Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 49 FÓLK í FRÉTTUM Reuters Patsy Kensit og Liam Gallagher talast ennþá við í sima. Liam og Patsy skilja ERU bræðrabönd sterkari en hjóna- bönd? Svo mætti ætla ef tekið er dæmi af Liam Gallagher. Hann hef- ur nú slitið samvistir við eiginkonu sína, Patsy Kensit, eftir stutt en stormasamt hjónaband. Orðrómur þessa efnis byrjaði að sveima þegar hjónin settu hús sitt á sölu fyrir tæp- um mánuði en um síðustu helgi stað- festi söngvarinn skilnaðinn í blaða- viðtali þar sem hann sagði meðal annars: „Því er lokið, það er búið og farið. Kannski var ég of ungur en ég býst ekki við því að ég gifti mig aftur. Eg er bara að reyna að sinna tónlist- inni og föðurhlutverkinu. Við tölum þó ennþá saman í gegnum símann.“ Svo virðist sem Gallagher-bræð- urnir hafi náð að leggja ágreining sinn til hliðar því á laugardaginn síð- astliðinn steig Noel Gallagher aftur upp á svið með hljómsveitinni Oasis á tónleikum í Dyflinni eftir að hafa yfirgefið sveitina í miðri tónleikaferð í maí síðastliðnum, nokkrum klukku- stundum íyrir tónleika í París. Liam brosti sem breiðast á tón- leikunum og tilkynnti meðal annars að hljómsveitin væri langt frá því að leggja upp laupana rétt áður en þeir töldu í lagið ,A-quiesce“ þar sem sönglínan „We Need Each Other“ er sungin í dúett af þeim bræðrum. Eft- ir lagið trítlaði svo litli bróðir til stóra og tók afar karlmannlega í höndina á honum. Söngvarinn sló líka á létta strengi og tileinkaði syni Tony Blairs forsætisráðherra Breta lagið „Cigarettes and Alcohol“, en hann var nýlega handtekinn fvrir ölvun á almannafæri. Bræðurnir eru þegar farnir að tala um að bregða sér í hljóðverið að nýju og taka upp fimmtu breiðskífu Oasis, sem ætti þá að koma út snemma á næsta ári. Rispaðar plötur Lowland 2000 Pierre Bastien Musiques Parallodires BELGÍSKI tónhstarmaðurinn Pierre Bastien ber kannski ekki títt á góma í fjölskylduboðum margra en meðal leikmanna og grúskara er hann helst þekktur fyrir dáð sín með eins manns hljómsveitinni Mechan- ium. Bastien smíðaði sjálfur einkenni- leg apparötin sem framleiddu hljóð Mechanium, nema reyndar trompet- inn sem hann lék einnig á sjálfur. Hljóðvélai- Mechanium voru gjarn- an gríðarlega fyiirferðamikil og skondin fyrirbæri og ekki síður at- hyglisverð fyrir augað en eyrað. Bastien hefur brallað við smíðar ft-umlegra hljóðfæra í ríflega tíu ár og um dagana hefur hann unnið með ýmsum góðkunnum snihingum. Með- al þeirra eru Frakkinn Frederic Le Junter og hinn ofurfimi Jaki Liebezeit, trommari þýsku súrkáls- sveitarinnai' CAN. I dag er Bastien þó mest upptekinn af tilraunum sín- um með að nota gamla plötuspilara og grammófóna sem hljóðfæri. A geisladiskinum Musiques Paral- lóidres leikur Bastien sér með fóna sem hann hefur lagað að eigin sér- visku, þó undir áhrifum frá mönnum eins og John Cage og ýmsum öðrum sem gerðu það sem hann er að gera mörgum árum á undan honum. Disk- urinn er því meira eins konar virðing- arvottur til fónanna sem fyrirbæra en tilraun til frumlegra tilburða. Bastien hefur strípað fónana af öllu nema því allra nauðsynlegasta og meðal annars bætt við götuðum málmlengjum sem hann lætur nálina hoppa yfir. Einnig kom hann fyrir tveimur stykkjum sitt hvoru megin við arm plötuspilaranna sem takmörkuðu ferðalag nálarinnar við aðeins lítið afmarkað svæði. Þann- ig hljómar sami frasinn af plötunni sí- endurtekið og myndar hrjúfan rispu- grunn undir hlýlegan trompetleik Bastien. Gömlu grammófónplötumar sem Bastien notar í tih-aunh- sínar eru flestai- djasskyns og því viðeigandi að trompetleikurinn sé einnig i þeirri deildinni. Að rispugleði Pierre Bastien ólast- aðri eru fallegustu og mest spennandi augnablik Musiques Pai-allóidres þau sem leikin eru á Chet Baker-legan trompet hans og kontrabassaflétt- urnar sem skríða mjúkar og afslapp- aðar um tónsmíðamar. Vínylrispið er aftur á móti ekki alveg nógu vel heppnað hjá honum þó vissulega taki hann fínai- rispur inn á milli. Listin við að búa til góða taktgmnna eða lúpur*' úr vínylrispi ætti að vera að fá þær til að hljóma það náttúrulega að þær minni ekki lengur á rispur heldur eigi sér sjálfstætt líf. Þegar verst lætur hljóma lög Bast- ien einfaldlega eins og ,gispuð plata“ ... eða það sem þau em. Best tekst hins vegar til þegar Bastien notar plötur með tónlist Mechanium og býr til rispulúpur á þeim sem bylgjast ljúflega með yndislegum trompet- og kontrabassatónunum. Það er ekki gott að segja úr hverju hljóðvélaskrímsli Mechanium era ^ búin til en það er þeim mun skemmti- ’ legra að ímynda sér uppsprettur hljóðanna fyrir vikið. Musiques Par- alloidres er diskur sem gefur hugan- um frelsi til að mála sínar eigin mynd- ir af tónhstinni eins og góð skáldsaga sem skilur eftir vænt rám til að lesa á milh línanna og línur á milli línanna. Kristín Björk Kristjánsdóttir Helstu atriði Harmonikuhátíðar Reykiavíkur Helgina 14. -16. júlí www.iceland-online.com/festival Föstudagur Opnunartónleikar í Grafarvogskirkju kl. 16.00. Tónleikar í Norræna Húsinu kl 20.00. R EYKJAVfK MBNNINOARIORa IVRÖPU Arid 2000 Laugardagur Barnadagskrá á Reynisvatni kl 10.00 Aðaltónleikar og dansleikur á Broadway kl 21.00 Sunnudagur Harmonikudagskrá í Árbæjarsafni kl 13.00 Finale á Kringlukránni Nánari upplýsingar í fjölmiðlum næstu daga Didriksons vatns- og vindheldur regnfatnaður á alla fjölskylduna pollagallar í miklu úrvali m M æM Æ Regnfatnaður á alia fjölskyiduna stígvél og gúmmískór á alla fjölskylduna UisÉr - IMæg bílastæði - Opið alla virka daga frá kl. 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-16:00. ELLINGSEN Grandagarði 2 l Reykjavík | sími 580 8500 | fax 580 8501 | ellingsen@ellingsen.is I I I\
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.