Morgunblaðið - 16.07.2000, Side 2

Morgunblaðið - 16.07.2000, Side 2
2 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Engin fjárveiting til sérstaks hálendiseftirlits lögreglunnar á Suðurlandi Lögreglan mun sinna eftirliti þegar færi gefst Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Ólafur Gunnarsson, verkstjóri ÍSTAK, segir framkvæmdir við Þverár- virkjun vera eins umhverfisvænar og hægt er. Afl Þverár- virkjunar aukið EKKERT verður af sameiginlegu eftirliti lögreglunnar á Suðurlandi á hálendinu sunnan jökla í sumar. Ríkislögreglustjóri veitti í fyrra styrk til að hægt yrði að samræma og bæta eftirlitið á svæðinu. Þórir Oddsson vararíkislög- reglustjóri segir að engir fjármun- ir hafi verið ætlaðir til þess verk- efnis en hann hafi I vikunni mælt með því við dómsmálaráðuneytið að lögreglan á Suðurlandi fengi fé til verkefnisins. Ástandið gjörbreyttist til batnaðar með eftirlitinu Umferð um hálendið hefur auk- ist mjög á síðustu árum og því taldi lögreglan á Suðurlandi í fyrra fulla ástæðu til að auka lögreglu- eftirlit á hálendinu. Um hverja helgi, frá júlíbyrjun til loka ágúst, voru tveir lögreglumenn ásamt lækni við eftirlit á hálendinu. ISTAK kaupir land við Mosfell ÍSTAK hefur fest kaup á 58 hektur- um lands við Mosfell. Landið liggur milli Leirvogsár og Köldukvíslar austan Vesturlandsvegar og nær í austur að Mosfelli. Seljandi var Guð- mundur Jónsson í Leirvogstungu. Jónas Frímannsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri ÍSTAK, segir að á hluta spildunnar verði komið fyrir tækjum og búnaði fyrirtækisins sem ekki er í notkun. Aðspurður segir hann að bygging íbúðarhúsa á land- inu sé ekki útilokuð, en hafi ekki ver- ið ákveðin. Hann vildi ekki gefa upp kaupverð. Þetta mæltist að sögn lögreglunn- ar afar vel fyrir, ekki síst hjá ferðalöngum. I grein sem Gils Jó- hannsson, varðstjóri hjá lög- reglunni á Hvolsvelli, skrifaði í tímarit lögreglumanna í fyrra seg- ir hann að skála- og landverðir hafi rætt um að ástandið á fjölsótt- um ferðamannastöðum hafi gjör- breyst til batnaðar með tilkomu hálendiseftirlitsins. Talsvert hafi borið á kvörtunum frá ferðalöng- um um ölvun og utanvegaakstur á hálendinu í gegnum tíðina en lög- gæsla á þessum svæðum hefur verið mjög takmörkuð og jafnvel engin. Ekki fjármunir til að sinna sérstöku hálendiseftirliti Tómas Jónsson, yfirlögreglu- þjónn á Selfossi, segir að ekkert verði af sameiginlegu eftirliti lög- regluembættanna í ár. „Embættin eru aðkreppt með fé og við getum ekki farið í svona eftirlit upp á eig- in spýtur enda fengum við sér- staka fjárveitingu til þess í fyrra,“ segir Tómas. Lögreglan mun þó eftir sem áður sinna eftirlitsskyldu sinni á hálendinu. Reynt er eftir megni að senda lögregluþjóna upp á hálendið en það er þó misjafnt hversu oft það er hægt sökum anna. Eftirlitið verður þó aldrei jafn öflugt og það var í fyrra. Lögreglustjórar eiga að forgangsraða verkefnum Sólveig Pétursdóttir dómsmála- ráðherra segir hálendiseftirlit vera hluta af starfi lögreglunnar en það hafi ekki tíðkast að veita fjárveit- ingu i sérverkefni. Lögreglan fái ákveðna fjárveitingu til að standa straum af löggæslu árið um kring. Lögreglustjórarnir beri sjálfir ábyrgð á því að forgangsraða verkefnum lögreglunnar. „A sl. tveimur árum hefur embætti ríkis- lögreglustjóra lagt fram litla fjárveitingu til þess að koma slíkri samræmingu á og bæta þjónustu lögreglunnar. Því hefur nú verið hætt, en fráleitt er að þar með leggist eftirlitið niður, enda var hér aðeins um lítinn hluta heild- arkostnaðarins að ræða,“ segir í fréttatilkynningu frá dóms- málaráðherra. Lögreglan á því ekki að þurfa að draga úr þjónustu sinni. ÞVERÁRVIRKJUN mun nærri því tvöfaldast að afU þegar breytingum á virkjuninni lýkur á næsta ári. Stíflan verður hækkuð um 6 m en við það tvöfaldast vatnsmagnið í Þiðriks- vallavatni. Endurbæturnar á virkj- uninni kosta um 200 milljónir. Umhverfisvæn framkvæmd Ólafur Gunnarsson, verkstjóri ÍSTAK, sem sér um byggingar og jarðvegsframkvæmdir við virkjun- ina, segir stækkun stíflunnar eins umhverfisvæna og hugsast getur. Stíflan verður úr jarðvegi en fyrir er steinsteypt stífla. Efnið verður tekið úr botni Þiðriksvallavatns en vatns- borð þess verður lækkað umtalsvert vegna framkvæmdanna. Slíkt hlýtur að vera afar umhverfisvænt. í>ver- árvirkjun notar auk þess bergvatn og mun því endast betur en þær virkjanir sem nota jökulvatn til að knýja túrbínurnar. Ólafur býst við því að um 20-30 manns vinni við verkið í sumar, vonandi sem flestir úr byggðunum í kring. „Það borgar sig fyrir okkur að vinna þetta sem mest með heimamönnum,“ segir Ól- afur. Þá þarf ÍSTAK hvorki að flytja menn né tæki á staðinn. „Við erum búnir að auglýsa hér í sveitunum og höfum fengið góðar undirtektir.“ Ól- afur stefnir að því að Ijúka sínum hluta fyrir októberlok. Ný vél á næsta ári Þorsteinn Sigfússon, svæðisstjóri Orkubús Vestfjarða, segir það mik- inn kost við virkjunina hve lítið landsvæði fari undir vatn þrátt fyrir að vatnsmagn Þiðriksvallavatns muni aukast um meira en helming við hækkun stíflunnar. Hámarks- vatnsmagn í vatninu verði eftir breytingarnar 25 gígalítrar en var áður 11 gl. Þrátt fyrir það muni flat- armál vatnsins einungis aukast úr 2,1 ferkílómetra í 2,7 ferkílómetra ef miðað er við hámarksstöðu í miðlun. Þorsteinn segir reyndar ólíklegt að svo mikið vatn verði nokkurn tíma við virkjunina. „Ég held við eigum ekki nógu mikið vatn til þess,“ segir Þorsteinn. Þverárvirkjun er nú 1200 kW en á næsta ári kemur ný vél og þá verður afl virkjunarinnar 2200 kW. Þorsteinn segir breytingarnar á Þverárvirkjun afar hagstæðan kost. Orkubú Vestfjarða geti nú betur annað viðskiptavinum sínum en Orkubúið kaupir talsvert rafmagn af Landsvirkjun. Auk þess hafi hvort sem er þurft að ráðast í endurbætur á Þverárvirkjun en hún var tekin í notkun árið 1954. Kaupþing gerir tilboð í Fóðurblönduna KAUPÞING hf. hefur gert hlut- höfum í Fóðurblöndunni hf. til- boð í hlut þeirra en það rennur út 16. ágúst. Fyrirtækið býðst til að kaupa hlutinn á genginu 2,5, en síðustu viðskipti á Verðbréfa- þingi voru á verðinu 2,4. Til stendur að afskrá fyrir- tækið af Verðbréfaþingi íslands en vegur Fóðurblöndunnar á verðbréfamarkaði hefur farið versnandi að undanfömu. Félag- ið fór af Aðallista niður á Vaxta- lista árið 1998. Bræðurnir Gunn- ar og Sigurður Garðar Jóhannssynir og fjölskyldur þeirra seldu Kaupþingi og GB fóðri ehf. mestallt hlutafé sitt; 49,34%, í byrjun júní, á genginu 2,5. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Billinn sera valt við Sólheima er talinn dnýtur. Einn slasaður og tveir bflar onýtir eftir bflveltur Miðborgin aðeins opin gangandi vegfarendum Morgunblaðið/Ámi Sæberg Fáir voru á ferli í miðborginni í gær sökum leiðindaveðurs, en hluti hennar verður lokaður fyrir bflaumferð á laugardögum í júlí og ágúst. TVEIR bílar fóru út af veginum og ultu í grennd við Vík í Mýrdal í fyrri- nótt. Einn maður slasaðist htillega og báðir bílamir eru ónýtir. Talið er að annar ökumannanna hafi sofnað við aksturinn. Skömmu eftir miðnætti valt bíll á veginum á Sólheimasandi. Bíllinn var að koma að vestan inn á kafla þar sem verið er að leggja bundið slitlag. Er búið að hefla veginn og bera á hann möl. Svo virðist sem ökumaðurinn hafi ekki hægt nægi- lega á sér þegar hann keyrði inn á þennan vegarkafla og missti hann því stjóm á bílnum sem lenti út af og valt. Ökumaðurinn skarst nokkuð en tveir farþegar sem í bílnum voru sluppu ómeiddir. Bíllinn er gjör- ónýtur. Vegfarandi sem kom að slysstaðnum ók ökumanninum á heilsugæslustöðina í Vík þar sem sár hans vom saumuð. Um klukkan hálfsex í gærmorgun var ökumaður um tvítugt einn í bíl að koma að austan yfir Mýrdals- sand. Að sögn lögreglu segir öku- maðurinn sjálfur að hann hafi dottað og vaknað upp við það að bíllinn var kominn út fyrir veginn þar sem hann valt og endastakkst. Maðurinn slapp ómeiddur en bíllinn er talinn ónýtur. ÞRÓUNARFÉLAG miðborgarinnar og miðborgarstjórn eru sannfærð um að lokun hluta miðborgarinnar fyrir umferð bifreiða sé jákvæð og ætla að halda henni ótrauð áfram næstu laugardaga, þrátt fyrir að ekki hafí margir verið fótgangandi þar í gær sökum veðurs í Reykjavík. í gær, frá kl. 9-18, var eingöngu opið fyrir gangandi vegfarendur í Austurstræti, Bankastræti og á Laugavegi frá Klapparstíg, og sömuleiðis í Pósthússtræti við Aust- urvöll og Skólavörðustig neðan Bergstaðastrætis. „Við hefðum gjarnan kosið að hafa svæðið stærra, en niðurstaðan varð samt þessi. Hér er um að ræða sam- vinnuverkefni milli Þróunarfélags miðborgarinnar og miðborgar- stjórnar, þar sem gerð er tilraun til að koma til móts við þá, sem vilja ná fram svipuðum anda og er f borgum erlendis, en þar hefúr þróunin und- anfarin ár verið sú að reyna að spoma við bflaumferð og láta gangandi vegfarendur þess í stað hafa forgang. Fyrirkomulagið hér verður með þessum hætti næstu laugardaga, fram yfir menningar- nótt, 19. ágúst,“ sagði Kristín Ein- arsdóttir, framkvæmdasljóri mið- borgar. Alþjóðleg götustemmning „ Við ætlum að reyna að gera þessa tilraun, vegna þess að því hef- ur alltaf verið haldið fram, að hér sé ekki hægt að gera þetta, en það hef- ur aldrei verið prófað almennilega. Þess vegna ákváðum við að gera þetta alla laugardaga í júlí og ágúst,, en ekki bara einn, fram yfir menningamótt. Við vonum að hægt verði að skapa götustemmningu þar sem hljómlislarmenn og aðrir Iista- menn sýna listir sínar, eins og flest- ir þekkja sem hafa ferðast til ann- arra borga. Ég vil taka það fram, vegna orðróms þar um, að það er ekki bannað að fremja slíkt á götum og gangstéttum hér á landi, svo fremi sem ekki er um hávaðasaman gjöming að ræða sem veldur trufl- un. Það þarf sem sagt ekki að sækja um leyfí til lögreglu nema um tón- leika sé að ræða eða þess háttar. Við eigum alveg að geta innleitt þetta hér eins og nágrannaþjóðir okkar, því á Strikinu í Kaupmanna- höfn, til dæmis, er opið allan ársins hring fyrir gangandi vegfarendur eingöngu, hvemig sem viðrar," sagði Kristfn að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.