Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 3'5fc. virðing, vinátta og ást. Hjónabands- heitið um að standa saman bæði í blíðu og í stríðu var svo sannarlega haldið, yndislegt var að fylgjast með hvemig Þorsteinn var stoð hennar og stytta á erfiðum tímum. „Eg á svo æðislegan mann,“ var setning sem oft heyrðist írá Dísu. Það var svo margt sem gerði Dísu að sérstakri manneskju. Hún fór ekki í manngreinarálit, átti jafnauðvelt með að tala við börn sem eldri kyn- slóðina. Má þar nefna að strax sem táningur varð hún mjög góð vinkona móður minnar, Margrétar Dungal, og hélst sú vinátta allt fram í andlát Margrétar. Böm löðuðust að Dísu, því að hún talaði við þau sem hugs- andi manneskjur. Styrkur hennar í mannlegum sam- skiptum fólst í því að hún var hrein og bein, kom til dyranna eins og hún var klædd og var ófeimin við að spyija spuminga og tjá sínar skoðanir. Skemmtilegur húmor og yfirvegað viðmót að viðbættum þeim dásam- lega eiginleika að geta gert grín að sjálfri sér gerði Dísu að eftirsóttum félaga. Missir okkar allra er mikill og við biðjum góðan Guð að styrkja Halla, Þorstein og hans samheldnu fjöl- skyldu og Höddu og hennar fjöl- skyldu, sem alltaf var til staðar. Miss- ir þeirra er mestur. Guð blessi minningu Þórdísar Viktorsdóttur. Elín Kjartansdóttir og Páll Halldór Dungal. Heiðblár himinn, öldugjálfur, góð- ur byr. Þorsteinn stendur brosleitur við stýrið á Tríppel A, við hin upp- tekin við sjókortið og hagræðum seglum í samræmi við stefnu og vind- átt. Þórdís tekur virkan þátt í störf- um um borð, vindur upp segl, eldar dýrindis mat og hefur ofan af fyrir bömunum. Það vom Ijúfir dagar sem við áttum saman í nokkur sumur í finnska skerjagarðinum og kannski hápunktur samvista okkar, sem hóf- ust þegar ég og fjölskylda mín flutt- umst til Finnlands fyrir rétt tæpum tíu áram. Brosandi tók Þórdís okkur opnum örmum, leiddi okkur og fræddi um okkar nýja umhverfi. Sér- lega fallegt heimili þeirra Þorsteins bar vitni um smekkvísi hennar og nostursemi, svo og ást þeirra hvors til annars. Þai- vora töfraðir fram lista- réttir og þá var hún Þórdís í essinu sínu sem aldrei fyrr. Ekki gleymdust börnin þegar hún var nærri og þegar hún gætti Olafs Arnar var hún ekki bara að passa, heldur sat hún á gólf- inu hjá honum, lék við hann og leyfði barninu í sjálfri sér að brjótast fram. Á einum fallegasta degi þessa sum- ars, rétt eftir uppkomu sólarinnar í austri, yfirgaf Þórdís hið jarðneska líf og hélt inn í eilífðina. Aðdáunarvert var að fylgjast með styrk hennar í veikindunum síðustu árin, það var löng og ströng barátta. Hún reis upp aftur og aftur, þrátt fyrir ítrekuð áföll og hlaut æðraleysi að launum. Þorsteini og Halla sendi ég og fjöl- skylda mín hugheilar samúðarkveðj- ur. Þórdísi vinkonu mína kveð ég með lokaorðum Sólarljóða: Hér við skilj- umst og hittast munum á feginsdegi fira; Drottinn minn gefi dauðum ró, en hinum Ukn, er lifa. Elínborg. „Gkt ég ekki lánað þér eitthvað? Eg skal koma og hjálpa þér, við verð- um enga stund. Heyrðu, ég er að fara til Kaupmannahafnar. Á ég að gera eitthvað fyrir þig?“ Framangreindar setningar koma upp í hugann þegar ég hugsa um Þórdísi. Sífellt boðin og búin að gefa, hjálpa og aðstoða, það virtist henni í blóð borið. Hún var höfðingi í bestu merkingu orðsins. Veitti jafnan af rausn og reisn. Hún var fríð kona og myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Það var gengið í hlutina af krafti og án þess að rýna um of í leiðbeiningar. Jafnframt var hún skemmtilegur félagi enda átti hún fjölda vina og hélt vel tryggð við þá. Fáa hef ég þekkt sem eins listilega kunnu að njóta lífsins. En til- vera okkar er undarlegt ferðalag og síst granaði okkur þegar við kynnt- umst að hún yrði brottkölluð svo snemma á ævinni. Við kynntumst á vinnustað fyrir einum sextán áram en Þórdís byrjaði ung að vinna verslunai-- og skrifstofu- störf. Það var um þetta leyti sem hún hitti Þorstein, seinni mann sinn. Eg held að það hafi verið þeim báðum farsælt. Þau voru góðir félagar sem áttu margt sameiginlegt en bættu einnig hvort annað upp. Það fór vel á með okkur Þórdísi. Kynnin styrktust frekar því að tilvonandi eiginmenn okkar þekktust vel. Framan af vora þetta hálfgerð fjarkynni vegna þess að um þetta leyti fluttu þau hjón til Finnlands og vora búsett þar í nær áratug. Við hittumst þó a.m.k. árlega ýmist á íslandi eða í Finnlandi eða Danmörku þar sem þau hjón áttu sumarhús um skeið. Móttökur vora ævintýralegar og ekkert til sparað. Við slíkt naut Þórdís sín vel. Finn- landsárin vora þeim góð en Þórdís saknaði þó alltaf íslands. Vorið 1993 kom í ljós að Þórdís var með heila- æxli. Það var fjarlægt í mikilli aðgerð og talið góðkynja. Öllum létti. Það var mikið reiðarslag þegar tveim árum síðar kom í ljós annað æxli. Enn mátti hún undir hnífinn. Ekki batnaði henni nóg og loksins áttuðu læknar sig á að um sjaldgæfa og erfiða tegund krabbameins var að ræða sem þegar var farið að dreifa sér. Hún ákyað að fara í krabbameinsmeðferð á Islandi og upp úr því fluttu þau hjón heim. Þótt ekki kæmi til af góðu var gott að fá þau aftur til landsins og tækifæri gáfust til að sjást oftar. Þá fór ég að taka eftir bjarmanum. Hann var sér- stæður og erfitt að festa hendur á honum. Eftir nokkra hríð áttaði ég mig á því að Þórdís geislaði bjarma bjartsýni og góðvildar sem dró fólk að sér. Þeir sem hittu hana höfðu orð á hve ánægjulegt væri að vera nálægt henni. Auðvitað hafði hún verið svona alla tíð en við veikindin varð þetta ennþá meira áberandi. Þegar að þrengir skerpast allir eðl- iskostir og gallar fólks. Það kemur í ljós hvem mann viðkomandi hefur í raun að geyma. Þetta átti líka við um Þórdísi. Hún gekk til baráttu við sjúkdóminn af bjartsýni og einurð. Neitaði svo mikið sem að hugsa um ósigur. Það var ekki hægt annað en heillast af eldmóðinum. Ekki hvarfl- aði að henni að líta um öxl eða harma hvernig komið var. Kvartanir vora utan dagskrár. Þó var baráttan löng og stríð. Það leikur það ekki hver sem er eftir að fara í þijá heilaskurði, lyfjameðferð þannig að stórsér á viðkomandi og láta geisla sig á yfir fjöratíu stöðum á líkamanum - og margt fleira. Það er ekki á hvers manns færi að lifa í fimm ár þegar lífslíkur eru taldar í mesta lagi tvö. Auðvitað vora fyrstu árin betri og margar góðar stundir. Og hún kunni að njóta þeirra. Hún keypti sér falleg föt, ferðaðist þegar tækifæri gafst og bjó til góðan mat. Þau Þorsteinn vora afar samrýnd. Gestum var hlýlega tekið og bornar bestu veitingar. Þeg- ar h'ða tók á urðu vonbrigðin meiri og heilsan verri. Þá munar um að eiga góða að. Það átti Þórdís svo sannar- lega. Og raunar var það svo að í þess- um harmleik skipuðust hversdags- legir hlutir oftast á besta veg. Þrátt fyrir allt var eins og vakað væri yfir henni. „Við skulum ekki vola par, við skul- um þola raunirnar," segir í gömlum íslenskum húsgangi. Það hafa Islend- ingar löngum gert enda landið erfitt og raunir miklar. Oft hef ég velt fyi-ir mér hvemig þjóðinni tókst að lifa af endalaust harðræði aldanna. Þegar ég sá hvernig Þórdís tók á mótlæti sínu rann upp fyrir mér að það var fólk á borð við hana sem varðveitt hefur íslands byggð. Fólk sem lætur óbærilegar aðstæður ekki buga sig, og það sem meira er - tekst jafnframt að varðveita siðferði sitt og persónu- leika óskemmdan. „Some of us take an early train“ (Sumir leggja snemma upp) varð enskri vinkonu Þórdísar að orði við fréttirnar um andlát hennar. Vissulega lagði hún upp í hinstu ferðina miklu fyrr en nokkur maður ætlar sér. En ef ég þekki hana rétt þykist ég vita að þeg- ar að því kom hafi hún tekist þá ferð á hendur af þeim eldmóði og æðraleysi sem einkenndi líf hennar. Eg sé hana fyrir mér glæsilega við opinn lestar- glugga tilbúna til að fara þangað sem lestin ber hana og ég veit hún mun halda áfram að veita vináttu sína og greiða hverjum þeim sem á vegi hennar verður. Það verður gert á þann hátt sem henni einni var lagið, af örlæti og höfðingsskap. Kirstín Þórudóttir Flygenring. Er ég kveð þig í hinsta sinn elsku Dísa.er mér efst í huga styrkur þinn og vilji. Frá því er ég kynntist þér upplifði ég þig sem jákvæða og bjartsýna konu. Konu sem hjálpaði mér í gegnum tárin mín að skilja at- burði í lífinu sem geta hent hvern sem er. Þú gafst mér trú og vilja til að ganga í gegnum þetta tímabil er ég upplifði og ég er þér eilíflega þakklát. Þegar ég horfði á þig og þú faðmaðir mig þá fann ég vonina og styrkinn sem bjó innra með þér. Eg var svo stolt af þér Dísa. Þú gafst mér líka brosið og hláturinn þegar þú kenndir mér að lifa lífinu eins og hún Pollýanna. Nú hvílir þú öragg og friðsæl í faðmi Guðs. Bless Dísa. Birna Guðmundsdóttir. Stundum skarast leiðir okkar í líf- inu með sérstökum hætti. Þannig vora kynnin við Dísu, systur Höddu vinkonu okkar. Myndir minninganna streyma fram og tala sínu máli. Dísa með túbarn í Birkilaut að jafna sig eftir uppskurð. Dísa í stofunni heima að bera saman bækur sínar og víta- mínlista með Gunnlaugi syni okkar. Hvort heldur sínum fræðum fram. Baráttuglöð. Ganga á hólm við óþol- andi aðstæður. Dísa og Gunnlaugur sem ætla að stofna hjálparstöð. Vilja svo gjarna miðla reynslu sinni öðram til hjálpar. Dísa á Landspítalanum að byrja meðferð. Gunnlaugur að fai-a. Þau kveðjast með brosi. Hittast ekki aftur í þessum heimi. Dísa í afmæli systur sinnar. Falleg, glöð, og óbug- uð. Þannig munum við Dísu. Hún var sigurvegari. Og nú þegar hún gengur inn í ljósið eilífa óskum við góðrar ferðar. Farþúífriði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og aDt GekkstþúmeðGuði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt (V. Briem.) Sigríður Gunnlaugsdóttir. Sóllilja er fallin á sumri. Sólskríkj- an þagnar og drúpfr höfði. Daggartár falla í svörð. Við kynntumst Þórdísi og Þor- steini í Finnlandi fyrir réttum tíu ár- um. Með þeim kynnum hófst mikil og góð vinátta sem var uppspretta fjölda gleði- og samverastunda þrátt fyrir þau alvarlegu veikindi sem Þórdís barðist við allt frá árinu 1992. Sá sjúkdómur sem Þórdís gekk með hef- ur nú lagt þessa fallegu, bjartsýnu og lífsglöðu konu að velli. Það eru þung örlög ungrar móður og ástfanginnar konu í blóma lífsins, en eigi má sköp- um renna. Að sækja Þórdísi og Þorstein heim á Armíaltswagen í Helsingfors var alltaf sérstaklega ánægjulegt. Þau hjónin vora einstaklega samrýnd og vora sem eitt í öllu, hvað sem þau tóku sér fyrir hendur, enda bar heimilisbragur á heimili þeirra í Helsingfors þess glögg merki. Þórdís Viktorsdóttir var fram- úrskarandi skemmtileg kona, heims- kona sem var hrókur alls fagnaðar meðal vina og félaga, hláturmild og jákvæð, með heillandi skopskyn. Þór- dís var mjög smekkvís, hafði næmt auga fyrir formum og litum jafnframt því að vera óvenjulega fróð um ólíklegustu hluti, sem aldrei hætti að koma manni á óvart. Þrátt fyrir eðlislæga glaðværð gat Þórdís verið ákveðin og enginn efaðist um viljastyrk hennar og festu. En það sem ef til vill var einstakt í fari Þór- dísar var jákvæði hennar sem olli því að fólki leið vel í návist hennar. Það jákvæði, ásamt viljastyrk hennar og trú, bar hana jafnframt langt f grimmri baráttu við krabbameinið, baráttu sem í raun var einstök hetju- dáð. Samstaða og samhugur Þórdísar og Þorsteins í veikindum hennar þessi þungbæra ár lét engan ósnort- inn. Þrátt fyrir ofurmannlega bjartsýni rak hvert áfallið annað og hverri von var drekkt í sáram vonbrigðum æ ofan í æ. Þrátt fyrir það áttu þau yndislegar stundir milli stríða, bæði ein og með fjölskyldu og vinum, stundir sem nú ylja fjölda minninga um einstaka konu. Við dauða ungrar eiginkonu og móður í blóma lífsins vakna eðlilega ýmsar spumingar. Til hvers var barist og hví varð hennnar líf svo stutt? Við því fást seint svör því svör- in era ekki í okkar valdi. En þrátt fyrir djúpa og sára sorg ástvina hennar og fjölskyldu er það vonandi huggun harmi gegn að jarðvist Þór- dísar var mannbætandi fyrir þá sem henni kynntust. Þá var barátta henuwí ar í vissum skilningi svo áhrifarík að enginn sem henni kynntist verður samur á eftir. Þótt missirinn sé ægis- ár var því vissulega til einhvers barist og minningin um hennar stutta líf verður þrátt fyrir allt skínandi skap- arans gjöf sem lifir meðan sá lifir sem hann á. Við biðjum mildan guð að blessa Þorstein og Harald og aðra ástvini á sorgarstund. Ásthildur S_. Rafnar, Þorsteinn Ólafsson. Elsku Dísa, ég kveð þig með þakk- læti og sátt í hjarta. Þakklæti fyrir trygglyndi þitt og stöðuga umhyggju fyrir velfarnaði mínum, þakklæti fyr- ir allar okkar samverastundir í gegn- um árin. Með lífi þínu hefur þú gert mitt líf auðugra. Eg finn frið og sátt í hjarta mínu vegna þess að þú lifir áfram og ég sé þig fyrir mér glaða og frjálsa. Elsku vinkona, Guð geymi þig og varðveiti og alla sem elska þig. Áslaug. LAILA REEHA UG + Laila Reehaug fæddist í Kaup- mannahöfn 21. mars 1951. Hún lést af slysförum í Kaup- mannahöfn 25. mai síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Stengaards- kirkju í Kaupmanna- höfn 2. júní. Minn- ingarathöfn um Lailu var haldin í Ár- bæjarkirkju 9. júlí. Elsku Laila mln. Þetta verður því mið- ur síðasta bréfið sem ég skrifa þér i þessari jarðvist, ég hef það stutt eins og tölvupóstinn sem okkur hef- ur farið á milli undanfarin tvö ár. Mig langaði svo að segja þér hvað ég var stolt af þér, nýbúin að ljúka masternáminu þínu i Kaup- mannahöfn og á leiðinni til fjöl- skyldunnar þinnar hér heima á ís- landi. En því miður gera slysin ekki boð á undan sér og enginn ræður sínum næturstað. Nú ert þú komin á þann stað sem við öll endum á að lokum. Eg hefði svo gjarnan viljað hafa þig lengur hjá okkur en það er aðeins einn sem ræð- ur. Eg veit að þú átt eftir að líta til með honum Jens þínum, Súna, Björgu, Sverri, Kötlu litlu og fjöl- skyldunni í Dan- mörku. Það era erfiðir tímar framundan hjátfc þeim og við Jón skul- um reyna að aðstoða þau, en við vitum báð- ar að þau eru dugleg og þau eru sterk. Við skulum vona að tíminn græði sárin. Ég vil að lokum þakka þér, kæra vinkona, allar samverustundirnar og bréfin þín. Þú varst alltaf svo hreinskilin og sagðir það sem þér bjó í brjósti, ég kunni að meta það. Ég veit að við komum til með að hittast síðar þó að á öðru tilveru- stigi verði. Vertu sæl, vinkona. Far þú í firði, friður Guðs þig blessi, >». hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Metta, Jón og drengimir. Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparíl Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útfararþjónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. sími 896 8242 Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is mT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.