Morgunblaðið - 12.07.2000, Síða 56
Drögum næst
25. júlí
Heimavörn
Sími: 580 7000
MORGUNBLAÐIÐ, KJIINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Urskurður skipulagsstj óra ríkisins
um kísilgúrvinnslu úr Mývatni
- Nýttnáma-
svæði gæti
dugað í 30 ár
SKIPULAGSSTJÓRI féllst í gær á
efnistöku á námasvæði 2 í Mývatni
að uppfylltum vissum skilyrðum.
Hann féllst hins vegar ekki á
vinnslu á svæði 1 en gerir kröfu um
frekari upplýsingar. Vinnsla á
námasvæði 2 er talin duga verk-
smiðjunni fyrir hráefni í yfir 30 ár.
Urskurð skipulagsstjóra má kæra
til umhverfisráðherra.
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, segist vera
ánægð með úrskurðinn. „Með hon-
um getur skapast grundvöllur fyrir
áframhaldandi rekstri Kísiliðjunnar
við Mývatn. Það skiptir auðvitað
mjög miklu máli fyrir atvinnulífið í
Suður-Þingeyjarsýslu,“ segir hún.
Umhverfið verði vel vaktað
Hún segist þó gera sér vel grein
fyrir mikilvægi þess að umhverfið
verði vaktað vel, eins og sanngjarnt
sé að fara fram á. „I úrskurðinum
eru sett skilyrði sem erfitt er á þess-
ari stundu að gera sér fyllilega grein
fyrir hvað þýða, en málið kemur til
meðferðar iðnaðar- og viðskipta-
ráðuneytis á seinni stigum, þegar
matsferli er lokið,“ segir Valgerður.
Hráefni í Ytri-Flóa, þar sem
námuleyfi Klsiliðjunnar hf. nær til,
er talið ganga til þurrðar árið 2002
og þess vegna óskaði verksmiðjan
eftir að fá að hefja nám á ríflega
1,26 km2 svæði á Bolum í Syðri-
Flóa, sem er talið geta séð fyrirtæk-
inu fyrir hráefni í 32 ár. Kísiliðjan
lagði í byrjun september á sl. ári
fram skýrslu um mat á áhrifum þess
að hefja töku kísilgúrs á nýjum
svæðum á náttúru Mývatns og
byggð við vatnið og úrskurðaði
skipulagsstjóri í kjölfar þess að
fram þyrftu að fara frekari rann-
sóknir á áhrifum vinnslunnar á líf-
ríki vatnsins. Stofnunin krafðist
þess að fram kæmi lýsing á fyrir-
hugaðri framkvæmd, þ.m.t. um af-
mörkun og dýpt námusvæða, heild-
arefnistöku og hámarksefnistöku á
ári, tilhögun vinnslu, staðsetningu
og gerð nýrra mannvirkja, jarðrask,
förgun úrgangs og um aðra þætti
starfseminnar sem kynnu að valda
loft-, hljóð- eða sjónmengun.
Þetta var gert og lagt fyrir Skipu-
lagsstofnun. I gær kvað skipulags-
stjóri upp áðurnefndan úrskurð
sinn, þar sem hann leyfir vinnslu á
svæði 2 en telur enn skorta á upp-
lýsingar um svæði 1.
Þungu fargi létt
af Mývetningum
„Mín viðbrögð eru þau, að það
hlýtur að vera þungu fargi létt af
Mývetningum. Ég held að þetta
sýni, að tekið hafi verið mark á
málflutningi Kísiliðjunnar, og öllum
þeim ráðgjöfum sem hafa komið að
skýrslugerð fyrir okkur,“ segir
Gunnar Örn Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar.
■ Fellst á/10
Morgunblaðið/Friðþjófur
Litið var eftir vitanum í Þrídröngum við Vestmannaeyjar í gær.
Eftirlit í
Þrídranga-
vita
UNNIÐ var við árlegt eftirlit og
viðhald á vitanum í Þrídröngum
við Vestmannaeyjar í gær. Vitinn
er knúinn með sólarorku og fer
viðhaldsvinnan fram úr þyrlu þar
sem skerið er þverhnípt og erfitt
uppgöngu. 42 skerjavitar vítt og
breitt um landið eru knúnir sólar-
orku, að sögn Tómasar Sigurðs-
sonar, forstöðumanns vitadeildar
Siglingastofnunar. Þar af eru þrír
við Vestmannaeyjar, þ.e. í Þrí-
dröngum, Geirfuglaskeri og
Faxaskeri. Urðarviti og Stór-
höfðaviti eru hins vegar rafknún-
ir.
Skýrsla um fikniefnamál á íslandi 1999
Hald lagt á 114 g af
hassi daglega
767 FÍKNIEFNAMÁL komu upp
á landinu í fyrra og í tengslum við
þau voru 890 einstaklingar hand-
teknir. Hald var lagt á meira
magn fíkniefna en nokkru sinni
fyrr. Þetta kemur m.a. fram í
skýrslu um fíkniefnamál á Islandi
sem fikniefnastofa ríkislögreglu-
stjórans hefur gefið út. Þar kemur
einnig fram að lögreglan hafi að
meðaltali á hverjum degi ársins
1999 lagt hald á 114 grömm af
hassi, 13,9 grömm af amfetamíni
og 20,5 stykki af e-töflum auk
fjölda annarra efna.
Lögreglustjóraembættin í Vest-
mannaeyjum og á Akureyri hafa
tekið sérstaklega saman þau fíkni-
efnamál sem upp koma á þessum
stöðum í tengslum við hátíðahöld á
verslunarmannahelgi. Á Akureyri
komu 33 af 84 fíkniefnamálum árs-
ins upp í kringum verslunar-
mannahelgina og í Vestmannaeyj-
um voru 11 af 25 fíkniefnamálum
skráð um verslunarmannahelgi.
Elstu einstaklingarnir sem hand-
teknir voru vegna fíkniefnamála
voru 61 og 62 ára gamlir kai’lmenn
en yngsti einstaklingurinn 14 ára
stúlka. Flestir handtekinna voru á
aldrinum 17-23 ára.
■ Meira/29
Slys í Jök-
ulheimum
Flugbjörgunarsveitin á Hellu
gerði út leiðangur tveggja
jeppa undir miðnætti í nótt eft-
ir manni sem féll fram af hæð á
vélhjóli í Jökulheimum í gær-
kvöldi. Maðurinn var á ferð
með tveimur öðrum mönnum
sem einnig voru á vélhjólum og
höfðu félagar hans samband við
lögreglu og báðu um aðstoð.
Óljóst var hve mikið maðurinn
var slasaður. Þegar blaðið fór í
prentun var þyrla Landhelgis-
gæslunnar ekki lögð af stað,
vegna slæms skyggnis á slys-
staðnum.
Athugun Orkustofnunar á áhrifum Suðurlandsskjálfta á borholur
Nýr skjálfti gæti haft áhrif
á jarðhitavirkni við Selfoss
FYRIRSJAANLEGT er að jarð-
skjálfti vestan við Selfoss gæti valdið
umtalsverðri vatnsborðslækkun á
vinnslusvæði hitaveitna þar og lækk-
un yrði ennfremur á flestum eða öll-
um vinnslusvæðum í Grímsnesi og
væntanlega í vinnsluholum Hita-
veitu Þorlákshafnar. Hins vegar má
búast við þrýstingsaukningu í
a
á von á gestum!
Fardu ut fýrir 6.900 kr.*
(Auk fiugvallaskatta 1.743 kr.)
J íE
*verð fyiir M12 áskrifendur
Hveragerði og hættu á aukinni
hveravirkni þar í bænum í kjölfarið.
Þetta eru niðurstöður vísinda-
manna Orkustofnunar sem byggðar
eru á athugunum sem fram fóru í
fyrra mánuði í Árnes- og Rangár-
vallasýslu til að kanna þær breyting-
ar sem urðu á jarðhitakerfunum við
Suðurlandsskjálfta í júnímánuði.
Hefur viðkomandi veitum og Al-
mannavörnum verið greint frá þess-
um niðurstöðum.
Rekstraraðilar hitaveitna
geta undirbúið viðbrögð
Verði næsti skjálfti austarlega í
Ölfusi má á hinn bóginn búast við að
þrýstingslækkunin norðaustan við
skjálftaupptökin nái alveg til Hvera-
gerðis. Með tilliti til þessa og reynslu
af því tjóni og þeim bilunum sem
urðu við fyrstu skjálftana í fyrra
mánuði geta rekstraraðilar hita-
veitna undirbúið viðbrögð við hugs-
anlegum fleiri skjálftum á þessum
slóðum, að því er greint er frá á vef-
síðu Orkustofnunar.
Ólafur G. Flóvenz, framkvæmda-
stjóri rannsóknasviðis Orkustofnun-
ar, segir rétt að slá ýmsa varnagla
við þessum vangaveltum, en hins
vegar þyki mönnum rétt að beina at-
hyglinni að þessum þáttum og kanna
nánar. Vísindamönnum hafi boðið í
grun að með nákvæmum mælingum
á þrýstingi í jarðhitakerfum mætti
jafnvel greina einhvers konar breyt-
ingar á spennu í jörðu, sem jafnvel
gætu verið forboðar jarðskjálfta,
finnist slíkir forboðar á annað borð.
Sjö þrýstimælum komið fyrir
Ólafur segir að tilviljun ráði því að
nokki-ir þrýstimælar hafi verið til hjá
stofnuninni og sjö þeirra hafi verið
fengnir að láni og komið fyrir í bor-
holum á þessu svæði. Nákvæm
gagnasöfnunartæki skrái stöðugt
þrýsting í holunum og sendi í mið-
lægan gagnagrunn.
Við könnun Orkustofnunar á við-
brögðum jarðhitakerfisins við
Brjánsstaði á Skeiðum kom í ljós að
heimafólk varð vart við aukið rennsli
úr borholunni þar um síðustu ára-
mót. Ekki hafa fundist á því augljós-
ar skýringar. í fyrsta Suðurlands-
skjálftanum í síðasta mánuði
stórjókst rennsli úr þessari sömu
holu og segja vísindamenn Orku-
stofnunar þetta vekja grunsemdir
um að hegðun holunnar fyrir skjálft-
ann hafi verið forboði þess sem síðar
varð.
Ólafur segir ekki hægt að fullyrða
um þessa hluti, til þess þurfi frekari
mælingar og fjármagn til þeiira sé af
skornum skammti. Hann tekur hins
vegar undir að hér geti verið um at-
hyglisverðan þátt í skjálftarann-
sóknum að ræða, sem beina þyrfti
athygli að.
Guðlaugur Sveinsson, hitaveitu-
stjóri í Þorlákshöfn, telur niður-
stöður Orkustofnunar mjög athygl-
isverðar og líklega sé ýmislegt til í
þeim. Hann segir að Hitaveitan í
Þorlákshöfn hafí ekki gert sérstakar
ráðstafanir í kjölfar þessa, en hins
vegar séu menn á varðbergi gagn-
vart frekari skjálftum á þessu svæði.
„Það er lítið hægt að gera nema
bíða og vona að skaðinn verði ekki
mikill," sagði Guðlaugur.