Morgunblaðið - 12.07.2000, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.07.2000, Qupperneq 16
16 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Frá vígslu minningarreitsins í Selfosskirkjugarði. Oddur Þ. Hermannsson landslagsarkitekt, séra Ulfar Guð- mundsson, prófastur Árnesprófastsdæmis, Guðrún Eggertsdóttir, djákni við Selfosskirkju, séra Þórir Jökull Þorsteinsson sóknarprestur og séra Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti. NÝVERIÐ hlaut Sigurbjörg Ólafs- dóttir, frjálsíþróttakona í Ung- mennasambandi Austur-Húnvetn- inga, 100 þúsund króna styrk úr frjálsíþróttasjóði USAH. Sigurbjörg, sem er 13 ára, á íslandsmet í 60 m hlaupi telpna innanhúss og ekki er langt síðan hún setti íslandsmet í 80 m grindahlaupi utanhúss í flokki 13- 14 ára telpna á móti Gogga galvaska. Minningar- reitur vígð- ur við Sel- fosskirkju Selfossi - Minningarreitur um þá sem í fjarlægð hvfla var vígður á sunnudag að lokinni messu í Sel- fosskirkju. Reiturinn er austast í kirkjugarðinum og gengu kirkju- gestir til reitsins eftir messu og voru viðstaddir helgunarathöfn sem Sigurður Sigurðarson vígslu- biskup sá um. Reiturinn er hannaður af Oddi Þ. Hermannssyni landslagsarki- tekt á Selfossi. Reiturinn er stein- iagður og í honum miðjum er sæti. Stuðlabergssteinar mynda umgjörð um reitinn og eru þeir tákn fyrir postulana. Á einum steininum er kross og áletraður skjöldur. Reiturinn gefur fólki möguleika á því að eiga kyrrláta stund á helgum stað til að minnast ástvina sem hvfla í fjarlægð. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Afrekskonan Sigurbjörg Ólafsdóttir tekur hér á móti styrk úr afreks- mannasjóði USAH úr hendi Björgvins Þ. Þórhallssonar, formanns USAH. Hlaut 100 þúsund krdna styrk frá USAH Sasha - kr. 39.800,- Bedford - kr. 24.900,- Kingston - kr. 9.900,- Uppgefið verð er staðgreiðsluvcrð QI5°J Smiðjuvegi 6D Rauð gata 200 Kópavogur Sími 554 4544 Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Systurnar frá Miðkoti í Fljótshlíð að lokinni gróðursetningnni. F.v. Isbjörg, Margrét, Bóel, Guðrún og Kristín. Gróðursettu til minningar um föður sinn Hvolsvelli - Afkomendur Sveins ísleifssonar frá Miðkoti í Fljóts- hlíð héldu upp á að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans hinn 18. júní sl. með því að gróðursetja 500 tré rétt við Hvolsvöll. Sveinn og kona hans, Ingibjörg voru meðal frumbyggja á Hvolsvelli, og þegar þau fluttust þangað gerðurst þau frumkvöðlar í trjá- rækt á staðnum. Því fannst af- komendum þeirra tilhlýðilegt að heiðra minningu þeirra hjóna með veglegri gróðursetningu í útjaðri þorpsins. Á annað hundrað manns mætti við gróðursetninguna og að henni lokinni var farið að Breiðabólstað að leiði þeirra hjóna og átti fjölskyldan síðan saman eftirminnilega stund í kirkjunni. Alls eignuðust þau hjónin Isleifur og Ingibjörg 7 börn, 6 dætur og einn son og eru afkomendur þeirra á annað hundrað. Ferðalangar í skógarlundi við Hvammstanga. Ferðast um landið á Farmal Cub Hvammstanga - Sérkennilegur ferðamáti vakti athygli fréttarit- ara Morgunblaðsins á dögunum, er hann mætti fagurrauðri drátt- arvél með vagn, sem minnti á landnemavagn úr villta vestrinu. Hér reyndust á ferð hjónin Helgi Guðmundsson og Júlía Gunnars- dóttir, úr Vogum á Vatnsleysu- strönd, ásamt syni sínum Sindra Snæ, sem er 8 ára. Hugmyndin að ferðamátanum hafði mótast um nokkurt skeið og varð að veruleika nú á afmælisári landafunda. Sagði Helgi að líkja mætti ferð þeirra við ferð vík- ingaskips til Grænlands og Amer- íku. Dráttarvélin er Farmal Cub, 45 ára gömul, ættuð úr Eyjafjarð- arsveit, vagninn smiðaður upp úr vagni sem keyptur var hjá Sölu- nefnd varnarliðseigna en annar búnaður heimafenginn. I vagnin- um var flatsæng fyrir ferðafólkið, en framan á sæti fyrir farþegana, búin öryggisbeltum. Ferðin hófst í Vogum og lá um Laugarvatn, það- an yflr Kjöl til Blönduóss. Þaðan var síðan haldið sem leið lá suður yfir Holtavörðuheiði til Faxaflóa- svæðisins. Gerði Helgi ráð fyrir að fcrðin tæki 14 daga. Helgi sagði ferðina alfarið á eigin forsendum, mjög margir hefðu spurt um fyrir hverju þau væru að safna. Hann vildi koma á framfæri þökkum fyrir afar gott samstarf við lögreglu á leið þeirra, vissulega væri Kubburinn ekki með öryggisgrind, hann væri alveg óbreyttur, utan eins baksýn- isspegils. Ferðin kostaði talsvert því bens- íneyðsla er um 20 lítrar á 100 km. Kubburinn, eins og þessar vélar voru kallaðar á sinni tíð, væri tæknilega vel gerður og mætti líkja honum við Hummer í flokki bifreiða í dag. Þau hjón vildu þakka fyrir afar góðar viðtökur á ferð sinni og héldu sína leið, á 10 km hraða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.