Morgunblaðið - 12.07.2000, Side 24
MUHGUNBLAtíljJ
24 MltíVlKL'tíAG.UK 12. J.UH 2000
LISTIR
Eins
konar
ást
Stjörnubió
Kvikmjndir
EYE OF THE
BEHOLDER*
Leikstjóri og handritshöfund-
ur Stephen Elliott, byggt á
skáldsögu Marc Behm.
Tónskáld Marius De Vries.
Kvikmyndatökustjdri
Guy Dufaux. Aðalleikendur
Ewan McGregor, Ashley Judd,
Jason Priestley, K.D. Lang,
Patrick Bergin. Sýningartími
105 mín. Kanadísk.
Framleiðandi Destination
Films Dist. Árgerð 1999.
AUGAÐ (Ewan McGregor),
háttsettur öryggisvörður við
breska sendiráðið í Washing-
ton, er fenginn til að fylgjast
með einum skjólstæðingi þess
sem hefur ekki hreint mjöl í
pokahominu. Utbúinn fyrsta
flokks njósnatólum eins og hler-
unarbúnaði og aðdráttarlinsum
verður hann vitni að þvi að hinn
grunaði er myrtur af fagurri
konu.
Það sem tekur við er líflaus
kvikmyndagerð bókar sem er
örugglega mun betri sem lesn-
ing. Augað verður ástfanginn,
eða öllu frekar uppnuminn af
morðingjanum sem heldur iðju
sinni áfram vítt um BandarDdn
og endar blóðug slóðin norður í
Alaska. Augað alltaf í seilingar-
færi og fylgist grannt með og
grípur jafnvel inn í þegar
nauðgari (Jason Priestley) lend-
ir í spilinu. Tómahljóðið yfir-
gnæfir allt annað, framvindan
er í muskulegri fjarlægð, ystar
úti á mörkinni eru persónumar
sem koma hvergi nálægt áhorf-
andanum. Það er ekki vinnandi
vegur að fá minnsta áhuga að
ekki sé talað um samúð með af-
vegaleiddum sendiráðsmannin-
um eða morðbullunni, þau era
bæði fráhrindandi og afleitlega
leikin í þokkabót. McGregor er
á góðri leið í glatkistuna (þótt
Stjömustríðsmyndimar nýju
seinki för hans eitthvað) en
Judd, sem átti góðan dag í
Double Jeopardy og Kiss the
Girls, er heillum horfin í glóra-
lausu og fjarstæðukenndu hlut-
verki afsetinnar pabbastelpu
sem gengur af göflunum.
Ekki er gott að sjá hvað hefur
vakað fyrir handritshöfundi og
leikstjóranum Stephen Elliott,
eitt er alveg víst, hann getur
betur. Elliott á að baki þá
dæmalausu gamanmynd um
Priscillu: drottningu eyðimerk-
urinnar. Ekkert fyndið á ferð-
inni að þessu sinni og öfugugga-
hátturinn sem var kryddið í
Priscillu er álappalegur hér.
Söngkonan K.D. Lang er hvorki
eitt né neitt sem tengill Augans
í sendiráðinu, sama máli gegnir
um Genevieve Bujold í vita til-
gangslausu hlutverki sálfræð-
ings og fyrram gæslukonu hinn-
ar morðóðu. Eye of the
Beholder er ekki gjörsneydd
stíl en yfir höfuð vita tilgangs-
laus mistök.
Sæbjörn Valdimarsson
Reuters
Egypskur fornleifafræðingur dustar fram myndverk á grafarvegg. Þarna er nú unnið að þremur gröfum, sem tilheyrðu presti einum fyrir 4.500 árum,
en sá þjónaði þremur konungum í Giza.
Engar stökkbreytingar
en fylgir tímanum
NÝIR ritstjórar Skímis segjast ekki munu gera
neinar stórvægilegar breytingar á ritstjórnar-
stefnu tímaritsins enda telja þeir að lesendur séu
almennt ánægðir með hana. Skímir hefur aldrei
tekið neinum stökkbreytingum en hefur samt ver-
ið nógu sveigjanlegur til þess að fylgja tímanum,
eins og Svavar Hrafn Svavarsson og Sveinn Yngvi
Egilsson benda á.
Ein breyting blasir við á fyrsta hefti nýrra rit-
stjóra en Skírnir er nú orðið að „glanstímariti"
eins og þeirorða það sjálfir. Kápan sem hingað til
hefur verið úr möttum pappír er nú með glanshúð.
Að öðra leyti er meginbreytingin sem þeir
Svavar Hrafn og Sveinn Yngvi hyggjast gera sú að
stytta greinar svo að fleiri komist að. „Stefnan er
að greinar verði að jafnaði um tuttugu síður, þótt
það sé ekki ófrávíkjanleg regla,“ segir Sveinn
Yngvi. ,Ástæðan fyrir þessu er að fjöldi aðsendra
greina til Skímis hefur aukist jafnt og þétt. Það er
erfitt að standa á því að birta mjög langar greinar
þegar margar góðar bíða. Þetta þarf ekki
að hafa óæskileg áhrif á greinamar, þær
verða vonandi hnitmiðaðri. Með þessu
vonumst við til að koma fleiri greinum að
og gera tímaritið fjölbreyttara."
Kynjasagan Njála og
leiklist í hlekkjum hefðar
Efni vorheftis Skímis að þessu sinni er
fjölbreytt að vanda. Atli Harðarson
heimspekingur fjallar um Sturlungu og
heldur því fram að hún taki afstöðu með
kirkju og kóngi gegn íslenska goðaveld-
inu. Páll Bjarnason fjallar um lögin sem
sungin era við Vísur íslendinga og Ing-
rid U. Olsson og Elsa G. Vilmundardóttir
fjalla um landnám íslands og C-14 ald-
ursgreiningar. Sérstaka athygli vekja
svo greinar Ármanns Jakobssonar ís-
lenskufræðings um „kynjasöguna" Njálu
og Magnúsar Þórs Þorbergssonar leikhúsfræð-
ings um Þjóðleikhúsið og leiklistaramræðuna um
1950.
„Njálssaga er „hinsegin saga“ því að átök henn-
ar tengjast ásökunum um öfughneigð sem voma
yfir aðalpersónunum," segir Ármann. Hann held-
ur því fram að sagan lýsi kyngervisusla þar sem
kynhlutverk fara á flot og jafnvel kyneðli, karl-
menn hennar séu flestir „öfugir“ á einhvern hátt,
eins og hann orðar það, og þar sé skeggleysi Njáls
eitt gleggsta dæmið. „Undir karllegu yfirborði
sögunnar, mannraunum, víg;aferlum og lagaflælq-
um, marar hið öfuga,“ segir Ármann. „Það era
átök í þeim undirdjúpum sem valda Njálsbrennu."
Lestur Ármanns á Njálu er athyglisverður og
leysir á hugvitsamlegan hátt úr ýmsum hnútum
sem lengi hafa vafist fyrir lesendum sögunnar.
Viðbrögðin við greininni era þó ekki síður áhuga-
verð þar sem sumir hafa bragðist ókvæða við og
talið sig þurfa að verja „heiður“ Njáls. Sögurnar
era sannarlega lifandi bókmenntaarfur.
Magnús Þór heldur því fram í grein sinni að
mikil tengsl og áhersla á hefðina, sér í lagi epíska
sagnaarfleifð bókmenntanna, hafi á vissan hátt
hindrað eðlilegan þroska leiklistar í landinu sem
sviðslistar. Segir hann að þessi tenging liti ekki
Svavar Hrafn Svavarsson og
Sveinn Yngvi Egilsson hafa
tekið við ritstjórn Skírnis.
Þröstur Helgason spurði þá
hvort einhverra breytinga
væri að vænta á þessu
elsta tímariti Norðurlanda
og skoðaði efni fyrsta heftis
sem nýir ritstjórar
senda frá sér.
eingöngu umræðuna um hlutverk hússins, „heldur
sést hún einnig í verkefnavali þess, leiklistargagn-
rýni og jafnvel má finna sterkar tengingar við arf
sagna og bókmennta í byggingunni sjálfri". Þótt
Magnús Þór telji að þessi áhersla hafí verið skilj-
anleg þá varð hún einnig til þess að nýir straumar
sem léku um evrópska leiklist um miðja öldina hafi
ekki skilað sér hingað.
Þverfaglegur
umræðuvettvangur
Þrátt fyrir að vera fyrst og fremst bókmennta-
tímarit hefur Skírnir sennilega alla tíð verið það
sem við nú köllum þverfaglegur. Ritstjórarnir
segjast vera sáttir við þetta og þá efnisskipan sem
viðhöfð hefur verið undanfarinn áratug eða svo.
„Skímir hefur til dæmis alltaf verið vettvangur
fyrir almenna þjóðmála- og fræðiumræðu," segir
Svavar Hrafn, „og síðustu ár hefur sérstakur þátt-
ur í tímaritinu verið helgaður henni, Skímismál,
sem við teljum gott íyrirkomulag. í Skírnismálum
leyfa menn sér eilítið frjálsari tök á umfjöllunar-
efnum en í öðram greinum tímaritsins og við telj-
um að það breikki tímaritið."
Ritstjórarnir telja að Skírni hafi tekist að end-
urspegla þær miklu hræringar sem orðið hafa á
síðustu áram í hinu íslenska fræðasamfélagi.
„Tímarit sem er að miklu leyti opið fyrir aðsendu
efni ætti að endurspegla það sem er að gerast í
fræðunum," segir Sveinn Yngvi, „en við munum
einnig leita eftir efni ef okkur þykir ástæða til og
þannig reyna að fjalla um það sem er efst á baugi
hverju sinni."
í Skímismálum að þessu sinni fjalla Hannes
Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðingur um
rökin fyrir veiðileyfagjaldi og Jón Ólafsson heim-
spekingur um Sovéttengsl sósíalista. Hannes
freistar þess að gagnrýna margvísleg hagfræði-
leg, lagaleg, siðfræðileg og stjórnmálaleg rök sem
reifuð hafa verið fyrir veiðileyfagjaldi og á undan
því fyrir auðlindaskatti. Einnig reynir hann að út-
skýra það fylgi sem veiðigjald nýtur í röðum hag-
fræðinga, „þótt hagfræðileg rök fyrir því séu
veik,“ eins og Hannes segir. Hannes er samur við
sig og segir helstu ástæður fylgisins þær að veiði-
gjaldssinnar hafi ekki „hugsað málið nógu vel,
ekki seilst nógu djúpt, ekki skyggnst
nógu víða“, auk þess sem hann ýjar að
því að öfund hrjái þennan hóp manna og
að vísindalegt viðmið þeirra sé gamal-
dags. Og ein skýringin á því „að sumir
gáfaðir og góðviljaðir menn hafa að-
hyllst veiðileyfagjald þrátt fyrir ærin
rök gegn því“ er, að mati Hannesar, sú
að sósíalisminn _„á sér enn bólstað í
hjörtum margra íslendinga." Segir hann
að stuðningsmenn kvótakerfisins taki
„frekar undir með þeim John Locke,
Ádam Smith og skoðanabræðram
þeirra,“ og að þeir geti „sofið á næturn-
ar, þótt öðrum gangi vel“. Gréin Hann-
esar er fjörleg.
Með grein sinni leggur Jón Ólafsson
til að menn komi upp úr skotgröfunum í
umræðunni um sovéttengsl sósíalista.
Hann reynir að svara þeirri spurningu
hvað skipti máli í þessari umræðu og segir: „Sið-
ferðisdómar um sovéttengsl eða sovétferðir og
hneykslun á þeim er ekki sérstaklega áhugaverð
þegar öllu er á botninn hvolft. Það sem er áhuga-
vert er að sjá áhríf sovéttengsla á stjórnkerfi
landsins og pólitíska þróun, þar með talda þróun
vinstrihreyfingarinnar í landinu."
Forminu haldið
1 greinum um bækur fjallar Terry Gunnell ís-
lenskufræðingur um nýmæli í rannsóknum á nor-
rænni goðafræði og Sverair Jakobsson sagnfræð-
ingur gagnrýnir nýleg fræðirit um Sturlungaöld.
Skáld Skírnis er að þessu sinni Unnur Marðar-
dóttir og skírskota vísur hennar til greinar Ár-
manns um kynuslann í Njálu. Myndlistarmaðm-
Skírnis er Hannes Lárasson og ritar Auður Ólafs-
dóttir listfræðingur um verk hans.
Á þessu má sjá að formi tímaritsins er haldið.
Engum nýjum þáttum hefur verið bætt við og eng-
ir felldir burt. Frágangi ritgerða hefur verið
breytt að því leyti að heimildaskrá er birt á eftir
hverri þeirra sem minnkar talsvert umfang neðan-
málsgreina. Er sú breyting til bóta.
I heftinu minnist Baldur Jónsson Halldórs Hall-
dórssonar, fyrrverandi ritstjóra Skírnis.
Svavar Hrafn Sveinn Yngvi
Svavarsson Egilsson