Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
ÍDAG
Safnadarstarf
Morgunblaðið/Ómar
Miklabæjarkirkja í Skagafirði.
Dómkirkjan. Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á eftir.
Háteigskirkja. Kvöldbænir og fyr-
irbænir kl. 18.
Neskirkja. Bænamessa kl. 18.05.
Sr. Frank M. Halldórsson.
Seltjamarneskirkja. Kyrrðar-
stund kl. 12.Söngur, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur hádegisverður í
safnaðarheimilinu.
Breiðholtskirkja. Kyrrðarstund kl.
12.10. Tónlist, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnað-
arheimilinu á eftir.
Fella- og Hólakirkja. Helgistund í
kirkjunni á fimmtudögum í júlí kl.
10.30-12. Ýmislegt til fróðleiks og
skemmtunar, kaffi á könnunni.
Umsjón hefur Lilja G. Hallgríms-
dóttir, djákni.
Seljakirkja. Kyrrðar- og bænastund
í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum, allir
velkomnii’. Tekið á móti fyrirbæna-
efnum í kirkj unni og í síma 567-0110.
Hafnarfjarðarkirkja. Kyrrðarstund
kl. 12. Hugleiðing, altarisganga, fyr-
irbænir, léttur málsverður á eftir í
Ljósbroti, Strandbergi kl.13.
Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl.
20.30 enn og aftur opið hús fyrir
unglinga í KFUM & K húsinu.
Skapti Örn og Óli Jói gefa skýrslu af
kristnihátíð.
Kletturinn, kristið samfélag. Bæna-
stund kl. 20. Allir velkomnir.
Hólaneskirkja, Skagaströnd.
Bæna- og kyrrðarstund kl. 18.
J^L
EIGMMIÐUJNIN
lögfr. og lögg.ftBleignoscli, skjatgcfí. Stefón Hrafn Stefónsson fcgfr., sölum., Óskar R. Haröorson, sölumoöur, Kiarton
Hollgeirsson, sölumoður, Jóhonna Valdimarsdóttir, ougfýsingar, gioMkeri, Inga Honnesdóttir, símavarsla og rítori, Oiöf
Sleinarsdóttir, símavarslo og öflun skjdo, Rakef Dögg Sigurgeirsaóttir, símovarsla og öflun skjolo.
Sínii 5H8 9090 • Fax 588 9095 • Síðumúla 2 I
m
Sérhæð óskast
Fjársterkur kaupandi hefúr beðið okkur um að útvega 140-180 fm
sérhæð í Hlíðunum eða vesturbænum. Staðgreiðsla I boði. 9616
„Penthousea - íbúð óskast
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Þakkir til lög-
reglunnar
OKKUR langar til að
koma á framfæri þökkum
til lögreglunnar á Egils-
stöðum og Seyðisfirði fyr-
ir snögg og fagmannleg
viðbrögð er óknyttastrák-
ar frá Seyðisfírði gerðu
okkur lífið leitt. Öll vinna
lögreglunnar, bæði við að
upplýsa málið og ná til
baka hlutum sem hafði
verið stolið, var til mikill-
ar fyrirmyndar. Svo og öll
framkoma þeirra í okkar
garð meðan á rannsókn
málsins stóð. Með bestu
kveðjum til þessara heið-
ursmanna, þeirra Björns,
Davíðs, Kristleifs og Sig-
fúsar lögreglumanna.
Það er hverju byggðar-
lagi heiður að hafa slíka
ágætismenn að störfum.
María Jónsdóttir og
Sveinn Sæmundsson,
Kópavogsbaut 96.
Sjálfvirk símsvörun
EG ætlaði að spara mér
ferð i IKEA og hringja
þangað til að fá upplýs-
ingar þegar sjálfvirk sím-
svörun svaraði með þeim
orðum að allar línur væru
uppteknar og símtöl væru
afgreidd í réttri röð. Eg
beið í sjö mínútur og þá
kom símsvörunin aftur á
línuna með sömu boð.
Finnst mér þessi símsvör-
un sem komin er í mörg
stór fyrirtæki léleg og af-
ar leiðinleg.
Gyða Jóhannsdóttir.
Þakklátur páfanum
í SAMBANDI við skrúð-
göngu samkynhneigðra í
Róm er ég þakklátur páf-
anum fyrir að minna á orð
guðs þegar gangan fór
fram. Eg vil minna á að
Biblían kennir okkur að
elska náungann hvort sem
hann er svartur eða hvít-
ur, gagnkynhneigður eða
samkynhneigður. En
Biblían kennir okkur líka
að hata syndina, þ.e. sam-
kynhneigð. Vísindalega er
búið að sanna í dag að
samkynhneigð er sjúk-
dómur og máli mínu til
stuðnings get ég bent á
vefsíðuna http//www.-
narth.com en þetta er síða
samtaka sem hafa læknað
fleiri hundruð/þúsundir
samkynhneigðra með
meðferðarrúrræðum sín-
um. Fyrst hægt er að
lækna samkynhneigð þá
hlýtur hún að vera sjúk-
dómur. Eg hef furðað mig
á að Fríkirkjan skyldi fyr-
ir stuttu blessa par sam-
kynhneigðra - get ekki
skilið hvernig hægt er að
blessa synd. Er þá næsta
skref að blessa líkams-
árásir og ofbeldi eða eit-
urlyfjaneyslu?
Jón Guðmundsson.
Tapad/fundið
Armband í óskilum
KVENGULLARMBAND
með ágröfnu nafni fannst
í Hvassaleiti. Upplýsingar
í síma 568-5374.
Dýrahald
Skógarkettlingar
fást gefíns
SKÓGARKETTLINGAR,
8 vikna, kassavanir og vel
upp aldir fást gefins. Eru
dökkgrábröndóttir. Upp-
lýsingar í síma 557-5122
og 898-8926.
Kettlingar fást gefins
ÞRÍR faliegir 10 vikna
kettlingar fást gefins.
Uppl. í síma 863-0301.
Við erum hér sjö kettl-
ingar sem langar til að
njóta lífsins. Ef þú vilt
eiga mig þá máttu sækja
mig. Upplýsingar í sima
421-4975.
Traustur kaupandi hefur beðið okkur um að útvega
„penthouse“ íbúð eða íbúð ofarlega í lyftublokk með útsýni.
Stóreignir óskast
Höfum verið beðnir um að útvega:
2500 - 3000 fm skrifstofubyggingu (atvinnuhúsnæði).
4000-5000 fm skrifstofubyggingu (atvinnuhúsnæði).
Staðgreiðsla í boði.
Allar nánari upplýsingar veita Sverrir, Stefán Hrafn eða Óskar.
Goðheimar —
einkasölu mjög góð 121 fm íbúð á 2. hæö auk 30 fm bílskúrs í
fjórbýli. Tvennar svalir og gott útsýni yfir Laugardalinn. Mjög vel |
byggt steinhús. Verð 16,2 millj.
Spftalastígur — 3ja herb.
Nýkomin í sölu 110 fm ósamþ. íbúð í kjallara á góðum stað í
Þingholtunum. Sérinngangur. íbúðin er að mestu uppgerð,
lagnir, gluggar og gólf. Verð 8,8 millj.
Vantar — íbúðir óskast
Höfum kaupendur að 2ja—4ra herb. íbúðum á svæði 101, 105
og 108 Reykjavík.
Eignahöllin fasteignasala,
Hverfisgötu 76, Reykjavík, sími 552 4111.
Stelpur í Nauthólsvík.
Morgunblaðið/Kristínn Ingvarsson
Þessar duglegu stúlkur söfnuðu kr. 3.860 til styrktar
Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna. Þær heita Jóna
Lind Helgadóttir, Margrét Rajani Davíðsdóttir og Sigurdís
Reynisdóttir.
Morgunblaðið/ Ragnhildur
Þessir duglegu drengir söfnuðu með tombólu kr. 1.855 til
styrktar Rauða krossi Islands. Þeir heita Ágúst Loftsson og
Símon Sævarsson.
Víkverji skrifar...
MIKIÐ finnst Víkverja það
furðuleg umgengni hjá fólki
að henda rusli út um bíiglugga. Er
það furðulega algeng gerð. Þetta
hefur svo sem áður verið til umræðu
á þessum vettvangi en alltaf vekur
það Víkverja jafnmikla furðu að sjá
fullvaxið fólk sem virðist með fullri
rænu gera svona nokkuð.
Iðulega má sjá reykingamenn
sem ferðast í bíl, annaðhvort sem
ökumenn eða farþegar, fleygja log-
andi stubbi út um gluggann. Ekki
síður má sjá sælgætisbréf og annað
rusl fljúga út um gluggana og þetta
lendir á götum, gangstéttum og
jafnvel inni í görðum öllum til ama.
Ruslið er úr augsýn þess sem henti
og það lendir bara á einhverjum
öðrum. Þetta lýsir eiginlega bara
fyrirlitningu manna á umhverfinu -
það er allt í lagi að fleygja draslinu
sínu yfir aðra. Víkverji er nokkuð
viss um að fólk gengur ekki svona
um heima hjá sér. Það væri nógu
gaman að sjá upplitið á þeim hinum
sömu ef farið væri að dyrum hjá því
fólki og rusli fleygt inn um póstlúg-
una eða inn í forstofu ef útihurð
væri opnuð. Ætli menn myndu ekki
skammast eitthvað yfir því?
xxx
AÐ getur skipt höfuðmáli að fá
réttar upplýsingar um vöru eða
þjónustu fyrirtækja. Víkverji sótti
nýverið fólk í Leifsstöð sem var að
koma með flugi frá útlandinu.
Hringt var með nokkurra klukku-
stunda fyrirvara í Flugleiðafólk þar
og spurt hvenær von væri á vélinni
frá Dusseldorf. Hún var áætluð á
ákveðnum tíma og Víkverja bent á
að hringja á tilteknum tíma til að fá
staðfestan komutíma. Var það gert
og uppgefinn tíminn 22:37. Þegar
Víkverji var kominn langleiðina um
kl. 22:30 var hringt í bílinn (farþeg-
inn svaraði!) og þeir sem sækja átti
voru þá lentir fyrir hálftíma og biðu
óþreyjufullir. Hringt var með það
sama í Flugleiðafólk á ný og spurt
aftur um vél frá Diisseldorf. Enn
var gefinn upp tíminn 22:37. Þá var
starfsmanni bent á að farþegar
væru þegar lentir og spurt hverju
þetta gæti sætt. Þá kom sú skýring
að tvær vélar kæmu frá Dússeldorf
þetta kvöld, Flugleiðavélin hefði
komið kl. 22:03 en vél frá LTU kæmi
22:37. Víkverja fannst þetta léleg
upplýsingagjöf og fannst aumt að
sér væri ekki bent á þessa tvo mögu-
leika - og undarlegt líka af Flug-
leiðafólki að benda aðeins á vél ann-
ars flugfélags! Það fannst reyndar
starfsmanni Flugleiða líka og baðst
afsökunar á þessum klaufagangi.
Þeir sem veita upplýsingar hjá
þjónustufyrirtækjum eru oft mikil-
vægustu tengiliðir þeirra og þeir
verða að hafa þessa hluti á hreinu.
Annað veldur pirringi og óþarfa
leiðindum. Að ekki sé talað um nöld-
ur.