Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 11 FRÉTTIR Samgönguráðuneytið ógildir afturköllun haffærisskírteinis Gyllis ÍS-261 Sljórnsýslulög- voru ekki virt RÁÐUNEYTI samgöngumála hef- ur ógilt ákvörðun Siglingastofnunar frá 30. nóvember 1999, um að aftur- kalla framlengingu á haffærisskír- teini Gyllis ÍS-261. í úrskurði ráð- uneytisins kemur fram að ekki hafi verið gætt ákvæða stjórnsýslulaga sem lúta að rannsóknarreglu, and- mælarétti og meðalhófsreglu. Málavextir eru þeir að hinn 30. desember 1998 gaf Siglingastofnun íslands út haffærisskírteini fyrir Gylli ÍS-261, til 26. nóvember 1999. Skömmu áður en gildistími þess rann út óskaði Básafell, eigandi skipsins, eftir framlengingu á því fram í desember, þar sem fyrirhug- að var að skipið færi í slipp til við- halds og eftirlits. Hinn 25. nóvem- ber 1999 áritaði starfsmaður Siglingastofnunar á ísafirði haffær- isskírteinið um framlengingu til 31. desember 1999. Starfsmaður Siglingastofnunar íslands á ísafirði skrifaði forstöðu- manni skoðunai'sviðs Siglinga- stofnunarinnar hinn 30. desember 1999. Par kemur fram að hinn 30. nóvember hafi frést af því fyrir til- viljun að verið væri að binda Gylli við bryggju á Flateyri. Skipstjóri skipsins hafí þá staðfest að bilun væri í skiptingu, leki væri með skrúfuhaus og bilun í ljósavél. í bréfi starfsmannsins kemur fram að hann hafi, að fengnum þessum upplýsingum, afturkallað framleng- ingu haffærisskírteinis, enda hafi ekkert verið vitað hvað yrði með framhald á útgerð skipsins. Engin formleg tilkynning var send um afturköllunina til útgerð- arinnar eða henni gefinn kostur á að tjá sig um hana. Skoðaði skipið ekki aftur I niðurstöðu ráðuneytisins segir: „Ekki verður séð að starfsmaður Siglingastofnunar íslands hafi framkvæmt sérstaka skoðun á skip- inu áður en framlenging haffæris- skírteinis var veitt hinn 25. nóvem- ber 1999. Ekki verður heldur séð að starfs- maður Siglingastofnunar íslands hafi framkvæmt sérstaka skoðun á skipinu áður en framlengingin var afturkölluð hinn 30. nóvember 1999, þrátt fyrir að ekki hafi verið vitað annað en að skipið væri í góðu ást- andi þegar framlenging var veitt 5 dögum áður. Ekki verður heldur séð að starfs- maður Siglingastofnunar íslands hafi áritað haffærisskírteinið um afturköllun framlengingarinnar eða tilkynnt útgerð sérstaklega um aft- urköllunina. Framlenging haffæris- skírteinisins var því veitt án skil- yrða og það ekki áritað um að framlengingin væri veitt til að sigla skipinu í slipp til viðgerðar, sbr. haffærisskírteini sem gefið var út til skipsins 13. desember 1999. Á það er fallist með kæranda að við afturköllun haffærisskírteinisins hafi ekki verið gætt ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem lúta að rannsóknarreglu 10. gr., and- mælarétti 8. gr. og meðalhófsreglu 12. gr. Með þessum úrskurði er hins vegar ekki lagt efnislegt mat á það hvernig haffærni skipsins hafi verið háttað þegar afturköllunin átti sér stað 30. nóvember 1999. Með hliðsjón af ofanrituðu telur ráðuneytið að framkvæmd Siglinga- stofnunar íslands á afturköllun á framlengingu haffærisskírteinis Gyllis IS-261 sé með þeim hætti að ógilda beri afturköllun á framleng- ingu haffærisskírteinisins." Nefnd félagsmálaráðuneytis um leigumarkaðinn Lagt til að húsaleigu- bætur verði hækkaðar Morgunblaðið/Golli Hafsteinn Jóhannsson kveður áður en hann leggur úr höfn. Elding til Grænlands og N orður-Ameríku NEFND, sem skipuð var af félags- málaráðherra í ágúst 1998 til þess að rannsaka leigumarkað og leigu- húsnæði, leggur til að ríki og sveitar- félög breyti fyrirkomulagi á aðstoð hins opinbera í húsnæðiskerfinu, en niðurstöður nefndarinnar voru gerðar opinberar nýverið. Megintil- lögur nefndarinnar eru að hið opin- bera kanni hagkvæmni þess að segja skilið við niðurgreiðslu lána vegna leiguhúsnæðis og frá því að eiga og reka leiguhúsnæði í eigin nafni. I stað þess að niðurgreiða lán til leigu- húsnæðis leggur nefndin til að hækka húsaleigubætur og koma á fót stofnstyrkjum sem renna til leigufé- laga á vegum sveitarfélaga, félags- samtaka, einstaklinga og fyrirtækja VÍKINGASKIPIÐ íslendingur kom til hafnar í Narssaq við Breiðafjörð á Grænlandi upp úr miðnætti á sunnu- dag en nokkuð hafði verið um rekís á siglingarleið íslendings um Breiða- fjörð og einstaka borgarísjaki hafði sést. Mikill mannfjöldi beið við höfn- ina og fagnaði áhöfn skipsins inni- lega að því er segir í dagbók skips- ins. sem eiga og reka sérhæft leiguhús- næði. Samkvæmt könnun sem nefndin lét gera 1998 kemur fram að mikill skortur er á leiguhúsnæði hjá sveit- arfélögum, en alls vantaði um 1.250 leiguíbúðir til þess að anna eftir- spurn. Mikill skortur á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu Mest var þörfin á höfuðborgar- svæðinu en þar vantaði um 1.100 íbúðir. Einnig var gerð könnun á meðal félagasamtaka sem standa fyrir leigu á íbúðum og var þörfin mest hjá stærstu leigufélögunum, þ.e. Öryrkjabandalaginu, Félags- stofnun stúdenta og húsnæðissam- Athugað var með hugsanlegar skemmdir á skipinu eftir hrakninga í hafís 8. júlí en við fyrstu skoðun komu engar verulegar skemmdir í ljós. Narssaq er ekki formlegur við- komustaður samkvæmt áætlun skipsins en gert er ráð fyrir því að næsti viðkomustaður verði í Bratta- hlíð í Eiríksfirði hinn 15. júlí. vinnufélaginu Búseta, en Búseti upp- lýsti að allt að 20 umsækjendur væru um hverja íbúð sem losnaði. Félags- samtök sem reka og eiga leiguíbúðir töldu að um 680 íbúðir þyrfti til þess að tæma biðlista eftir leiguhúsnæði. Eftirspurn mun vart minnka á næstu árum Að mati nefndarinnar hefur byggðaþróun undanfarinna ára haft einna sterkust áhrif á stöðu mála á leigumarkaði. Er þörfin langmest á höfuðborgarsvæðinu en verulega minni eða engin í öðrum landshlut- um. í greinargerð nefndarinnar seg- ir að vart verði þeirri þróun snúið við á næstu árum og því mun eftirspum eftir leiguhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu ekki minnka. Nefndin telur því víst að veruleg þörf sé á að efla leigumarkað á höfuðborgarsvæðinu og að einhverju leyti í þéttbýlissveit- arfélögum utan þess. Leggur nefndin því til að grípa til tímabundinna að- gerða til þess að koma til móts við skort á leiguhúsnæði þar sem þarf, svo sem að auka lánsheimildir íbúða- lánasjóðs, að auknir verði lánamögu- leikar fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem hyggjast eiga og reka leiguhús- næði og að tímabundið stofnframlag komi frá hinu opinbera til ákveðinna aðila sem eru að byggja eða kaupa sérhæft leiguhúsnæði á tilteknu tímabili. Einnig leggur nefndin til að hið opinbera aðstoði sveitarfélög á landsbyggðinni við að endurskipu- leggja félagslega íbúðarkerfið með því markmiði að koma á fót sjálf- stæðum leigufélögum um reksturinn líkt og gert hefur verið í Reykjavík með stofnun Félagsbústaða hf., en skuldir vegna leigmbúða eru skráðar á skuldarskrá sveitarsjóðs og eru oft þungur baggi að bera í því samhengi. Leggur nefndin til að þetta verði gert í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. -------FM-------- Afsökunar- beiðni I Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Svein Matthíasson, formann verkfallsnefndar Bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis. í grein þessari voru óviðeigandi orð látin falla um nafn- greindan mann, Guðmund Sigurðs- son. Birting greinar þessarar óbreyttr- ar er andstæð þeim reglum, sem rit- stjórn Morgunblaðsins hefur sett um birtingu aðsendra greina. Er Guð- mundur Sigurðsson beðinn afsökun- ar á þessum mistökum. SEGLSKÚTAN Elding lagði af stað í för til Grænlands og Norður- Ameríku fyrir rúmri viku, en leið- angurinn ber yfirskriftina „Vínland 2000“. Jörmundur Ingi allsherjar- goði er verndari leiðangursins. Hafsteinn Jóhannsson, skipstjóri Eldingar, tjáði blaðamanni Morg- unblaðsins, áður en látið var úr höfn, að undirbúningur fararinnar hefði staðið í rösk tvö ár. Leiðangurinn er einkum farinn til að minnast afreka forfeðranna og þá helst Bjarna Herjólfssonar frá Eyrarbakka og félaga hans sem fyrstir Evrópubúa litu augum meg- inland Norður-Amerfku fyrir 1.000 árum sem og Leifs heppna og manna hans. Á skútunnar frá Noregi til ís- lands var komið við á Ijjaltlandi og í Færeyjum. Áhöfnin tók með sér þijá steina frá hyeijum stað sem og þijá frá fslandi. í steinana var höggvið heiti leiðangursins og til stendur að þeir verði skildir eftir á áfangastöðum skútunnar í Vestur- heimi. Leiðangrinum lýkur aftur í Nor- egi og hefur áhöfnin þá lagt 6.000 sjómflur að baki. Hafsteinn smíðaði skútuna Eld- ingu sjálfur og kvað hann þá smfði hafa tekið tvö ár. Árið 1990 Iagði hann einsamall upp í siglingu um- hverfis jörðina á skútunni. Sigling- in tók átta mánuði og lauk henni giftusamlega án þess að nokkurs staðar væri komið f Iand eða aðstoð þegin á leiðinni. Ekki hafa borist nánari fréttir af görpunum á Eldingu og ferðalagi þeirra enn, en þeirra má vænta á næstu dögum. Morgunblaðið/Ómar Islendingur hefur verið á siglingu við Grænland og er kominn til hafnar í Narssaq við Breiðafjörð. Islendingur í höfn í Narssaq Engar verulegar skemmdir á skipinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.