Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Svinabúið Brautarholt hefur hlotið starfsleyfí til þriggja ára Heimild veitt til þess að losa úrgang’ í sjó UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur veitt Svínabúinu Brautarholti ehf. á Kjalamesi tímabundna heimild til þess að losa úrgang frá búinu í sjó. Leyfíð, sem var veitt þann 29. maí síðastliðinn, gildir til nóvemberloka á þessu ári og mun Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur hafa eftirlit með framkvæmd leyfisins. Svínabúið Brautarholt er stærsta svínabú landsins og hefur verið rek- ið í hátt á annan áratug en talsverð- ar deilur hafa staðið um rekstur þess milli Páls Ólafssonar, íbúa jarðar- innar Brautarholts, annars vegar og eigenda svínabúsins hins vegar. I febrúar á þessu ári gerði lög- maður Páls Ólafssonar alvarlegar athugasemdir við starfsleyfistillög- ur fyrir svínabúið, sem samþykktar höfðu verið af Umhverfis- og heil- brigðisráði Reykjavíkur. Hann benti meðal annars á að samkvæmt skil- yrðum starfsleyfis væri losun á svínamykju í sjó óheimil en umbjóð- andi sinn teldi að Svínabúið Brautar- holt hefði í óleyfi losað þúsundir tonna af svínamykju í sjóinn við Brautarholt á ári hverju. Umhverfisráðuneytið staðfestir starfsleyfí Umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur veitti svínabúinu tíma- bundið starfsleyfi til þriggja ára þann 29. febrúar síðastliðinn og var það bundið skilyrðum sem lúta að hollustuháttum og mengunarvöm- um við búið. I kjölfarið bárust umhverfisráðu- neytinu kærur frá Páli Ólafssyni og jafnframt frá Svínabúinu Brautar- holti og óskaði ráðuneytið eftir umsögnum um kærurnar hjá Reykjavíkurborg, Heilbrigðiseftir- liti Reykjavíkur og starfsleyfishafa. Eftir að umsagnir þeirra höfðu bor- ist og athugasemdir kærenda ákvað ráðuneytið að staðfesta úrskurðinn um starfsleyfið án breytinga. Krafa um hreinsibúnað á útblástur Páll Ólafsson byggði aðalkröfu sína á því meðal annars á því að ekki hafi legið fyrir í starfsleyfinu viðun- andi og strangar mótvægisaðgerðir sem voru forsenda þess að búið fékk undanþágu til þess að reisa svínahús í 325 metra fjarlægð frá íbúðarhúsi Páls árið 1998, en samkvæmt gild- andi reglum er kveðið á um 500 metra lágmarksfjarlægð svínahúsa frá íbúðarhúsi. I kæru Páls voru meðal annars gerðar kröfur um að settur yrði upp hreinsibúnaður á útblástur frá búinu en fram kemur að loftmengun frá búinu geri Páli og fjölskyldu hans allt að því óbærilegt að dvelja í íbúð- arhúsi sínu. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur segir í umsögn sinni að hugsanlega verði þess krafist að fyrirtækið setji upp slíkan búnað þegar starfsleyfi búsins verður endurskoðað að þrem- ur árum liðnum. Hins vegar sé slíkur búnaður líklega hvergi annars stað- ar í notkun í heiminum og ekki tilefni til að krefjast jafn mikilla aðgerða að svo stöddu. Par segir einnig að með hinum sértæku starfsleyfisskilyrð- um, sem fram koma í starfsleyfi Svínabúsins að Brautarholti, hafi verið komið til móts við kröfuna um strangar og viðunandi mótvægisað- gerðir og því standi engin rök eða efnisatriði til að fallast á kæru Páls. Lagaheimildir skorti til strangra skilyrða í kæru starfsleyfishafa kemur meðal annars fram að lagaheimildir skorti til þess að gera strangari kröfur til búsins en það geti staðið undir. í umsögn Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur kemur meðal annars fram að kærendur hafi sótt um und- anþágu frá fjarlægðarmörkum og fengið hana gegn því að taka á sig strangar og viðunandi mótvægisað- gerðir til þess að koma í veg fyrir lyktarmengun frá búinu. Því megi segja að kærendur hafi meðvitað ákveðið að setja svínabúið niður á stað sem kallaði á strangar mótvæg- isaðgerðir. Einnig segir að ekkert í máli kærenda bendi til þess að þeim sé fjárhagslega óyfirstíganlegt að mæta þeim kröfum sem koma fram í starfsleyfinu. Báðir aðilar gera athugasemdir við leyfið Athugasemdir vegna umsagna Heilbrigðiseftirlits og annarra aðila bárust frá kærendum í byrjun sum- ars. Kærendur voru ekki fullsáttir við skilyrði starfsleyfis, en á mis- munandi forsendum. í úrskurði um- hverfisráðuneytis er hins vegar kveðið á um að starfsleyfið skuli standa óbreytt. í athugasemd Páls segir meðal annars að umsögn Heilbrigðiseftir- lits Reykjavíkur staðfesti að ekki sé fyrii- hendi nægilegt tankrými til geymslu á svínamykju á búinu og landrými til dreifingar svínamykju sé of lítið en ekki liggi fyrir neinar áætlanir um hvemig nýta megi svínamykju að öðru leyti. I úrskurði umhverfisráðuneytisins segir að það telji eðlilegt að búið fái ákveðinn frest til þess að koma upp tönkum sem taki við nægu magni af mykju og nægjanlegu landrými til þess að dreifa mykjunni á. Páll gerir þá kröfu að hin kærða ákvörðun verði felld úr gildi og byggir hann kröfu sína á því að bygging og reksturs svínabús muni hafa umtalsverð áhrif á hann og fjöl- skyldu hans og geri jafnframt að engu margra áratuga búskap hans á jörðinni. Búið ekki undirgengist strangari kröfur I athugasemdum starfsleyfishafa kemur meðal annars fram að hann hafi ekki með nokkrum hætti undir- gengist eða samþykkt að strangari kröfur ættu að gilda um rekstur bús- ins en um annan sambærilegan rekstur á skipulögðu landbúnaðar- svæði. Meðal annars er nefnt að með mælingum á útblæstri frá svína- búinu þurfi búið að standa fyrir gríð- ariega kostnaðarsömum rannsókn- um á búnaði, sem hvergi í heiminum er krafist að skuli vera til staðar á svínabúum. Starfsleyfishafi gerir kröfur um að tekið verði tillit til athugasemda hans og hinni kærðu ákvörðun breytt í samræmi við þær. I úrskurði umhverfisráðuneytis kemur fram að það telji heimilt og skylt að gerðar séu strangari kröfur um mótvægisaðgerðar vegna meng- unar frá svínabúinu en ella þar sem undanþága hafi verið veitt frá þeirri reglu að svínahús væri í 500 metra fjarlægð frá íbúðarhúsi og hafi for- svahsmönnum svínabúsins mátt vera ljóst að gerðar yrðu strangari kröfur um mótvægisaðgerðir. s ara ökumaður ÞRIGGJA ára barn stakk lykli í kveikjulásinn á bíl mömmu sinnar í Þverholti í Mosfellsbæ í gær. Barn- ið fann lykilinn í tösku móður sinn- ar, sem hafði brugðið sér frá. Bif- reiðin var í gír og skipti því engum togum að hún fór af stað og lenti á húsvegg. Tvö börn voru ibílnum og hvorugt sakaði. Bíllinn dældaðist hins vegar að framan og vélarhlíf skckktist. Sigurður Tryggvason á leið til Reykjavíkur Hjólar 100 kílómetra á dag „VIÐ vorum að renna inn í Húna- þing vestra og ferðin gengur mjög vel,“ sagði Fríða Sigurðar- dóttir móðir Sigurðar Tryggva Tryggvasonar, sem er á leið hjól- andi til Reykjavíkur. Sigurður, sem er þrettán ára gamall, safnar áheitum til styrktar MS-félagi fs- lands í ferðinni. Hann lagði af stað frá Akureyri á mánudags- morgun. Móðir hans fylgir honum eftir í bíl og sagði þegar Morgunblaðið hafði samband við hana í gær að allt hefði gengið að óskum og veðrið verið ágætt. „Sigurður stefnir á að hjóla 100 km á dag og blæs ekki úr nös. Hann ætlar sér að vera kominn til Mosfellsbæjar á fimmtudagskvöld og mun svo hjóla úr Mosfellsbæ í Perluna í Reykjavík á föstudagsmorgun. Félagar í MS-félaginu munu fylgja honum síðasta spölinn." Markmið söfnunarinnar er að koma upp aðstöðu í Reykjavik fyrir MS-sjúklinga sem búa úti á landi en þurfa að leita sér lækn- inga í Reykjavík. Söfnun áheita stendur yfir fram á föstudag og er sími söfnunarinnar 5334443. _____ Morgunblaðið/Jim Smart Sleipnir gagnrýnir akstur SBK frá Keflavíkurflugvelli Hóta að gnpa til að- gerða gegn Flugleiðum BIFREIÐASTJÓRAFÉLAGIÐ Sleipnir ætlar að snúa sér til Nor- ræna flutningamannasambandsins og biðja um samstöðuaðgerðir gegn Flugleiðum verði framhald á fólks- flutningum milli Keilavíkurflugvall- ar og Reykjavíkur á vegum SBK, Sérleyfisbfla Keflavíkur. Oskar Stef- ánsson, formaður Sleipnis, segir að Kynnisferðir, dótturfyrirtæki Flug- leiða, sem séð hefur um þessa flutn- inga, hafi að mestu virt verkfall Sleipnis, en nú bregði svo við að SBK, sem sé að hluta í eigu Kynnis- ferða, hafi hafið flutninga á þessari leið. Sleipnismenn stöðvuðu ferðir á vegum SBK í gærmorgun án þess að til átaka kæmi. Borgþór Kærnested, sem á sæti í framkvæmdastjóm Norræna flutn- ingamannasambandsins, segir að beiðni um samstöðuaðgerðir hafi ekki borist frá Sleipni. Hann segir að aðgerðir gætu falist í því að af- greiðslu flugvéla frá Flugleiðum á flugvöllum á Norðurlöndum verði hætt. Einar Sigurðsson, upplýsingafull- trúi Flugleiða, segir að Kynnisferðir séu hluthafi í SBK og hvorki Flug- leiðir né Kynnisferðir komi að dag- legri stjórn eða ákvarðanatöku fyrir- tækisins, frekar en hjá öðrum fyrirtækjum þar sem Flugleiðir eru minnihlutaeigendur. „Það er því fjarri lagi að þetta hafi eitthvað með Flugleiðir að gera enda er félagið ekki með beinum hætti aðili að þess- ari deilu,“ segir Einar. Hann segir að hótanir Sleipnis um að beita fyrir sig Norræna flutninga- mannasambandinu séu sérkennileg- ar og hljóti að byggjast á misskiln- ingi. Misskilningurinn sé sá að SBK sé í eigu Flugleiða og vinni á vegum félagsins. Flugleiðfr hafi ekkert með ákvarðanir SBK að gera. Fulltrúar Sleipnis og vinnuveit- enda hafa verið á óformlegum fund- um hjá ríkissáttasemjara og er búist við því að boðað verði til fundar síðar í vikunni. Ellefu lögbannsbeiðnir hafa verið lagðar fram vegna verk- falls Sleipnis og hefur síðustu sjö beiðnunum verið vísað frá. Sýslu- maður samþykkti fyrstu fjórar beiðnirnar og er síðar í vikunni að vænta dómsniðurstöðu frá Héraðs- dómi Reykjavíkur vegna staðfest- ingarmáls varðandi lögbannsúr- skurði gagnvart Austurleið og SBS, en þau mál fengu flýtimeðferð í Hér- aðsdómi. Verði lögbannsbeiðnunum hafnað fjölgar þeim um 30 sem eru í verkfalli hjá Sleipni. I stéttarfélag- inu eru 160 manns. Hvalfjarðargöng tveggja ára Tvöfalt meiri umferð en reiknað var með UMFERÐ um Hvalfjarðargöng hef- ur verið tvöfalt meiri en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir á þeim tveimur árum frá því þau voru opn- uð. „Samkvæmt rekstraráætlunum sem gerðar voru áður en fram- kvæmdir hófust í maí 1996 var gert ráð fyrir 1.400 bflum að meðaltali á sólarhring. Sú tala rauk fljótlega upp og nú fara um 2.800 bflar að meðal- tali um göngin á sólarhring en um- ferðin er reyndar mjög misjöfn eftir árstíma," segir Gísli Gíslason stjóm- arformaður Spalar, eiganda og rekstraraðila ganganna. í upphaflegum áætlunum er gert ráð fyrir að það taki vegfarendur tuttugu ár að greiða fyrir göngin sem þá verði afhent ríkinu. Gísli seg- ir að þær tímaáætlanir hafi ekki breyst verulega þrátt fyrir meiri um- ferð. „Sú gjaldskrá sem við byrjuð- um með þótti of há. Því lækkuðum við gjöld í september á síðasta ári en þá gáfum kost á fleiri afsláttarmögu- leikum og hækkuðum afslætti. Við erum því nálægt því greiðsluplani sem við lögðum upp með. En ef framhald verður á mikilli umferð og aðrai- forsendur breytast ekki kann að vera að greiðslutími styttist.“ Gísli segir breytingar á gjaldskrá ekki fyrirhugaðar, hvorki til hækk- unar né lækkunar. Hraðamyndavélar í göngin? Fimm smávægileg umferðar- óhöpp hafa verið skráð í Hvalfjarð- argöngum síðan þau voru opnuð. Að sögn Gísla eru öryggismál í göngun- um í sífelldri skoðun. „Við höfum uppfyllt ákveðna staðla og meira til. En við höfum verið að skoða mögu- leika á því að auka öryggi og þá helst með því að koma upp hraðamynda- vélum. Meginöryggi í göngunum felst að okkar mati í því að halda um- ferðarhraða niðri.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.