Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 29
28 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 29
pttripnMaiMtí
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
REYNT TIL ÞRAUTAR
í CAMP DAVID
EKKI ER hægt að segja, að
mikillar bjartsýni gæti um
árangur af friðarfundi leið-
toga Israels og Palestínu, sem hófst í
gær á sveitasetri Bandaríkjaforseta í
Camp David. Sáttasemjarinn í við-
ræðunum er Bill Clinton, forseti, og
þótt hann hafi sýnt mikla hæfileika
til að miðla málum í erfiðum deilum
er þess ekki vænst, að honum takist
á fundinum nú að binda endahnútinn
á friðarsamkomulag Israels og Pal-
estínumanna. Aður hafði verið ráð
fyrir því gert, að endanlegur friðar-
sáttmáli yrði undirritaður 13. sept-
ember næstkomandi. Vonir manna
um það hafa fjarað út síðustu daga
og vikur. Astæðurnar eru fyrst og
fremst átök og ókyrrð í ísraelskum
stjórnmálum, sem höfðu í för með
sér, að samsteypustjórn Baraks
missti meirihlutann á þingi. A elleftu
stundu tókst Barak að standa af sér
vantraust í þinginu og gat þar með
haldið til fundarins í Camp David.
En ókyrrðin í stjórnmálunum í Israel
heldur áfram og andstæðingar for-
sætisráðherrans og friðarsamkomu-
lagsins munu herða róðurinn gegn
því um allan helming á næstunni.
Arafat á einnig við erfiðleika að
stríða heima fyrir, þar sem háværar
kröfur eru uppi um það, að lýst verði
yfir stofnun Palestínuríkis 13. sept-
ember, hvernig sem staðan verður í
friðarviðræðunum við ísrael, enda
gætir vaxandi grunsemda í þeirra
garð. Sjálfstæðisyfirlýsing, án sam-
komulags við ísrael, myndi hins veg-
ar hleypa öllu í bál og brand á ný.
Bills Clintons sem sáttasemjara
bíður því mikið verk, en hann þurfti
að beita miklum þrýstingi og fortöl-
um við báða aðila til að yfirleitt gæti
orðið af fundinum. Hins vegar er
mikið í húfi fyrir allar þjóðirnar í
Miðausturlöndum, svo og stöðu
Bandaríkjanna og forsetans sjálfs.
Því verður reynt til þrautar að ná
samkomulagi.
Þótt blikur séu á lofti í samskipt-
um Israela og Palestínumanna er
vert að hafa í huga, að mikill árangur
hefur náðst í samskiptum þjóðanna í
Miðausturlöndum. I kjölfar samn-
inga Begins og Sadats á tíma Cart-
ers, forseta, árið 1978 urðu þáttaskil
í þróun mála fyrir botni Miðjarðar-
hafs. A þeim tiltölulega skamma tíma
sem liðinn er hafa Israelar samið við
Jórdaníumenn og dregið her sinn frá
Suður-Líbanon. Nú eiga þeir fyrst og
fremst eftir að semja við Sýrlend-
inga, en nokkur bið getur orðið á því
eftir fráfall Assads, forseta. Lykill-
inn að friði í Miðausturlöndum er þó
óhjákvæmilega friður milli Israels-
manna og Palestínumanna, sem
segja má að búi hvorir innan um
aðra.
Fréttir frá ísrael benda til þess að
Barak sé tilbúinn til að leggja allt
undir á heimavígstöðvum til þess að
ná samkomulagi. Samningar á milli
samninganefnda duga ekki til, nema
bæði Barak og Arafat hafi framsýni,
kjark og hörku til þess að knýja and-
stæðinga samninga til undanhalds.
Þar skilur á milli venjulegra stjórn-
málamanna og mikilla leiðtoga.
ÚTBREIÐSLA ALNÆMIS
ÞESSA dagana stendur yfir í Suð-
ur-Afríku alþjóðleg ráðstefna
um alnæmi og útbreiðslu þess.
Hvergi í heiminum er ástandið jafn
alvarlegt og í Afríku. Að segja að það
sé hrikalegt, er vægt til orða tekið.
Raunar eru sumir vísindamenn þeirr-
ar skoðunar, að ástandinu í Afríku
vegna alnæmis megi einna helzt líkja
við áhrif svarta dauða í Evrópu á 14.
öld.
Það er ekki út í bláinn að segja, að
alnæmi gæti útrýmt heilli þjóð í Afr-
íku, fólkinu, sem byggir Botswana.
Ibúar þess ríkis ná að meðaltali 39
ára aldri. Gert er ráð fyrir að meðal-
ævi íbúanna verði 29 ár að tíu árum
liðnum. Þriðji hver fullvaxta íbúi
Botswana greinist með alnæmisveir-
una og útreikningar benda til að tveir
af hverjum þremur 15 ára drengjum í
landinu eigi eftir að verða sjúkdómn-
um að bráð.
Gert er ráð fyrir, að fólki byrji að
fækka í Botswana að þremur árum
liðnum. Því er spáð að sama þróun
verði í Suður-Afríku og Zimbabwe.
Að tíu árum liðnum er búizt við að
meðalaldur íbúa Swazilands verði 30
ár og 33 ár í Namibíu og Zimbabwe.
Talsmaður stofnunar á vegum
Sameinuðu þjóðanna, sem fjallar um
þessi málefni, segir að þetta vanda-
mál snúist um lífsmöguleika heillar
heimsálfu. En fátæku ríkin borga
fjórum sinnum meira til greiðslu
skulda sinna við ríku þjóðirnar en
þær leggja til heilbrigðismála. Þetta
er enn ein röksemd fyrir því, að
skuldir fátæku ríkjanna við ríku þjóð-
irnar verði felldar niður eins og fleiri
og fleiri gera nú kröfu til, bæði sér-
fræðingar í efnahagsmálum og aðrir.
Fyrir skömmu birti bandaríska
dagblaðið Washington Post viðamikla
úttekt á þessum vanda. Þar kemur
fram, að fyrir rúmum áratug var tek-
in saman skýrsla á vegum banda-
rískra stjórnvalda, þar sem rétt var
spáð um þessa þróun vegna alnæmis.
Þessi skýrsla vakti engan áhuga í
bandaríska stjórnkerfinu og hún
gleymdist þar til nú.
Sama áhugaleysi hefur einkennt
aðrar þjóðir, sem hafa talið sér trú
um að þær hafi náð þeim tökum á al-
næmisvandanum að honum sé haldið í
skefjum. En skyndilega standa menn
frammi fyrir því að líf og framtíð
heillar heimsálfu getur verið í veði.
Það er eins með alnæmi og fátækt-
ina. Hinar ríku þjóðir Vesturlanda og
Suðaustur-Asíu geta ekki lengur lok-
að augunum fyrir þessum vanda. Þær
verða að taka höndum saman um að
hjálpa vanmáttugum ríkjum Afríku
og í sumum tilvikum annarra þriðja
heims ríkja að ná tökum á þessu
vandamáli áður en við horfumst í
augu við eins konar svarta dauða 14.
aldarinnar leika lausum hala á nýjan
leik.
John Hume, leiðtogi flokks hófsamra kaþólikka á Norður-Irlandi
og handhafi friðarverðlauna Nóbels, segir landa sína vilja frið
„Samstarf er forsenda
friðsamlegrar sambúðar“
John Hume hefur staðið framarlega í
stjórnmálum á Norður-írlandi undan-
farin þrjátíu ár, fyrst í baráttunni fyrir
réttindum kaþólskra og síðan sem tals-
maður friðsamlegrar sambúðar mótmæl-
enda og kaþólikka. Framlag hans til frið-
/
arumleitana á Norður-Irlandi er talið
hafa skipt sköpum, en honum voru veitt
friðarverðlaun Nóbels árið 1998 ásamt
David Trimble, leiðtoga stærsta flokks
sambandssinna. Davíð Logi Sigurðsson
hitti Hume að máli í Derry og spurði
hann hvort hann teldi hlutina horfa til
-----------------------------7---------
betri vegar í dag á Norður-Irlandi.
Morgunblaðið/Þorkell
John Hume, Nóbelsverðlaunahafi og leiðtogi hófsamra kaþólikka á
Norður-írlandi.
Magn nokkurra gerða fíkniefna sem lögregla og tollgæsla
lögðu hald á hér á landi árin 1998 og 1999
Höfu EFNI ðborgarsv. og Keflav.flugv. Aðrir hlutar landsins SAMTALS árið 1998 SAMTALS árið 1999
árið 1998 árið 1999 árið 1998 árið 1999
Marihuana 1.056 g 176 g 714 g 326 g 1.770 g 502 g
Hass 12.559 g 32.678 g 341 g 8.944 g 12.900 g 41.622 g
Amfetamín 1.713 g 4.781 g 162 g 297 g 1.875 g 5.078 g
Kókaín 1.051 g 919 g 26 g 36 g 1.077 g 955 g
E-tÖflur (Ecstacy) 2.031 töflur 7.402 töflur 117 töflur 76 töflur 2.148 töflur 7.478 töflur
LSD 267 sk. 322 sk. 1 sk. 16 sk. 268 sk. 338 sk.
Fjöldi handtekinna einstaklinga
vegna fíkniefnamála árið 1999
Skipting eftir aldri og kyni
11KARLAR. Meðalaldur: 24,3 ár
I 1KONUR. Meðalaldur: 23,4 ár
17-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60 ára
ára ára ára ára ára ára ára ára ára og eldri
Skýrsla um fíkniefnamál á árinu 1999 komin út
Meira tekið af
fíkniefnum en
nokkru sinni fyrr
Lögreglan hefur aldrei lagt hald á eins
mikið af fíkniefnum og í fyrra. Samkvæmt
tölum lögreglunnar var dag hvern lagt hald
á 114 grömm af hassi, 13,9 grömm af
amfetamíni og 20,5 stykki af e-töflum auk
fjölda annarra efna.
JOHN Hume er sér betur
meðvitandi en margur ann-
ar um þá miklu ógnaröld
sem hefur geisað á N or ður-
írlandi undanfarin þrjátíu ár enda
hefur hann verið í eldlínunni allan
þann tíma, fyrst sem baráttumað-
ur fyrir auknum borgaralegum
réttindum til handa kaþólikkum og
síðan sem leiðtogi flokks hófsamra
kaþólikka (SDLP). Heimaborg
hans Derry hefur á þessum þrem-
ur áratugum oftar en einu sinni og
oftar en tvisvar sinnum breyst í
blóðugan vígvöll og er skemmst að
minnast atburða „blóðuga sunnu-
dagsins“, 30. janúar 1972, þegar
breskir hermenn felldu fjórtán
kaþólska borgara sem tekið höfðu
þátt í kröfugöngu þá um daginn.
Reyndar má segja að Derry sé
dæmigerð fyrir þær illleysanlegu
deilur sem hafa verið til staðar á
Norður-írlandi að því leytinu til að
mótmælendur og kaþólikkar geta
ekki einu sinni komið sér saman
um hvort kalla eigi borgina
Londonderry eða Derry.
Hume mætir of seint til viðtals-
ins og hefur þá afsökun að hafa taf-
ist verulega vegna vegartálma sem
komið hafði verið fyrir á leiðinni
inn í miðbæinn. Þetta leiðir hug-
ann að þeirri miklu spennu sem
ríkt hefur í héraðinu þessa vikuna
en sem fyrr eru það göngur Óran-
íumanna um stræti og torg sem
valda vandræðum á þessum árs-
tíma og kynda undir ástandi sem
þó er nógu eldflmt fyrir.
„Þau vandamál sem blasa við
okkur núna í tengslum við það sem
við köllum „göngutíð" Óraníu-
manna eru ekki nýtilkomin," segir
Hume. „Mín skoðun er sú að besta
leiðin til að binda enda á þau sé að
efna til beinna viðræðna hlutaðeig-
andi, þ.e. að fulltrúar Óraníuregl-
unnar hitti talsmenn kaþólskra
íbúa Garvaghy-vegar í Portadown
að máli og þeir leysi ágreining
sinn.“
Segir Hume að hann vonist svo
sannarlega eftir því að mönnum
takist að leysa þessa deilu og að í
framhaldinu verði hægt að vinna
að því að skapa samfélag þar sem
höfð eru í heiðri borgaraleg og
trúarleg réttindi allra íbúanna -
hvort sem þeir eru sambandssinn-
ar eða þjóðernissinnar - og þar
sem menn átta sig á því að þessum
réttindum fylgir líka ábyrgð.
„Sundrungin sem einkennir
sambúð kaþólikka og mótmælenda
á Norður-írlandi á sér margra alda
gamlar rætur,“ segir Hume þegar
hann er spurður að því hverjar séu
rætur deilnanna á Norður-Irlandi.
„Svo virðist kannski sem það sé
trúin sem skilji samfélögin tvö að
en deilan er í reynd ekki um trú-
mál, hún snýst um mismunandi
sjálfsmynd sambandssinna og
þjóðemissinna. Sambandssinnar
líta á sjálfa sig sem Breta á meðan
þjóðemissinnar telja sig írska. Or-
sakir þess má síðan rekja aftur á
sautjándu öld þegar Bretar flutt-
ust hingað í hrönnum og sölsuðu
landið undir sig.“
Telur Evrópusamrunann
lykilinn að úrlausn vanda-
málanna
Hume hefur verið ötull talsmað-
ur Evrópusamvinnunnar og situr
sjálfur á Evrópuþinginu í Strass-
borg. Hann hefur margoft lýst
þeirri skoðun sinni að til að leysa
sínar deilur þurfi íbúar á Irlandi að
taka Evrópuhugmyndina sér til
fyrirmyndar. Hefur hann vonast til
þess að með því að draga úr gildi
landamæra í hinni nýju Evrópu sé
um leið verið að stuðla að sáttum á
írlandi.
„Eg lít á tilurð Evi'ópusam-
bandsins sem þá tilraun til að leysa
átök og deilur þjóða í millum sem
hvað best hefur heppnast í verald-
arsögunni. Þegar haft er í huga að
á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar
vora háðar tvær heimsstyrjaldir er
erfitt að trúa því að við lok tuttug-
ustu aldarinnar skuli sömu þjóðir
og bárast á banaspjót í þessum
styrjöldum vera komnar í nána
samvinnu undir merkjum Evrópu-
sambandsins. Og þó er það stað-
reynd sem ekki verður hrakin. Því
er það skylda allra þeirra þjóða,
þar sem tekist er á með sambæri-
legum hætti, að skoða vandlega
hvernig mönnum tókst þetta.“
Það er skoðun Humes að vel-
gengni Evróputilraunarinnar
grundvallist á þremur meginstoð-
um og segir hann friðarsamkomu-
lagið á Norður-írlandi byggt á
þessum sömu stoðum. í fyrsta lagi
sé lögð áhersla á að menn hafi rétt
til að vera ólíkir, allar þjóðemis-
deilur snúist jú um það sem skilur
menn að, hvort heldur það er trú
manns, þjóðerni hans eða húðlitur.
í öðra lagi að settar verði á lagg-
imar stofnanir sem tryggja að bor-
in sé virðing fyrir hinum ólíku sið-
um og venjum. Þar er Hume að
vísa til ráðherraráðsins í Evrópu,
framkvæmdastjórnarinnar og
Evrópuþingsins en allir hópar eiga
sína fulltrúa í þessum stofnunum. í
þriðja lagi að menn vinni hlið við
hlið að því að ná fram sameiginleg-
um markmiðum sínum, að þeir út-
helli semsé svita sínum en ekki tár-
um í baráttunni fyrir pólitískum
markmiðum, en með þeim hætti
hafi tekist að rjúfa þá veggi sem
aðskildu Evrópubúa áður fyrr.
„Allt þetta höfum við sett á odd-
inn í friðarsamkomulaginu, við
virðum rétt hver annars til að vera
ólíkir, sjálfsmynd bæði sam-
bandssinna og þjóðernissinna er
gert hátt undir höfði og hallar ekki
á neinn í þeim efnum. Við höfum
sett á laggirnar tilhlýðilegar stofn-
anir, þ.e. þing hér í Belfast sem
kosið er til með hlutfallskosningu
svo tryggt sé að allir eigi sinn full-
trúa þar, heimastjórn sem líka er
kosið til með hlutfallskosningu
þannig að allir eigi fulltrúa í stjórn-
inni. I þriðja lagi höfum við svo nú
hafið samstarf sem er forsenda
friðsamlegrar sambúðar okkar og
lykillinn að því að hægt verði að
fara að græða sárin. Með slíku
samstarfi byggjum við nefnilega
upp trúnaðartraust sem síðan er
nauðsynlegt eigi að kveða niður
drauga fortíðarinnar."
Hefur fullan hug á því að
halda áfram í pólitík
Eins og kunnugt er hefur ekki
gengið þrautalaust að koma á fót
starfhæfri heimastjóm á Norður-
írlandi. Deilur um afvopnun írska
lýðveldishersins (IRA) hafa staðið
stjórninni nokkuð fyrir þrifum en
hún er þó starfandi um þessar
mundir og situr David Trimble,
leiðtogi stærsta flokks sambands-
sinna, í forsæti hennar. Næstráð-
andi er Seamus Mallon, varaleið-
togi SDLP, og vakti það nokkra
athygli á sínum tíma að Hume
skyldi ekki sjálfur taka embættið
að sér. Tóku margir fréttaskýr-
endur það sem vísbendingu um að
hann hygðist draga úr pólitískum
umsvifum sínum, en Hume hefur
ekki verið heilsuhraustur hin síðari
ár.
Hume segir þetta byggt á mis-
skilningi, hann hafi einfaldlega
ekki séð sér fært að bæta enn á sig
verkefnum en Hume er ekki aðeins
þingmaður á norður-írska þinginu
heldur einnig því breska, auk þess
sem hann er einn þriggja fulltrúa
Norður-írlands á Evrópuþinginu í
Strassborg, eins og áður sagði.
„Ég útnefndi í staðinn trausta
samstarfsmenn mína úr SDLP í
ráðherraembættin, enda veit ég að
þeir era afar hæfir í þau störf.“
Segist hann ekki hafa tekið
neina ákvörðun um það hvort hann
bjóði sig fram í þingkosningum á
Bretlandi, sem verða liklega á
næsta ári, en hann hafi fullan hug á
því að halda áfram afskiptum af
stjómmálum.
Talið berst nú að efnahagslegum
afleiðingum átakanna á Norður-
írlandi en ferðaþjónusta hefur
mjög átt á brattann að sækja í
héraðinu vegna ástandsins sem
þar hefur ríkt. Hume segir það eitt
helsta úrlausnarefni samstjórnar
kaþólskra og mótmælenda að gera
gangskör í þessum efnum og
stuðla í sameiningu að því að efna-
hagur landsins fái að blómstra eins
og hefur verið raunin sunnan við
landamærin og þá einkum í Dub-
lin, höfuðborg Irlands. I þessum
efnum verði að reyna að stuðla að
því að aukið fjármagn berist inn í
landið með fjárfestingum erlendra
aðila. Líta menn þar einkum vest-
ur um haf til Bandaríkjanna.
Hume segir að reyndar hafi þeg-
ar náðst nokkur árangur í þessum
efnum því að t.d. hafi tekist að laða
nokkur bandarísk stórfyrirtæki til
heimaborgar hans, Derry. Segja
kunnugir að það sé ekki síst fyrir
áhrif Humes sjálfs vestanhafs sem
þetta hafi tekist en hann nýtur
mikillar virðingar meðal ráða-
manna þar í landi.
Telur sig ekki þurfa að færa
fram neinar afsakanir
Hume er spurður að því hvort
hann hafi ekki áhyggjur af því
hversu naumur meirihluti sam-
bandssinna á Norður-írlandi styð-
ur friðarsamkomulagið. Hann
svarar því til að það sé ekkert nýtt
við það að í röðum sambandssinna
finnist þeir sem ekki kæra sig um
samninga. Leiðtogi þeirra sem nú
berjast hvað harðast gegn sam-
komulaginu sé klerkurinn Ian Pa-
isley, en Paisley er leiðtogi Lýð-
ræðislega sambandsflokksins
(DUP). „Við höfum beðið hann um
að leggja fram valkost við friðar-
samkomulagið en hann hefur látið
það vera. Hann hefur ekki upp á
neinn valkost að bjóða. Hann veit
hverju hann er á móti en hefur
ekki hugmynd um hveiju hann er
með.“
Leiðtogar Óraníureglunnar í
Portadown sáu ástæðu til að
hreyta ónotum í Hume og framlag
hans til stjórnmála á Norður-ír-
landi í ræðum sem þeir fluttu við
Dramcree síðastliðinn sunnudag.
Hume segist hins vegar ekki þurfa
að skammast sín fyrir neitt sem
hann hefur gert á sínum pólitíska
ferli.
„Ég barðist í upphafi fyrir því að
borgaraleg réttindi kaþólikka
væra virt og tel mig ekki þurfa að
færa fram neinar afsakanir þess
vegna. Okkar markmið í upphafi
var að tryggja að atkvæði
kaþólskra giltu til jafns við at-
kvæði mótmælenda, en mikill mis-
brestur hafði verið á því að mót-
mælendur og kaþólikkar hefðu
sömu réttindi hvað það varðaði.
Jafnrétti við úthlutun húsnæðis og
atvinnu var einnig veralega ábóta-
vant og besta dæmið um það mátti
finna hér í Derry þar sem sam-
bandssinnar höfðu næga atvinnu
og fengu úthlutað húsnæði á með-
an stórar kaþólskar fjölskyldur
máttu una við þröngan kost. Ég
hef jafnframt frá upphafi lagt alla
áherslu á að beita friðsamlegum
aðferðum til að ná fram pólitískum
markmiðum og leysa vandamálin.11
Hume er spurður að því hvaða
þýðingu friðarverðlaun Nóbels
höfðu fyrir hann persónulega í ljósi
þess að hann hefur helgað líf sitt
friðsamlegri sambúð kaþólikka og
mótmælenda á Norður-írlandi,
baráttu sem hefur sjálfsagt virst
vanþakklátt starf þegar hvað verst
horfði í héraðinu. Kveðst hann ekki
geta neitað því að það hafi glatt
hann mjög að hljóta slíka viður-
kenningu fyrir störf sín undanfarin
þrjátíu ár.
„En ég leit ekki á Nóbelsverð-
launin sem eitthvað sem mér ein-
um væri úthlutað, heldur sem yfir-
lýsingu frá hinni virtu Nóbels-
stofnun um stuðning_ við friðar-
umleitanir á Norður-írlandi, sem
staðfestingu á þeim mikla áhuga
sem stofnunin hefur haft á því að
hjálpa til við að leysa deilumar á
Norður-írlandi og þeim skilningi
sem forsvarsmenn stofnunarinnar
hafaávandanum."
Segir Hume að enginn vafi sé á
því að verðlaunin hafi styrkt frið-
arferlið mjög í sessi. „Þetta eru
sögulegir tímar því að í fyrsta
skipti hefur það gerst að íbúar Ir-
lands hafa látið vilja sinn í ljós en
það gerðu þeir þegar þeir sam-
þykktu friðarsamkomulagið frá því
á föstudaginn langa 1998,“ segir
Hume þegar hann er beðinn um að
meta stöðuna eins og hún er á
Norður-írlandi í dag.
„Samningurinn hlaut meiri-
hlutastuðning í þjóðaratkvæða-
greiðslu bæði á írlandi og á Norð-
ur-írlandi og það þýðir að íbúar
landsins hafa í heild sinni lýst því
yfir að þeir vilji lifa í sátt og sam-
lyndi. Þess vegna er það nú skylda
allra að hlíta þessum vilja almenn-
ings og hrinda öllum þáttum samn-
ingsins í framkvæmd," sagði John
Hume, leiðtogi flokks hófsamra
kaþólikka á Norður-írlandi og
handhafi friðarverðlauna Nóbels.
FÍKNIEFNAMÁLUM fjölg-
aði mikið á árinu 1999 frá
fyrra ári og lagt var hald á
meira magn fíkniefna en
nokkra sinni fyrr. Samt sem áður
helst verð á fíkniefnum óbreytt til
lengri tíma litið, sem þykir benda til
að töluvert af efnum sé enn í umferð á
landinu.
Þetta kemur fram í skýrslu um
fíkniefnamál á íslandi á árinu 1999,
sem fíkniefnastofa ríkislögreglustjór-
ans hefur gefið út, en hún byggir á
samantekt lögreglustjóraembætt-
anna hringinn í kringum landið á
fíkniefnamálum sem þar komu upp á
árinu.
Þar sem ekki hafa verið gerðar svo
ítarlegar skýrslur um þessi mál áður
er samanburður við fyrri ár ekki allt-
af fullkomlega marktækur. Svo mikið
er þó víst, að á árinu 1999 komu upp
767 fíkniefnamál á landinu og í
tengslum við þau vora 890 einstakl-
ingar handteknir. Til samanburðar
vora skráð 713 fíkniefnamál árið 1998
og er því aukningin töluverð. Flest
málanna í fyrra komu upp í umdæmi
lögreglustjórans í Reykjavík, eða 448
mál, þá á Akureyri, 84 mál og í Hafn-
arfirði 74 mál.
Mest aukning á hassi,
amfetamini og e-töflum
Eins og sjá má í meðfylgjandi töflu
era þau fíkniefni sem mest aukning
hefur orðið á í landinu hass, amfeta-
mín og e-töflur. Hvað muninn á
Reykjavík og landsbyggðinni varðar
virðist sem e-töfluna sé síður að finna
úti á landi en í Reykjavík þar sem
haldlagt magn þess efnis stóreykst.
Hins vegar er greinileg aukning á
hassi á landsbyggðinni.
Sé því magni sem hér kemur fram
dreift niður á árið má segja að lög-
reglan hafí að meðaltali á hveijum
degi ársins 1999 lagt hald á 114
grömm af hassi, 13,9 grömm af
amfetamíni og 20,5 stykki af e-töflum
auk fjölda annarra efna. Samkvæmt
sömu viðmiðun komu upp 2,1 fíkni-
efnamál og 3,6 handtökur urðu að
meðaltali á degi hverjum á síðasta ári.
Þessi mikla aukning haldlagðra
efna hlýtur að teljast góður árangur,
en samt sem áður helst götuverð á
fíkniefnum óbreytt til lengri tíma litið
og má því álykta að enn sé töluvert af
fíkniefnum í umferð. Að sögn Guð-
mundar Guðjónssonar, yfirlögreglu-
þjóns hjá ríkislögreglustjóra, hefur
flæði fíkniefna aukist almennt í lönd-
um Evrópu og er ísland þar engin
undantekning. Bendir Guðmundur
sérstaklega á e-töfluna sem breiðist
nú æ hraðar út í Evrópu og víðar.
Segir Guðmundur þann áróður víða
hafa verið rekinn, að efni eins og e-
taflan og amfetamín séu ekki skaðleg
og neysla þeirra hafi sjaldan leitt til
dauðsfalla. „Þess vegna hafa menn
víða vanmetið hættuna samfara
neyslu þessara efna,“ segir Guð-
mundur, „en staðreyndin er sú að t.d.
e-taflan getur valdið alvarlegum
heilaskaða og þunglyndi sem er lífs-
hættulegur sjúkdómur. í svona
áróðri horfa menn fram hjá því, að
fjölmörg dauðsföll hafa orðið af völd-
um þunglyndis í kjölfar neyslu á þess-
um efnum.“
Fjöldi mála í kringum
verslunarmannahelgi
Athygli vekur að lögreglustjóra-
embættin í Vestmannaeyjum og á
Akureyri hafa séð ástæðu til að taka
sérstaklega saman þau fíkniefnamál
sem upp koma á þessum stöðum í
tengslum við hátíðarhöld um verslun-
armannahelgi. Á Akureyri komu 33
af 84 fíkniefnamálum ársins upp í
kringum verslunarmannahelgina og
vora 45 einstaklingar handteknir í
tengslum við þau. í Vestmannaeyjum
vora 11 fíkniefnamál af 25 skráð um
verslunarmannahelgi og 13 einstakl-
ingar handteknir.
Telur Guðmundur skýringuna á
þessu m.a. liggja í því, að neysla örv-
andi efna haldist gjarnan í hendur við
langvarandi áfengisneyslu sem al-
geng er á slíkum samkomum. Segir
Guðmundur útihátíðir á verslunar-
mannahelgum gjaman hafa tengst
mikilli áfengisneyslu og að á síðustu
áram hafi í vaxandi mæli borið á ólög-
legum vímuefnum.
í skýrslunni kemur einnig fram, að
í umræddum málum á Akureyri um
verslunarmannahelgi fellur meðal-
aldur þeirra sem handteknir era í
tengslum við fíkniefnamál langt niður
fyrir landsmeðaltal ársins. Þeir karl-
ar sem handteknir vora á Akureyri
umrædda helgi vora að meðaltali 19,7
ára gamlir en konur 18,5 ára. Heild-
armeðalaldur ársins í fyrra var hins
vegar 24,3 ár meðal karla en 23,4 ár
hjá konum.
Eins og sjá má á meðfylgjandi
myndriti era karlar í miklum meiri-
hluta þeirra sem handteknir vora í
tengslum við fíkniefnamál á síðasta
ári, og þeir era einnig að jafnaði eldri
en konumar. Þannig era elstu ein-
staklingarnir sem handteknir vora 61
og 62 ára gamlir karlmenn, en yngsti ’
einstaklingurinn 14 ára gömul stúlka.
Hins vegar era langflestir handtek-
inna á aldrinum 17 til 23 ára.
Þarf að draga úr eftirspurn
í lokaorðum skýrslunnar segir að
fíkniefnamarkaðurinn sé í raun í engu
frábragðinn öðrum mörkuðum að því
leyti að hann stjómast fyrst og
fremst af framboði og eftirspum.
Hefðbundnar aðgerðir lögreglunnar,
að leggja hald á fíkniefni og handtaka
þá sem brotlegir gerast, hljóta þá að
teljast aðgerðir til að draga úr fram-j,
boði en forvamastarf er sú leið sem
fær er til að draga úr eftirspurn á
markaðinum. Segir í skýrslunni að
framtíðarmarkmið lögreglunnar og
annarra sem að fíkniefnamálum
koma hljóti fyrst og fremst að beinast
að því síðamefnda, að beita forvöm-
um til að draga úr eftirspurn því án
hennar lifir ekkd framboðið. >