Morgunblaðið - 12.07.2000, Side 23

Morgunblaðið - 12.07.2000, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 22 LISTIR Vantaði fjölbreytni í raddskipan TOJVLIST Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR H&kan Wikman frá Helsinki flutti orgelverk eftir Pekka Kostiainen, J.S. Bach, Philip Glass og Mauri Wiitala. Sunnudaginn 9. júlí. AÐDRÁTTARAFL stóra Klais-org- elsins í Hallgrímskirkju er slíkt að flestir helstu orgelleikarar hins kristna heims hafa og munu mjög lík- lega eiga hér viðdvöl. I sumar munu níu orgelleikarar, víða að úr heimin- um, ásamt orgelleikara kirkjunnar, Herði Áskelssyni, koma fram á tón- leikunum sem hlotið hafa nafnið „Sumarkvöld við orgelið 2000“. Auk sumartónleikanna eru einnig haldnir nítján hádegistónleikar með íslensk- um og erlendum listamönnum. Tónleikai’nir sl. sunnudagskvöld hófust á fantasíu fyrir orgel (1976) efth’ Pekka Kostiainen (1944), finnskt tónskáld og kórstjóra, sem samkvæmt efnisskrá hefur samið sjö verk fyrir orgel. Verkið er á bili hins hefðbundna tónferlis með svolítið nú- tímalegri hljóðskipan, áheyrileg en þó ekki spennandi tónlist, er var hressilega flutt en þó með nokkuð einlitri og þrumandi raddskipan. Þessi einlita raddskipan var t.d. ein- um of ráðandi í flutningi Wikmans á verkum Bachs, sérstaklega í D-dúr- prelúdíunni og fúgunni (BWV 532) og einnig í jaðarköflunum í Tokkötu, adagio og fúgu í C-dúr (BWV 564), þótt aðeins væri breytt til í adagio- kaflanum. Svona þrískipting, að hafa hægan þátt á milli prelúdíunnar og fúgunnar, skapar þessu verki nokkra sérstöðu, en hægi þátturinn, sem er sérlega fallegur, var vel fluttur og myndaði þó nokkra andstæðu við helst til einfalda raddskipan í öðrum hluta verksins. Dans m-. 4 eftir Philip Glass er eitt af þessum síbyljandi verkum sem reyna mjög á hlustun, en þegar minnst varir heyrist hljómur (sjöundarhljómur) sem er í and- stæðu við síbyljuna og þar með nær Glass aftur athygli hlustandans, sem fljótlega áttar sig þó á því að ekkert nýtt er í aðsigi. Þegar fullreynt er um hlustunarþolið endar verkið jafn- skyndilega og það hófst, sem form- laus síbylja. Þrátt fyrir allt fær verk- ið mann til að velta vöngum yfir þessu sérkennilega tiltæki, sem er hvað tónskipan snertir ekki neitt nýtt, heldur sífelld endurtekning á einföldum og hefðbundnum hljóma- niðurlögum og óaflátanlegri síbylju í hægri hendinni. Tónleikunum lauk með Tokkötu (1977) eftir Mauri Wiitala (1947) og er þetta verk hvað tónmál snertir eins konar æfing í ýmsum leiktækni- útfærslum á annars mjög einfaldri tokkötutónhugmynd. Þessi þrum- andi tokkata var rofin með hægum og nokkuð fallega hljómandi mið- kafla. Það er eins með tokkötuna og fýrsta verkið, fantasíuna, að bæði verkin eru að mörgu leyti vel unnin, bæði gamaldags og nýmóðins, en einnig án þess þó að vera í raun gam- aldags og nýmóðins heldur eitthvað sem ekki skiptir máli. Hákan Wikman er góður orgel- leikari og töluvert teknískur en var á þessum tónleikum helst til spar á fjölbreytni í raddskipan, sem er þýð- ingarmikill þáttur í allri tónmótun orgelverka. Það hafði þau áhrif að tónleikarnir voru í heild sérlega ein- litir, sem var beinlínis þreytandi í verkinu eftir Philip Glass. Jón Ásgeirsson Kassi sem skiptir sköpum! Neyðarkassinn sem er viðurkenndur af Kanadíska heilbrigðiskerfinu hefur reynst einstaklega vel i Norður- Ameríku. Hægt er að sníða kassann að þínum óskum, hvort sem er við snjóflóða-, jarðskjálfta- eða önnur svæði. Allar upplýsingar og sala í síma GJALDFHJÁLST ÞJÓNUSTUNÚMER Heitdarlausnir í áfalta- og neyðartilfellum Úú gelur eignast þessa frábæru HELENA RUBINSTEIN SUMARGIÖF* þegar þú kaupir tvær HR vörur, þar ai' eitt Povver A. krem. *Mcð;in birgðir cndast Úlsölustaðir: Reykjavík: Ársól Grímsbæ, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Gullbrá Nóatúni, Hygea Laugavegi, Hygea Kringlunni. Libia Mjódd, Mist Spönginni, Sara Bankastræti. Sigurboginn Laugavegi. Kópavogur: Bylgjan. Hafnarfjörður: Andorra. Mosfelisbær: Fína. Akranes: Bjarg. ísafjörður: Krisma. Akureyri: Hjá Maríu/Amaró. Húsavík: Hilma. Vestmannaeyjar: Miðbær. HELENA RUBINST; SUMARGJÖFIN ÞÍN Feel The Action IRONFEATHER flugustöngin er hönnuð úr „CoFi grafiti", sem veitir stönginni frábæran styrk og ber línuna í löngum köstum, jafnvel þegar flugulínan er öll úti. Mikil kastfjarlægð og nákvæmni veitir góða tilfinningu og þú nýtur þess að leggja út flugunni með IRONFEATHER á staði sem þú áður hélst að væri ekki hægt. IRONFEATHER er með hjóla- festingu úr nickel- og silfurblöndu með j ' IRONFEATHER IRONFEATHER TEGUND HLUTIR LENGD LINUTEG. TEGUND HLUTIR LENGD LÍNUTEG. IFF 904-2E 2 9’0"/270 cm #4 IFF 998-2E 2 9'67293 cm #8 IFF 905-2E 2 9 0"/274 cm #5 IFF 999-2E 2 9'6"/293 cm #9 IFF 906-2E 2 9 0"/274 cm #6 IFF 1008/9-2E 2 10'0'7305cm #8/9 IFF 906-2E 2 90 7274 cm «7 IFF 1409/10-2E 3 14'0' /427 cm #8/10 IFF 906-2E 2 9 0 7274 cm #8 IFF 15010/11-3E 3 15'07457 cm #10/11 innlögðum harðviði. Lykkjurnar eru úr ryðfríu stáli með „Silicon Carbide" fóðringum. Hverri IRONFEATHER flugustöng fylgir sterkur álhólkur til flutnings og geymslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.