Morgunblaðið - 16.07.2000, Side 1

Morgunblaðið - 16.07.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913 161. TBL. 88. ÁRG. SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Fegrunaraðgerð ekkert feimnismál MORGUNBLAÐIÐ 16. JÚLÍ 2000 5 690900 090000 Tillögur Bandaríkj amanna í Camp David valda uppnámi Skýstrókur verður átta manns að bana AÐ MINNSTA kosti átta manns létu lífið og 79 meiddust á úti- vistarsvæði í Alberta í Kanada að- faranótt laugardags er skýstrókur reið yfir, öllum að óvörum og olli miklum usla. Ed Noble, lögreglmaður f Al- berta, var einn þeirra fyrstu sem mættu á svæðið eftir hamfarirnar og lýsti aðkomunni sem hrikalegri. „Það var allt í rúst. Ég sá lík og sært fólk hvarvetna." David Hill- man, forstöðumaður Green Acres- útivistarsvæðisins í Red Deer-sýsiu, sagði í gærmorgun að átta manns hefðu farist í hamförunum og að enn væri verið að leita að fólki á svæðinu við Furuvatn. Olli skýstrókurinn geysimiklu tjóni á svæðinu, reif tré upp með rótum, sundraði hjólhýsum og þeytti til bílum eins og leikfanga- kubbum. Talið er að um 400 hjól- hýsi séu gereyðilögð. Missti lífeyri sökum eigin andláts ALÞINGIGÖTUNNAR VIÐ ÞJÓÐVEGINN Arafat hótaði að yfirgefa fundinn Lundúnum. Morgunblaðið. LÍFEYRISGREIÐSLA til þín hefur verið stöðvuð frá 17. apríl 2000 sök- um breytinga á aðstæðum þínum, breytinga sem stafa af andláti þínu.“ Þetta bréf náði William Reynolds aldrei að lesa því hann hafði látist áður, kominn á áttræð- isaldur. Konan, sem flutti í íbúð Reynolds f Lundúnum, las hins veg- ar bréfið. „Það er skelfilegt að senda svona bréf,“ sagði hún og kvartaði við bæjaryfírvöld. Það er einkafyrirtæki, sem sér um að senda út lífeyri fyrir Lam- beth-bæjarfélagið í Lundúnum. Engin skýring hefur fengist á hvernig nokkrum manni datt i hug að skrifa bréfið og fyrirtækið hefur ekki gefið neinar skýringar á bréf- inu sem óhætt er að flokka sem heldur ömurleg mistök. Forsetaframbjóðandi „færður til“ ADRIAN Gray, starfsmaður kosn- ingaskrifstofu Georges W. Bush, ríkisstjóra Texas og forsetafram- bjóðanda repúblikana í Banda- ríkjunum, fiytur málverk af Bush á flugvellinum í Austin í Texas. Mál- verkið var gjöf dyggs stuðnings- manns Bush í New York en þar var frambjóðandinn á ferð í vikunni. Thurmont, Jerúsalem. Reuters, AFP. YASSER Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, hótaði því að yfirgefa samn- ingaviðræður Palestínumanna og ísraela í Camp David í Bandaríkjun- um eftir að Bandaríkjastjóm kom fram með tillögur sem miðuðust að því að leysa úr deilumálum beggja aðila en hætti við eftir milligöngu Bills Clintons Bandaríkjaforseta. Er þetta haft eftir ónafngreindum aðila úr ísraelsku sendinefndinni í Camp David. Heimildarmaður Reuters sagði í gær að Arafat hefði reiðst til- lögum Dennis Ross, sérlegs sendi- manns Bandaríkjanna í Miðaustur- löndum, svo mjög að hann hefði skipað samninganefnd sinni að taka saman allt sitt hafurtask og yfirgefa fundarstað. Á fóstudag komu Bandaríkjamenn fram með tdllögur til lausnar helstu deilumálum og er það í fyrsta skipti frá því viðræðumar hófust að Banda- ríkin bera fram sínar tillögur en talið er að Palestínumönnum hafi þótt til- lögur Bandaríkjanna afar hallar und- ir sjónarmið Israela. „Palestinumenn hótuðu að yfirgefa fundarstað eftir að þeim hafði verið látið í té skjal frá Dennis Ross þar sem fram komu málefni landamæra, Jerúsalemborg- ar og flóttamanna, og bára því við að í því kæmi fram afstaða Israels- manna,“ sagði heimildarmaður AFP í Gaza á föstudag. „Clinton forseti hlutaðist þá sjálfur til um mál og dró skjalið til baka þegar hann sneri aft- ur til fundarstaðar á fimmtudag og þá hófust samningaviðræður aftur.“ Samninganefndir í smærri hópa Joe Lockhart, talsmaður Clintons, vildi ekki tjá sig um málið á frétta- mannafundi í Camp David en eins og kunnugt er ríkir fréttabann á fundar- stað. Sagðist hann ekki hafa orðið var við „neinar töskur“ og vísaði þar í téða brottfór Palestínumanna. Lockhart sagði þó að á föstudag hefðu viðræðumar breyst að formi til, á þann veg að nú hefðu samninga- nefndimar skipt sér upp í smærri hópa sem beindu sjónum sínum að til- teknum deilumálum, s.s. landamær- um sjálfstæðs ríkis Palestínu, skipt- ingu Jerúsalemborgar, örlögum 3,7 milljóna palestínskra flóttamanna og búsetu ísraelskra landnema á Vest- urbakkanum og Gaza-svæðinu. Talsmaður Ehuds Baraks, forsæt- isráðherra ísraels, sagði í gær að lík- in- væm á því að samningaviðræðum- ar, sem hófust sl. mánudag, myndu standa í tvær vikur. „Við vitum ekki nákvæmlega hversu lengi viðræðum- ar munu standa þar eð engin loka- dagsetning var ákveðin en ég býst við að tímabilið sem um ræðir verði tvær vikur,“ sagði Gadi Baltiansky í sam- tali við ísraelska útvarpið í gær. Veðráttan í Evrópu vekur furðu manna Snjóflóða- viðvörun og bráðnandi malbik Vín, Ankara. The Daily Telegraph. FURÐUVEÐUR setti svip sinn á Evrópu í vikunni en í álf- unni mátti líta kýr sem óðu snjóskafla í Alpahéruðum á meðan vörabílstjóram í Tyrk- landi var meinað að aka um vegi þar sem ógnarhitar gerðu það að verkum að malbik bráðnaði. Hafa svissneskir veðurfræð- ingar varað ferðamenn við snjóflóðahættu í fjalllendinu umhverfis St Gotthard fjalla- skarðið og er þetta í fyrsta sinn sem slík viðvöran er gefin út að sumarlagi. Loka þurfti San Bemadino- fjallveginum drykklanga stund á föstudag á meðan snjóraðn- ingstæki raddu leiðina. Þá hef- ur frost verið viðvarandi í Waldviertel í Austurríki og telja bændur á svæðinu að í það minnsta fimmtungur kartöflu- uppskerannar sé ónýtur. Á sama tíma hefur hitabylgja sunnar í álfunni valdið u.þ.b. 1.000 skógareldum í Grikklandi þar sem hitinn hefur sjaldan farið undir 40°C. Þá bönnuðu tyrknesk vegamálayfirvöld um- ferð á nokkram stærstu akveg- um landsins eftir að ökumenn urðu varir við að bílar sukku í sjóðandi heitt malbikið. Hófleg verðbólga ekki áhyggjuefni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.