Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2000næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 33
MOKUUNBLAtíiö MltíViKUUAOUK 12. JULi 2000 iiíi UMRÆÐAN Evrópusamstarf og fullveldið UMRÆÐAN um stöðu íslands í Evr- ópusamstarfi hefur öðlast líf á ný (eftir að utanríkisráherra ákvað að hundsa kröfu for- sætisráðherra um að þau mál séu ekki á dag- skrá íslenskra stjórn- mála). Að undanförnu hefur mest verið rætt um stöðu samningsins um Evrópska efna- hagssvæðið (EES) sem á undanförnum árum hefur leitt til gríðar- legra framfara í ís- lensku þjóðfélagi. En því miður er EES- samningurinn þannig uppbyggður að með aukinni samvinnu Evrópu- sambandsríkja minnkar mikilvægi EES-samningsins í nánast jöfnu hlutfalli. Og nú er svo komið að samningurinn er orðinn að neðan- málsgrein í Evrópusamvinnu og að- ildarríki hans utan ESB eru orðin hornreka í samstarfinu. í kjölfarið Alþjóðasamfélög Evrópusambandið er sá vettvangur, segir Eiríkur Bergmann Einarsson, þar sem ----7---------------------- Island getur beitt fullveldi sínu á jafn- réttisgrundvelli með öðrum lýðræðisþjóðum í álfunni. hefur aðkoma Islendinga að ákvörð- unum sem síðar verða að lögum á öllu EES-svæðinu takmarkast. Hin- ir annars ágætu starfsmenn EFTA í Brussel gera núorðið fátt annað en reynt af veikum mætti að minna full- trúa Evrópusambandsins á tilveru sína. Pekking starfsmanna ESB á EES-samningnum er nefnilega afar takmörkuð og áhuginn enn minni. Úreld hugsun Formaður Samfylkingarinnai- er einn þeirra sem hefur bent á tak- markanir EES-samningsins og þá augljósu fullveldisskerðingu sem það felur í sér að viðtaka lög án þess að hafa áhrif á mótun þeirra. Ekki eru allir ánægðir með ábend- inguna og í Morgun- blaðinu föstudaginn 7. júlí gagnrýnir Páll Vil- hjálmsson fulltrúi orð formannsins. I grein sinni verður Páli tíð- rætt um fullveldi landsins og virðist vilja halda íslandi sem mest frá umheiminum. Hann segir: „Smáríkj- um er hollast að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá brölti stærri ríkja“. Enn fremur segir Páll: „Með inngöngu værum við að fórna þeim kostum sem land- fræðileg lega íslands gefur okkur.“ Páll virðist því miður vera fastur i úreldri fullveldishugsun sem á ekki lengur við þann heim sem við lifum í nú til dags. Skoðum málið nánar. Hvað er fullveldi? Hugtakið fullveldi felur í sér rétt ríkja til að ráða sjálf eigin málum án utanaðkomandi áhrifa. Á tímum lénsveldanna gekk þetta eftir. Ríkið var einrátt um nær öll málefni innan eigin landamæra og þurfti einungis að verja sig gegn erlendum innrás- arherjum. Nú er öldin önnur og full- veldishugtakið hefur útvatnast í jöfnu hlutfalli við aukna tækni og aukin samskipti manna þvert yfir landamæri. Viðfangsefni nútíma- samfélaga ná langt yfir landamæri ríkjanna og því verður að takast á við þau á alþjóðavettvangi. Til að mynda eru umhverfismál klárlega málaflokkur sem ríkin geta ekki ver- ið einráð um. Islensk stjórnvöld geta þannig ekki ein og sér ákveðið að ekki verði mengun á íslandi. Alla vega ekki þegar mengunin berst frá öðrum fullvalda ríkjum. Þetta á nú einnig við um hinn alþjóðlega fjármálamarkað en breytingar á þeim markaði geta haft afgerandi áhrif á íslenskt efnahagslíf. Svona mætti lengi telja. ESB er samstarf fullvalda ríkja Samstarf aðildarríkja Evrópu- sambandsins er samstarf fullvalda ríkja. Þjóðréttarleg staða ríkjanna breytist ekki við aðild og aðildar- ríkin sjálf ákveða til hvaða sviða samstarfið nær og hvernig því er hagað. Ráðherraráðið, þar sem ráð- herrar aðildarríkjanna hittast, er valdamesta stofnun ESB og er sá vettvangur þar sem aðildarríkin gæta hagsmuna sinna. Ráðið fer með löggjafarvald í ESB ásamt Evrópuþinginu, undirritar samn- inga við önnur ríki og samtök og samhæfir stefnu og aðgerðir aðild- arríkjanna í þeim málaflokkum sem ríkin hafa ákveðið að samstarfið nái til. Öll aðildarríkin eiga einn fulltrúa í ráðherraráðinu, óháð íbúafjölda. Aðildarríkin afsala sér ekki fullveldi sínu heldur nota fullveldi sitt til að ná sameiginlegum markmiðum í samstarfi við önnur ríki sem deila sömu grundvallarsjónarmiðum. Hið formlega fullveldi sem EES-samn- ingurinn gefur Islendingum er blekking þar sem við erum í þeirri stöðu að þurfa að taka upp lög sem við höfum ekki átt virkan þátt í að semja á jafnréttisgrundvelli. íslend- ingar börðust fyrir sjálfstæði sínu til að hafa stjórn á eigin málum og vera í forystu lýðræðisþjóða í að byggja samfélag sem eftirsóknarvert er að búa í. Án þátttöku í samstarfi Evrópusambandsríkjanna er Island illa í stakk búið til byggja upp blóm- legt mannlíf með traustu efnahags- lífi og öi-uggri framtíð. Þátttaka í EES er nú líílína íslands til um- heimsins en ísland hefur ekki tillögu eða atkvæðisrétt. Island situr ekki við sama borð Fulltrúi Islands situr ekki við borðið þegar mikilvægar ákvarðanir eru teknar sem varða framtíð þjóð- arinnar og Alþingi er í þeirri stöðu að þurfa að taka upp ákvarðanir sem aðildarríki ESB taka fyrir okkur. Auk þess nær EES-samningurinn ekki til málaflokka sem verða sífellt mikilvægari svo sem samstarf í ut- anríkismálum, stjórn peningamála, efnhagssamvinnu eða samvinnu í dóms- og lögreglumálum. Evrópu- sambandið er sá vettvangur þar sem ísland getur beitt fullveldi sínu á jafnréttisgrundvelli með öðrum lýð- ræðisþjóðum í álfunni. Með aðild að Evrópusambandinu geta íslending- ar náð betri stjórn á eigin málum, fengið betra tæki til að fást við þau fjöldamörgu verkefni sem bíða okk- ar og tekið þátt í alþjóðasamfélaginu á jafnréttisgrundvelli. Höfundur er stjórnmálufrædingur og formaður Félags frjálslyndra jafnaðarmanna. Eiríkur Bergmann Einarsson Verð í Þar af Lægsta London Reykjavík * smásöiuálagning /Brussel * Egg 341 kr. 110-130 kr. 112 kr. Tómatar 389 kr. 110-130 kr. 114 kr. Matvöruverð NOKKUR umræða hefur spunnist í fram- haldi af könnun sem N eytendasamtökin gerðu á matvöruverði í nokkrum löndum ný- lega og birtist m.a. í Morgunblaðinu sl. laugardag. Nú verður að taka með varúð könnun sem gerð er með þessum hætti og augljóst í sum- um tilfellum, að saman- burðurinn er skekktur af skammtíma tilboðs- verði, sem ekki gefur rétta mynd af venju- legri verðlagningu. Fulltrúar Baugs hafa eina og ein- falda skýringu á því hvers vegna matvaran er dýrust á íslandi; það er Búvörur Matvaran, segir Sigurgeir Þorgeirsson, er ekki lengur stærsti útgjaldaliður fjölskyldunnar. óhagkvæmur landbúnaður. Ekki ætla ég að reyna að draga fjöður yfir, að búvöruframleiðsla er almennt dýr hér á landi, sem á sér skýringar í legu landsins og náttúru, litlum markaði og smáum og dreifðum rekstrareiningum. Engu að síður hefur mikið áunnist á síðari árum, og nú er matvar- an ekki lengur stærsti útgjaldaliður fjölskyld- unnar heldur í þriðja sæti á eftir bifreiða- og ferðakostnaði og hús-í-' næði. En eru Baugsmenn með sitt á þurru í þess- um samanburðarfræð- um? Ég tek hér sem dæmi egg og tómata, hvort tveggja vörur sem seldar eru óunnar. Það er reyndar erfitt að fá uppgefið verð til framleiðenda vegna ótta þeirra við að spilla viðskiptahagsmunum sínum gagnvart verslanakeðjunum. Engu að síður get ég fullyrt, að smásölu- álagningin er á því bili, sem taflan sýnir miðað við verðlagið eins og það var í könnuninni (tómataverð er reyndar komið niður fyrir 200 kr./kgi, hér núna). Það stendur upp úr, að verslunin hér var að taka álíka mikið til sín og útsöluverðið mældist í ódýrustu borgunum. Bendir það ekki til að smásöluverð sé eitthvað hærra hér en þar, ekki síður en frumframleiðsl- an? *) Verð skv. verðkönnun Neyt- endasamtakanna. Höfundur er fmnikvæmdastjóri Bændasamtaka Ishuuls. Sigurgeir Þorgeirsson BRÚÐAf?GJAFIR *SÖFNUNARSTELL *GJAFAKORT Bæjarlind 1-3, Kóp., sími 544 40 44 OTTO pöntunarlistinn Laugaiækur 4 • S: 588-1980
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 157. tölublað (12.07.2000)
https://timarit.is/issue/133065

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

157. tölublað (12.07.2000)

Aðgerðir: