Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.07.2000, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Okkar hjartkæra, ANNA BENEDIKTA SIGURÐARDÓTTIR, Hvíslarhóli, Tjörnesi, lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga, Húsavík, sunnu- daginn 9. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur G. Halldórsson, Steinþóra Guðmundsdóttir, Þórarinn Gunnlaugsson, Mary Anna Guðmundsdóttir, Halldór Sigurðsson, Aðalsteinn Guðmundsson, Jófríður Hallsdóttir, Stefán Brimdal Guðmundsson, Lára Ósk Gunnlaugsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar og tengdamóðir, ÞÓRDÍS JÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR, Litlu-Ávík, Árneshreppi, lést á sjúkrahúsinu á Hólmavík mánudaginn 10. júlí. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Ágústa Sveinbjörnsdóttir, Sigursteinn Sveinbjörnsson, Lýður Sveinbjörnsson, Sigríður Sveinbjörnsdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jón Guðbjörn Guðjónsson og tengdabörn. t Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, sonur, afi og bróðir, JÓN KJARTANSSON, Laufrima 22, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju í dag, miðvikudaginn 12. júlí, kl. 15.00. Elísabet Ingólfsdóttir, Þorsteinn Jónsson, Ásdís Jónsdóttir, Þorvarður J. Jónsson, Rósa Aðalheiður Georgsdóttir, Kjartan F. Jónsson barnabörn og systkini. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN í. SIGURÐSSON fyrrv. hafnsögumaður, Vestmannaeyjum, sem lést 28. júní, verður jarðsunginn frá Landakirkju laugardaginn 15. júlí kl. 14.00. Klara Friðriksdóttir, Friðrik Jónsson, Jakobína Guðmundsdóttir, Svava S. Jónsdóttir, Þráinn Einarsson, Guðjón Þ. Jónsson, Anna Svala Johnsen, Ragnar Jónsson. Þórgunnur Ársælsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT GUÐMUNDSDÓTTIR frá Bjarkarlundi, Vestmannaeyjum, lést á Sólvangi í Hafnarfirði föstudaginn 7. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 14. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bént á líknarstofnanir. Reynir Guðsteinsson, Sóley Hólm, Birgir Guðsteinsson, Lilja Guðsteinsdóttir, Smári Guðsteinsson, Eygló Björk Guðsteinsdóttir, Erna Rós Johnson, Helga Arnþórsdóttir, Helga Guðmundsdóttir, Jórunn Brádshaug, Steinþór Þórðarson, Eygló Einarsdóttir, Róbert Brimdal, Eddy Johnson, Bjarni Sigurðsson, barnabörn og barnabarnabörn. INGIBJORG ELÍSABET JÓHANNESDÓTTIR tlngibjörg Eli'sa- bet Jóhannes- dóttir fæddist á Flat- eyri við Onundar- fjörð 14. júlí 1939. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 30. júní síðast- iiðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Hafn- arfirði 10. júlí. Elsku Inga amma. Nú ertu farin frá okk- ur og nú líður þér betur. Eftir langt stríð við veikind- in færðu nú loksins hvfldina. Við eigum alltaf eftir að muna söngv- ana og leikina sem þú kenndir okkur þegar við gistum hjá þér, sem var mjög oft. Það var alltaf rígur á milli okkar systranna um hver fengi að gista hjá þér og hafðirðu bara okkur allar. Við systurnar og þú áttum alltaf leyndarmál, það voru tútturnar sem þú geymdir handa okkur niðri í náttborðsskúffu hjá þér, sem við fengum, og mamma mátti alls ekki vita af því. Þegar Gyða fékk að gista hjá þér fór afi með hana út í sjoppu og keypti handa henni fullan innkaupapoka af nammi og lítinn súkkulaðirúsínupoka handa þér. Svo sátum við saman og átum sælgæti fram á kvöld. Og þegar Blámann, páfagaukurinn minn, dó komstu með blóm til mín því ég grét svo mikið. Tímarnir sem við áttum á Flateyri eru líka sterkir í minning- unni. Þegar við fórum í berjamó fóru berin flest upp í okkur en ekki í föturn- ar. Svo söng afi Erla góða Erla fyrir okkur á kvöldin til að koma okkur í svefn. Svo á ég alltaf eftir að muna kvöldin sem ég gisti hjá þér þegar þú varst veik og afi var að vinna. Þá stálumst við út eitt kvöldið og leigðum okkur vídeó- spólu og keyptum nammi og sátum hlæjandi yfir myndinni. Svo fórum við alltaf svo seint að sofa vegna þess að við lágum uppi í rúmi og töluðum og hlógum langt fram á nótt eins og tvær stelpur sem voru óþekkar að fara að sofa. Eins þeg- ar við komum til að hjálpa þér að þrífa og þú varst alltaf komin til að t Móðursystir mín og amma, UNNUR Á. SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, hjúkrunarheimilinu Skjólí, áður Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík, er látin. Útför hennar fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 13. júlí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarfélög Hannes Hafliðason, Dagný Hildur Leifsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA SIGURRÓS HANSDÓTTIR, Klausturhólum, Grímsnesi, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugar- daginn 15. júlí kl. 10.30. Ragna María Gunnarsdóttir, Þorgeir Baldursson, Einar Gunnarsson, Guðgeir Gunnarsson, Anna Helga Aradóttir, Þórleif Gunnarsdóttir, Guðmundur Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem hafa sýnt okkur samúð og hlýhug og veitt okkur ómetan- legan stuðning og styrk í veikindum og við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUNNHILDAR SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Háholti, Reykjadal. Sérstakar þakkir eru til Ásgeirs Böðvarssonar læknis svo og annarra lækna og hjúkrunarfólks á 2. hæð sjúkrahússins á Húsavík fyrir hlýja og góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Stefán Þórisson, Aðalheiður Stefánsdóttir, Sveinn B. Sveinsson, Þórir Stefánsson, Svanhvít Jóhannesdóttir, Hólmfríður F. Svavarsdóttir, Stefán Stefánsson, Lovísa Leifsdóttir, Olga Ásrún Stefánsdóttir, Sigurjón B. Kristinsson, Gunnhildur Stefánsdóttir, Leifur Hallgrímsson og barnabörn. hjálpa okkur við þetta þó svo að þú mættir það ekki. Spánarferðin okkar er líka eftir- minnilegur tími, sérstaklega þegar þú og afi voruð að leika ykkur í öldunum og afi missti gleraugun í sjóinn en Gyða fann þau svo lengst úti í sjó og þau voru heil. Svo á bolludaginn þegar þú hringdir í okkur og sagðist ekki hafa fengið neina bollu, þá fórum við með fullt af bollum til þín og þú varst svo gíöð og borðaðir þig sadda af þeim, enda voru bollur í miklu uppáhaldi hjá þér. Elsku amma, þessar minningar eru bara nokkrar af mörgum og eigum við alltaf eftir að geyma þær í hjarta okkar. Við eigum alltaf eftir að muna hláturinn þinn og brosið þitt. Elsku Inga amma, nú kveðjum við þig og við vitum að þér líður betur. Elsku afi. Megi Guð styrkja þig og fjölskyldu þína í þessari miklu sorg. Hugur okkar er með ykkur öllum. Ingibjörg Helga, Gyða Arna, Iris Osp og Halldór Skúlason. Fæðast og deyja í forlögum frekast lögboð eg veit, elskast og skilja ástvinum aðalsorg mestu leit, verða og hverfa er veröldum vissasta fyrirheit, öðlast og missa er manninum meðfætt á jarðar reit. Lífið er stutt, og líðun manns líkt draumi hverfur skjótt, finnst þó mjög langt í hörmum hans, hjartað nær missir þrótt, kristileg frelsun krossberans kemur aldrei of fljótt, erfiðisdagur iðjandans undirbýr hvíldar nótt. (Bólu-Hjálmar) Við kveðjum yndislega frænku sem mun ætíð lifa í hjarta okkar. Okkar innilegustu samúðarkveðjur sendum við Helga, Sigurði, Jónu, Guðnýju, Sigríði, Elísabetu og fjöl- skyldum þeirra. Jóhanna Andrea, Ásta Guðríður, Guðmundur Karl og fjölskyldur. Á einum fegursta degi þessa árs kvaddi Ingibjörg Jóhannesdóttir þetta líf eftir hetjulega baráttu við illkynja sjúkdóm. Þótt okkur ætt- ingjum og vinum Ingu frænku væri vel ljóst hversu alvarlegur sjúkdómur hennar væri kom and- lát hennar samt mjög flatt upp á okkur. Mestu erfiðleikarnir virtust að baki og hún var sjálf farin að tala um útskrift af spitalanum, en þá gafst hjartað hennar skyndilega upp. Inga var langyngst af sex syst- kinum og naut hún sem barn mik- illar athygli og ástúðar eldri syst- kina sinna sem litu nánast á hana sem barnið sitt. Hún var mjög fjörmikil sem barn og alla tíð var líf og fjör í kringum hana. Það sem einkenndi hana fyrst og fremst var framúrskarandi dugnaður við vinnu og gott skap. Hún hafði af- bragðsgott skopskyn og kunni manna best að segja frá. Hún lífg- aði upp á sögur sínar með því að herma ótrúlega vel eftir þeim sem um var rætt en alltaf var þetta græskulaust gaman og aldrei illa meint. Þessa frásagnar- og eftir- hermuhæfileika hafði hún erft frá móður sinni eins og fleiri í þessari ætt. Inga var mjög ættrækin og mikill vinur vina sinna. Það var hún sem öðrum fremur sá um að styrkja vináttuböndin með því að bjóða ættingjum og vinum til mannfagnaðar. Hún lét sér mjög annt um fjölskyldu sína og var því gjarnan umvafin eiginmanni sín- um, börnum og barnabörnum. Inga var svo lánsöm að eignast einstaklega tryggan lífsförunaut en það var öllum ljóst hvað Helgi dáðist að eiginkonu sinni og í hin- um erfiðu veikindum hennar hefur ást hans og umhyggja verið slík að ekki verður betur gert. Að leiðar- lokum þökkum við Svala fyrir langa og trygga vináttu. Mikill er söknuður allra sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.