Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 45
FRÉTTIR
Textílkjallarinn
SLATTUORF
... sem slá í gegn!
ÞÓR HF
Reykjavík - Akureyri
Reykjavík: Ármúla 11 -Slmi 568-1500
Akureyri: Lónsbakka - Sími 461-1070
Fj ölskylduhátíð
á Stöðvarfírði
Styrkir úr Menningar-
sjóði vestfírskrar æsku
ÁRLEG hátíð Stöðfirðinga sem
nefnist St0ð í Stöð verður haldin
dagana 13. til 17. júlí. Dagski-áin er
sniðin fyrir alla fjölskylduna. Jón
Gnarr sýnir leikþáttinn „Ég var einu
sinni nörd“, Skriðjöklarnh- spila fyr-
ir dansi ásamt Agli Olafssyni, slegið
verður upp harmónikkuballi og þrjár
stöðfirskar unglingahljómsveitir
koma fram svo eitthvað sé nefnt.
Stpð í Stöð var fyrst haldin árið
1996 til að fagna hundrað ára versl-
unarafmæli staðarins og hefur hátíð-
in öðlast fastan sess í lífi Stöðfirð-
inga. Nafnið er valið til heiðurs og
varnar þeim vanmetna framburði,
flámælinu.
Dagskrá hátíðarinnar er á þessa
leið:
Fimmtudaginn 13. júlí: Opnuð
myndlistarsýning Kristjáns Jóns-
sonar og Sigurbjarnar Jónssonar á
veitingastaðnum Svarta folanum.
Þeir hafa báðir haldið fjölda sýninga
víða um land en þetta er íyrsta sam-
sýning þeirra.
Föstudaginn 14. júlí: Leiktæki
fyrir börnin á Balanum. Gönguferðir
um stöðfirsk fjöll og dali. Unglinga-
ball í Samkomuhúsinu kl. 22 þar sem
hvorki fleiri né færri en þrjár stöð-
firskar hljómsveitir koma fram. Þær
eru Remus, Sýrutripp og Cupid og
þreyta hér frumraun sína opinber-
lega. Blúsveisla á Svarta folanum
þar sem fram koma Garðar Harðar
og The Norwegian Woods sem eru
norðfirskir tónlistarmenn.
Sunnudagur 15. júlí: Gönguferðir
að morgni dags ef sólin skín ekki of
skært. Kl. 13 hefst dorgveiðikeppni
sem er öllum opin og stendur í eina
klukkustund. Veitt eru verðlaun
annars vegar fyrir stærsta fiskinn og
hins vegar mesta aflann. Útimarkað-
ur verður starfræktur fyrir ofan
samkomuhús Stöðfirðinga. Þar verð-
ur á boðstólum ýmislegt handverk
og annar varningur. Klukkan 16
verður lagt af stað á vörubílum inn á
svonefndan Græna bala þar sem
verður grillað, sungið og farið í leiki.
Kl. 20:30 hefst í íþróttahúsinu
skemmtidagskrá Jóns Gnarr en sýn-
ingin hefur gengið fyrir fullu húsi í
Reykjavík í marga mánuði. Kl. 23
hefst í Samkomuhúsinu dansleikur
með Skriðjöklum sem Stöðfirðingar
minnast enn með hlýju frá því á síð-
asta ári. Þeim til aðstoðar verða tveir
gestasöngvarar, Egill Ólafsson og
Karl Örvarsson.
Sunnudagur 16. júlí: Að göngu-
ferðum frátöldum hefst dagskrá
sunnudagsins kl. 14 með minningar-
hlaupi um íþróttakonuna Önnu Mar-
íu Ingimarsdóttur. Keppt er í fimm
aldursflokkum og fer skráning fram
á staðnum. Að hlaupinu loknu er
boðið upp á kaffi og veitingar í
grunnskólanum í boði Landsbank-
ans. Útimarkaðurinn er opinn á
sunnudag, myndlistarsýningin opin
og leiktæki á sínum stað en kl. 16
hefst fótbolti á íþróttavellinum. Þar
etur 5. flokkur Súlunnar kappi við
nágranna sína og jafnvel foreldra
einnig.
Dagskránni lýkur á sunnudags-
kvöld með harmónikkuballi þar sem
Guttormur Sigfússon þenur nikkuna
af alkunnri snilld. Ballið hefst kl. 21 á
Svarta folanum.
EINS og undanfarin ár verða
styrkir veittir úr Menningarsjóði
vestfirskrar æsku til framhalds-
náms sem vestfirsk ungmenni geta
ekki stundað í heimabyggð sinni. Að
öllu jöfnu njóta eftirtaldir forgangs:
Ungmenni sem misst hafa fyrir-
vinnu, föður eða móður og einstæð-
ar mæður. Konur, meðan fullt
launajafnrétti er ekki í raun.
Ef engar umsóknir eru frá Vest-
fjörðum koma til álita umsóknir
Vestfirðinga búsettra annars stað-
ar.
Félagssvæði Vestfirðingafélags-
ins er ísafjarðarsýslur, ísafjörður,
Stranda- og Barðastrandarsýslur.
Umsóknir skal senda fyrir lok júlí
til Menningarsjóðs vestfirskrar
æsku, c/o Sigríður Valdimarsdóttir,
Birkimel 8b, 107 Reykjavík og skulu
fylgja meðmæli frá skólastjóra eða
öðrum sem þekkja viðkomandi nem-
anda, efni hans og aðstæður.
Síðasta ár voru veittar 440 þús-
und krónur til fjögurra ungmenna
frá Vestfjörðum. í stjórn eru: Sig-
ríður Valdimarsdóttir, Halldóra
Thoroddsen og Haukur Hannibals-
son.