Morgunblaðið - 12.07.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 12.07.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 11 FRÉTTIR Samgönguráðuneytið ógildir afturköllun haffærisskírteinis Gyllis ÍS-261 Sljórnsýslulög- voru ekki virt RÁÐUNEYTI samgöngumála hef- ur ógilt ákvörðun Siglingastofnunar frá 30. nóvember 1999, um að aftur- kalla framlengingu á haffærisskír- teini Gyllis ÍS-261. í úrskurði ráð- uneytisins kemur fram að ekki hafi verið gætt ákvæða stjórnsýslulaga sem lúta að rannsóknarreglu, and- mælarétti og meðalhófsreglu. Málavextir eru þeir að hinn 30. desember 1998 gaf Siglingastofnun íslands út haffærisskírteini fyrir Gylli ÍS-261, til 26. nóvember 1999. Skömmu áður en gildistími þess rann út óskaði Básafell, eigandi skipsins, eftir framlengingu á því fram í desember, þar sem fyrirhug- að var að skipið færi í slipp til við- halds og eftirlits. Hinn 25. nóvem- ber 1999 áritaði starfsmaður Siglingastofnunar á ísafirði haffær- isskírteinið um framlengingu til 31. desember 1999. Starfsmaður Siglingastofnunar íslands á ísafirði skrifaði forstöðu- manni skoðunai'sviðs Siglinga- stofnunarinnar hinn 30. desember 1999. Par kemur fram að hinn 30. nóvember hafi frést af því fyrir til- viljun að verið væri að binda Gylli við bryggju á Flateyri. Skipstjóri skipsins hafí þá staðfest að bilun væri í skiptingu, leki væri með skrúfuhaus og bilun í ljósavél. í bréfi starfsmannsins kemur fram að hann hafi, að fengnum þessum upplýsingum, afturkallað framleng- ingu haffærisskírteinis, enda hafi ekkert verið vitað hvað yrði með framhald á útgerð skipsins. Engin formleg tilkynning var send um afturköllunina til útgerð- arinnar eða henni gefinn kostur á að tjá sig um hana. Skoðaði skipið ekki aftur I niðurstöðu ráðuneytisins segir: „Ekki verður séð að starfsmaður Siglingastofnunar íslands hafi framkvæmt sérstaka skoðun á skip- inu áður en framlenging haffæris- skírteinis var veitt hinn 25. nóvem- ber 1999. Ekki verður heldur séð að starfs- maður Siglingastofnunar íslands hafi framkvæmt sérstaka skoðun á skipinu áður en framlengingin var afturkölluð hinn 30. nóvember 1999, þrátt fyrir að ekki hafi verið vitað annað en að skipið væri í góðu ást- andi þegar framlenging var veitt 5 dögum áður. Ekki verður heldur séð að starfs- maður Siglingastofnunar íslands hafi áritað haffærisskírteinið um afturköllun framlengingarinnar eða tilkynnt útgerð sérstaklega um aft- urköllunina. Framlenging haffæris- skírteinisins var því veitt án skil- yrða og það ekki áritað um að framlengingin væri veitt til að sigla skipinu í slipp til viðgerðar, sbr. haffærisskírteini sem gefið var út til skipsins 13. desember 1999. Á það er fallist með kæranda að við afturköllun haffærisskírteinisins hafi ekki verið gætt ákvæða stjórnsýslulaga nr. 37/1993 sem lúta að rannsóknarreglu 10. gr., and- mælarétti 8. gr. og meðalhófsreglu 12. gr. Með þessum úrskurði er hins vegar ekki lagt efnislegt mat á það hvernig haffærni skipsins hafi verið háttað þegar afturköllunin átti sér stað 30. nóvember 1999. Með hliðsjón af ofanrituðu telur ráðuneytið að framkvæmd Siglinga- stofnunar íslands á afturköllun á framlengingu haffærisskírteinis Gyllis IS-261 sé með þeim hætti að ógilda beri afturköllun á framleng- ingu haffærisskírteinisins." Nefnd félagsmálaráðuneytis um leigumarkaðinn Lagt til að húsaleigu- bætur verði hækkaðar Morgunblaðið/Golli Hafsteinn Jóhannsson kveður áður en hann leggur úr höfn. Elding til Grænlands og N orður-Ameríku NEFND, sem skipuð var af félags- málaráðherra í ágúst 1998 til þess að rannsaka leigumarkað og leigu- húsnæði, leggur til að ríki og sveitar- félög breyti fyrirkomulagi á aðstoð hins opinbera í húsnæðiskerfinu, en niðurstöður nefndarinnar voru gerðar opinberar nýverið. Megintil- lögur nefndarinnar eru að hið opin- bera kanni hagkvæmni þess að segja skilið við niðurgreiðslu lána vegna leiguhúsnæðis og frá því að eiga og reka leiguhúsnæði í eigin nafni. I stað þess að niðurgreiða lán til leigu- húsnæðis leggur nefndin til að hækka húsaleigubætur og koma á fót stofnstyrkjum sem renna til leigufé- laga á vegum sveitarfélaga, félags- samtaka, einstaklinga og fyrirtækja VÍKINGASKIPIÐ íslendingur kom til hafnar í Narssaq við Breiðafjörð á Grænlandi upp úr miðnætti á sunnu- dag en nokkuð hafði verið um rekís á siglingarleið íslendings um Breiða- fjörð og einstaka borgarísjaki hafði sést. Mikill mannfjöldi beið við höfn- ina og fagnaði áhöfn skipsins inni- lega að því er segir í dagbók skips- ins. sem eiga og reka sérhæft leiguhús- næði. Samkvæmt könnun sem nefndin lét gera 1998 kemur fram að mikill skortur er á leiguhúsnæði hjá sveit- arfélögum, en alls vantaði um 1.250 leiguíbúðir til þess að anna eftir- spurn. Mikill skortur á leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu Mest var þörfin á höfuðborgar- svæðinu en þar vantaði um 1.100 íbúðir. Einnig var gerð könnun á meðal félagasamtaka sem standa fyrir leigu á íbúðum og var þörfin mest hjá stærstu leigufélögunum, þ.e. Öryrkjabandalaginu, Félags- stofnun stúdenta og húsnæðissam- Athugað var með hugsanlegar skemmdir á skipinu eftir hrakninga í hafís 8. júlí en við fyrstu skoðun komu engar verulegar skemmdir í ljós. Narssaq er ekki formlegur við- komustaður samkvæmt áætlun skipsins en gert er ráð fyrir því að næsti viðkomustaður verði í Bratta- hlíð í Eiríksfirði hinn 15. júlí. vinnufélaginu Búseta, en Búseti upp- lýsti að allt að 20 umsækjendur væru um hverja íbúð sem losnaði. Félags- samtök sem reka og eiga leiguíbúðir töldu að um 680 íbúðir þyrfti til þess að tæma biðlista eftir leiguhúsnæði. Eftirspurn mun vart minnka á næstu árum Að mati nefndarinnar hefur byggðaþróun undanfarinna ára haft einna sterkust áhrif á stöðu mála á leigumarkaði. Er þörfin langmest á höfuðborgarsvæðinu en verulega minni eða engin í öðrum landshlut- um. í greinargerð nefndarinnar seg- ir að vart verði þeirri þróun snúið við á næstu árum og því mun eftirspum eftir leiguhúsnæði á höfuðborgar- svæðinu ekki minnka. Nefndin telur því víst að veruleg þörf sé á að efla leigumarkað á höfuðborgarsvæðinu og að einhverju leyti í þéttbýlissveit- arfélögum utan þess. Leggur nefndin því til að grípa til tímabundinna að- gerða til þess að koma til móts við skort á leiguhúsnæði þar sem þarf, svo sem að auka lánsheimildir íbúða- lánasjóðs, að auknir verði lánamögu- leikar fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem hyggjast eiga og reka leiguhús- næði og að tímabundið stofnframlag komi frá hinu opinbera til ákveðinna aðila sem eru að byggja eða kaupa sérhæft leiguhúsnæði á tilteknu tímabili. Einnig leggur nefndin til að hið opinbera aðstoði sveitarfélög á landsbyggðinni við að endurskipu- leggja félagslega íbúðarkerfið með því markmiði að koma á fót sjálf- stæðum leigufélögum um reksturinn líkt og gert hefur verið í Reykjavík með stofnun Félagsbústaða hf., en skuldir vegna leigmbúða eru skráðar á skuldarskrá sveitarsjóðs og eru oft þungur baggi að bera í því samhengi. Leggur nefndin til að þetta verði gert í samvinnu við félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. -------FM-------- Afsökunar- beiðni I Morgunblaðinu í gær birtist grein eftir Svein Matthíasson, formann verkfallsnefndar Bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis. í grein þessari voru óviðeigandi orð látin falla um nafn- greindan mann, Guðmund Sigurðs- son. Birting greinar þessarar óbreyttr- ar er andstæð þeim reglum, sem rit- stjórn Morgunblaðsins hefur sett um birtingu aðsendra greina. Er Guð- mundur Sigurðsson beðinn afsökun- ar á þessum mistökum. SEGLSKÚTAN Elding lagði af stað í för til Grænlands og Norður- Ameríku fyrir rúmri viku, en leið- angurinn ber yfirskriftina „Vínland 2000“. Jörmundur Ingi allsherjar- goði er verndari leiðangursins. Hafsteinn Jóhannsson, skipstjóri Eldingar, tjáði blaðamanni Morg- unblaðsins, áður en látið var úr höfn, að undirbúningur fararinnar hefði staðið í rösk tvö ár. Leiðangurinn er einkum farinn til að minnast afreka forfeðranna og þá helst Bjarna Herjólfssonar frá Eyrarbakka og félaga hans sem fyrstir Evrópubúa litu augum meg- inland Norður-Amerfku fyrir 1.000 árum sem og Leifs heppna og manna hans. Á skútunnar frá Noregi til ís- lands var komið við á Ijjaltlandi og í Færeyjum. Áhöfnin tók með sér þijá steina frá hyeijum stað sem og þijá frá fslandi. í steinana var höggvið heiti leiðangursins og til stendur að þeir verði skildir eftir á áfangastöðum skútunnar í Vestur- heimi. Leiðangrinum lýkur aftur í Nor- egi og hefur áhöfnin þá lagt 6.000 sjómflur að baki. Hafsteinn smíðaði skútuna Eld- ingu sjálfur og kvað hann þá smfði hafa tekið tvö ár. Árið 1990 Iagði hann einsamall upp í siglingu um- hverfis jörðina á skútunni. Sigling- in tók átta mánuði og lauk henni giftusamlega án þess að nokkurs staðar væri komið f Iand eða aðstoð þegin á leiðinni. Ekki hafa borist nánari fréttir af görpunum á Eldingu og ferðalagi þeirra enn, en þeirra má vænta á næstu dögum. Morgunblaðið/Ómar Islendingur hefur verið á siglingu við Grænland og er kominn til hafnar í Narssaq við Breiðafjörð. Islendingur í höfn í Narssaq Engar verulegar skemmdir á skipinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.