Morgunblaðið - 12.07.2000, Side 26

Morgunblaðið - 12.07.2000, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Akademískt hneyksli Óvanalegar deilur, í fjölmiðlum, hafa vakið athygli að undanförnu milli fyrrverandi sjónvarpsþulu og fræðimanns við Arna- stofnun. Deilurnar hófust í kjþlfar doktorsvarnar Ólínu Þorvarðardóttur, um galdraöldina, við heimspekideild HÍ 3. júní síðastliðinn. Hér takast á nýbakaður doktor, Ólína Þor- varðardóttir, og henn- ar aðal andmælandi, Sverrir Tómasson. Vörnin heldur áfram í fjölmiðlum eftir að henni er lokið við HI sem er með eindæmum! Harðar ásakanir ganga á víxl. Ólína sakar Sverri um að tala tungum tveim og bregðast sinni fræðilegu ábyrgð. Hann gefi misvísandi leiðbeiningar auk þess að fara tvívegis með ósann- indi varðandi Æfír lærðra manna Hannesar Þorsteinssonar og Dóma- bók Þorleifs Kortssonar! Hann sjái ekki skóginn fyrir trjánum og gleymi sér í nöldri yfir prentvillum og stafkrókafræðum. Textafræðin megi ekki þröngva sínum aðferðum uppá hugmyndasöguna. Sverrir, á hinn bóginn, segir heimildaskrána vera óskapnað morandi í prentvill- um! Inn í deiluna hefur dregist Þröst- ur Helgason, blaðamaður, sem tók upp hanskann fyrir Ólínu. Hún telur Sverri reyna að ómerkja ummælin með því að dylgja um lélega frammi- stöðu hans í háskóla! Ólína ber og þungan hug til Einars Gunnars Pét- urssonar, fræðimanns við Árna- stofnun. Hann andmælti ritgerð hennar, ex autitorium, nefnir hann sjálfskipaðan andmælanda. Sú að- ferð, að viðstaddir megi tjá sig um efni ritgerðar heíúr lengi tíðkast við háskóla og væri skaði ef það væri takmarkað meira en orðið er. Doktorsvarnir eiga ekki að vera hallelúja samkomur þar sem doktorsefnum er hlíft við óþægileg- um spurningum. Hinir skipuðu and- mælendur sjá ekki ætíð vankantana best, allt eins glöggir tilheyrendur sem hafa kynnt sér efnið. Frægt er dæmið um Þorleif repp. Við doktors- vörn í Kaupmannahafnarháskóla benti hann á að efni ritgerðarinnar væri stolið mestan part úr verki annars manns! Þetta nægði samt ekki til að opna augu hinna vísu and- mælenda enda vísindaheiður þeirra í veði! Allt þetta mál hlýtur að vekja margvíslegar spurningar. Hefur upphefðarkerfi háskólanna gengið sér til húðar? Er þetta arfur fortíðar sem er að daga uppi í nútímanum, eins og til dæmis konungdæmin? Er verið að þjóna vísindunum eða pers- ónulegum metnaði þeirra sem vilja komast í forsetaskipað öryggi fíla- beinsturnanna, en prédika síðan frjálsa samkeppni fyi-ir hina? Slíkt umhverfi reynist fæstum hvetjandi til andlegra átaka og skap- andi starfa. Einkenni hins sannmenntaða manns eru sannleiksást- in, víðsýnin og umbm'ð- arlyndið. Sé fólk með æðstu prófgráður til- fínningalega vanþroska er maðkur í mysunni. Orð klettafjallaskálds- ins eru þörf áminning: „Þitt er menntað afl og önd, / eigirðu fram að bjóða/hvassan skilning, haga hönd, / hjartað sanna oggóða.“ Hugur sem er fullur af metnaðar- girni, hroka og öfund lokar fyrir inn- Doktorsvörn Hefur upphefðarkerfi háskólanna, spyr Ásgeir Sigfurðsson, gengið sér til húðar? sæið sem er grundvöllur sannrar fræðimennsku. Uppbygging kerfis- ins býður upp á þetta. Er það í sam- ræmi við jafnréttishugsjónir nútím- ans, að hluti kennarastéttarinnar sé hlaðinn erlendum titlum í bak og fyrir og gefi þannig í skyn að starf þeirra sé mikilvægara? Vitrir menn hafa bent á, að starf þeirra sem leggja grunninn sé vandasamast og mikilvægast, því lengi býr að fyrstu gerð. Umhugsunarvert er, að á síðari tímum virðast doktorsritgerðir vera að þróast í að verða heimildaritgerð- ir í stað vísindalegra uppgötvana sem marka þáttaskil í fræðunum. Sá talinn mestur sem flestar til- vitnanir tekur úr verkum annarra. Þetta er auðvitað handverk sem kemur vísindum lítið við. Sama gild- ir þótt komi í ljós að brennurnar hafi verið nokkuð fleiri og hafist fyrr á 17. öld en áður var talið. Olafur Davíðsson og aðrir, sem um þetta efni hafa fjallað, höfðu vart sex ár til að sitja yfir þessum heimildum. Það er annars umhugsunarvert hve margar greinar leita nú inn á svið sagnfræðinnar þótt þær kalli sig eitthvað annað. Þetta efni er auð- vitað sagnfræðilegs eðlis og kemur þjóðháttafræði lítið við. Fáist doktorsnafnbætur í þjóðháttafræði fyrir hin aðskiljanlegustu efni sagn- fræði og annað enn langsóttara, t.d. hugleiðingar um þankagang Þor- geirs Ljósvetningagoða undir feld- inum, hljóta efasemdir að vakna! Er þetta ekki fremur svið þjóðsagna og dulfræða? Þessi þáttur akademískr- ar menntunar þarfnast endurskoð- unar. Gagnlegt væri að líta til Ásgeir Sigurðsson franska ríkisdoktorsprófsins, þar sem verulegar kröfur eru gerðar til vísindalegrar ályktunarhæfni og fá- ir Ijúka. Heimildum mætti líkja við blöð trjánna. Innsæi þarf til að sjá allt tréð og allan skóginn, skilja kjarnann. Annars tekur stafkróka- fræðin við, sem Ólína Þorvarðar- dóttir kveinkar sér undan. Ungu menntafólki væri hollt að lesa verk Sigurðar Nordal, til að átta sig betur á þessum mun. Annars er það tíminn einn sem leggur hinn endanlega dóm á verk manna og verða þá hinir akademísku stimplar harla léttvæg- ir. Bestu verkin eru fyrst og fremst unnin vegna fræðilegs áhuga en ekki til að þjóna persónulegum metnaði. Stjórnendum HI er vorkunn. Há- skólar spretta allsstaðar upp og slegið er af akademískum ki-öfum. Þessa er nú farið að gæta á efstu stigum menntunar. Á tímum þegar allir vilja hafa allt er vart við öðru að búast. Stíflan brasj þegar landspróf- ið var lagt niður. Á vegum HÍ er nú starfandi fjölmenn sveit heimspek- inga. Væri þeim ekki verðugt verk- efni að kryfja þessi mál til mergjar? Akademískir heimspekingar mættu láta sig vandamál líðandi stundar meira varða. Þeir gætu veitt mis- vitrum stjórnmálamönnum aðhald, verið djarfari við að bera sannleik- anum vitni? Sannleikurinn á mjög undir högg að sækja í nútímanum þar sem honum er jafnan fórnað á altari hagsmunanna. Án fullrar virð- ingar fyrir sannleikanum verður öll æðri þekkingarleit kák eitt og sýndarmennska. Mestur allra heim- spekinga, Platon, lét sig þessi mál varða og reit sitt stærsta verk um þjóðfélagsmál. Vestræn heimspeki hefur haft um 2600 ár til að þróast og mætti láta meira að sér kveða við lausn hinna hversdagslegu vanda- mála. Heimspekin ætti ekki að vera uppá punt í fílabeinsturnum háskól- anna ef hún vill láta taka sig alvar- lega. Mál það sem hér hefur verið gert að umræðuefni, áðurnefnd doktors- vörn, er efalaust aðeins toppur ís- jakans. Athyglisvert er að Ólína tel- ur málið fyrst og fremst siðferðilegs eðlis. Fræðimönnum þurfi að setja siðareglur að hennar mati! Henni er það alvarlegt mál sem og HÍ ef aðal andmælandinn getur ekki staðið við nema brot ummæla sinna! Gegn og vel menntaður heimspekingur stjórnar nú málefnum HI og ætti Ól- ína og aðrir endurbótarsinnar að geta leyft sér bjartsýni meðan svo er. Kreppa háskólastigsins endur- speglast í umræddu máli og þyrfti að endurskoða allar kröfur. Öll kennsla ætti að vera á rannsókna- stigi, byrjendakennsla ekki að þekkjast. Almenn málakennsla t.d. á þangað ekkert erindi fyrr en á mál- vísindastigi. Nú til dags á fólk auð- velt með að afla sér almennarar þekkingar á öllum sviðum. Aka- demía sem stæði undir nafni ætti fyrst og fremst að vera vísindastofn- un og vera sem sjálfstæðust fjár- hagslega. Sú stefna að gera háskóla háða rekstri fyrirtækja er varhuga- verð þróun, því fjármagnið og hags- munir því tengdir eiga furðu oft litla samleið með sannleiksleitendum. Höfundur er frönsku- og sagnfræði- kennari. Frelsi í meðferð eiturlyfja? ENDRUM og eins hafa komið fram hugmyndir og tillögur um að afnema eigi bann við innflutningi, sölu og neyslu fíkniefna. Fyi'ir mörgum árum lýsti t.d. ungur maður þeirri skoðun sinni að öllum ætti að verða frjálst að neyta þess sem hann vildi, svo framarlega sem aðrir sköðuðust ekki af því, þ.m.t. eit- urlyfja. Þegar hann missti son sinn af slys- förum eftir neyslu slíkra efna skipti mað- urinn um skoðun. Margt ungt fólk hef- ur alltaf átt erfitt með að sætta sig við að í gildi eru ákveðnar reglur, t.d. umferðar- reglur. Að minnsta kosti er það oftast uppvíst að því að brjóta reglurnar og hlutfallslega flestir, sem lenda í eða eru valdir að slys- um, eru ungt fólk. Samt dettur fá- um í hug að leggja til að afnema Fíkniefni Skaðsemi eiturlyfja, segir Ómar Smári Armannsson, verður ekki upprætt með frelsi í meðferð þeirra. gildandi umferðarreglur hér á landi þó svo að ætla mætti að reglurnar ættu að einhverju leyti sök á hvernig komið er. Einhverjir hafa þó látið sér detta í hug að nægilegt væri að hafa einungis eina reglu, þ.e. að hver og einn eigi sjálfur að ákveða hvernig hann fari á milli staða hverju sinni. Hann þurfi einungis að gæta þess að skaða ekki aðra. Að afnema bann við innflutningi, sölu og dreifingu fíkniefna er líkt og að afnema reglur um hámarks- hraða á íslenskum vegum. Ef hver og einn ætti að meta og ráða því sjálfur á hvaða hraða hann fer um vegina, svo framarlega að hann skaðaði ekki aðra, myndi í raun fela í sér að tilviljun ein réði því hvort sá hinn sami eða einhver annar myndi verða fórnarlamb þeirrar ákvörðunar. Hver vildi bera ábyrgð á slíku? Samkvæmt upplýsingum eins tryggingarfélag- anna fjölgaði umferðarslysum í Reykjavík um 85% á milli áranna 1998 og 1999. Enginn lætur sér detta í hug að afnema umferðar- reglurnar af þeirri ástæðu. Hins vegar láta nú einhverjir sér detta í hug að afnema bönn við innflutn- ingi eiturlyfja af þeirri einföldu ástæðu að „svo virðist sem reynt hafi verið að flytja þau inn í aukn- um mæli undanfarin misseri. Bannið þjóni því ekki lengur til- gangi sínum“. Skaðsemi eiturlyfja verður ekki upprætt með frelsi í meðferð þeirra. Skynsemin segir fólki að það geti í raun og veru aldrei orðið frjálst val hvers og eins hvort hann megi skaða eða tor- tíma sjálfum sér eða ekki. Til þess er sam- félagsábyrgðin og umhyggjan fyrir hverjum einstaklingi of mikil, að ekki sé talað um þá félagslegu ábyrgð sem bæði hann og aðrir bera á hverjum einum sem fjölskyldumeðlim, hvort sem er innan hóps eða þjóð- ar. Heitasta ósk veiks manns er að fá heilsuna að nýju. Þeir, sem hafa slasast, veikst eða á annan hátt hafa þurft að takast á við heilsu- brest vita betur en aðrir „heil- brigðir" hversu mikilvæg góð heilsa er. Af hverju að gera ein- hverjum auðveldara fyrir að fyrir- gera henni eða að auðvelda öðrum að eyðileggja heilsu og heilbrigði annarra? Hver ber kostnaðinn af slíku þegar upp er staðið? Hver situr uppi með þjáninguna sem fylgir neyslunni, óháð hliðarverk- unum? Kostnaðurinn af eftirliti með innflutningi og dreifingu fíkniefna er aðeins brot af fórnar- kostnaðinum við að viðhalda banni og draga úr eyðileggingarmætti eiturlyfja hér á landi. Ef og þegar ræða á um frelsi 1 meðferð fíkniefna þarf umræðan að snúast um allt aðra hluti. Hún á að snúast um öryggi, umhyggju og hugsanlega minni skaða af völdum efnanna en ekki að skapa aðstöðu og möguleika einstaklinganna til að mega græða á sölu og dreifingu þeirra. Umræðan á að snúast um skynsemi og sýnilegan ávinning og árangur af breyttri framkvæmd. Sem betur fer fylgir viska aldri og með auknum þroska er ekki úti- lokað að þeir hinir sömu eigi eftir að sjá þennan mikilvæga lífsgildis- þátt í öðru og raunhæfara ljósi síð- ar. Höfundur er aðstoðaryfírlög- regluþjónn í Reykjavík. Ómar Smári Ármannsson GULLDROPINN - ÓB bensín í samvinnu við Gull 909 ódýrt bensín ÚTSALA Á BENSINI! Við lækkum verðið á bensíni um 9,09 kr/lítrann frá kl. 8.00 - 9.09 á morgun - fimmtudag. Hlustaðu á Gull 909 og fylgstu vel með

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.