Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Taktu þátt í vali TOPP 20 listans á mbl.is! | Þú gætir unnið ferð til London á tónleika með Oasis! | l í samstarfi við Símann-GSM býður TOPP 20 á mbl.is heppnum þátttakanda fjögurra daga ferð fyrir tvo til London, 21.-24. júlí, með gistingu á þriggja stjarna hóteli og aðgöngumiða á tónleika með hinni heimsfrægu hljómsveit Oasis á Wembley-leikvanginum 22. júlí. mm Dregið verður 19. júlí í beinni á FM 95,7 hjá Hvata og félögum! FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Innifalið: Flug, gisting (3 nætur á Royal National Hotel með morgun- mat) og aðgöngumiði á tónleikana. Ferðaáætlun: Brottför með flugi CC 790 frá Keflavík föstudaginn 21. júlí kl. 6.55 og lent kl. 10.55 á London Stanstead-flugvelli. Ferð þú á vegum Topp 20 á tónleika með Oasis? Topp 20 er vinsældalisti á mbl.is og er listinn birtur vikulega í Morgunblaðinu og kynntur á Skjá 1. Allt sem þarf að gera er að taka þátt í vali Topp 20 listans á mbl.is frá 12. til 19. júlí og þú gætir haft heppnina með þér. Einfaldara getur það ekki verið! Fyrstir koma fyrstir fá I fréttabréfi Símans-GSM er viðbragðsfljótum viðskiptavinum boðin 7.500 kr. GSM-ávísun sem gildir sem greiðsla upp í Oasis-ferðina. Ávísunin gildir fyrir 30 fyrstu sem framvísa henni. iíÓí SIMINH-GSM Tntyp SD Vinsældalisti þar sem þú hefur áhrif! ® SKJÁR EINN mbl.is FRÉTTIR Itreka andstöðu sína við skólagjöld ÞINGFLOKKUR SamfylMng- arinnar hefur samþykkt eftir- farandi ályktun um skólagjöld við Háskóla Islands: „Þingflokkur Samfylkingar- innar ítrekar andstöðu sína við upptöku skólagjalda við Há- skóla Islands og minnir á að hérlendis ver hið opinbera að jafnaði mun minna fjármagni til háskólastarfs en gert er í öðrum OECD ríkjum. Þingflokkurinn mótmælir því að Háskóli Islands skuli grípa til gjaldtöku til að fjár- magna MBA nám og varar við því fordæmi sem falist getur í þeirri lagatúlkun sem gjaldtak- an hvílir á. Þingflokkurinn hvetur stjómvöld til að standa vörð um jafnrétti til náms og að opinber- um háskólum verði tryggt fjár- magn til að mæta væntingum og til að takast á við ný verk- efni. Fjárfesting í menntun hef- ur aldrei verið mikilvægari en nú.“ Jónsmessuganga Utivistar Opið hús á Sólon í FRAMHALDI af fjölmennri Jónsmessunæturgöngu Úti- vistar yfir Fimmvörðuháls 23.- 25. júní sl. hefur verið ákveðið að bjóða þátttakendum og öðru áhugafólM á opið hús sem Úti- vist efnir til á Sóloni Islandusi (efri hæð), Bankastræti 7, í kvöld, miðvikudagskvöldið 12. júlí, H. 20.30. Alls tóku 220 manns þátt í Fimmvörðuhálsgöngunni sem farin var í blíðskaparveðri um þessa vinsælu gönguleið milli Skóga og Bása. Að var á nokkr- um stöðum á leiðinni og boðið upp á veitingar við vaðið á Skógá og í Fimmvörðuskála Útivistar. Undir lok göngunnar dreifðu þátttakendur fræi og áburði frá Landgræðslunni á svonefndum Foldum. A Sóloni verða sýndar lit- skyggnur úr Jónsmessunætur- göngunni og léttar veitingar verða á boðstólum. Allir eru hvattir til að mæta og rifja upp góðar ferðaminningar og skipu- leggja næstu Útivistarferðir í hópi góðra ferðafélaga, segir í fréttatilkynningu. Lýst eftir vitnum ÁREKSTUR bifreiðar og létts bifhjóls varð fimmtudag- inn 6. júlí H. 12.22 á Bústaða- brú á Bústaðavegi. Óskað er eftir vitnum sem geta gefið upplýsingar um að- draganda árekstursins og stöðu umferðarljósa þegar árekstminn varð. Vitni hafi samband við Lögregluna í Reykjavík. Unnin voru skemmdarverk, sunnudaginn 9. júlí s.l. á bif- reiðinni MZ 427 sem er hvít Nizzan Micra. Biíreiðin stóð á stæði milli Glaumbars og Kaffi Reykjavíkur á tímabihnu 6:30 til 11. Vélarhlíf bifreiðarinnar var mikið skemmd. Þeir sem gætu veitt upplýsingar um at- viHð vinsamlegast snúi sér til lögreglunnar í Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.