Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 38
j£S MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir ÞORSTEINN BRYNJÚLFSSON bankamaður, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Sigríður I. Magnúsdóttir, Brynjúlfur og Bergþóra, Ingrid Sigfússon, Aðalsteinn Brynjúlfsson, Bryndfs Brynjúlfsdóttir, Hersteinn Brynjúlfsson. + Astkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HILMAR HALLVARÐSSON, lést á Spáni sunnudaginn 9. júlí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Hafdís G. Ótafsdóttir, Sigrún Hilmarsdóttir, Benedikt Viggó Högnason, Helga Hilmarsdóttir, Máni Ásgeirsson, Birgitta Hilmarsdóttir og barnabörn. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ANDREA GUÐMUNDSDÓTTIR, Ásvallagötu 49, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtu- daginn 13. júlí kl. 10.30. Steingrímur Ö. Steingrímsson, Marie Louise, Páll Kristinsson, Ingibjörg Kristinsdóttir, Reynir Kristinsson, Björk Kristinsdóttir, Anna Rósa Kristinsdóttir, Hulda Kristinsdóttir, Magný Kristinsdóttir, og barnabörn. Auður Brynja Sigurðardóttir, Þröstur Þorvaldsson, Steinar Gunnarsson, Gerald Anderson, Sæberg Þórðarson + Hjartans þakkir og kveðjur sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GYÐU JÓHANNESDÓTTUR, Aðalstræti 3, Akureyri. Sérstakar þakkir fá læknar og starfsfólk 14E og gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut. Hólmfríður Sigurðardóttir, Benedikt G. Leósson, Hreiðar Leósson, Ólafur J. Leósson, Leó V. Leósson, Fríður Leósdóttir, Kristján S. Leósson, Sigurður Þórarinsson, Ásta Alfreðsdóttir, Jónína Aðalsteinsdóttir, Jónína Ármannsdóttir, Ragnheiður Hreinsdóttir, Júlíus F. Arason, barnabörn og langömmubörn. + Innilegar þakkir til allra, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS MARZ ÁMUNDASONAR, Langholtsvegi 26, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við hjúkrunarfólki líknardeildar Landspítalans og heima- aðhlynningar Krabbameinsfélagsins. Jóhanna Björnsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Halldór Hlífar Árnason, Ámundi Grétar Jónsson, Birna Jónsdóttir, Eiríkur Jónsson, S. Dagbjört Jónsdóttir, Hermann Jónas ívarsson, Daði Jónsson, Olga Sylvía Ákadóttir, Svanhildur Jónsdóttir, Bárður Helgason, Þórhildur Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ANNA JÓNSDÓTTIR + Anna Jónsdóttir fæddist í Bald- urshaga í Glæsibæj- arhreppi hinn 26. maí 1920. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogskirkju 30. júní. Sorgoggleðiauðurer öllumþeimsemvilja. Eg á margt að þakka þér þegar leiðir skilja. (Hulda.) Sólin roðaði toppa Esjunnar, þegar þú lagðir af stað í þína hinstu för héð- an af jörðinni. En þessi sama sjón hefur eflaust mörgum sinnum á lífs- leiðinni hér við rætur Esjunnar veitt þér þrótt, gleði og djörfung tO að takast á við verk komandi dags, í hvaða mynd sem þau eru, bæði í blíðu og stríðu. Dauðinn kemur manni ávallt í opna slq'öldu, ekki síst þegar lífsglöð, kát og hress kona, sem í hlut á, er hrifin á brott svo snögglega úr okkar jarðlífi. Anna mín, það var alltaf eins og hressandi andblær kæmi með þér er þú komst í heimsókn eða hvar sem + Hjartkær móðursystir mín, GUÐBJÖRG GÍSLADÓTTIR frá Árbæjarhelli, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í Holtum föstudaginn 14. júlí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurbjörg Guðmundsdóttir. + Elginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, afi, sonur, bróðir og mágur, YNGVI KJARTANSSON blaðamaður, Hrísalundi 16a, Akureyri, sem lést fimmtudaginn 6. júlí, verður jaró- sunginn frá Akureyrarkirkju föstudaginn 14. júlí kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hins látna, er bent á að láta lyfjadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, hjálparsveitir eða Krabbameins- félagið njóta þess. Bryndis Arngrímsdóttir, Andri Yngvason, Rut Hermannsdóttir, Hlíf Einarsdóttir, Einar Kjartansson, Árni Kjartansson, Ólafur Kjartansson, Elfn Kjartansdóttir, Arnfríður Kjartansdóttir, Jóhann Ragnar Kjartansson, Óttar Kjartansson, Arnar Yngvason, Bryndís Guðmundsdóttir, Kjartan Jónsson, Marcia J. M. Vilhjálnnsdóttir, Margrét Örnólfsdóttir, Kristín Dúadóttir, Agnar Kristjánsson, Kim Kappel Christensen, Jónína Guðjónsdóttir, Bryndís Hafþórsdóttir. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR, andaðist föstudaginn 7. júlí að Dalbæ, Dalvík. Útförin fer fram frá Dalvíkurkirkju, föstudaginn 14. júní klukkan 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dalbæ, Dalvík. Arnar Sigtýsson, Málfríður Torfadóttir, Sævar Sigtýsson, Sigríður G. Torfadóttir, og fjölskyldur, + Útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR KRISTtNAR HJARTARDÓTTUR frá Hlíðarenda, Bárðardal, fer fram frá Glerárkirkju fimmtudaginn 13. júlí kl. 14.00. Karen Ólína Hannesdóttir, Ólafur Olgeirsson, Aldís Ragna Hannesdóttir, Kristján Júlíusson, Sigrún Brynja Hannesdóttir, Jónas Karlesson, barnabörn og barnabarnabörn. við hittumst. Þín glaðværa hrein- skiptna frásagnarhefð hreif alla með sér hvort sem allir voru sammála eð- ur ei. Nú að leiðarlokum er margs að minnast og margar myndir sem um hugann líða. Nú er ljóst að autt verð- ur skarð í laufabrauðsbakstrinum á næstu jólum þar sem þú varst vön að standa við borðið og fletja út af snerpu og þínum alkunna krafti og ekki má gleyma þér við útskurð og steikingu á laufabrauðinu. Á þessum stundum hafa flogið mörg gullkorn af þínum munni sem munu geymast í minningunni. Og ekki gleymdir þú aldursforsetanum á bænum eða börnunum, alltaf komstu með blóm eða sælgæti og gafst þér tíma fyrir smáspjall sem gladdi ungar og aldnar sálir. Far þú í friði á vit æðri heima þar sem þú munt næðis njóta að loknu löngu og oft erfiðu dags- verki. Við biðjum algóðan guð sem öllu ræður að styrkja og blessa börnin þín, tengdabörn og bamabörn og létta þeim byrði sorgar og saknaðar. Sveinsína, Elín, Bragi og börn. Þegar Anna Jónsdóttir kom glað- beitt á Rauðan 1. maí sl. og virtist hressari en undanfarin misseri grunaði okkur síst að nokkrum vik- um síðar myndum við fylgja henni hinsta spölinn. Það var mikið áfall að heyra um andlát hennar og hugurinn hvarflar til baka þá um það bil tvo áratugi sem kynni okkar spanna. Maður veltir fyrir sér hvað það var sem gerði Önnu svo sérstaka. Það var ekki röð af merklegum titlum eða annað slíkt sem oft er notað til að skreyta lífshlaup manna. Lífsstarf hennar markaðist af þrautseigju og hógværð eins og þátttaka hennar í pólitísku starfí. Hún var alltaf nálæg og uppörvandi. Lífsneisti augna- ráðsins bar vott um þá ástríðu sem knúði áfram hugsjónir hennar um sósíalisma og bættan hag fyrir allan almenning. Það er erfitt að segja hvenær kynni okkar hófust en hún var oftast til staðar þar sem vinstrimenn komu saman og eitthvað var á seyði. Hún keypti alltaf af okkur „Rödd bylting- arinnar", sem kom út fyrri hluta 9. áratugarins og hafði oft orð á því að vinstrimenn þyrftu að sameinast í öflug samtök. Það var auðvitað hár- rétt. Síðan hafa leiðir okkar legið saman í flestum samtökum vinstri- manna og friðarsinna og gagnkvæm vinátta vaxið af viðkynningu. Þegar Sósíalistafélagið var stofn- að haustið 1994 var Anna auðvitað með frá upphafi. Hún tók þátt í starfi þess af miklum áhuga og mætti á alla fundi þegar heilsan leyfði og lagði gott til málanna. Fyrir nokkrum árum þegar við hjónin voru bæði atvinnulaus um skeið og þröngt í búi eftir því gerði Anna sér ferð upp í Breiðholt skömmu fyrir páska með páskaegg handa dætrum okkar. Við urðum djúpt snortin því að þetta lýsti Önnu svo vel. Hún hugsaði svo stórt að hið smáa komst líka fyrir. Líklega hefur þetta vinarbragð aldrei verið endur- goldið því að það var aldrei að heyra að hana vanhagaði um neitt sem við gætum bætt úr. Það síðasta sem við heyrðum frá Önnu var bréfkorn sem hún sendi okkur í maí þar sem hún tjáði gleði sína yfir 1. maí og þeirri viðleitni sem er til að efla baráttuna. Hún kvaddi eins og hún lifði - með reisn, óbuguð af aldri og erfiðleikum, upp- full af trú á framtíðina. Við enim þakklát íyrir að hafa kynnst Önnu Jónsdóttur og átt með henni samleið. Það verður best þakkað með því að halda á loft þeim hugsjónum sem hún bar fyrir brjósti, hugsjónum verkalýðsbarátt- unnai’ og sósíalismans. Við vottum fjölskyldu hennar samúð okkar og vitum að þar sem annars staðar skil- ur hún eftir sig skarð. Á fundum Sósíalistafélagsins verður sæti hennar autt um sinn, vonandi ekki lengi. Með kveðju frá félögum í Sósíal- istafélaginu. Þorvaldur Þorvaldsson og Anna Hrefnudóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.