Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Tónleikar í
meistarasmiðju
EINAR Jóhannesson klarinettuleik-
ari og Philip Jenkins pianóleikari
halda tónleika í Hásölum, Tónlist-
arskóla Hafnarljarðar, í kvöld, mið-
vikudagskvöld, kl. 20. Tónleikarnir
eru í tengslum við meistarasmiðju
(masterclass) hjá Philip Jenkins
sem nú stendur yfir í sumarskóla
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
A tónleikunum flytja þeir verk
eftir Brahms (Sónötu í f-moll op.
120), Burgmuller (Dúó fyrir klarin-
ettu og píanó) og Howard Ferguson
(Fjögur smáverk).
Einar Jóhannesson nam klarin-
ettuleik við Tónlistarskólann í
Reylgavík og Royal College of Mus-
ic í London, þar sem hann vann til
Frederick Thurston-verðlaunanna.
Hann bjó um árabil í Englandi og á
írlandi og fékkst við tónlistarstörf
þar til hann tók til starfa hjá Sin-
fóníuhljómsveit Islands. Einar er
einn fárra klarinettuleikara sem
Ijallað er um í bók Pamelu Westons,
Clarinet Virtuosi of Today. Hann er
tfður gestur á tónlistarhátíðum víða
um heim og hefur leikið fyrir út-
varps- og sjónvarpsstöðvar fjölda
landa.
Einar hefur frumflutt mörg verk
sérstaklega skrifuð fyrir hann og
nú í haust mun hann frumflytja nýj-
an klarinettukonsert eftir Jón Nor-
dal. Einar er stofnfélagi nokkurra
kammerhópa.
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Einar Jóhannesson og Philip Jenkins á æfingu fyrir tónleikana í kvöld.
M-2000
Jvikudagur 12. júií
C
MIÐBERG KL. 10.
PATH
Ráðstefna PATH-samtakanna stend-
urfrá 11.-16. júlí. Þarmunu fulltrúar
allra landa Evrópu ræða forvarnirog
málefni sem varða ungt fólk al-
mennt. Auk ráðstefnunnar ídag verð-
urboðlð upp á svifflug með Svigflug-
félagi íslands við Sandskeið við
Bláfjallaveg kl. 18:00. Skráning og
allarnánari upplýsingarí síma 551
5353.
www.reykjavik2000.is, wap.olis.is.
m f r;
I . JP'Æír *W ? 'Cí
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Frá afhendingu styrkjanna úr Menningarsjóði Landsbankans.
Menningarsjóður Lands-
bankans styrkir 13 verkefni
MENNINGARSJÓÐUR Lands-
banka íslands hf. hefur úthlutað
styrkjum til 13 verkefna, samtals
2.300.000 krónum.
Sumartónleikar í Skálholtskirkju
hlutu 300.000 krónur en tónleikarnir
í ár eru þeir tuttugustu og fimmtu í
röðinni. Menningarsjóðurinn
styrkti ennfremur Háskólann á Ak-
ureyri um 300.000 kr. vegna kynn-
ingar á starfi skólans og því námi
sem hann hefur upp á að bjóða.
Fjárfestingafélagið G.J. Hafur
ehf., sem byggir upp sérhannaða
sumardvöl og frístundaþjónustu
fyrir fólk með einhverfa fötlun en
einnig fyrir foreldra og aðstandend-
ur einhverfra bama, hlaut 200.000
kr. til uppbyggingar á aðstöðunni.
Laufey Guðnadóttir og Soffía
Guðný Guðmundsdóttir vinna að út-
gáfu margmiðlunardisks eða vefsíðu
með fræðsluefni um uppruna, sögu
og varðveislu íslenskra handrita,
efni þeirra og hlutverk í íslenskri
menningarsögu. Menningarsjóður-
inn styrkir verkefnið um 200.000 kr.
Leikfélagið Fljúgandi fiskar fékk
200.000 kr. styrk til uppsetningar á
leikritinu MEDEA eftir Evrípídes í
leikstjórn Hilmars Oddssonar. Sýn-
ingin er samvinnuverkefni Leikfé-
lagsins Fljúgandi fiska, Leikfélags
íslands, Þjóðleikhússins og Stöðvar
2 og er hluti af dagskrá Reykjavíkur
- menningarborgar 2000.
Sjóminjasafnið á Eyrarbakka fær
200.000 kr. styrk til að endurbæta
Þuríðarbúð á Stokkseyri.
Þrastaskógarnefnd og Ung-
mennafélag Vesturhlíða hafa unnið
að uppbyggingu í Þrastaskógi í
Grímsnesi. Menningarsjóðurinn
styrkir uppbygginguna um 200.000
kr.
Þruman, félagsmiðstöð unglinga í
Grindavík, sótti um styrk til endur-
bóta á aðstöðu unglinganna og
styrkir sjóðurinn miðstöðina um
200.000 kr.
Friðrikskapella sótti um styrk
vegna kaupa á steindum glugga í
kapelluna. Leifur Breiðfjörð gler-
listamaður vinnur að gerð gluggans.
Menningarsjóðurinn styrkir
gluggasjóðinn um 100.000 kr.
Leitarhundar Slysavarnafélags
íslands voru stofnaðir á haustmán-
uðum árið 1997 og Menningarsjóð-
urinn styrkir sveitina um 100.000
kr.
Lestrarátak Samhugar í verki er
orðið stærsta einstaka þróunarverk-
efni íslands og eitt það stærsta í
heimi. Menningarsjóðurinn styrkir
átakið um 100.000 kr.
Skáksamband Islands fær
100.000 krónur til minningarsjóðs
um Jóhann Þóri Jónsson, sem stofn-
aður var vorið 1999.
Þá styrkir Menningarsjóðurinn
Tónlistarfélag ísafjarðar um
100.000 krónur til að fjármagna
kaup á stólum í tónleikasalinn, sem
vfgður var 26. september sl.
Y ölimdarsmíð
MYjYPLlST
Sverrissalur og
Apótek llainarborgar
HÖGGMYNDIR
KEIZO USHIO
Opið alla daga frá 12-18. Lokað
þriðjudaga. Til 28. júlí. Aðgangur
• 300 krénur í allt húsið.
JAPANIR virðast öðrum þjóðum
uppteknari við list rúmtaksins í nú-
listum, einkum þann þátt hennar
sem snýr að stærðfræðilögmálum,
og að leysa einhverjar flóknar form-
og verklegar þrautir. A Dokumenta í
Kassel 1968 vakti hinn hvíti Kerl-
ingarhnútur Shinkichi Tajiri úti á
Karlsengi óskipta athygli og þessi
tvíleikur virðist hafa orðið afar vin-
sæll í japanskri höggmyndalist. Ann-
ars vegar með ívafi flókinna vafninga
og fléttutækni eða reynt er að höndla
einfaldleikann í sinni klárustu mynd.
Japanir hafa líka verið iðnir við að
lyfta undir höggmyndalistina og
þannig eru nafnkunnir alþjóðlegir
höggmyndagarðar í nágrenni Tokyo
og Osaka.
Mér er þessi höggmyndasýning
úti á Karlsengi afar minnisstæð, ann-
að eins samsafn nútímaskúlptúra af
öllum mögulegum gerðum hafði
trauðla borið fyrir augu manna áður,
og nú áttu sér stað mikil hvörf í
Evrópu. Liðlega þrjátíu árum seinna
eru nútímaskúlptúrar jafn algengir á
almannafæri og þeir voru sjaldgæfir
fyrrum, má segja að sums staðar sé
meira nýjabrum af gömlum mynda-
styttum er ber einhvers staðar íyrir
sjónir í öllu kraðakinu. Mér er farið,
eins og fleirum, að ekki hafði ég
grænan grun um að einn góðan veð-
urdag nytu slíkar afurðir fortíðar
óskiptrar athygli minnar. Þá eru úti-
sýningar á höggmyndum árviss við-
burður um þvera og endilanga
álfuna, sumar mjög athyglisverðar,
þó meira en lítið sé farið að bera á
endurtekningum, að hið eina frá-
brugðna séu nöfn höfundanna. Lak-
ara að aldrei hefur borið jafn mikið á
tilbúinni niðurlagðri list, þ.e. verkum
í mörgum eintökum, líkt og grafík,
sem sýnd er við mikinn hávaða á
nokkrum stöðum samtímis og mark-
aðsfurstar fjármagna. A þessari þró-
un áttu menn ekki von og hér er
komið dæmi þess hve getspeki er
fallvölt þá listir eru annars vegar.
Menn eru fljótir að gleyma og skyldu
yngri kynslóðir gera sér grein fyrir
þeim úlfaþyt og ofsóknum sem hug-
umstórir einstaklingar urðu fyrir hér
áður fyrr, þeir sem rudddu brautina
og nú er sem óðast verið að ýta til
hliðar fyrir miðstýrt hópefli?
Verk Keizo Ushio eru afar skýrt
dæmi um þróunina í japanskri högg-
myndalist á síðustu áratugum, og
eru þess eðlis að naumast hefðu þau
vakið úlfaþyt hér á árum áður, því
svo nátengd eru verkin þekkjanleg-
um formum og arkitektúr um leið.
Storka engum og eru frekar sem
hönnuð inn í umhverfi sitt á hverjum
stað. Listamaðurinn gerir sér öðru
fremur far um að vinna úr þeim efni-
við sem hver staður hefur uppá að
bjóða, að verkin falli inn í landslagið
og séu í samræmi við form húsagerð-
ar- og landslagslistar í nágrenninu. Á
þann veg eru þær tímalausar, hvorki
gamaldags né ýkja nútímalegar en
yfirburða vel gerðar, jafnframt má
merkja af hve ríkri formrænni erfða-
venju er að ausa í austrinu. Lista-
maðurinn er stórmeistari verkfær-
anna er hann hefur á milli handanna,
og sem virðast auðveldlega vinna á
hörðustu bergtegundum. Þessi nýju
verkfæri hafa svo átt sinn þátt í að
umbylta höggmyndalistinni, auð-
velda vinnuferlið, þó naumast komi
þau í stað steinhöggsins og ekki tap-
ist svo lítið af mannlega þættinum
fyrir vikið. Um er að ræða eins konai'
jafnvægislist milli hönnunar og
skúlptúrs, verkin vega salt á milli
þess að vera yfirburða hönnun og líf-
rænn skúlptúr, jafnvel þótt formin
séu jafnaðarlega mjög lífræn í stærð-
fræði sinni. Sýningin í Hafnarborg er
mjög fjölþætt, en einhvern veginn
eru verkin ekki í sínu rétta umhverfi,
styrkur Keizo Ushio virðist nefnilega
eftir öllu að dæma liggja í rismiklum
útiskúlptúrum þar sem hann vinnur í
bland við umhverfið og náttúruna.
Verður meira en fróðlegt að sjá
hvernig honum tekst til í Ljósaklifi,
þar sem hann er á fullu að munda
verkfæri sín á íslenzkan grástein.
Bragi Ásgeirsson
Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson
Keizo Ushio: Steinskdlptúr.