæmdir fangar leystir úr haldi á ánmum 1973-99 eftir að fram komu gögn sem bentu til þess að þeir væru sak- lausir. Gloria Alano er leidd á brott eftir að ljóst var orðið að enginn annar úr fjölskyldu hennar hafði komist lffs af er skriðan féll. • • Oskuhaugaslysið á Filippseyjum Tala látinna gæti farið yfir eitt hundrað Manila. AFP. FLEIRI lík hafa fundist í skrið- unni, sem féll úr miklum rusla- haug við Manila á Filippseyjum í fyrradag, en talið er, að hún hafi fært á kaf á annað hundrað kofa. Tala látinna var komin í 91 í gærdag og líklegt þótti, að hún færi vel yfir 100. Tuga manna og hugsanlega hundraða var þá enn saknað. Mikil úrkoma, reykjarmökkur og óskaplegur fnykur af rotn- andi sorpinu gerði björgunar- mönnum erfitt fyrir við leitina en í gær var áætlað, að allt að 300 manns væru enn undir skriðunni. Var grafið í hana með skófium og berum höndum og stefnt að því að halda leitinni áfram í tvo daga enn. Til þessa hafa 59 manns fundist á 1/fl í sorpskriðunni. Um 800 fjölskyldur, sem Iifa á því að hirða allt nýtanlegt úr ruslahaugunum, hafa verið fluttar burt af svæðinu en marg- ir ibúanna neita að fara burt. Joseph Estrada, forseti Filipps- eyja, hefur skipað svo fyrir, að fólkinu skuli fundið annað hús- næði og sagði hann, að til stæði að loka öskuhaugasvæðinu. JMdUUi; UH.133D CKIIIIi; HO.CUU kiii Vélarstærð: 4000cc ssk. Litur: Silfurgrár Bíll í algjörum sérflokki Verð: 3.900.000,- kr. Landcruiser VX) Toyota Skraður: 04.1995 Ekmn: 104.000 km Vélarstærð: 4500cc ssk. Litur: Dökkblár Einn með öllu ® TOYOTA Betri notadir bflar | tte i Ú490 opW SSSL *r»“4?o sf« UTIVISTAR as MARKAÐUR *££ Við erum hér við Faxafen í Reykjavík staVSk 500 xtsoo t\^% •'SS 990

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.