Morgunblaðið - 12.07.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 12.07.2000, Qupperneq 6
6 MIÐVIKUDAGUR 12. J ULi 2000 MORUUNRLADID FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Einar Hákon Jónsson sleppti ekki íslenska fánanum þó að hann væri kominn á hestbak. Forseti fslands í opinberri heimsdkn í Strandasýslu Strandir byggir hugmyndaríkt fólk Forseti Islands er nú í tveggia daga heim- sókn í Strandasýslu. Vel var tekið á móti honum í gær, en hann skoðaði m.a. sýningu um galdramenn og kynnti sér nýjustu tækni í sauðfjárrækt. FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt í gærmorgun í opin- bera heimsókn í Strandasýslu en heimsókninni lýkur í kvöld. Forset- inn fer um sjö hreppa á för sinni og kemur víða við en dvelur lengst í Hólmavík. í dag mun forsetinn m.a. fara norður Djúpuvík og Trékyllis- vík. Bjami Stefánsson sýslumaður Strandasýslu tók á móti forsetanum og fylgdarliði hans við sýslumörk Stranda- og Borgarfjarðasýslu á Holtavörðuheiði í gærmorgun og bauð hann velkominn í Stranda- sýslu. Fyrsti viðkomustaður forset- ans var í Símstöðinni að Brú í Hrútafirði þar sem móttökunefnd héraðsráðs Strandasýslu og hrepps- nefndar Bæjarhrepps beið hans. Georg Jón Jónsson, bóndi á Kjörs- eyri, fylgdi forsetanum um Símstöð- ina og fræddi hann um sögu hússins og fjarskipta í Strandasýslu. Frá Símstöðinni var ekið að Borð- eyri þar sem Riis-hús, sem er gam- alt verslunarhús, var skoðað. Riis- hús var byggt árið 1862 og því með elstu húsum við Húnaflóa. Sverrir Björgvinsson, formaður byggingar- nefndar Riis-húss, gerði grein fyrir þeim endurbótum sem hafa verið gerðar á húsinu frá 1994 en enn mun talsvert verk vera fyrir höndum. Á söguslóðum í Strandasýslu Georg Jón fræddi forsetann og fylgdarlið hans um verslunarsögu Borðeyrar en Georg sagði Borðeyri hafa gegnt mikilvægu hlutverki í verslunarsögu þjóðarinnar. Á Borð- eyri er starfrækt dagvistun barna í húsnæði grunnskólans á Borðeyri. Börn tóku á móti forsetanum með fánum og blómum og í grunnskólan- um snæddi hann léttan hádegisverð en á matseðlinum var m.a. kaldur grillaður silungur, kryddsíld og skyr með rabbabara. A Prestbakka tók Stefán Lárus- son sonarsonur prestshjónanna á móti forsetanum og afhenti honum blómvönd. I kirkjunni ræddi sr. Ágúst Sigurðsson um sögu staðarins og framtíð. Hann talaði m.a. um fólksfækkun í sýslunni og hann taldi ólíklegt að prestur myndi sitja að Prestbakka eftir sína tíð. Sr. Ágúst og kona hans, Guðrún Lára Ásgeirs- dóttir ,gengu með forsetanum um kirkjugarðinn og buðu honum að því loknu að líta inn í prestbústaðinn. Pantaði lambakjöt í minnsta kaupfélagi landsins Kaupfélagið á Óspakseyri var op- ið í tilefni af komu forsetans. Kaup- félagið er venjulega aðeins opið á miðvikudögum og fyrir hádegi á laugardögum en kaupfélagið á Óspakseyri mun vera minnsta kaup- félag landsins. Á Óspakseyri tók hópur heimamanna á móti forsetan- um og fylgdarliði hans og heimilis- fólkið í Hvítuhlíð kom ríðandi til að hitta forsetann. I kaupfélaginu lagði Ólafur Ragnar inn pöntun fyrir dilkakjöti sem hann ætlar að bjóða fram í veislu fyrir forseta Finnlands í haust en heimamenn bættu um betur og létu forsetanum í té gjafa- bréf fyrir einum dilk til viðbótar. í fjárhúsinu á bænum Húsavík kynnti Brynjólfur Sæmundsson hér- aðsráðunautur nýja tækni í sauð- fjárrækt fyrir forsetanum en hún felst í því að hrútar eru ómskoðaðir auk þess sem þeir eru mældir í bak og fyrir til að komast að því hvort þeir séu hæfir til undaneldis. Göldróttir Strandamenn Á Hólmavík heimsótti forsetinn m.a. grunnskólann, þar sem nem- endur tóku á móti honum með ís- lenskum fánum. Forsetinn kynnti sér fjarkennslubúnað sem grunn- skólinn hefur nýlega tekið í notkun. Haft var samband við börn í Broddanesskóla og Anna Margrét Valgeirsdóttir kennari sýndi hvern- ig fjarkennslustund fer fram. Böm- in buðu forsetanum að taka þátt í bingói og varð forsetinn annar sig- urvegaranna. Vel fór á með forset- anum og nemendunum en forsetan- um fannst hin nýja tækni mjög athyglisverð. Forsetinn bauðst jafn- framt til þess að stjórna bingóinu einu sinni í vetur en bingóstjórnun var einmitt vinningurinn í bingóinu. Forsetinn sótti að auki galdrasýn- inguna á Hólmavík þar sem saga galdramála á 17. öld er rakin. Strandamenn voru sérlega afkasta- miklir galdramenn, a.m.k. ef marka má þann mikla fjölda galdramála sem kom upp í sýslunni. Forsetan- BM-VAIIA Söludeild í Fornalundi Breiðhöfða 3 • Sími 585 5050 Gerðu kröfur Kynntu þér staðfestar niðurstöður gæðaeftirlits BM«VaIlá 1999 á www.bmvalla.is www.bmvalla.is Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Meðal þess sem Ólafur Ragnar gerði var að fara á hrútasýningu, m.a. til að kynnast nýjustu tækni í sauðfjárrækt. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Jðn Jónsson sagnfræðingur sýndi forsetanum galdrasýninguna. Á sín- um tíma fékk Jón hvatningarverðlaun forseta íslands. um þótti mikið til sýningarinnar koma og taldi hana bera vott um sköpunargleði og nýsköpun heima- manna. Skoðaði nýjustu tækni í fjárrækt Olafur Ragnar sagði greinilegt að á Ströndum byggi duglegt og hug- myndaríkt fólk. Oft væri talað um vanda hinna dreifðu byggða en Ólaf- ur Ragnar sagði að menn mættu ekki einblína á hið neikvæða. Á Ströndum væri nú verið að vinna að mörgum nýjungum. ,Á þessum heimsóknardegi höf- um við svo sannarlega kynnst því að hér er víða verið að vinna mörg hin merkustu verk og menn horfa til framtíðar. Mér fannst t.d. samræð- urnar um sauðfjárræktina fyrr í dag sýna mér að bændur á Ströndum eru að nýta sér tæknina til þess að bæta féð og tryggja að það þjóni markaðnum á nýrri öld,“ sagði Olaf- ur Ragnar. Hann sagðist hafa rætt þá hug- mynd að e.t.v. mætti merkja lamba- kjötið eftir uppruna þess. Neytend- ur myndu vita frá hvaða héraði, sýslu eða jafnvel bæ kjötið þeirra kæmi. Þeir gætu þá jafnframt pant- að sér kjöt af lömbum sem vitað væri með vissu að hefðu bitið gras á heiðum uppi en ekki á ræktuðum túnum. „Það er allt annað bragð af því kjöti,“ sagði Ólafur Ragnar. „Ég vona nú að forystumenn í afurða- vinnslu og landbúnaði skoði það rækilega að taka upp slíkar sér- merkingar. Þannig að líkt og menn geta pantað sér vín og osta frá ákveðnum héruðum víða um heim geti menn sérvalið sér kjöt írá bæj- um og byggðarlögum á Islandi. Ég fann það að Strandamenn höfðu mikinn áhuga á þessu. Þeir vilja búa til gæðafé hér á Ströndum sem sannarlega hefur gengið á heiðum uppi og hefur bestu bragðeiginleika sem íslenska lambakjötið getur öðl- ast,“ segir Ólafur Ragnar. Dulúð hvílir yílr Strandamönnum „Hér á Hólmavík hefur mér fund- ist þessi galdrasýning ekki aðeins vera skemmtileg heldur er hún greinilega nýjung í margvíslegum skilningi þar sem aðstandendur sýn- ingarinnar eru að varpa nýju ljósi á 17. öldina og sýna okkur íslenskan veruleika með allt öðrum hætti en gert hefur verið áður,“ sagði Ólafur Ragnar. Hann segir heimsókn sína hafa sýnt sér að við margvíslega erf- iðleika sé við að glíma í byggðamál- um og hann vonar að heimsókn sín efli með mönnum dug og kjark. Ólaf- ur Ragnar sagði greinilegt að sjálfs- mynd Strandamanna væri sterk, þeir væru stoltir af sögu sinni. „Ég held að það hvíli í hugum þjóðarinn- ar ákveðin dulúð yfir Strandamönn- um. Þeir séu taldir öflugiá, kraft- meiri, kannski varasamari en ýmsir aðrir og hér eru menn að gera sér efnivið úr þeirri mynd,“ sagði Ólafur Ragnar og vísaði til galdrasýningar sem nýlega var opnuð á Hólmavík og áætlana um enn viðameiri sýn- ingar um galdramál í Strandasýslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.