Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 17
VIÐSKIPTI
Breiðband Landssímans og ljósleiðaratenging Lfnu.Nets
Lj 6 sleiðar atengingar
með og án milliliða
0
LANDSSÍMI ÍSLANDS HF
L J ÓSLEIÐARANET eru rekin
bæði af Línu.Neti og Landssíma ís-
lands. Fyrmefnda fyrirtækið kynnti
samning sinn við sænska fjarskipta-
fyrirtækið Ericsson í fyrradag en í
honum felst sú nýjung að notendur
tengjast ljósleiðarakei-fmu beint en
ekki um millilið eins og örbylgju eða
koparlínu, að sögn Eiríks Bragason-
ar, framkvæmdastjóra Línu.Nets.
Eiríkur segir í samtali við Morg-
unblaðið að þessi lausn hafi hingað til
þótt of dýr en nú geri ný tækni og
aukin þörf, ásamt lægra verði, teng-
ingu af þessu tagi mögulega. Nýja
tæknin hefur verið þróuð af Ericsson
og felst í því að blása ljósþráðum inn í
plastlagnir sem íyrir eru í húsum og
ætlaðar eru fyrir ýmiss konar teng-
ingar.
Fjölbýlishús í milliliðalausu
sambandi við breiðbandið
Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri
Landssíma Islands, segir í samtali
við Morgunblaðið að svo virðist sem
stefnubreyting hafi orðið hjá Línu,-
Neti. „Fyrirtækið var upphaflega
stofnað til að nýta mögulega flutn-
ingsgetu raforkustrengjanna. Frétt-
ii’ af ljósleiðarakerfi Línu.Nets end-
urspeglar að tilgangur fyrirtækisins
er breyttur. Okkur finnst þetta at-
hyglisvert."
Aðspurður segir Þórarinn að Ijós-
leiðarakerfi Landssímans, breið-
bandið svokallaða, nái nú til 35 þús-
und heimila, og fjölbýlishús tengist
breiðbandinu beint og milliliðalaust.
Þegar um einbýlishús er að ræða
tengjast þau ljósleiðara um kopar-
línu eða kóaxstreng síðustu 100-200
metrana, að sögn Þórarins. „Ástæð-
an er sú að endabúnaður fyrir ljós-
leiðara er svo dýr að okkur óar við
þeim kostnaði fyrir viðskiptavini
okkar. Sá kostnaður dreifist á fleiri
þegar um fjölbýlishús er að ræða.“
Þórarinn útilokar ekki að í framtíð-
inni nái Ijósleiðari Landssímans alla
leið til notandans í fleiri tilvikum.
Að sögn Þórarins stendur nú yfir
tilraun á vegum Landssímans þar
sem 60 fjölskyldur eru í gagnvirku
sambandi yfir breiðbandskerfið með
10 Mb bandbreidd. Einnig er áætlað
að hefja tilraunir með stafræna
sjónvarpssendingu yfir breiðbandið
síðar á þessu ári. „Við getum ekki séð
að í fyrirsjáanlegri framtíð verði mik-
ill markaður fyrir 100 Mb tengingar.
Við búumst ekki við spum eftir band-
breiðari flutningi en sem svarar broti
af þeirri flutningsgetu sem breið-
bandskerfið leyfir," segir Þórarinn
og nefnir 10 Mb í því sambandi.
Könnun á áhuga
íbúa í undirbúningi
Markmið Línu.Nets er að tengja
þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu
með þessum hætti fyrir árslok. Ljós-
leiðaratengingin er ekki byggð á
Tetra-kerfi Línu.Nets, eins og hermt
var í Morgunblaðinu í gær. Tenging
af þessu tagi gefur íbúum kost á öfl-
ugu netsambandi, myndsíma, staf-
rænu og gagnvirku sjónvarpi og
menntunarþjónustu. Tengingin
tryggir 100 Mb hámarksflutnings-
getu til heimilanna. Viðræður við
ýmsa aðila sem veitt geta þjónustu af
þessu tagi standa nú yfir, að sögn
Eiríks.
Hann segir að boðið verði upp á
ljósleiðaratengingar í ákveðnum göt-
um á höfuðborgarsvæðinu á vegum
Línu.Nets, í miðbæ Reykjavíkur,
Grafarvogi, Kópavogi, Hafnarfirði og
Seltjamamesi. Áhugi meðal íbúa
verður kannaður fyrirfram og teng-
ingar lagðar með hliðsjón af niður-
stöðunum. Slík könnun er í undirbún-
ingi, að sögn Eiríks.
Starfsemi Línu.Nets er annars
vegar á sviði burðarkerfis í fjarskipt-
um í gegnum ljósleiðara og hins veg-
ar við gagnaflutninga frá burðarkerf-
inu til notandans, þar sem stuðst er
við mismunandi tækni. Þær tenging-
ar era m.a. með ljósleiðara, örbylgju
og koparlínum og síðar einnig um
rafdreifikerfið.
Lausnir í
rafrænum
viðskiptum
NAVISION Software og Siebel
Systems hafa gert samstarfssamn-
ing um lausnir í rafrænum viðskipt-
um, að því er fram kemur í fréttatil-
kynningu frá Navision á íslandi.
Aætlað er að Siebei/Navision-lausn-
in komi á markað í haust.
Navision Software er ráðandi á
markaði með heildarviðskiptalausnir
fyrh’ meðalstór fyririæki, og Siebel
Systems Inc. er ráðandi á markaði
með hugbúnað fyrir rafræn við-
skipti, að því er fram kemur í til-
kynningunni.
Nær til allra landa
Samkomulagið nær til allra landa
um rafrænar viðskiptalausnir sniðn-
ar að J)örfum meðalstórra fyrir-
tækja. I því felst að Navision Soft-
ware sér um markaðssetningu, sölu
og innleiðingu á forritinu MidMark-
et Edition Siebel frá Siebel. Navision
Software og Siebel Systems vinna
saman að því að samþætta þessi for-
rit og viðskipta-, framleiðslu-, sölu-
og netverslunarkerfi Navision Soft-
ware.
öruggir félagar í umferð
IE
HEKLA
- íforystu á nýrri öld!
Generation Golf
Golf Variant