Morgunblaðið - 12.07.2000, Side 8

Morgunblaðið - 12.07.2000, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Ómar Endurbætur á Skjálfandafljótsbrú STARFSMENN Vegagerðarinnar hafa í nógu að snúast yfir sumartímann, enda koma vegir landsins misvel und- an vetri og mörgu þarf að sinna. Á dögunum skiptu vega- gerðarmenn um vegrið á Skjálfandafljótsbrú í sól og hita en veðrið hefur leikið við landsmenn upp á síð- kastið. Áfengissala eykst um 10% það sem af er ársins HEILDARSALA áfengis fyrstu sex mánuði ársins var rúmlega 10% meiri en á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í fréttatilkynn- ingu frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Alls seldust tæplega 5,7 milljón lítrar af áfengi á fyrri hluta ársins miðað við rúmlega 5,1 milljón lítra á sama tíma í fyrra. Mesta sölu- aukningin var á léttvíni eða víni undir 22% að styrk, en alls seldust 815 þúsund lítrar af slíku víni eða 16% meira en í fyrra. Bjórsala jókst um 10% og innbyrtu Islendingar 4,5 milljón lítra af bjór á fyrstu sex mánuðum ársins. Sala á sterku víni eða víni yfir 22% að styrk, jókst lít- illega á tímabilinu eða um 2,7% og drukku landsmenn 364 þúsund lítra af sterku víni á fyrri hluta ársins. Sala á tóbaki dróst nokkuð sam- an á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Sala á sígarettum eða vindlingum dróst saman um 0,8%, en alls seldust um 888 þúsund karton af sígarettum á tímabilinu, samanborið við 895 þús- und karton á sama tímabili í fyrra. Sala á vindlum dróst saman um 1,8% og á reyktóbaki um tæp 11%. Sala á nef- og munntóbaki jókst hins vegar um rúm 3% á tímabilinu. arm, .. á geótum? Verð fra 89.420,- Vandaðir ameriskir svefnsófar með innbyggðri springdýnu. Frábær lausn þegar sameina þarf fallegan sófa og gott rúm. Við bjóðum margar gerðir, mikið úrval áklæða og lita. Teg. BR04313 kr. 99.360,- HUSGAGNAHOLUN Samtök fanga og aðstandenda Menn verða ^að eiga von a VORDOGUM /i voru stofnuð / ■ 1 samtök fanga og ~A. JLaðstandenda á ís- landi. Þetta er grasrótar- hreyfing sem hefur aðset- m- í húsnæði KFUM&K á Loftstofunni í Austur- stræti 20. Formaður fé- lagsins er Bertha Riehter en varaformaður er Ólafur Þór Gunnlaugsson. Hann var spurður hvert væri markmið samtakanna. „Markmiðið er að koma umhverfi fangelsismála í nútímalegra horf. Það má segja að sama sé hvar litið er á fangelsismál í dag; fæst af því þolir dagsins ljós.“ - Hver eru rök þín fyrir þessum ummælum‘1 „Fyrst vil ég nefna heilsufarsmál og lyfjamál, meðan lyf eru brudd ofan í menn eru þau mál ómanneskjuleg, þetta er bannað með lögum og líka hér á íslandi. í öðru lagi vil ég nefna einangrunarmál fanga. Menn eru settir í einangrun fyrir minnsta brot án læknisskoðunar, þetta er mannréttindabrot í hvaða sið- menntuðu landi sem er. Það má ekki setja fólki í einangrun nema að undangenginni læknisskoðun. I þriðja lagi má nefna menntunar- mál og starfsumhverfi. í orði kveðnu geta allir fangar farið í nám, þeir hafa rétt á því, en komi upp minnsta agabrot eiga þeir á hættu að missa skólann sinn. Sama má segja um starfið, ef þeir stíga út fyrir línuna eiga þeir á hættu að missa starf sitt. Síðast en ekki síst má nefna málefni sem varða aðstandendur. I kringum hvem fanga eru að meðaltali fimm aðstandendur sem verða fyrir áfalli vegna reiði og skamm- ar þegar fanginn er lokaður inni. Þessum aðstandendum stendur ekki til boða neins konar hjálp, því fólki er sýnd tóm fyrirlitning og jafnvel dónaskapur af því kerfi sem á að vinna fyrir það.“ - Þetta eru stór orð, er ástandið svo slæmt í raun ? „Já, ég hef í tvígang farið í gegnum þessi mál og í bæði skipt- in hef ég orðið að enda inni á Al- þingi til að fá úrlausn mála. Ég á mér nákominn mann í fangelsi og hef verið að skoða mál hans svo ég hef reynsluna. Það tók níu mánuði að fá þennan nákomna mann í sjúkrameðferð sem ekki færri en fimm læknar höfðu skrifað upp á fyrir hann. Meðferðarúrræðin voru fengin en fangelsismála- stjóri gat sagt nei og gerði það. Á meðan hrakaði fanganum stöðugt. Umræddur fangi er með sóríasis; liðagigt og hefur miklar kvalir. I stað þess að hann fengi gigtarlyf voru honum gefin róandi lyf, hann tók 37 róandi töflur á dag þegar verst var. Ef hann var órólegur vegna kvala var hann settur í ein- angrun. Hann var átta sinnum í einangrun á einu ári. Sjúkdómur hans breiðist út ef hon- um er ekki haldið niðri með viðeigandi lyfja- gjöf og er hættulegur. Eg hef spurst íyrir um skaðabótaskyldu á Al- þingi vegna þessa og " menn eru þar á því að fangi sem verður fyrir heilsutjóni í fangelsi vegna þess að hann fær ekki við- eigandi Iæknismeðferð eigi skaða- bótarétt hjá ríkinu, menn eru í fangelsi á ábyrgð ríkisins.“ - Hvað ætlið þið í hinum ný- stofnuðu samtökum að gera til að breytu málunum? „I fyrsta lagi ætlum við að Olafur Þór Gunnlaugsson ► Olafur Þór Gunnlaugsson fæddist í Reykjavfk 12. janúar 1955. Hann lauk gagnfræðaprófi úr verslunardeild Laugalækjar- skóla 1972. Eftir það menntaði hann sig sem sundkennari og -þjálfari, svo og sem ung- bamasundkennari. Hanu hefur starfað við sundþjálfun og sund- kennslu síðan 1973 í Reykjavík, fsafirði og Keflavík. Ólafur er kvæntur Svanhvíti Jóhannsdótt- ur tollritara og eiga þau þijú böm. Vinamissir, atvinnumissir og börn verða fyrir einelti senda erindi til allra alþingis- manna og beina athygli þeirra að evrópskum reglum um fangelsis- mál sem valdamenn hér skrifuðu undir 1989 og höfðu þá væntan- lega lýst ástandinu hér í fangelsis- málum sem betra en það raun- vemlega er. í þessum reglum er skýrt kveðið á um meðferð fanga og endurreisn þeirra, ræktun sambands við fjölskyldu, vinnu með sjúkdóma sem bæði tengjast glæpnum og ekki. Með öðrum orðum er í reglunum hugsað fyrir því að fangar koma til baka inn í samfélagið og markmið reglnanna er að þeir komi betri út en þeir fóra inn í fangelsið. Hér á Islandi er það yfirlýst frá fangelsisyfir- völdum að fangelsisvist á Islandi er ekki betranarvist. I útlöndum hafa menn skilið að fangar era dæmdir til innilokunar en það á ekki að fara illa með þá, þeir era ekki sviptir mannréttindum. Sam- tökin munu stuðla að umræðum félaga um þessi mál og réttindi aðstandenda. Fyrir innilokun á að fara fram vinna með fanga og fjöl- skyldu hans þar sem þetta fólk allt er búið undir fangavistina. Að lokinni vist á sama vinna að fara í gang; það á að aðhæfa fangann líf- inu fýrir utan fangelsisveggina og samvistum við fjölskylduna, þetta er ekki gert.“ - Verður fólk fyrir miklum vandræðum vegna fangelsisvistar aðstandanda? „Já, það er stöðugt áreiti, það er vinamissir, atvinnumissir, börn ________ verða fyrir einelti í skólum og það er sama hvar komið er að kerf- inu í þeim málum, kerf- inu kemur þetta ekkert við. Afstaðan er þessi: Þeim var nær! Þessi af- staða er kannski skiljanleg varð- andi fanga en aðstandendur hafa ekki brotið af sér. Ég myndi vilja sjá alþingismenn og aðra þá sem að þessum málum koma taka höndum saman og fara eftir þeim reglum um fangelsismál sem þeir hafa skrifað undir og koma mál- um þannig fyrir að menn komi út úr fangelsi með von.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.