Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 22 LISTIR Vantaði fjölbreytni í raddskipan TOJVLIST Hallgrímskirkja ORGELTÓNLEIKAR H&kan Wikman frá Helsinki flutti orgelverk eftir Pekka Kostiainen, J.S. Bach, Philip Glass og Mauri Wiitala. Sunnudaginn 9. júlí. AÐDRÁTTARAFL stóra Klais-org- elsins í Hallgrímskirkju er slíkt að flestir helstu orgelleikarar hins kristna heims hafa og munu mjög lík- lega eiga hér viðdvöl. I sumar munu níu orgelleikarar, víða að úr heimin- um, ásamt orgelleikara kirkjunnar, Herði Áskelssyni, koma fram á tón- leikunum sem hlotið hafa nafnið „Sumarkvöld við orgelið 2000“. Auk sumartónleikanna eru einnig haldnir nítján hádegistónleikar með íslensk- um og erlendum listamönnum. Tónleikai’nir sl. sunnudagskvöld hófust á fantasíu fyrir orgel (1976) efth’ Pekka Kostiainen (1944), finnskt tónskáld og kórstjóra, sem samkvæmt efnisskrá hefur samið sjö verk fyrir orgel. Verkið er á bili hins hefðbundna tónferlis með svolítið nú- tímalegri hljóðskipan, áheyrileg en þó ekki spennandi tónlist, er var hressilega flutt en þó með nokkuð einlitri og þrumandi raddskipan. Þessi einlita raddskipan var t.d. ein- um of ráðandi í flutningi Wikmans á verkum Bachs, sérstaklega í D-dúr- prelúdíunni og fúgunni (BWV 532) og einnig í jaðarköflunum í Tokkötu, adagio og fúgu í C-dúr (BWV 564), þótt aðeins væri breytt til í adagio- kaflanum. Svona þrískipting, að hafa hægan þátt á milli prelúdíunnar og fúgunnar, skapar þessu verki nokkra sérstöðu, en hægi þátturinn, sem er sérlega fallegur, var vel fluttur og myndaði þó nokkra andstæðu við helst til einfalda raddskipan í öðrum hluta verksins. Dans m-. 4 eftir Philip Glass er eitt af þessum síbyljandi verkum sem reyna mjög á hlustun, en þegar minnst varir heyrist hljómur (sjöundarhljómur) sem er í and- stæðu við síbyljuna og þar með nær Glass aftur athygli hlustandans, sem fljótlega áttar sig þó á því að ekkert nýtt er í aðsigi. Þegar fullreynt er um hlustunarþolið endar verkið jafn- skyndilega og það hófst, sem form- laus síbylja. Þrátt fyrir allt fær verk- ið mann til að velta vöngum yfir þessu sérkennilega tiltæki, sem er hvað tónskipan snertir ekki neitt nýtt, heldur sífelld endurtekning á einföldum og hefðbundnum hljóma- niðurlögum og óaflátanlegri síbylju í hægri hendinni. Tónleikunum lauk með Tokkötu (1977) eftir Mauri Wiitala (1947) og er þetta verk hvað tónmál snertir eins konar æfing í ýmsum leiktækni- útfærslum á annars mjög einfaldri tokkötutónhugmynd. Þessi þrum- andi tokkata var rofin með hægum og nokkuð fallega hljómandi mið- kafla. Það er eins með tokkötuna og fýrsta verkið, fantasíuna, að bæði verkin eru að mörgu leyti vel unnin, bæði gamaldags og nýmóðins, en einnig án þess þó að vera í raun gam- aldags og nýmóðins heldur eitthvað sem ekki skiptir máli. Hákan Wikman er góður orgel- leikari og töluvert teknískur en var á þessum tónleikum helst til spar á fjölbreytni í raddskipan, sem er þýð- ingarmikill þáttur í allri tónmótun orgelverka. Það hafði þau áhrif að tónleikarnir voru í heild sérlega ein- litir, sem var beinlínis þreytandi í verkinu eftir Philip Glass. Jón Ásgeirsson Kassi sem skiptir sköpum! Neyðarkassinn sem er viðurkenndur af Kanadíska heilbrigðiskerfinu hefur reynst einstaklega vel i Norður- Ameríku. Hægt er að sníða kassann að þínum óskum, hvort sem er við snjóflóða-, jarðskjálfta- eða önnur svæði. Allar upplýsingar og sala í síma GJALDFHJÁLST ÞJÓNUSTUNÚMER Heitdarlausnir í áfalta- og neyðartilfellum Úú gelur eignast þessa frábæru HELENA RUBINSTEIN SUMARGIÖF* þegar þú kaupir tvær HR vörur, þar ai' eitt Povver A. krem. *Mcð;in birgðir cndast Úlsölustaðir: Reykjavík: Ársól Grímsbæ, Snyrtivöruverslunin Glæsibæ, Gullbrá Nóatúni, Hygea Laugavegi, Hygea Kringlunni. Libia Mjódd, Mist Spönginni, Sara Bankastræti. Sigurboginn Laugavegi. Kópavogur: Bylgjan. Hafnarfjörður: Andorra. Mosfelisbær: Fína. Akranes: Bjarg. ísafjörður: Krisma. Akureyri: Hjá Maríu/Amaró. Húsavík: Hilma. Vestmannaeyjar: Miðbær. HELENA RUBINST; SUMARGJÖFIN ÞÍN Feel The Action IRONFEATHER flugustöngin er hönnuð úr „CoFi grafiti", sem veitir stönginni frábæran styrk og ber línuna í löngum köstum, jafnvel þegar flugulínan er öll úti. Mikil kastfjarlægð og nákvæmni veitir góða tilfinningu og þú nýtur þess að leggja út flugunni með IRONFEATHER á staði sem þú áður hélst að væri ekki hægt. IRONFEATHER er með hjóla- festingu úr nickel- og silfurblöndu með j ' IRONFEATHER IRONFEATHER TEGUND HLUTIR LENGD LINUTEG. TEGUND HLUTIR LENGD LÍNUTEG. IFF 904-2E 2 9’0"/270 cm #4 IFF 998-2E 2 9'67293 cm #8 IFF 905-2E 2 9 0"/274 cm #5 IFF 999-2E 2 9'6"/293 cm #9 IFF 906-2E 2 9 0"/274 cm #6 IFF 1008/9-2E 2 10'0'7305cm #8/9 IFF 906-2E 2 90 7274 cm «7 IFF 1409/10-2E 3 14'0' /427 cm #8/10 IFF 906-2E 2 9 0 7274 cm #8 IFF 15010/11-3E 3 15'07457 cm #10/11 innlögðum harðviði. Lykkjurnar eru úr ryðfríu stáli með „Silicon Carbide" fóðringum. Hverri IRONFEATHER flugustöng fylgir sterkur álhólkur til flutnings og geymslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.