Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skipulagsstjóri ríkisins úrskurðar um áframhaldandi kísilgúrvinnslu úr Mývatni Fellst á efnistöku með skilyrðum Skipulagsstjóri féllst í gær á efnistöku á námasvæði 2 í Mývatni að uppfylltum viss- um skilyrðum. Hann féllst hins vegar ekki á vinnslu á svæði 1 en gerir kröfu um frekari upplýsingar. Vinnsla á námasvæði 2 er talin duga verksmiðjunni fyrir hráefni í yfir 30 ár. Urskurð skipulagsstjóra má kæra til umhverfisráðherra. SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur fallist á efnistöku kísilgúrs á náma- svæði 2 í Mývatni, að uppfylltum nokkrum skilyrðum. Hráefni í Ytri- Flóa, þar sem námuleyfl Kísiliðjunn- ar hf. nær til, er talið ganga til þurrð- ar árið 2002 og þess vegna óskaði verksmiðjan eftir að fá að hefja nám á ríflega 1,26 km2 svæði á Bolum í Syðri-FIóa, sem er talið geta séð fyr- irtækinu fyrir hráefni í 32 ár. Kísil- iðjan lagði í byrjun september á sl. ári fram skýrslu um mat á áhrifum þess að hefja töku kísilgúrs á nýjum svæðum á náttúru Mývatns og byggð við vatnið og úrskurðaði skipulagsstjóri í kjölfar þess að fram þyrftu að fara frekari rannsóknir á áhrifum vinnslunnar á lífríki vatns- ins. Stofnunin krafðist þess að fram kæmi lýsing á fyrirhugaðri fram- kvæmd, þ.m.t. um afmörkun og dýpt námusvæða, heildarefnistöku og hámarksefnistöku á ári, tilhögun vinnslu, staðsetningu og gerð nýrra mannvirkja, jarðrask, förgun úr- gangs og um aðra þætti starfseminn- ar sem kynnu að valda loft-, hljóð- eða sjónmengun. Ennfremur ætti, eftir því sem við gæti átt, að gera grein fyrir öðrum þeim fram- kvæmdakostum sem framkvæmdar- aðili teldi raunhæfa. Þetta var gert og lagt fyrir Skipu- lagsstofnun. í gær kvað skipulags- stjóri upp áðumefndan úrskurð sinn, þar sem hann leyfir vinnslu á svæði 2, en telur enn skorta á upplýsingar um svæði 1. Þungu fargi létt af Mývetningum „Mín viðbrögð eru þau, að það hlýtur að vera þungu fargi létt af Mývetningum. Ég held að þetta sýni, að tekið hafi verið mark á málflutn- ingi Kísiliðjunnar, og öllum þeim ráðgjöfum sem hafa komið að skýrslugerð fýrir okkur. Okkur hef- ur tekist að sýna fram á það, að það sé óhætt að halda áfram námu- vinnslu í Mývatni. Það er meginnið- urstaðan. Við erum búnir að fá með þessum úrskurði leyfi til þess að vinna á svæði 2, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Og skipulags- stjóri vill fá frekari gögn um svæði 1, svo að það er ekki útilokað að við fá- um námaleyfi þar líka. Svæði 2 er mun stærra en svæði 1 og kísilgúr- inn mun þykkari þar, sem þýðir að við getum unnið þar í 20-25 ár, að svo gefnu að okkur takist að uppfýlla þau skilyrði sem okkur eru sett,“ sagði Gunnar Örn Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, þegar Morgunblaðið spurði hann um við- brögð við úrskurði skipulagsstjóra. „Sum þessara skilyrða eru ósköp eðlileg, og margt af því sem beðið er um hefur verið í gangi fram til þessa dags, eins og t.d. að vakta fuglalíf og rannsaka ástand fiska o.s.frv.; því er í raun og veru einungis verið að fara fram á að það haldi áfram. En síðan er farið fram á ný atriði, eins og t.d. vöktun á setflutningum og kortlagn- ingu á botni svæðanna. Við komum til með að skoða mjög vel þessi skilyrði sem skipulagsstjóri setur, til að athuga hvort fyrirtækið sé yftr höfuð í stakk búið til að full- nægja þeim. Svo eru þarna hlutir sem maður er ekki alveg viss um hvað er átt við með, og þar þurfum við að fá nánari skýringar, til að geta svo farið í saumana á þeim atriðum." Óskað eftir frekari upplýsingum Skipulagsstjóri setur ýmis skilyrði íyrir úrskurði sínum. Hvað svæði 1 snertir er gerð krafa um frekari kortlagningu námusvæðisins og næsta nágrennis þess. Kísiliðjan á að standa fyrir kortlagningu botnsam- félags á og umhverfis námusvæði 1 og leggja fram frekari upplýsingar um magn, tegundasamsetningu og búsvæði. Leggja þarf mat á þýðingu þess íyrir vistkerfi Mývatns að nema brott eða rýra botnsamfélag á og við námusvæði 1. Gerð er krafa um taln- ingu fugla og athugun á þéttleika og hegðunarmynstri fugla vor og sumar á og nærri námusvæði 1. Þessar upp- lýsingar verði metnar í samhengi við heildarstofna fugla á Mývatni og á landinu öllu. Sömuleiðis er gerð krafa um mat á gildi námusvæðis 1 og umhverfis þess fyrir viðgang fiski- stofna. Þá er gerð krafa um mat á staðbundnum áhrifum námuvinnslu á næringarefnaflæði frá seti vegna brottnáms botngróðursamfélaga. ítarlegar kröfiir gerðar Skipulagsstofnun fellst á efnis- töku með skilyrðum. Krafist er kort- lagningar námusvæðisins og næsta nágrennis þess. Gera þarf kortið áð- ur en til framkvæmda kemur. I öðru lagi þarf framkvæmdaraðili að leggja fram tillögu að afmörkun áhrifasvæðis námuvinnslu á námu- svæði 2. Afmörkun áhrifasvæðis skal miða við að tryggt sé að ungauppeld- issvæði við Háey og svæði milli Há- eyjar og lands, sem lýst hefur verið sem þröskuldi gagnvart straumum og setílutningum frá námusvæði 2, verði ekki fyrir áhrifum af námu- vinnslunni vegna strauma og set- flutninga. Að öðru leyti miðist af- mörkun áhrifasvæðis námuvinnslu á námusvæði 2 við að áhrifa af námu- vinnslunni gæti sem minnst út fyrir námusvæðið. Aður en námavinnsla hefst verður Kísiliðjan að leggja fram tillögu að ítarlegri framkvæmdaáætlun, þar sem gerð verði grein fyrir skil- greindum áföngum, staðsetningu, stefnu og lögun vinnslureita ásamt því að með rökstuddum hætti verði sýnt fram á hvemig komið verði í veg fyrir rof utan áður skilgreinds áhrifasvæðis námusvæðis 2. Gerð er krafa um mótvægisaðgerðir gegn áhrifum námuvinnslu á strauma og setflutninga áður en til framkvæmda kemur. Ennfremur er gerð krafa um vökt- un strauma og setflutninga og botnsamfélaga. Kísiliðjan þarf að leggja fram tillögu að vöktunaráætl- un sem taki mið af því að svæðin milli Hrúteyjar og lands og Háeyjar og lands hafa verið skilgreind sem við- kvæm fyrir breytingum vegna hættu á rofi. Tryggt verði að fyrstu mæl- ingar samkvæmt vöktunaráætlun fari fram áður en framkvæmdii’ hefj- ast. í tillögu að vöktunaráætlun komi einnig fram tillaga fyrirtækisins að viðmiðum fyrir hvenær grípa skuli til mótvægisaðgerða eða breytinga á tilhögun vinnslu. Sömuleiðis er gerð krafa um að fylgst verði reglulega með fuglalífi og fiskistofnum. Vökt- unin þarf að byggjast á vöktunar- áætlun sem leggja þarf fram fyrfr- fram. Skipulagsstofnun vill að fylgst verði með landnámi hágróðurs og annarra botnsamfélaga á röskuðum svæðum. Þess er krafist að ákomu næringarefna frá affalli Kísiliðjunn- ar verði haldið í lágmarki. Sýnt verði fram á hvemig komið verði í veg fyr- ir að affallsvatn frá kísilgúrvinnslu valdi óásættanlegri aukningu á magni niturs og fosfórs í Mývatni. Stofnunin vill að við skipulag mann- virkjagerðar og framkvæmda verði miðað að því að sjónrænum áhrifum verði haldið í lágmarki og sömuleiðis að hverskonar mengun frá dælinga- búnaði og landaðstöðu í Helgavogi og sunnan Landteiga verði haldið í lágmarki. Kærufrestur Lögum samkvæmt má kæra úr- skurð skipulagsstjóra ríkisins til um- hverfisráðherra. Kærufrestur er til 16. ágúst 2000. Ríkið dæmt til að greiða konu 1,5 milljónir í skaðabætur Mistök gerð við brjósta- minnkunaraðgerð HÉRAÐSDÓMUR Íteykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Jórunni Önnu Sigurðardótt- ur 1,5 milljónir króna í skaðabætur auk dráttarvaxta og málskostnaðar vegna mistaka við brjóstaminnk- unaraðgerð sem hún fór í árið 1991. Samkvæmt lýsingu stefnanda, Jórunnar Önnu, hafði hún lengi átt við vandamál að stríða vegna stórra og þungra bijósta og lýstu vandamálin sér í óþægindum aðal- lega í formi vöðvabólgu í hnakka ásamt tíðum höfuðverkjum. Því ákvað hún um mitt árið 1989 að sækja um að fara í brjóstaminnk- unaraðgerð á Landspítalanum og tveimur árum síðar var fram- kvæmd skurðaðgerð á henni á spítalanum, þar sem tæplega 600 grömm voru tekin af hvoru brjósti. Fór fram á 20 milljóna króna skaðabætur Aðgerðin heppnaðist ekki sem skildi og varð Jórunn Anna fyrir blóðrásartruflunum og drep kom í annað brjóstið. Hún fór því fram á rúmar 20 milljónir í skaðabætur og byggði hún kröfu sína á því að mis- tök hafi verið gerð við og í kjölfar aðgerðarinnar. Hún telur íslenska ríkið, sem rekstraraðila ríkisspít- ala og Landspítalans og vinnuveit- enda lækna og annarra heilbrigðis- starfsmanna, sem að málinu komu, bera bótaábyrgð á þeim mistökum. Byggir stefnandi á því að eftir- talin mistök hafi verið gerð: 1. Skort hafi ráðgjöf og samráð við stefnanda fyrir aðgerð. 2. Ekki hafi verið beitt viður- kenndri eða viðeigandi læknisað- ferð. 3. Mistök hafi verið gerð við sjálfa aðgerðina. 4. Ónógt eftirlit og ófullnægjandi meðferð hafi verið eftir aðgerð. 5. Útlitslegur árangur aðgerðar hafi verið óviðunandi og ekki í samræmi við óskir og væntingar stefnanda. 6. Skinn hafi verið tekið af röng- um stað til skinnágræðslu við að- gerðina og það valdið ónauðsyn- legu lýti. I niðurstöðu dómsins kemur fram að varðandi fyrsta atriðið, þ.e. að skort hafi ráðgjöf og sam- ráð við stefnanda fyrir aðgerð, beri málsaðilum ekki saman um hvaða upplýsingar hafi verið veittar munnlega og því tekur dómurinn ekki afstöðu til þessa. Varðandi annað og þriðja atriðið segir í dómnum að notast hafi verið við viðurkennda aðferð og að í aðgerð- arlýsingu komi ekkert fram sem bendi til annars en að aðgerðin hafi verið framkvæmd á hefðbund- inn hátt. Dómurinn fellst ekki á að eftirlit hafi verið ónógt eða eftirmeðferð ófullnægjandi hvað varðar það sem gert var til þess að greina og með- höndla blóðrásartruflanir og vefja- drep. Dómurinn féllst hins vegar á rök stefnanda um óviðunandi útlitsleg- an árangur og að skinn hafi verið tekið á röngum stað til ígræðslu. Það var Páll Þorsteinsson hér- aðsdómari og meðdómsmennirnir Stefán Einar Matthíasson læknir og Þorvaldur Jónsson læknir sem kváðu upp dóminn. HAXNOVEH. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hannover til veiða HANNOVER, frystitogari þýska út- gerðarfyrirtækisins DFFU, dóttur- félags Samheija hf„ kom til hafnar í Reykjavík í dag eftir umfangs- mikla viðgerð í Noregi. Frá Reykja- vík mun skipið halda til rækjuveiða í grænlenskri lögsögu og stunda þær veiðar til áramdta. Sem kunnugt er kom upp eldur í Hannover 14. maí sl. þar sem skipið var að veiðum á Grænlandshafi. Hannover var mikið skemmt, bæði af eldinum sjálfum en einnig af sdti og reyk sem fdr um allt skipið. Með- al annars gereyðilagðist stjdrnher- bergi skipsins. Skipið var tryggt fyrir því eignatjdni sem varð. Tjón sem fellur á DFFU og þannig á Samheija hf. er hins vegar vegna þess afiataps sem varð meðan á við- gerð stdð en tryggingar fyrir slíku tjdni tíðkast ekki f útgerð. Þetta tjdn nemur um 30 milljdnum krdna, eins og fram hefur komið. Viðgerðin í Noregi gekk vonum framar og tdk einungis rúmar fimm vikur. Mun stunda rækjuveiðar í grænlenskri lögsögu Hannover heldur síðar í vikunni til rækjuveiða í grænlenskri lög- sögu, í samvinnu við fyrirtækið Royal Greenland, en grænlensk stjómvöld leggja til veiðiheimild- irnar. Verkefnið er styrkt af Evrdpusambandinu og nemur styrkurinn um 270.000 íslenskum krdnum á hvem úthaldsdag. Hannover mun stunda þessar veið- ar til áramdta og landa afla sínum á Grænlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 157. tölublað (12.07.2000)
https://timarit.is/issue/133065

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

157. tölublað (12.07.2000)

Aðgerðir: