Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 17 VIÐSKIPTI Breiðband Landssímans og ljósleiðaratenging Lfnu.Nets Lj 6 sleiðar atengingar með og án milliliða 0 LANDSSÍMI ÍSLANDS HF L J ÓSLEIÐARANET eru rekin bæði af Línu.Neti og Landssíma ís- lands. Fyrmefnda fyrirtækið kynnti samning sinn við sænska fjarskipta- fyrirtækið Ericsson í fyrradag en í honum felst sú nýjung að notendur tengjast ljósleiðarakei-fmu beint en ekki um millilið eins og örbylgju eða koparlínu, að sögn Eiríks Bragason- ar, framkvæmdastjóra Línu.Nets. Eiríkur segir í samtali við Morg- unblaðið að þessi lausn hafi hingað til þótt of dýr en nú geri ný tækni og aukin þörf, ásamt lægra verði, teng- ingu af þessu tagi mögulega. Nýja tæknin hefur verið þróuð af Ericsson og felst í því að blása ljósþráðum inn í plastlagnir sem íyrir eru í húsum og ætlaðar eru fyrir ýmiss konar teng- ingar. Fjölbýlishús í milliliðalausu sambandi við breiðbandið Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssíma Islands, segir í samtali við Morgunblaðið að svo virðist sem stefnubreyting hafi orðið hjá Línu,- Neti. „Fyrirtækið var upphaflega stofnað til að nýta mögulega flutn- ingsgetu raforkustrengjanna. Frétt- ii’ af ljósleiðarakerfi Línu.Nets end- urspeglar að tilgangur fyrirtækisins er breyttur. Okkur finnst þetta at- hyglisvert." Aðspurður segir Þórarinn að Ijós- leiðarakerfi Landssímans, breið- bandið svokallaða, nái nú til 35 þús- und heimila, og fjölbýlishús tengist breiðbandinu beint og milliliðalaust. Þegar um einbýlishús er að ræða tengjast þau ljósleiðara um kopar- línu eða kóaxstreng síðustu 100-200 metrana, að sögn Þórarins. „Ástæð- an er sú að endabúnaður fyrir ljós- leiðara er svo dýr að okkur óar við þeim kostnaði fyrir viðskiptavini okkar. Sá kostnaður dreifist á fleiri þegar um fjölbýlishús er að ræða.“ Þórarinn útilokar ekki að í framtíð- inni nái Ijósleiðari Landssímans alla leið til notandans í fleiri tilvikum. Að sögn Þórarins stendur nú yfir tilraun á vegum Landssímans þar sem 60 fjölskyldur eru í gagnvirku sambandi yfir breiðbandskerfið með 10 Mb bandbreidd. Einnig er áætlað að hefja tilraunir með stafræna sjónvarpssendingu yfir breiðbandið síðar á þessu ári. „Við getum ekki séð að í fyrirsjáanlegri framtíð verði mik- ill markaður fyrir 100 Mb tengingar. Við búumst ekki við spum eftir band- breiðari flutningi en sem svarar broti af þeirri flutningsgetu sem breið- bandskerfið leyfir," segir Þórarinn og nefnir 10 Mb í því sambandi. Könnun á áhuga íbúa í undirbúningi Markmið Línu.Nets er að tengja þúsund íbúðir á höfuðborgarsvæðinu með þessum hætti fyrir árslok. Ljós- leiðaratengingin er ekki byggð á Tetra-kerfi Línu.Nets, eins og hermt var í Morgunblaðinu í gær. Tenging af þessu tagi gefur íbúum kost á öfl- ugu netsambandi, myndsíma, staf- rænu og gagnvirku sjónvarpi og menntunarþjónustu. Tengingin tryggir 100 Mb hámarksflutnings- getu til heimilanna. Viðræður við ýmsa aðila sem veitt geta þjónustu af þessu tagi standa nú yfir, að sögn Eiríks. Hann segir að boðið verði upp á ljósleiðaratengingar í ákveðnum göt- um á höfuðborgarsvæðinu á vegum Línu.Nets, í miðbæ Reykjavíkur, Grafarvogi, Kópavogi, Hafnarfirði og Seltjamamesi. Áhugi meðal íbúa verður kannaður fyrirfram og teng- ingar lagðar með hliðsjón af niður- stöðunum. Slík könnun er í undirbún- ingi, að sögn Eiríks. Starfsemi Línu.Nets er annars vegar á sviði burðarkerfis í fjarskipt- um í gegnum ljósleiðara og hins veg- ar við gagnaflutninga frá burðarkerf- inu til notandans, þar sem stuðst er við mismunandi tækni. Þær tenging- ar era m.a. með ljósleiðara, örbylgju og koparlínum og síðar einnig um rafdreifikerfið. Lausnir í rafrænum viðskiptum NAVISION Software og Siebel Systems hafa gert samstarfssamn- ing um lausnir í rafrænum viðskipt- um, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá Navision á íslandi. Aætlað er að Siebei/Navision-lausn- in komi á markað í haust. Navision Software er ráðandi á markaði með heildarviðskiptalausnir fyrh’ meðalstór fyririæki, og Siebel Systems Inc. er ráðandi á markaði með hugbúnað fyrir rafræn við- skipti, að því er fram kemur í til- kynningunni. Nær til allra landa Samkomulagið nær til allra landa um rafrænar viðskiptalausnir sniðn- ar að J)örfum meðalstórra fyrir- tækja. I því felst að Navision Soft- ware sér um markaðssetningu, sölu og innleiðingu á forritinu MidMark- et Edition Siebel frá Siebel. Navision Software og Siebel Systems vinna saman að því að samþætta þessi for- rit og viðskipta-, framleiðslu-, sölu- og netverslunarkerfi Navision Soft- ware. öruggir félagar í umferð IE HEKLA - íforystu á nýrri öld! Generation Golf Golf Variant
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 157. tölublað (12.07.2000)
https://timarit.is/issue/133065

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

157. tölublað (12.07.2000)

Aðgerðir: