Morgunblaðið - 16.07.2000, Síða 10

Morgunblaðið - 16.07.2000, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 16. JÚLÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Hófleg verðbólga ekki áhyggjuefni Joseph E. Stiglitz lét nýlega af störfum sem aðstoðar- bankastjórí Alþjóðabankans eftir að gustað hafði um hann * í því starfi. I samtali við Har- ald Johannessen lýsir hann meðal annars skoðunum sín- um á viðkvæmum gjaldmiðl- um, háum vöxtum seðlabanka og því sem hann telur óþarfar áhyggjur af verðbólgu. Hann ræðir um árangur Banda- ríkjastjórnar innanlands og áhrif viðskiptafrelsis á þróun- arlöndin. Loks lýsir hann skoðun sinni á nýtingu auð- linda á borð við fískinn í sjón- um umhverfís Island. Morgunblaðið/Arni Sæberg JOSEPH E. Stiglitz var hag- fræðiprófessor við Stan- ford-háskóla í Kaliforníu í Bandaríkjunum þegar hann tók sér frí til að takast á hendur að leiða hagfræðingaráð Clintons Bandaríkjaforseta árið 1993. Hann tók við stöðu aðalhagfræðings og aðstoðarbankastjóra við Alþjóða- bankann árið 1997 og gegndi þeim stöðum þar til fyrir skömmu að hann ákvað að snúa sér að kennslu og rann- sóknum á nýjan leik. Stiglitz var forseti Bandaríska hag- fræðingafélagsins árið 1983 og hefur ritað fjölda greina um efnahagsmál. Hann hefur ekki látið sér hina akademísku umræðu um efnahags- mál nægja heldur hefur hann lengi tekið virkan þátt í umræðum um efnahagsmál í fjölmiðlum - of virkan þátt að sumra áliti, eins og fram kem- ur hér á eftir. Hagkerfi á stærð við meðalstórt fyrirtæki Síðustu daga hafa verið miklar hræringar í viðskiptum með islensku krónuna og hún hefur lækkað nokk- uð. Þetta hefur leitt huga sumra að smáum gjaldmiðlum, hver telur þú að sé framtíð þeirra? „Ég vil nú ekki tala mikið um ís- lensku krónuna sérstaklega, þar sem ég hef ekki getað kynnt mér það sem er að gerast hér með hana, en um litla gjaldmiðla má almennt segja að hægt er að gera atlögur að þeim. Það má líta á þetta út frá því að hagkerfí lítilla gjaldmiðla eru ef til vill ekki stærri en meðalstórt fyrirtæki á bandaríska hlutabréfamarkaðnum og í kringum þau getur spákaupmennska skapað óhóflega svartsýni eða bjartsýni og þar með mikið flökt í verði. Hið sama getur átt við um hvaða eign sem er, þar á meðal gjaldmiðil. Þetta er eitt af því sem hefur komið mjög skýrt fram á síðasta aldarfjórðungi eða svo. Gjaldmiðlaspákaupmenn vita af þessu og hið mikla fjármagn sem þeir geta safnað saman gefur þeim færi á aðspilaáþetta. Vandamálin hafa stundum orðið meiri en ella hjá stjómvöldum sem hafa viljað vel og verið með ágætan efnahag, en samt orðið fyrir atlögu. Sterkt hagkerfi laðar að sér meira fjármagn og stjómvöld sem hafa áhyggjur af verðbólgu hækka vexti. Hærri vextir.gera það að verkum að það verður jafnvel enn álitlegra fyrir útlendinga að koma með peninga inn í landið. Þetta getur enn aukið á þensl- una í hagkerfinu, jafnvel þótt stjóm- völd vinni að hluta til á móti með því að safna upp gjaldeyrisforða og þó að þau leyfi genginu að hækka eitthvað og búi ekki við fastgengisstefnu eins og Tæland gerði til dæmis. Um þessa stefnu Tælands var deilt og mörg okkar töldu að vandamál Tælands hefðu jafnvel getað orðið verri ef stjómvöld hefðu leyft genginu að hækka. Þetta stafar af því að ef spá- kaupmenn ákveða að gera atlögu eða væntingar breytast og allir reyna að fara með peningana sína út úr land- inu getur gengið fallið enn meira ef því hefur verið leyft að hækka áður. Hluti þessa vandamáls er að lán- takan sem oft á sér stað þegar vextir eru háir og vaxtamunur mikill er yfir- leitt óvarin. Þetta er markaðsbrestur því fólk ætti að kaupa tryggingu gegn þessu. En þessi markaðsbrestur staf- ar annaðhvort af því að fólk er of bjartsýnt og áttar sig ekki á áhætt- unni og flökti gjaldmiðla eða vegna þess að svo stór hluti efnahagslífsins er í þessari stöðu að þegar gengið fell- ur verður ríkisstjómin að grípa til einhverra björgunaraðgerða. Þetta höfum við séð gerast aftur og aftur. Grípi ríkisstjórnin til björgunarað- gerða er ekki um eins mikla áhættu einkaaðila að ræða og annars hefði verið. Áhætta samfélagsins er hins vegar mjög mikil því ríkisstjómin tekur á sig áhættu einkaaðilanna. Þetta er ástæðan fyrir því að margir okkar segja að ríkisstjómin verði íyr- irfram að takmarka áhættuna, því einkageirinn muni alltaf trúa því - sama hversu oft hinu gagnstæða er haldið fram - að gripið verði til björg- unaraðgerða ef nægilega margir lenda í vandræðum. Það kann því að vera að ekki sé nóg að segjast ekki ætla að grípa inn í ef illa fer, heldur verði að setja reglur, beita sköttum eða einhverjum öðmm aðferðum til að hafa áhrif á hegðun einkaaðila." Breyttur viðskiptahalli Hvernig er það með svona atlögur spákaupmanna eins og þú talar um, telurðu að þeir geti hagnast á þeim þótt undirstöður efnahagslífsins séu í lagi? „Margir sögðu í upphafi kreppunn- ar í Asíu að einungis lönd með veika efnahagsstjóm yrðu fyrir atlögu. Eitt af því sem allir vom sammála um í lok kreppunnar í nóvember 1998 var að þetta stæðist ekki. Jafnvel lönd með góða efnahagsstjóm geta orðið fyrir atlögu. Ef þau hafa nægan gjaldeyris- forða standa þau atlöguna ef til vill af sér, en þau geta engu að síður orðið fyrir henni. Eitt frægasta dæmið um þetta er Hong Kong, sem hafði mjög mikinn gjaldeyrisforða og hafði fylgt mjög góðri efnahagsstefnu - ekki fullkom- inni að vísu enda em mannanna verk það aldrei. Hong Kong varð fyrir mjög harðri atlögu spákaupmanna en stjórnvöldum tókst að grípa inn í af miklu afli, bæði á hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaði, og komu þannig á stöðugleika á ný. Ríkisstjómir spá- kaupmennskulandanna, svo sem Bandaríkjanna, gagnrýndu stjóm- völd í Hong Kong mikið fyrir að hafa farið út fyrir mörk eðlilegra inngripa. En staðreyndin er sú að með þessu varð gjaldmiðillinn stöðugur og markaðurinn einnig og ríkið endaði með að græða stórar fúlgur á öllu saman. Niðurstaðan er því sú að það em ekki aðeins lönd með slæma efna- hagsstefnu sem verða fyrir atlögu. Spákaupmenn geta reynt að græða - og tekst það jafnvel stundum - á löndum þar sem undirstöður efna- hagslífsins em ekki veikar. Viðhorf til þessa hafa líka breyst af annarri ástæðu, en það er deilan um það hvort hægt er að vera með við- varandi viðskiptahalla. Því var áður haldið fram að ekki væri hægt að búa við mikinn viðskiptahalla til langs tíma og ríki sem gerðu það ættu því frekar á hættu en önnur að verða fyrir árás. Það var töluvert til í þessu þegar litið er til ástandsins í Rómönsku-Ameríku á áttunda ára- tugnum þar sem viðskiptahallinn var afleiðing lántöku ríkisins vegna halla- rekstrar ríkissjóðs. En munurinn er sá að Asía og ísland hafa afgang af ríkissjóði. Hagfræðin segir okkur að einka- geirinn taki aðeins lán ef lántakan skilar nægu til að greiða skuldina, og einkaaðilar láni aðeins ef þeir telja sig munu fá lánin endurgreidd. Þannig að hugtakið „viðvarandi viðskipta- halli“ tekur á sig aðra merkingu þeg- ar um lán milli einkaaðila er að ræða. Hér þarf þó að gera einn fyrirvara, sem er sá sami og ég gerði hér á und- an um markaðsbrest. Ef báðir aðilar trúa því að ríkið muni grípa til björg- Ég tel þessar athuga- semdir [mótmælend- anna i Seattle] eiga fyllilega rétt á sér, en med þeim fylgdi þó gamaldags barátta gegn hvers kyns f ram- förum og frjálsri verslun. Því var áður haldið fram að ekki væri hægt að búa við mik- inn viðskiptahalla til langs tíma og ríki sem gerðu það ættu því frekar á hættu en önn- ur að verða fyrir árás. unaraðgerða er þetta svipað því sem var í Rómönsku-Ameríku þegar ríkis- stjómin stóð fyrir fjárstreyminu því þetta virkar svipað og ríkið beri ábyrgðina og taki áhættuna.“ Ríkið grípi inn í fyrirfram Er ekki réttara að tala um n'kis- brest i þessu tilviki, þai- sem það eru afskipti ríkisins sem hafa valdið þess- um væntingum einkaaðila? „Hér þarf að líta á tvær staðreynd- ir. Sú fyrri er að ríkisstjómir stjóma heiminum og væntingar ráðast ekki aðeins af því hvað ein tiltekin ríkis- stjórn gerir. Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn hefur beinlínis sagt ákveðnum ríkisstjómum að þær eigi að grípa inn í, þannig að afskipti ríkisins hafa ver- ið hefðbundin leið í þessum málum. Ég held að það sé af þessum sökum sem margir álíta að ríkið eigi að grípa inn í fyrirfram, enda er mjög erfitt fyrir ríkið að grípa ekki inn í þegar slíkt ástand hefur skapast. Þess vegna þarf að hafa afskipti af frjálsu flæði fjármagns og hafa reglur í bankakerfinu til að koma í veg fyrir að fyrirtæki lendi í slæmri stöðu að þessu leyti. Svarið er þvi í stuttu máli að þama er ríkisbrestur, en hann felst í því að grípa ekki inn í til að koma í veg fyrir að svona staða komi upp. Hægt er að segja, og miða þá við Tæland en ekki Island sérstaklega, að ríkisstjómin hafi staðið frammi fyrir ákveðnum vanda þar. Tvenns konar stefna hafi komið til greina, og í því sambandi þarf að líta til erlendu skuldarinnar og stöðu skuldunaut- anna hennar vegna. Annars vegar mátti hækka vexti til að stuðla að því að fjármagn kæmi aftur inn í landið og styðja þannig við gengið. Hins vegar mátti láta gengið falla og taka til að því loknu, ef svo má segja. Menn eins og ég hafa haldið því fram að við aðstæður eins og í Tæ- landi skili það ekki árangri að hækka vexti vegna þess að margir séu svo skuldsettir að hækkun vaxta leiði til gjaldþrota en ekki þess að trú manna á efnahagslíf landsins batni. Fjár- magn komi því ekki inn í landið held- ur verði fjármagnsflótti vegna þess að trú manna á landinu verði að engu og það fari inn í efnahagslægð og kreppu sem sé aukið á með sam- drætti í fjármálum hins opinbera. Þama var því allt gert til að drepa efnahagslífið og svo lýstu menn undr- un sinni á að fjármagn streymdi ekki inn í landið. Én fjármagn streymdi sem sagt úr landi og gjaldmiðillinn félL Þeir héldu sem sagt að þeir stæðu frammi fyrir vali, þ.e. að þeir gætu hækkað vexti og stutt þannig við gjaldmiðilinn, en staðreyndin er sú að þeir höfðu ekkert val því þeir hækk- uðu vexti og drápu gjaldmiðilinn. Niðurstaðan varð því sú versta sem hægt var að hugsa sér, því með þessu drápu þeir líka bæði smáfyrirtækin og iðnfyrirtækin og skuldastaðan er slæm. Ef þeir hefðu látið gengið falla hefðu tveir hópar aðallega fundið fyr- ir gengislækkuninni. Annar var fast- eignafélögin, en það var vegna stöðu þeirra og mikils offramboðs. Þetta var staðbundinn vandi og gjörólíkur ástandinu hér á landi. Hinn hópurinn er útflytjendumú, en hann er í raun varinn fyrir þessu því hann hagnast á lækkun gengisins um leið og hann verður fyrir tapi í efnahagsreikn- ingnum. I þessu tilviki var því alveg ljóst að stefna Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins um að halda uppi gengi gjaldmiðilsins var röng. Malasía fór aðra leið, sem kom nokkuð vel út fyrir hana. Það sem hún gerði var að draga úr útstreymi fjármagns með reglum og skatt- heimtu þar til fólk róaðist. Og þegar fólk var orðið rólegt vom reglurnar afnumdar og þá streymdi fjármagn ekki úr landi og stöðugleiki komst á.“ Væg verðbólga ekki skaðleg I umræðu um stýrivexti seðla- banka er oft gengið út frá því að valið standi á milli hárra vaxta og hárrar verðbólgu. Nýlega hafa verið skrifað- ar skýrslur og greinar um þetta og sumir hafa haldið því fram að betra sé að lifa við lítils háttar verðbólgu en of háa vexti. Er svona beint samband þama á milli? „Ef maður lítur á háa vexti eina og sér og án reglna á fjármálamarkaði og í bankakerfi slá þeir ekki endilega á verðbólgu því þeir draga meira fjár- magn inn í landið. Meira fjármagn getur örvað hagkerfið og það er þessi örvun sem stafar af umframeftir- spuminni sem veldur verðbólgunni. Þannig að háir vextir tryggja ekki endilega lága verðbólgu. Þeir hafa dáh'til áhrif því hækkun gengisins vinnur gegn verðbólgunni, en þeir draga ekki endilega úr heild- areftirspum innanlands ef fjármagni er leyft að flæða afskiptalaust inn í landið. Annað sem ég vil nefna er að al- mennt talað hefur væg verðbólga ekki slæm áhrif á hagvöxt. Niður-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.