Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR12. JÚLÍ 2000 39 MINNINGAR GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR Guðrún Guðmundsdóttir fæddist ( Gerðum í Garði 15. nóvember 1909. Hún andaðist á Landspítalanum 31. maf síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkj- unni 9. júní. Guðrún tengdamóð- ir mín var yndisleg kona með það hrein- asta hjartalag sem ég hef nokkurn tímann kynnst. í fyrsta skipti sem ég kom á heimilið hennar fann ég þessa sér- stöku hlýju og góða anda umlykja mig sem fylgdi henni alla tíð. Hún gerði aldrei kröfur til okkar barna, tengda- og barnabarna en var alltaf boðin og búin að rétta fram hjálparhönd og gera öðrum gott. Eg hef engri annarri konu kynnst sem lað- aði fram það besta í hverjum þeim manni er á vegi hennar varð. Ég var svo lánsöm að hún var mér ekki einvörðungu tengdamóðir sem átti enga sína líka, heldur urðum við ævarandi vinkonur að auki. Hún gat orðið eins og stelpurófa með blik í kristalbláu augunum sínum, kát og glettin og við áttum ógleymanlegar stundir saman bæði hér heima og þegar hún heimsótti okkur erlendis. Guðrún varð 90 ára gömul en síung í anda. Hún gleymdi oft ald- rinum sjálf og fannst hún alla vega ekki degi eldri en sjötug. Hún upp- lifði margt um dagana, gleði og sorgir, berklaveiki og missi syst- kina og eiginmanns á besta aldri en aldrei bugaðist „amma“ Guðrún. Hún var snillingur í því að líta á björtu hliðarnar og strá um sig sólskini hvar sem hún fór. Ég mun sakna þín Guðrún mín meira en orð fá lýst en ég veit að þú varst tilbúin að fara og trúðir statt og stöðugt að þín biðu allir ástvin- irnir horfnu handan við móðuna miklu. Síðustu helgina þína áttum við ógleymanlegan dag saman þegar þú sýndir dætrum okkar bernskuslóð- irnar í Garðinum. Garðskagavita, Útskálakirkju og alla þá staði sem þú unnir mest. Veðrið lék við okkur, saltilm lagði af sjónum og þú sást meira að segja Snæfellsjökul í síð- asta skipti og fjöllin sem voru þér kærust. Þú sofnaðir svefninum langa eins fallega og þú lifðir með börn og barnaböm þér við hlið. Ég get aldrei fullþakkað allt sem þú gafst mér. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um huga minn fer. Þó þú sért horfm úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þ.Sig.) Guð blessi þig. Þín, Þórey. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minning- argreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hve- nær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, syst- kini, maka og börn, skóla- göngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálan- um, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. RASAUGLVSIISIGAR ATVINNU- A UGLÝ5I NGAR Starf á Hóteli Óskum eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf • í veitingasali frá kl. I 1.30 -23.30 og 15.30 - 23.00 • Morgunverður frá kl. 07.30 - 12.00 og 07.30 - 14.00 • Mötuneyti starfsmanna frákl. 07.30- 19.00 Upplýsingar á staðnum hjá G&G veitingum milli kl. 15.00- og 18.00 miðvikudag og fimmtudag. G&G veitingar Hótel Loftleiðir HOTEL LOFTLEIÐIR. 1 C E L A N D A R H O T E L S IÐNSKÓLINN f REYKJAVfK Laus staða Laus er til umsóknar ein staða framhaldsskóla- kennara í málaraiðn. Ráðning í stöðuna erfrá 1. ágúst 2000. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri í síma 551 3745 232. Umsóknum skal skila til starfsmannastjóra fyrir 26. júlí nk. Öllum umsóknum verður svarað. Járnsmiður — rennismiður Viljum ráða mann, vanan vinnu við ryðfrítt stál. Þarf að geta unnið sjálfstætt. Einnig rennismið, vanan allri almennri verk- stæðisvinnu. Upplýsingar í síma 863 2548. Á.M. Sigurðsson ehf. Mjá Morcjunblíiöinu starfa um 600 blaðberar á höfuöborcjarsvaeðinu. YMISLEQT BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚN 3-105 REYKJAVlK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing um deili- skipulag og breytingu á deiliskipulagi í Reykjavík Kjalarnes, Árvellir í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1999 er hér með auglýst til kynningar tillaga að deili- skipulagi að Árvöllum á Kjalarnesi. Gert er ráð fyrir að auk núverandi húss megi reisa innan tilgreinds byggingarreits: allt að 300m2 vistheimili, 250m2 áhaldahús og geymslu, 180m2 starfsmannabústað auk gróðurhúss, tengiganga og skjólveggja. Lagður verði nýr aðkomuvegur að Árvöllum á austurmörkum lands og nú- verandi tenging aflögð. Selásbraut 109, Selásskóli í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1999 er hér neð auglýst til kynningar tillaga að breytingu á skipulagi lóðar Selásskóla. Lóðirnar nr. 6 og 8 við Viðarás sameinist skólalóðinni og skólabygging stækki um u.þ.b. 1500m2. TILKYNNINGAR Til viðskiptavina Iðntæknistofnunar Athygli ervakin á að Iðntæknistofnun verður lokuð vegna sumarleyfa frá 17. júlí til og með 7. ágúst 2000. Elægt er að fá framkvæmdar prófanir og gæða- eftirlit á sviði suðutækni meðan á lokun stendur. lóntæknistof nun II Keldnahoitni, 112 Reykjavík, sími 570 7100. Kaupi gamla muni s.s. skrautmuni, bækur, bókasöfn, myndir, málverk, silfur, jólaskeiðar og eldri húsgögn. Upplýsingar í símum 555 1925 og 898 9475. SMÁAUGLÝSINGAR DULSPEKI Huglækningar — heilun Huglækningar, sjálfsuppbygg- ing, áruteiknun/2 form. Uppl. í síma 562 2429 f.h. Halla Sigurgeirsdóttir, andlegur læknir. FÉLAGSLÍF Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. Miðvikudagur 12. júlí kl. 20.30. Opið hús á Sólon íslandus, til- einkað geysivel heppnaðri Jóns- messunæturgöngu yfir Fimm- vörðuháls með 220 þátttakend- um. Myndasýning úr ferðinni. Fjölmennið. Helgarferð 14. - 16. júlí. Vatnaferðin með jeppadeild: Hveravellir - Aukúluheiði Grímstunguheiði- Arnarvatn stóra og fleira skemmtilegt. Fimmvörðuhálsferðir um hverja helgi. Staðfestið pantanir strax. ÉSAMBAND ÍSLENZKRA ^ t KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma f kvöld kl. 20.30. Bjarni E. Guðleifsson flytur hug- leiðingu og segir jafnframt kafla úr kristnisögu: Kristniboðs- frömuðurinn sr. Jón Jónsson lærði á Möðrufelli. Allir hjartanlega velkomnir. Munið kristniboðsmótið á Löngu- mýri í Skagafirði um næstu helgi, 14.-16. þ.m. Skráð er á Löngumýri. Allir velkomnir. http://sik.is/ FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÚRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Úlfarsfell í kvöld. Þægileg kvöldganga. Brottför frá BSÍ og Mörkinni 6 kl. 20:00. Verð 500. Fimmvörðuháls um helgina. Brottför 15. júlí kl. 8:00 frá BSÍ. Bókið tímanlega á skrifstofu í síma 568 2533. Verslunarmannahelgin nálgast — hraðganga um Laugaveg- inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 157. tölublað (12.07.2000)
https://timarit.is/issue/133065

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

157. tölublað (12.07.2000)

Aðgerðir: