Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 48
48 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Forvitnilegar bækur FÓLK í FRÉTTUM Miðasala S. 555 2222 The Hammer of Thor A mythological action-comedy fös 14/7 kl. 20 Laus sæti Sýningartfmi 50 mínútur. Ath. síðasta sýning. DAÐRAÐ VIÐ LEIKLISTARGYÐJUNA Leonard Whiting í hlutverki Rómeós. Síðar skrifaði hann handritið að Rómeó og Júlíu 2. Roy Orbison reynir fyrir sér í kvikmyndum ... án sólgleraugna! Einnar myndar gaman Margir hafa reynt fyrir sér í kvikmyndum - leikið 1 einni mynd og síðan ekki söguna meir. Silja Björk Baldursdóttir vildi vita hvað varð um fólkið sem gufaði upp. HVAÐA fólk var þetta, hvernig villtist það út í kvikmyndir, hvern- ig stóð það sig og hyað varð svo eiginlega um það? í bókinni Once Was Enough er þessu horfna fólki gerð ýtarleg skil. Höfundurinn, Douglas Brode, er vanur maður í kvikmyndaheiminum, skrifar bæði bækur og kennir. Hér hefur hann unnið heimavinnuna sína og svarar mörgum spurningum um þetta dul- arfulla fólk sem hvarf. Hann hefur í tímans rás safnað heilmiklu af efni um fólk, sem allt hefur reynt, en aðeins einu sinni, við kvik- myndaleik. Endilega að reyna Hver „leikari" fær sinn sér kafla. Þar er lifshlaup hans rakið ásamt söguþræði myndarinnar. Bútar úr gagnrýni eru látnir fljóta með ásamt viðbrögðum fólks við mynd- inni. Sumir leikaranna hafa svo seinna skrifað ævisögur, þar sem þeir hafa harmað frammistöðu sína í kvikmyndum - brot; úr þeim birt- ast í bókinni, lesendum til glöggv- unar. Þetta gefur allt skýra og ein- falda mynd af þeim kvikmyndum sem fjallað er um, en þær eru æði margar og ólikar innbyrðis. Myndunum er raðað í kafla eftir eftir leikurum þeim sem eiga í hlut og þannig fá íþróttastjörnur sem reyna fyrir sér á hvíta tjaldinu sér kafla í bókinni. Það sama gildir um barmmiklar opnustúlkur, stjórn- málamenn, tónlistarfólk og... blaðamenn. Og svo koma broslegir kaflar. Einn kaflinn er um þá sem fá hlut- verk í bíómynd bara út á maka sinn. Konur stórleikara gera sig að fífli og aðrar vinna leiksigra en öf- undsjúkur eiginmaðurinn bannar þeim að leika aftur. Síðan er kafli um furðufugla ekki nóg að vera sæt í bikini. lög. Það þykir alltaf flott að deyja ungur og eftirsóttur. Stórleikarinn sem átti svo bjarta framtíð en náði aldrei að blómstra - þurfti að kveðja í blóma lifsins. Harmleikir eiga alltaf upp á pallborðið. Leik- konan Peg Entwistle steypti sér fram af H-inu á Hollywood-skiltinu og þurfti aldrei aftur að Ieika. Hún dó. Sumir lentu í áfenginu - aðrir í steininum. Einn lék í mynd sem kolféll, gat því ekki borgað leig- una, rændi banka og dó svo i fang- elsinu. Það dugar ekki einu sinni að leika vel, því ef myndin sjálf hrynur þá átt þú þér varla við- reisnar von. Það er erfitt að flýja vonda mynd. Það er ekki takmarkið að vinna Það er erfitt að lesa um þá sem særðust við að fá slæmar viðtökur, eins og söngvarinn ástsæli, Kenny Rogers. Það er ótrúlegt hvaða fólk dúkkar upp í bíómyndum. Og að- eins fólk sem náði sér í bitastætt hlutverk fær að vera með í bókinni. Það er ekki nóg bara að sjást eða að segja eina setningu, dansa cða spila lítið lag. Fólk verður að hafa leikið. Og farið með texta. Af þeirri ástæðu urðu sumir að hverfa af sjónarsviðinu, ekki vegna skorts á leikhæfileikum heldur vegna lélegs framburðar á enskri tungu. En besta fordæmið setti líklegast sá sem lék alllaglega í einni mynd, rakaði saman peningum og stakk svo bara af. En hann fjárfesti í framtíðinni - notaði launin til að fjármagna læknisfræðinám og lét þar með æskudrauminn rætast. Hann gerði þetta almennilega! Bókin ætti að vera skyldulesning fyrir alla þá sem ganga með ein- hverjar grillur í hausnum um að þeir geti lcikið. Það er ekki nóg að vera listamaður á einu sviði - það er ekki þar með sagt að þú getir leikið. Og ekki heldur nóg að vera fyr- irsæta. Ekkert er sjálfgefið. Allt er þetta fyndinn eltingaleikur við frægðina og almenningsálitið. En gleðin getur breyst í sorg og tárin eru oft ekki langt undan. Sumt er of sorglegt að lesa, annað of neyð- arlegt. En allt á þetta fólk sameig- inlegt að vera minnisstætt fyrir einhverjar sakir - hvort sem það er fyrir leiksigur eða bara fyrir að vera með. sem, eins og hin- ir, sjást einu sinni og aldrei meir. Ein af þeim er indjánastelpa sem hlaut titilinn Miss Vampire of America 1969 en varð samt aldrei kvik- myndastjarna. Einna skemmtileg- astur er svo kaflinn um þá sem auðveldast áttu með að komast inn í bransann. Hann er um systkini frægu leikaranna. Þannig hljóma kunnuglega nöfn eins og Neil Connery og Mijanou Bardot. En vandinn er að þú þarft að vera jafn góður leikari og bróðir þinn eða systir. Og það getur verið erfitt að komast með tærnar þar sem þau hafa hælana. Það er ekki öllum ætlað að sigra heiminn. Að láta gott heita Flestir leikaranna, sem bókin fjallar um, hurfu af sjónarsviðinu vegna hræðilegrar frammistöðu. Myndirnar sem sumir léku í sukku með öllum innanborðs - allt vegna hins hræðilegs leiks. Ekki er mikil eftirsjá í þessum misheppnuðu leikurum, en inn á milli slæðast svo aðrir með sem stóðu sig hreint ekki svo illa; stóðu sig bara mæta vel. I bókinni er þannig fjallað uin hinar verstu myndir í bland við meistara- verk allt frá árinu 1920 til 1992. Bókin er hrærigrautur af leikur- um, sem ýmist hrökkluðust í burtu eða kusu að draga sig í hlé. Sumir neyddust jafnvel til þess - fengu ekkert að gera því þeir voru ein- faldlega ekki í Þar með erum við eiginlega komin að kjarna bókar- innar. Og þcim hluta sem safa- ríkastur er. Hvað varð um allt þetta dularfulla fólk? Hvernig er hægt að gufa bara upp? Einfaldar skýringar eru t.d. „ég réð ekki við þetta - ákvað frekar að vera bara heima og eignast börn“. En síðan eru það þeir sem hljóta glæstari ör- THB [gompanion | Tö 2 0™ CENTURld ÍMUSIC ' 'K ■ ’ ; -• ^ |N ORMAN LeBRECH’ HP- ■ !^Ká Tónlist okk- ar aldar The Companion to 20th Century Music eftir Norman Lebrecht. Simon & Schuster gefur út. 418 síð- ur í stóru broti. Kostaði um 600 kr. í Strand-bókabúðinni í New York. BANDARÍSKI gagnrýnandinn Norman Lebrecht nýtur virðingar vestanhafs fyrir yfirgripsmikla þekk- ingu og er um leið umdeildur fyrir af- dráttarlausar skoðanir sínar. Hann gaf fyrir nokkru út uppflettirit um tónlist 20. aldar og rekur í inngangi að bókinni að tónlistarsögunni hafi lokið þegar Verdi dó 1901, og ný saga hafi hafist um leið, saga tónlistar okkar aldar. Að mati Lebrechts var Verdi síðasti tónjöfurinn. í kjölfar komi nýir menn, en líka nýjar áhersl- ur í tónlist, nýjar hugmyndir, nýjar tilraunir og svo má telja. Á nýrri öld k.om líka fjölmargt til sem átti eftir að breyta tónsköpun og flutningi, ekki síst að hljómflutningstæki, út- varp og sjónvarp miðluðu tónlist til stærri hluta þjóða en áður hafði þekkst samhliða því sem stjórnmál höfðu gríðarleg áhrif á tónlistarsög- una. Lebrecht lofar fjölbreytileikann í inngangi að samantekt sinni og gef- ur lítið fyrir úrtöluraddir eins og Boulez sem kveinkaði sér yfir því að þróunin væri ekki stöðugt og jafnt ferli heldur stefndu menn áfram í all- ar áttir. Hann leggur áherslu á það í bók sinni að hann sé ekki að skrifa fyrir tónfræðinga og hámenntaða spekúlanta, heldur sé bókinni ætlað að ná til þeirra sem áhuga hafa á nú- tímatónlist og hugsanlega að velta . Jyrir sér hvaða verk eftir viðkomandi tónskáld sé vert að heyra. Þannig eru æviágrip tónskáldanna stuttar sam- antektir þar sem Lebrecht reynir að setja framlag þeirra til tónlistarinnar í samhengi við tíma og tíðaranda. Hann er ófeiminn við að láta skoðun sína í fjós, hampar þeim tónskáldum sem honum finnst menn ekki hafa gefið nægjanlegan gaum, og er skemmtilega ósvífinn í garð tón- skálda sem honum þykir ekki mikið til koma. Sjá til að mynda orð hans um Terry Riley, sem hann segir hafa sannað að oft verði mikið úr litlu: „í nútímaútgáfu helvítis gæti eins verið endalaust lykkja af In C.“ Árni Matthíasson IEIKFÉLAG ISIANDK MbSnu 55x 3000 \m THRILLER sýnt af NFVI fös. 14/7 kl. 20.30 laus sæti lau. 15/7 kl. 20.30 laus sæti fös. 21/7 kl. 20.30 laus sæti Ath. Einungis þessar 4 sýningar 530 3030 BJÖRNINN — Hádegisleikhús með stuðningi Símans fim. 13/7 kl. 12 fös. 14/7 kl. 12 mið. 26/7 kl. 12 fim. 27/7 kl. 12 Miðasalan er opin frá kl. 12-18 (Loftkastalanum og frá kl. 11-17 (Iðnó. Á báðum stöðum er opið fram að sýningu sýningarkvöld og um helgar þegar sýning er. Miðar óskast sóttir (viðkomandi leikhús. (Loftkastalinn/lðnó). Ath. Ósóttar pantanir seldar 3 dögum fyrir sýningu. SlIiUijýj.j.i Tónleikaröð Norræna hússins Bjartar nætur FIMMTUDAGINN 13. JÚLÍ MiKa Qrava^ m Mika ^artnen Finnskur gestakokkur ber fram kvöldverð kl. 20.30. Tónleikar kl. 22. Kynnir: Edda Heiðnín Backman leikkona. Uppl. og miðar s. 551 7030 nh@nordice.is Forvitnilegar bækur Harðsoðnar hráslaga- legar perlur Burning in Paradise, ljóðasafn eftir Michael Madsen. Dennis Hopper skrifar formála. Incom- municado Press gefur út. 160 síðna kilja. Kostar 1.995 kr. í Pennanum-Eymundssyni. BANDARÍSKI leikarinn Michael Madsen er þekktastur fyrir leik sinn í kvikmyndum eins og Reservoir Dogs, Donnie Brasco, Thelma and Louise og The Getaway, en alls hefur hann leikið í á sjöunda tug mynda. Honum er þó fleira til lista lagt eins og sjá má á ljóðabókinni Burning in Paradise, sem er víst mest selda ljóðabók í verslun Pennans-Eymundssonar í Aust- urstræti um þessar mundir. Madsen ólst upp í Chicago en fluttist til Los Angeles þegar hann hafði aldur til. Þar var hann bensíntittur en hreifst svo af uppfærslu Johns Malkovichs á Músum og mönnum að hann lagði á leiklistarbrautina. Madsen hef- ur einnig gefið út ljóðabækur, og sú sem hér er gerð að umtalsefni safnar saman ljóðunum í tveimur fyrstu bókum hans, Beer, Blood and Ashes og Eat the Worm, en að auki er talsvert af nýjum ljóð- um. Madsen hefur helst leikið töff- ara, stundum geggjaða eins og í Reservoir Dogs, en þrátt fyrir hrjúft yfirborð er viðkvæmni undir niðri. Ljóð hans eru eins og lögð í munn töffaranna sem lifað hafa í ræsinu og drukkið dauðan- um full í bikar niðurlægingarinn- ar. Hann segir frá hráslagalegu kynlífi, kæruleysislegu ofbeldi, og örvæntingunni sem leynist í botni viskíglassins. Flest eru ljóðin í fyrstu per- sónu og oftar en ekki er hann að rifja upp atvik í æsku sinni, stundum á hjartnæman tregafull- an hátt, eins og í ljóðinu um hund móður hans og kött systur hans sem dregur upp ljúfsára mynd af sakleysi æskunnar sem er að ei- lífu glatað fullorðnum. Líkt og leikara er siður er Madsen mikið á ferðinni og nýtir þau ferðalög til að skrifa Ijóð, hripa á blað hughrif og setningar sem lýsa einmanaleika ferða- mannsins eða minningum sem kvikna þegar hann fréttir af fé- laga eða samherja sem hefur lotið í gras fyrir lífinu. Mörg ljóðanna eru harðsoðnar og hráslagalegar perlur, en inn á milli veigaminni verk, þar sem Madsen hefði mátt fægja betur, klippa og henda út. Einna best eru ljóðin þar sem hann segir beiskjulaust frá erfiðri æsku sinni og einnig er óformlegur ljóðabálkur frá dvöl á Spáni áhrifamikil ferðalýsing. Nokkuð er um prentvillur í bókinni sem er vissulega lýti á hverri bók, en gerir textann líka hrárri fyrir vikið. Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.