Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir Smáfólk Líf þessa tónskálds var sorglegt, fínnst þér ekki ? En það var Rómantískt? rómantiskt Sorglegt lff er rómantfskt þegar það er líf einhvers annars. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Syndug gagnrýni Frá Borgari Þorsteinssyni: ÉG HEF alltaf haft í mér flökkueðli. Það skemmtilegasta sem ég geri er að ferðast til annarra þjóða og kynn- ast nýjum siðum og menningu, það eykur víðsýni og opnar augu manns fyrir þeim kjörum og lifnaðarháttum sem fólk býr við. Maður verður rík- ari fyrir vikið. Ég hef ferðast um heiminn meira eða minna síðastliðin tólf ár, stundum í félagi við aðra, stundum aleinn og oftar en ekki að- eins með bakpoka um öxl. Þau eru mörg atvikin góð og slæm sem hafa hent mig á þessu flakki en eitt langar mig að minnast á sem dæmi fyrir þessa grein. Ég var ásamt ferðafé- lögum mínum djúpt inní frumskóg- um Kongó (þá Zaire). Þarna eru veg- ir engir, aðeins slóðar gegnum regnskóginn og oftar en ekki var hraðinn á fararskjóta okkar 20 km á dag! Eitt kvöldið fengum við að tjalda í ijóðri hjá trúboða sem var hinn vingjamlegasti. Við ferðalangar vorum ansi skítugir eftir nokkurra daga hark í gegnum frumskóg og benti trúboðinn okkur á læk rétt hjá í skógarþykkninu þar sem við máttum baðast en eitt skyldum við varast. Ég sperrti eyrun og bjóst við æsilegum sögum af kyrkislöngum eða górillum en nei, við áttum að varast að af- klæða okkur ekki um of (konur þó sérstaklega) til þess að særa ekki blygðunarkennd innfæddra! Ég man hvað mér þótti þetta (og þykir enn) sorglegt, hér var lýsandi dæmi um andleg hryðjuverk kirkjunnar, skóg- arfólkið sem í gegnum aldirnar hafði búið hér í sátt við náttúruna og lifað eins og náttúrubörn hafði verið heila- þvegið til þess að trúa á synd! Þetta atvik kom upp í huga mér þegar ég sletti glyi'nu yfir ræður helstu „fyrir- menna“ á kristnihátíðinni í fylgiriti Morgunblaðsins. Hvað eftir annað er talað um gæfu þá sem kristinni trú fylgir og hvernig líf fólks hljóti að vera snautt allri gleði ef það ekki ját- ast kristi. Nú vil ég ekki gera lítið úr trú/trúleysi fólks en mikið þykir mér leiðinlegt að lesa hvað eftir annað ræður forseta, biskups og ráðherra og sjá að ekkert virðast þeir hafa lært í gegnum árin þótt flestir séu helmingi eldri en ég. Það var samt nokkuð merkilegt að lesa ræður sumra stjómmálamanna á kristnihá- tíð, eftir því sem þeir eru valdameiri eða hafa feitari embætti þeim mun meira var um slepju og klisjukennda kristnifrasa í ræðum þeirra og lítið um gagnrýna hugsun. Aftur á móti mátti lesa nokkrar frumlegri ræður hjá fulltrúum hinna minni flokka sem líkt og uppreisnargjamir unglingar benda oft á sáran sannleik. Við kenn- um bömum okkar umburðarlyndi og víðsýni og að virða hvert annað á sama tíma og ríkið + kirkjan ausa úr sjóðum almennings til að stunda trúboð innanlands sem utan og ala á því leynt og ljóst að það sé aðeins ein rétt trú, einn réttur siður. Það kall- ast heimska þegar fólk hefur alið all- an sinn aldur heima hjá sér og ekki þorað að kíkja út íyrir bæjarlækinn, heimskir þykja mér þeir sem segjast hafa fundið hina réttu lífs leið öllum til handa. Þjóðin sýndi það í verki nú um kristnihátíðina að stór hluti hennar kærir sig kollótta um ríkis- kirkjuna og steingervingana þar. Þó var þessi hátíð mjög táknræn að einu leyti. Fyrir 1000 árum var kristinni trú þröngvað upp á þjóðina án þess að almenningur kærði sig um það. Núna, 1000 árum seinna, gerðist það sama, hátíðinni var þröngvað inná heimili fólks, fæstum til neinnar sér- stakrar gleði. BORGAR ÞORSTEINSSON, Austurgötu 34, Hafnarfirði. Grunnur markaður - slæm ráðgjöf! Frá Jens P. Jensen: ÉG GET ekki orða bundist lengur yfir ástandinu á íslenska fjármála- markaðinum. Afföllin af húsbréfum halda áfram að aukast þrátt fyrir aðgerðir og nýjan samning um við- skiptavakt. Greinilegt er að offram- boði er um að kenna - en hvernig er ráðgjöf á þessum markaði háttað? Almenningur spyr bankann sinn hvað það eigi að gera, bankinn svar- ar því til að svona sé þetta bara, þetta séu afföllin og fólk verði bara að sætta sig við það! Þetta hef ég sannreynt hjá tveimur bönkum, reyndar ríkisbönkum. Þessir sömu aðilar eru síðan kaupendur og stór- græða á þessum ófullkomna mark- aði. Það verður að leita leiða til að gera þessi bréf að markaðsvöru í útlöndum, hér eru alltof fáir kaup- endur. Eigendur húsbréfa eiga að halda að sér höndum þegar svona árar og geyma bréfin undir koddan- um geti þeir það með nokkru móti. Jafnvel getur borgað sig að taka lán frekar en að selja húsbréf með 14,55% afföllum eins og staðan er í dag. JENS P. JENSEN, hagfræðingur, Garðastræti 17, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í uppiýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.