Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 12. JIJLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Mikið fjör er á leikjanámskeiði í Tónabæ á vegum Iþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur Allir eru vinir í Tónabæ Reykjavík ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð Rcykjavíkur stendur fyrir leikjanámskeiðum á hverju sumri fyrir 6-9 ára börn í fé- lagsmiðstöðvum borgar- innar. A leikjanámskeiðun- um er boðið upp á fjöl- breytta dagskrá, byggða á skapandi og þroskandi starfi, inni sem úti. Börnin á lcikjanámskeiði Tónabæjar kváðu alla vini í Tónabæ og buðu blaðamanni Morgunblaðsins að eyða degi með þeim sem hann og þáði. Dagurinn hófst á siglingu í Nauthólsvík. Klædd appels- ínugulum björgunarvestum stigu þau um borð í fleyið Jónas feita sem bar þau út á reginhaf. Mikil kátfna ríkti í hópnum sem vera ber. Að sjóferð lokinni var þrammað upp í Tónabæ. Þar gæddu börnin sér á hádegismat og fóru í hina ýmsu leiki uns tími var kominn til að halda á ieiksýningu Brúðubflsins. Fjölbreytt dagskrá Dagskrá sumarnámskeið- anna er fjölbreytt, segir Eva Björk Jónudóttir, yfirmaður sumarstarfsins í Tónabæ. í hverri viku er farið í sund með börnin og reglulega heimsækja þau Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. í Tóna- bæ er farið í leiki, litað, fóndrað og haldnar leiksýn- ingar jafnt sem böll. Börnin fá einnig að heimsækja fyrir- tæki, stofnanir og söfn svo eitthvað sé nefnt. Hvert námskeið stendur yfir í viku og eru á milli 40 og 50 börn í Tónabæ hverju sinni. Eva segir mikla áherslu lagða á þjálfun starfsfólks, bæði varðandi þekkingu á viðfangsefnum námskeið- anna og skyndihjálp. Vel sé hugað að því að öllum örygg- isatriðum sé fullnægt. Sér- stök aðgát er höfð í sund- ferðum, siglingum og þegar ferðast er með börnin milli staða. Leiðbeinendur leggja mikið upp úr að öllum líði vel og að dagskráin sé fjölbreytt og skemmtileg. Allir hafa gaman af Eva segir alla hafa mjög gaman af námskeiðunum, bæði börnin og starfsfólkið. Foreldrar láta einnig vel af námskeiðunum og sækir fjöldi barna námskeið Tóna- bæjar margar vikur á hverju sumri. „Okkar markmið er að allir séu sem ánægðastir, ekki bara við og ekki bara krakkarnir heldur líka for- eldrarnir," segir Eva. Tilboð opnuð í Skúlatúnsreit Eykt bauð 450 milljón- ir í reitinn Reykjavík Byggingafyrirtækið Eykt átti hæsta tilboð í lóðir á Skúlatúnsreit. Fyrirtækið bauð 350 milljónir króna í Skúlatún 1 og Höfðatún 2 og 100 milljónir króna í Skúlagötu 59. Fyrr á þessu ári samþykkti ■ Borgarráð Reykjavíkur að kaupa lóð- ina við Höfðatún 2, á horni Borgartúns og Höfðatúns, ásamt tæplega 1.800 m2 húsi sem á henni stendur. Kaupverð var 111 milljónir króna. Reykjavíkurborg átti aðra lóð á Vélamið- stöðvarreitnum, lóðina við Skúlatún 1, ásamt bygg- ingum, og báðar þessar lóðir voru boðnar út í maí sl. Einnig óskaði Ræsir hf. eftir tilboði í lóð og hús- eignir á Skúlagötu 59 í Reykjavík. Heildarflatar- mál þeirrar lóðar er 3.303 m2 og húsa 3.414 m2. Efnt var til lokaðs útboð að afloknu forvali og var fímm aðilum í Reykjavík gefínn kostur á að gera til- boð í umræddar lóðir. Þessir aðilar voru: Bygg- ingarfélag Gylfa og Gunn- ars ehf., Eykt ehf., bygg- ingarverktakar, Húsvirki hf., ÍAK, íslenskir aðal- verktakar hf., og ístak hf. Ekkert tilboð barst frá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars. Hæsta tilboð barst frá Eykt, 350 millj- ónir króna í Skúlatún 1 og Höfðatún 2 og 100 milljón- ir króna í Skúlagötu 59. Húsvirki bauð rúmar 273 milljónir króna í Skúlatún og Höfðatún, en ekkert í Skúlagötu 59; ÍAV bauð 263 milljónir í Skúlatún og Höfðatún og 76 milljónir í Skúlagötu 59; og Istak bauð 253 milljónir króna í Skúlatún 1 og Höfðatún, en ekkert í Skúlagötu 59. Heildarflatarmál lóðanna er 12.527 m2 og húsa 6.135 m2. Unnið að deiliskipulagi Samkvæmt aðalskipu- lagi er svæðið skilgreint sem athafnasvæði, þar sem fram getur farið at- vinnustarfsemi af nær öllu tagi. Ætlunin er að breyta því úr iðnaðarsvæði í skrif- stofusvæði og miðar vinna við deiliskipulagið að því. Jafnframt er verið að und- irbúa umferðarskipulag fyrir hverfíð. Endanlegar skipulagstillögur verða unnar í samráði við þá sem verður úthlutað lóðunum. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Krakkarnir í Tónabæ á leið út á sjó í Jónasi feita. Umsjón með námskeiðun- um er í höndum fólks með mikla reynslu af barna- og unglingastarfi. Með nýju starfsfólki koma svo nýjar hugmyndir inn í starfið og er fjölbreytileik- inn því f fyrirrúmi, að sögn Evu. Skemmtilegast í Fjöl- skyldugarðinum Blaðamaður Morgunblaðs- ins tók tvö ungmenna nám- skeiðsins tali, Bryndísi Evu Erlingsdóttur, 7 ára, og Magna Frey Magnússon, 8 ára, og fræddist um starfið í Tónabæ. Þau voru sammála um að gaman væri í Tónabæ en urðu þó ekki á eitt sátt um hvað það væri sem stæði upp úr. Magni taldi áhugaverðast að fara í Fjölskyldugarðinn, en einnig áttu sundferðir hug hans. Hann kvaðst mundu sjá til þess að alla daga yrði farið í sund ef hann væri leiðbeinandi nám- skeiðsins. Bryndís var ekki á sama máli því henni finnst skemmtilegast að vera inni í Tónabæ við leik og störf. Eftirminnilegasta stund Bryndísar í Tónabæ var þeg- ar hún fékk að sýna þar leikrit ásamt fleiri börnum námskeiðsins. Bryndís og Magni sögðu börnin í Tónabæ einkar hlýðin og prúð og fara eftir þeim reglum sem þeim væru settar, en aðalreglan í Tóna- bæ er sú að allir eiga að vera vinir. Morgunblaðið/Kristinn Hér má sjá krakkana í Tónabæ í leik sem þau kalla gjarnan fallhh'farleikinn. Morgunblaðið/Kristinn Bryndís og Magni fræddu blaðamann Morgunblaðsins um starfíð í Tónabæ. Hraðamælingar leið- beina um hraðahindranir Garðabær HRADAHINDRANIR verða ekki settar upp að svo stöddu á þremur götum í Garðabæ en íbúar við tvær þeirra höfðu óskað eftir því. Bæjarverk- fræðingur segir að samkvæmt mælingum sé umferðarhrað- inn ekki slíkur að ástæða sé til að koma þeim upp. Mældur var ökuhraði á þremur húsagötum í Garða- bæ, þ.e. á Hæðarbraut austan Gilsbúðar, Eyktarhæð vestan Hæðarbrautar og Lyngási vestan Hafnarfjarðarvegar. Á þessum götum er leyfilegur hámarkshraði 30 km eins og á öllum húsagötum í bænum. Eiríkur Bjarnason bæjar- verkfræðingur segir að bæj- aryfirvöld hafi síðustu 12 til 14 árin fengið lögreglu til að mæla ökuhraða í bænum, ekki síst við húsagötur þar sem óskað hefur verið eftir hraða- hindrunum. Á slíkum mæling- um sé síðan byggt að miklu leyti við ákvörðun. Hann segir nú milli 40 og 50 hraðahindr- anir í bænum. Hraðinn á um- ræddum götum er samkvæmt þessum mælingum ekki slíkur að þörf sé talin á hraðahindr- unum að sögn Eiríks. Hann segir að þótt ákveðinn hluti ökumanna brjóti reglur um hámarkshraða sé það hart ef setja þurfí upp hraðahindran- ir í flestum húsagötum. Reynt sé að ná hraðanum niður með eftirliti og til dæmis sé sett upp tæki sem sýni ökumönn- um á hvaða hraða þeir aki og minni þá um leið á að þeir séu á 30 km götu. Slíkt hafi alltaf nokkur áhrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.