Morgunblaðið - 12.07.2000, Síða 40

Morgunblaðið - 12.07.2000, Síða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 12. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Taktu þátt í vali TOPP 20 listans á mbl.is! | Þú gætir unnið ferð til London á tónleika með Oasis! | l í samstarfi við Símann-GSM býður TOPP 20 á mbl.is heppnum þátttakanda fjögurra daga ferð fyrir tvo til London, 21.-24. júlí, með gistingu á þriggja stjarna hóteli og aðgöngumiða á tónleika með hinni heimsfrægu hljómsveit Oasis á Wembley-leikvanginum 22. júlí. mm Dregið verður 19. júlí í beinni á FM 95,7 hjá Hvata og félögum! FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR Innifalið: Flug, gisting (3 nætur á Royal National Hotel með morgun- mat) og aðgöngumiði á tónleikana. Ferðaáætlun: Brottför með flugi CC 790 frá Keflavík föstudaginn 21. júlí kl. 6.55 og lent kl. 10.55 á London Stanstead-flugvelli. Ferð þú á vegum Topp 20 á tónleika með Oasis? Topp 20 er vinsældalisti á mbl.is og er listinn birtur vikulega í Morgunblaðinu og kynntur á Skjá 1. Allt sem þarf að gera er að taka þátt í vali Topp 20 listans á mbl.is frá 12. til 19. júlí og þú gætir haft heppnina með þér. Einfaldara getur það ekki verið! Fyrstir koma fyrstir fá I fréttabréfi Símans-GSM er viðbragðsfljótum viðskiptavinum boðin 7.500 kr. GSM-ávísun sem gildir sem greiðsla upp í Oasis-ferðina. Ávísunin gildir fyrir 30 fyrstu sem framvísa henni. iíÓí SIMINH-GSM Tntyp SD Vinsældalisti þar sem þú hefur áhrif! ® SKJÁR EINN mbl.is FRÉTTIR Itreka andstöðu sína við skólagjöld ÞINGFLOKKUR SamfylMng- arinnar hefur samþykkt eftir- farandi ályktun um skólagjöld við Háskóla Islands: „Þingflokkur Samfylkingar- innar ítrekar andstöðu sína við upptöku skólagjalda við Há- skóla Islands og minnir á að hérlendis ver hið opinbera að jafnaði mun minna fjármagni til háskólastarfs en gert er í öðrum OECD ríkjum. Þingflokkurinn mótmælir því að Háskóli Islands skuli grípa til gjaldtöku til að fjár- magna MBA nám og varar við því fordæmi sem falist getur í þeirri lagatúlkun sem gjaldtak- an hvílir á. Þingflokkurinn hvetur stjómvöld til að standa vörð um jafnrétti til náms og að opinber- um háskólum verði tryggt fjár- magn til að mæta væntingum og til að takast á við ný verk- efni. Fjárfesting í menntun hef- ur aldrei verið mikilvægari en nú.“ Jónsmessuganga Utivistar Opið hús á Sólon í FRAMHALDI af fjölmennri Jónsmessunæturgöngu Úti- vistar yfir Fimmvörðuháls 23.- 25. júní sl. hefur verið ákveðið að bjóða þátttakendum og öðru áhugafólM á opið hús sem Úti- vist efnir til á Sóloni Islandusi (efri hæð), Bankastræti 7, í kvöld, miðvikudagskvöldið 12. júlí, H. 20.30. Alls tóku 220 manns þátt í Fimmvörðuhálsgöngunni sem farin var í blíðskaparveðri um þessa vinsælu gönguleið milli Skóga og Bása. Að var á nokkr- um stöðum á leiðinni og boðið upp á veitingar við vaðið á Skógá og í Fimmvörðuskála Útivistar. Undir lok göngunnar dreifðu þátttakendur fræi og áburði frá Landgræðslunni á svonefndum Foldum. A Sóloni verða sýndar lit- skyggnur úr Jónsmessunætur- göngunni og léttar veitingar verða á boðstólum. Allir eru hvattir til að mæta og rifja upp góðar ferðaminningar og skipu- leggja næstu Útivistarferðir í hópi góðra ferðafélaga, segir í fréttatilkynningu. Lýst eftir vitnum ÁREKSTUR bifreiðar og létts bifhjóls varð fimmtudag- inn 6. júlí H. 12.22 á Bústaða- brú á Bústaðavegi. Óskað er eftir vitnum sem geta gefið upplýsingar um að- draganda árekstursins og stöðu umferðarljósa þegar árekstminn varð. Vitni hafi samband við Lögregluna í Reykjavík. Unnin voru skemmdarverk, sunnudaginn 9. júlí s.l. á bif- reiðinni MZ 427 sem er hvít Nizzan Micra. Biíreiðin stóð á stæði milli Glaumbars og Kaffi Reykjavíkur á tímabihnu 6:30 til 11. Vélarhlíf bifreiðarinnar var mikið skemmd. Þeir sem gætu veitt upplýsingar um at- viHð vinsamlegast snúi sér til lögreglunnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.